Morgunblaðið - 23.12.1987, Page 19

Morgunblaðið - 23.12.1987, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MBDVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 19 Amnesty Intemational: Fangar niánaðaríns - desember 1987 Mannréttíndasamtökin Amn- esty Internatíonal vi^a vekja athygli almennings á máli eftír- farandi samviskufanga í desem- ber. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fœrt að skrifa bréf til hjálpar þessum föngxun og sýna þannig í verki andstöðu sína gegn þvi að slík mannrétt- indabrot séu framin. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póst- kort til stuðnings föngum mánaðarins og fást áskriftir á skrifstofu samttakanna. Víetnam: Ho Hieu Ha er 47 ára gamall prestur. Hann var hand- tekinn í desember 1983 og hálfu ári seinna var hann dæmdur í 8 ára fangelsi. Ákæran á hendur honum er m.a. sögð vera „prédikun gegn byltingunni". Það er talið að meðal gagna, sem notuð voru í réttar- höldunum gegn Ho Hieu Ha, séu prédikanir hans og einnig bréfa- skriftir hans við aðra meðlimi kirkjunnar. Amnesty-samtökin álfta að Ho Hieu Ha hafí verið hand- tekinn vegna þess að hann hafði neitað að fylgja eftir kröfum yfír- valda um að gera landareignir kirkjunnar upptækar og vegna þess að hann var áhrifamikill kirkjuleið- togi með mikið fylgi. Sýrland: „Abd al-Kajid Manjo- uneh er 49 ára gamall lögfræðingur og fyrrverandi ráðherra. Hann er í varðhaldi án þess að hafa hlotið ákæru eða dóm. Hann var hand- tekinn vorið 1980 í kjölfar eins dags verkfalls. Fjölmargir starfs- hópar tóku þátt í verkfallinu, m.a. lögfræðingar, læknar og verkfræð- ingar. Var m.a. farið fram á að neyðarlögum frá 1963 yrði aflétt og að allir pólitískir fangar sem voru í varðhaldi án dóms yrðu látn- ir lausir. Eftir verkfallið voru hundruð manna handteknir. í des- ember 1980 höfðu Amnesty-sam- tökin tekið að sér mál 23 lögfræðinga. Enn eru þrir þeirra í varðhaldi þar á meðal Manjouneh. Hann er talinn vera við slæma heilsu, með gigt, sykursýki, bijósk- los og nýmabólgur og hafa Amnestysamtökin látáð f ljós áhyggjur sfnar við stjómvöld Sýr- lands. Þriðji fanginn var Gibson Kamau Kuria frá Kenýa. Hann var látinn laus fyrr í mánuðinum. Þeir sem vilja leggja málum þess- ara fanga lið, og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, em vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við skrifstofu íslandsdeildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykja- vík. Skrifstofan er opin frá 16—18 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfa- skriftir ef óskað er. HAUKUR OG ÓLAFUR HF. VIÐ EIGUM EITTHVAÐ HANDA ÖLLUM í FJÖLSKYLDUNNI Viltu gera góð kaup, t.d. í loftljósum og jólaseríum hvort sem er úti eða inni. Viltu kannski jólastjörnu eða engil í gluggann? Við höfum líka frábært úrval heimilistækja. Einnig gott úrval rafmagnshandverkfæra. Þú getur fengið kerti í bílinn þinn, hvort sem hann er bensín eða díesel. Við höfum alternatora frá Motorola sjáfum og hinar heimsfrægu Hobart rafsuður. ÁRMÚLA 32, SÍMI 37700. Flensborgarskóli brautskráir nemendur Afmælis skólahússins minnst FLENS BORGARSKÓLI í Hafn- arfirði brautskráði 45 nemendur sl. laugardag, 3 með almennt verslunarpróf og 42 stúdenta. Flestír hinna nýju stúdenta brautskráðust af viðskiptabraut og náttúruf ræðibraut, en einnig voru brautskráðir stúdentar af eðlisfræðifræðibraut, félags- fræðabraut, málabraut, íþrótta- braut og uppeldisbraut. Við þetta tækifæri var þess sérs- taklega minnst að á þessu hausti em liðin 50 ár frá þvi að Flens- borgarskólinn flutti á Hamarinn, en áður hafði skólinn starfað ann- ars staðar í bænum. Það var þann 10. október 1937 að skólahúsið á Hamrinum var vígt, en það var þá mesta stórhýsi í Hafnarfirði. Birgir Isleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, flutti skólan- um kveðju vegna afmælisins i stuttu ávarpi. Jóna Osk Guðjónsdóttir, for- seti bæjarstjómar Hafnaifyarðar, fíutti einnig ávarp og færði skólan- um að gjöf vatnslitamynd eftir Gunnlaug Stefán Gíslason, listmál- ara. Stjómarformaður Sparisjóðs Hafíiarfjarðar, Matthías Á. Mathi- esen samgöngumálaráðherra, færði skólanum vandaða ritvinnslutölvu að gjöf fyrir hönd sparisjóðsins. Einnig flutti fulltrúi nýstúdenta, Ruth Guðmundsdóttir, ávarp við athöfnina, og Kór Flensborgarskól- ans söng undir stjóm Margrétar J. Pálmadóttur. Meðal annars flutti kórinn ljóð Amar Amarsonar „Hér er risin höll á þjargi" en það var fyrst flutt við vígslu skólahússins fyrir hálfri öld. Lag við það ljóð er eftir Sigurð Ágústsson f Birtinga- holti. Bestum árangri á stúdentsprófi að þessu sinni náðiÁsdís Jónsdóttir, sem lauk prófí af viðskiptabraut eftir að hafa stundað nám I öld- ungadeild skólans. GD PIONEER KASSETTUTÆKI uzzini Heimsþekktu ítölsku búsáhalda- og gjafavörurnar færðu í HAGKAUP KRINGLUNNI, SKEIFUNNI, KJÖRGARÐI og í betri búsáhaldaverslunum um land allt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.