Morgunblaðið - 23.12.1987, Síða 24

Morgunblaðið - 23.12.1987, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 Lönd fjarskans Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Astrid Lindgren: SÖGUR OG ÆVINTÝRI. Vilborg Dagbjarts- dóttir, Þorleifur Hauksson, Silja Aðalsteinsdóttir, Sigrún Arna- dóttir, Skeggi Asbjarnarson og Heimir Pálsson þýddu. Myndir eftir Björn Berg, Ilon Wikland og Evu Laurell. Mál og menning 1987. í Sögum og ævintýrum Astrid / Lindgren sem er viðamikil bók, 630 bls., gefst kostur á að sökkva sér í lestur verka þessarar skáldkonu sem væri fyrir löngu búin að fá Nóbelsverðlaun væri hún ekki sænsk. Úr sumum sögum Astrid Lind- gren eru einungis birtir kaflar í fyrmefndri bókj aðrar standa í heild á blöðunum. Eg skal viðurkenna að ég hef ekki verið ötull lesandi Astrid Lindgren, en fylgst með því hvemig böm gleyptu hana í sig og lásu aftur og aftur. Þetta gilti vissu- lega um Línu langsokk, en líka og ekki síst Elsku Míó minn og Bróður minn Ljónshjarta. Okkur hættir til að leggja fyrst og fremst siðferðilegt mat á bamabækur sem er skiljanlegt en rangt. Bamabækur á að meta sem sjálfstæð listaverk sem lifa sínu eigin lífi líkt og aðrar bækur. Séu bækur Astrid Lindgren lesnar með þetta í huga skynjum við það sem greinir þær frá svo mörgum öðmm bamabókum: frásagnargleðina og dulina sem er af toga skáldskapar- ins. Það em vissulega til bækur eftir Astrid Lindgren sem em bara „skemmtilegar" og „fyndnar", sam- anber Línu langsokk og Emil í Kattholti. En þegar á líður er meiri alvara á ferðum án þess að frásagn- argleðin glatist. Hátindur skapandi sagna fyrir böm (og fullorðna) er Bróðir minn Ljónshjarta, en Elsku Míó minn og Ronja ræningjadóttir em á líkum nótum. í Bróðir minn Ljónshjarta gerist hið ótrúlega. Sagan er hlaðin dul, í senn róman- tísk og raunsæ, en kemur því til leiðar að ógnvaldurinn dauði virðist í miklum fjarska og ekki er einu sinni ástæða til að óttast hann. Koma hans getur jafnvel verið fagn- aðarefni. Hann sundrar ekki alltaf heldur sameinar. Það að deyja get- ur verið hið sama og að sjá ljósið eins og Snúður litli gerir. í sögum eins og Leynilögreglu- maðurinn Karl Blómkvist kemur Astrid Lindgren til móts við þær kröfur um „spennandi" efni sem svo háværar em, en hún gerir það með sínum hætti. Sama má vissulega segja um fleiri bækur hennar. Það Iðnaðarmenn segja frá Bókmenntir Erlendur Jónsson IÐNAÐARMENN. I. 227 bls. Iðn- skólaútgáfan — Iðnú. Reykjavík, 1987. Iðnskólaútgáfan hefúr hafíð út- gáfu rits með þáttum af iðnaðar- mönnum þar sem þeir segja undan og ofan af lífshlaupi sínu, en þó fyrst og fremst frá starfí sínu sem fagmenn. Sex em þættimir í bók þessari, og af jafnmörgum mönn- um. Jóhanna Sveinsdóttir hefur haft umsjón með verkinu en fleiri hafa unnið að ritun þáttanna. Hver þáttur markast í stórum dráttum af ramma þeim sem höfundar hafa sett sér en ber líka svipmót síns sögumanns. Þannig fylgir ritið einni og sömu heildarllnu en gefur þó svigrúm til frávika. Fyrst er í stuttu máli sagt frá uppmna sögumanns, síðan tekur hann sjálfur við og rek- ur það helsta sem á dagana hefur drifíð. Fyrstur er Bjami Einarsson skipasmíðameistari. Hann ólst upp I Skuggahverfínu í Reykjavík og hefur einn um sjötugt. Það varð því hlutskipti hans, eins og jafn- aldra hans í þessari bók, að ákvarða framtíð sína og koma undir sig fót- unum í kreppunni miklu en • »þá mátti heita að flestar iðngreinar væm lokaðar nemendum«. Að kom- ast í iðnnám mátti þá teljast til heppni. Bjami hefur ærinn metnað fyrir hönd sinnar stéttar og vill að Islendingar smíði skip sín sjáifír. Björgvin Frederiksen mun vera kunnastur úr stjómmálunum en er kynntur hér sem vélsmíðameistari. »Aðeins 23 ára hóf hann sjálfstæð- an atvinnurekstur,« segir í inn- gangi. Björgvin er ekki síður en Bjama annt um íslenskan iðnað. Hann segir að hér sé rekin röng iðnaðarpólitík, »stjómvöld hafa löngum verið ÓBpör á yfírlýsingar um að efla íslenskan iðnað og skapa honum eðlileg vaxtarskilyrði. Raun- in er því miður oft allt önnur og engu lfkara en stjómvöld vilji beinlínis kaffæra þá iðnaðarstarf- semi sem hér er fyrir í Iandinu«. Sem unglingur vann Björgvin fyrir sér »í bakariinu hjá heiðursmannin- um Gísla Ólafssyni*. Þá vom sendisveinar í öllum búðum og bakaríum, »ef fólk kom í heimsókn tíðkaðist að hringja í bakaríið og sendisveinninn fenginn til að skjót- ast með kaffibrauð hvert sem var í nágrenninu«. Svo vill til að næsti þáttur er einmitt af Glsla Ólafssyni bakara- meistara. Gfsli segir margt frá ævi sinni, tiltölulega minna um starfíð sjálft. Þó rekur hann aðdraganda þess að hann nam iðngrein sína en »áður þá datt mér aldrei I hug að ég yrði bakari*. Gísli fæddist og ólst upp á þeim virðulega og menn- ingarlega stað, Eyrarbakka. Og þar var auðvitað bakarí. Gísli segir að margir hafí átt bágt með að trúa að bakarar hnoðuðu deig með því að troða það undir fótum en það hafí þó tíðkast fram undir sína bak- aratíð. Guðgeir Jónsson bókbindari er nýlátinn I hárri elli, elstur þeirra sem segja frá I þessari bók. Hann varð kunnastur vegna afskipta af verkalýðsmálum, en segja má að hann ælist upp með íslenskri verka- lýðshreyfíngu. »Ég lét flækja mig I miklu fleira en ég hefði átt að gera,« ségir Guðgeir þegar hann lítur yfír farinn veg. Næstur er Svarfdælingurinn, Jón Bjömsson húsgagnasmfðameistari, »einn þeirra hagleiksmanna sem auðgað hafa umhverfí sitt með handbragði sínu«. Jón hefur lagt gerva hönd á margt. »Hver maður hefur sfna sérstöku náttúru og þannig er það með smíðanáttúruna áð hún er meðfædd og ekki öllum gefín,« segir Jón. Lestina rekur Sigurgestur Guð- jónsson bifvélavirki. Hann fæddist inn í bflaöldina á íslandi, Stokks- eyringur að uppruna en fluttist til Reykjavíkur fjórtán ára. Kreppan var á næsta leiti þegar hann hóf nám í bifvélavirkjun en »þá var al- gengast að þeir sem vom teknir inn á verkstæði til reynslu fengU ekk- ert kaup fyrstu þrjá mánuðina«. Iðnfræðslan var enn laus í reipunum þegar Sigurgestur hóf námið og ekki fyrr en 1935 að bifvélavirkjun varð löggilt iðngrein. Sigurgestur tók bflpróf 1931. Hann fékk lánað- an bíl, sótti prófdómarann og gaf honum vindil. Prófið gekk eins og í sögu. »Síðan skilaði ég próf- dómaranum og fékk ökuskfrteinið.« Klukkuþjófurinn klóki Astrid Lindgren er aftur á móti þegar hún sér fyrir sér lönd hugarflugsins, eins og Landið í fjarskanum í Elsku Míó minn og Nangijala í Bróðir minn Ljónshjarta, sem rödd hennar öðlast margfaldan þrótt. Það ber auðvitað síst að lasta þegar góðir höfundar skrifa afþrey- ingarbækur handa ungum lesend- um og hugarflugið bregður á leik hjá þeim. En þegar bamabók verð- ur bókmenntir og er um leið með fádæmum skemmtileg er ekki unn- ið til einskis. í heild sinni eru þýðingar sagn- anna góðar, en ég vil sérstaklega geta þýðinga Heimis Pálssonar (Elsku Mfó minn) og Þorleifs Haukssonar (Bróðir minn Ljóns- hjarta). Jóhanna Sveinsdóttir Eins og upptalningin ber með sér eru hér menn úr aðskiljanlegum Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Guðmundur Ólafsson Teikningar: Grétar Reynisson Prentverk: Prentstofa G. Bene- diktssonar Útgefandi: Vaka-Helgafell Alfíðraður, litríkur og svo flug- fær, að í samkeppni Verðlaunasjóðs íslenskra bamabóka 1986 renndi höfundur sér á sólstaf vorsins, ofar öðmm, með bókinni Emil og Skunda. Slíkri velgengni fylgir mik- ill vandi. Var þetta tilviljun, eða er mannskrattinn svona ritfær? Undir þessari pressu semur hann bókina Klukkuþjófurinn klóki. Og ekki fat- ast honum flugið, það er jafn listi- legt og áður. Enn sér hann hina spaugilegu hlið lífsins, tilburði okk- ar við að sýnast menn, og hann segir svo frá þeim, að þú ferð að brosa, hlæja, og stendur þig að því að þykja undur vænt um allt og alla. Höfundur lætur Kobba og Svenna fylgja lesandanum um þorp- ið (Ólafsfjörð), kemur við hér og þar, og það er vissulega margt,að sjá og skoða: Þér er boðið til skó- lauppsagnar, hlusta á þrautleiðin- legt mál í skólastjóranum, og sleppur ekki út fyrr en lífstykkj feitrar kerlingar er nærri búið að iðngreinum. Allir em þættimir fróð- legir, þó hver með sínum hætti. í vitund þjóðarinnar hefur iðnaðurinn tæpast yfír sér töfra í líking við sjómennskuna né rómantík af því tagi sem sumir sjá í sveitalífinu. Þáttur iðnaðarmanna í að skapa hér borgarmenningu er hins vegar ótvíræður. Sá var löngum háttur iðnmeistara að halda sig virðulega og eimir enn eftir af því þó tímam- ir séu orðnir gróflega óformlegir miðað við það sem forðum gerðist. Útgáfu þessara þátta skil ég svo að með því hyggist útgefandinn varðveitá frumheimildir um sögu fslensks iðnaðar, en gefa þá um leið út efni sem hvaða lesandi sem er megi hafa af bæði gagn og skemmtun. Tel ég að það hafí vel tekist og vona að framhaldið verði jafnfjölbreytt og fróðlegt. kæfa hana. Þér er boðið til hús- byggingar, sérð drenginn bera til þess skraut að heiman, Jesúmynd og Camel-auglýsingu, og tekur þátt í því með þeim að koma fyrir for- láta klukku utan á höllina. Þú kemst að því, að það em konur sem öllu ráða í þorpinu, karlamir aldrei heima, alltaf á sjó, svo bömin eru kennd við mæður en ekki feður, nema þegar strákapörin keyra úr hófi, þá er gemlingunum óðar ýtt inní hina ættina. Nú, höllin brenn- ur; kópur er tekinn til fanga, rifínn af strákunum af afglapanum Skapta Skúlasyni, og þá kemur í ljós, eins og norðlenzkum bæ sæm- ir, að drengimir hafa skipt þorpinu í yfirráðasvæði, þar eru Hafnarpúk- ar og Bæjarpúkar. Ef mikið liggur við, þá geta þó þessir „erkiféndur" sameinazt, og þeir færa Skapta Skúlason til slíks hreinsunarbaðs, að þú hefír á tilfínningunni, að strákskömmin verði fyrirmyndar- piltur eftir. Það getur verið erfítt að kynnast tækninýjungum, það fær Heiðló Þrastardóttir, frysti- kistueigandi, að reyna, nú og sonur hennar, Maggi, kemst að því, að vandratað er bilið milli leiks og al- vöm. Það er satt, það er skömm að vera að rekja textann, Guðmund- ur einn skilar honum, eins og skila ber. Mál hans er létt og lipurt, lit- skrúðugt. Já,- það er íslenzkt tungutak, ég hrökk aðeins við und- an enskuslettunni, er hann heldur þvífram að fólk ELSKI súkkulaði. Þetta er þráðvel skrifuð bók, þar sem höfundi tekst að tvinna saman hugarheim gerðum úr því, sem við hin eldri hellum yfír böm, og raun- vemleika krakka, sem em að þroskast til manns. Textann undir- strikar höfundur, eins og leikara sæmir, svo minnir á handrit upples- ara. Nú, þá er það útgáfa bókarinn- ar. Hér er ekki höndum til kastað. Teikningar Grétars falja svo að efni, að varla sjást skilin. Ég heyri ekki tvo hlátra, heldur einn. Að láta sér detta í hug að hafa svartar síður til þess að lýsa næturhúmi, og spennu, það er bráðsnjöll hugmynd. Þessi bók hlýtur að ylja hveiju bókelsku hjarta. Hafí útgáfan þökk og heiður fyrir. Ástin, það er ástin Békmenntir Friðrika Benónýs María og Margrét. Höfundur: Régine Deforges. Þýðandi: Sigurður Pálsson. Útgefandi: ísafold 1987. Það er ekki algengt að maður sjái skáldsögur í sendibréfaformi núorðið. Þó er sú hefð aldagömul, nær allt aftur til Héloise hinnar frönsku á tólftu öld, að skrifa sög- ur, og þá einkum ástarsögur, í formi sendibréfa. Ýmist em öll bréfín frá sömu persónunni, eða, eins og í sögu Deforges Marfa og Margrét, bréfaskipti tveggja elskenda. Það sem gerir þeirra sögu sérstaka er að þær em báðar kvenkyns. Tvær giftar konur í smáþorpi í' Suður- Frakklandi uppúr aldamótunum sfðustu. Deforges segir í inngangi frá því að nokkur gömul póstkort, sem hún keypti fyrir tilviljun, hafí fyjlt sig löngun til að skrifa sögu þessara kvenna, sem eftir póstkortunum að dæma höfðu verið reiðubúnar að hætta öllu fyrir ást sína. Persónur bókarinnar, María Salat og Margrét Ribera, em þó að sjálfsögðu hennar sköpun, þetta er ekki sannsögulegt verk í venjulegum skilningi. Það er Margrét sem skrifar flest bréfín. Hún er yngri og ákaflynd- ari, vill að ástin sé bálið stóra „sem enginn kemst yfír nema fuglinn fljúgandi“. María virðist eldri og ráðsettari, er ekki tilbúin til að gera sig að athlægi vegna ástar á konu. Það er líka hún sem reynir að binda enda á sambandið, fer burt, en síðasta bréf Margrétar bendir til þess að ást hennar sé þrátt fyrir allt sá eldur sem María sé dæmd til að brenna í. Þetta er falleg saga. Bréf kvenn- anna tveggja, einkum þó Margrét- ar, em á fallegu og eðlilegu máli, en þó með þungri undiröldu ástar og erótíkur; ástarbréf af bestu gerð. Við kynnumst lítið daglegu amstri persónanna í þessum bréfum, en fáum þó að vita að María er sauma- kona og Margrét vinnur í verk- smiðju og er nýbúin að eignast bam, sem hún verður að koma í fóstur fárra vikna gömlu til að geta haldið"áfram að stunda vinnu sína. Þetta em því ekki neinar yfírstétt-- arkonur sem í ofgnótt tíma og leiðinda fínna uppá ástarbralli sér til dægrastyttingar. Nei, ef ást þeirra Margrétar og Maríu er, að einhveiju leyti, sprottin af þjóð- félagsaðstæðum þeirra, er hún miklu frekar uppreisn gegn kúgun og ófrelsi, leið til að njóta lífsins þrátt fyrir bágar aðstæður. En fyrst og fremst er þetta Ástin með stóm A-i. Þær fínna hvor hjá annarri allt sem þær sakna úr sambýlinu við eiginmennina; skilning, næmni og hlýju. Deforges fellur þó ekki í þá giyfju að gera menn þeirra að einhveijum skrímslum. Það litla sem lesandinn fær að vita bendir til þess að þetta séu ósköp venjuleg- ir, fremur elskulegir menn. Þeir mega sín bara einskis gegn þeim ógnareldi sem konur þeirra kveikja sín í milli. Régine Deforges Þýðing Sigurðar Pálssonar er vel unnin, bréfín em eðlileg og einföld, þó á stöku stað nálgist bréf Mar- grétar uppskrúfun í máli. Það kemur þó ekki að sök og getur raun- ar vel stemmt við skapgerð þessarar blóðheitu konu, sem gefur sig alla í ást sinni, en krefst líka alls á móti. Tepraskapur og ótti Maríu við almenningsálitið kemst líka vel til skila í hennar bréfum. Maður sér næstum fyrir sér þessa pempfulegu saumakonu, sem ekki vill skemma orðstír mannsins síns með ósiðlegu framferði, en kemst þó ekki hjá því að hrífast með yfirþyrmandi ást Margrétar. Ég sagði áður að þetta væri fal- leg saga. En þetta er líka sterk saga. Textinn lætur ekki mikið yfír sér við fyrstu sýn, en við nánari lestur nær sagan tökum á manni og það liggur við að maður hrífist með þeim stöllum í ólgu tilfínning- anna, sem em styrkur þessarar sögu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.