Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987
31
Kemur í ljós hvort reyni
á riftunarfyrirvarann
Aðdragandi þessa máls er sá, að
síðastliðið vor samþykkti stjóm
Lánasjóðs íslenskra námsmanna nýj-
ar úthlutunarregiur sjóðsins. Meðal
nýrra reglna sem þar litu dagsins
ljós var ákvæði þess efnis, að telja
skyldi bamsmeðlög til tekna er
kæmu námsláni til frádráttar. Full-
trúar námsmanna í stjóm sjóðsins
mótmæltu þessu ákvæði, en fulltrúar
ríkisstjómarinnar í stjóm sjóðsins,
sem em í meirihluta, samþykktu það.
Síðastliðið sumar samdi Valborg
Snævarr, fulltrúi Vöku, félags lýð-
ræðissinnaðra stúdenta í Háskóla-
ráði álitsgerð um málið, þar sem hún
færði rök fyrir því að regla þessi
væri ólögmæt, þar sem ákvæði
bamalaga og fordæmi Hæstaréttar
gæfu það ótvírætt til kynna að bams-
Nýju húsnæðislögin:
— segir Pétur Blöndal formaöur
Landssambands lífeyrissjóða
„FULLTRÚAR Landssambands lífeyrissjóða skrifuðu í haust upp á
samkomulag við ríkisstjórnina um skuidabréfakaup með fyrirvara.
Sá fyrirvari var um nokkur atriði, m.a. þess efnis að breyttust regl-
ur og lög Húsnæðisstofnunar um útlán umtalsvert, þá lítum við svo
á að forsendumar séu brostnar," sagði Pétur Blöndal, formaður
Landssambands lífeyrissjóða í samtali við Morgunblaðið. Hann vildi
ekki tjá sig hvort einhveijir sjóðimir héldu sig að þessum fyrirvara
og riftu samningum sínum við Húsnæðisstofnun. Fundur verður hjá
Landssambandinu milli jóla og nýárs, um það hvemig megi ráð-
leggja aðildarsjóðunum að taka á málunum. En ákvörðun um riftun
er hjá hveijum og einum þeirra. Um 25 sjóðir af 90 hafa nú undir-
ritað samkomulag um skuldabréfakaup.
Það eru einkum þrjú atriði sem
lífeyrissjóðamenn hafa við breyting-
amar í húsnæðismálum að athuga,
að sögn Péturs. í fyrsta lagi er það
húsnæðislöggjöfin sjálf, sem þekkt
er og stjómir sjóðanna hafa fjallað
um. „Það er mjög mikil breyting
frá því sem verið hefur að stjóm
Húsnæðismálastofnunar skuli hafa
heimild til þess að synja mönnum
um lán eða skerða lánsrétt þeirra,
en hvort þetta er of mikil takmörk-
Menntamálaráðherra í bréf i til LÍN:
Meðlög ekki dreg-
in frá námslánum
BIRGIR ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra hefur sent stjórn
Lánasjóðs íslenskra námsmanna bréf, þar sem hann fer fram á það,
að við næstu endurskoðun úthlutunarreglna sjóðsins verði þeim
breytt á þann hátt að hætt verði að líta á barnsmeðlög sem tekjur
lánsþega.
un þannig að sjóðsstjómir telji sig
knúna til þess að rifta samningum
við Húsnæðisstofnun, get ég ekki
sagt á þessari stundu,“ sagði Pétur.
Annað atriðið kvað Pétur vera
það ákvæði fjárlaga, þar sem gert
væri ráð fyrir að aukinn hlutur af
framlagi sjóðanna færi til bygging-
arsjóðs verkamanna, eða 23% úr
tæplega 10% á þessu ári. „Þegar
aðilar vinnumarkaðarins komust að
samkomulagi um fjármögnun hús-
næðislánakerfisins fyrir um tveimur
ámm síðan, þá var það forsenda
þess samkomulags að lífeyrissjóð-
imir fjármögnuðu byggingarsjóð
ríkisins, en ríkið fjármagnaði fé-
lagslegar íbúðir. Þetta hefur nú
verið brotið."
Þriðja atriðið, sem lífeyrissjóðs-
mönnum væri þymir í augum kvað
Pétur vera bindiskylda upp á 675
milljónir af framlögum sjóðanna
samkvæmt fjárlögum inni í Hús-
næðisstofnun í árslok þessa árs og
500 það næsta. „Hvað gert verður
við þetta framlag sem ríkið ætlar
að frysta á sjóðsbók hjá sér, er um
margt afskaplega loðið: Ríkið er
alltaf í mikilli skuld við Seðlabank-
ann, þannig að þetta er í raun
óbeinn styrkur í ríkiskassann.
Lífeyrissjóðimir em með þessu
famir að fjármagna ýmsa „neyslu"
ríkisins og er það merkileg tilviljun
að upphæð þessi er svipuð þeirri
og ríkið borgar í uppbætur á lífeyri
hjá lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna".
Morgu nblaðið/Bj ami
Örn Steinsen, forstjóri Ferðaskrifstofunnar Sögu, ásamt vinnings-
höfum sem halda á bréfum upp á ókeypis ferð til Costa del Sol.
Fimm börn unnu
sólarlandaferð
FIMM börn unnu ókeypis sólar-
landaferð til Costa del Sol með
Ferðaskrifstofunni Sögu, þegar
dregið var úr 220 nöfnum félaga
í „Hnokkaklúbbi Sögu“.
I sumar vom öll böm á aldrinum
2-12 ára sem ferðuðust til Costa
del Sol skráð í Hnokkaklúbbinn, og
fengu þau bol, húfu og félagakort
við brottförina. Síðan var dregið
úr nöfnum bamanna fimmtudaginn
17. desember, og hinum fimm
heppnu vom síðan afhent bréf með
ávísun á fría ferð á skrifstofu Sögu
í gær, þriðjudag. Þau era: Anna
Aðalsteinsdóttir, Bjami Þorsteins-
son, og Soffía Jóhannsdóttir, öll úr
Reykjavík, og Bryndís Magnús-
dóttir og Örn E. Pálsson, úr
Hafnarfirði.
meðlög væm eign bams en ekki
viðtakandi foreldris, þannig að ekki
væri unnt að færa þau til tekna lán-
þega.
Fulltrúar námsmanna í stjóm
Lánasjóðsins lögðu fram greinargerð
Valborgar fyrir stjóm sjóðsins, en
henni var hafnað, svo og þeirri til-
lögu að bera málið upp fyrir lögfræð-
ing sjóðsins. Að tillögu Valborgar,
sem einnig er fulltrúi f Stúdentaráði
Háskóla Islands, sendi Stúdentaráð
málið til Lagastofnunar Háskóla ís-
lands, sem í álitsgerð sinni frá 29.
nóvember féllst á röksemdir Valborg-
ar og taldi stjóm Lánasjóðsins skorta
heimild til setningar þessarar reglu.
Álitsgerðin var skömmu síðar bor-
in upp á fundi stjómar Lánasjóðsins,
en niðurstöðu hennar hafnað. Vegna
þessa sendu námsmenn Birgi ísleifi
Gunnarssyni menntamálaráðherra
bréf, með beiðni um að hann endur-
skoðaði úthlutunarreglur sjóðsins
með tilliti til þessa ákvæðis. Mál
þetta hefur verið í skoðun um nokkra
hríð í ráðuneytinu, en síðastliðinn
mánudag sendi ráðherra bréf til
stjómar sjóðsins þess efnis að honum
væri kunnugt um að strax í upphafi
næsta árs stæði til endurskoðun á
úthlutunarreglum. Beindi hann þeim
eindregnu tilmælum til stjómar
sjóðsins, með vísan til bréfs náms-
manna og álitsgerðarinnar, að við
þessa endurskoðun yrði fallið frá því
að líta á bamsmeðlög sem tekjur
lánþega.
Morgunblaðið/Einar Falur
Skátar á leið til Ástralíu
SNEMMA í morgun héldu 115 íslenskir skátar
til Ástraliu og taka þar þátt i heimsmóti skáta
sem haldið er rétt fyrir utan Sidney.
íslensku þátttakendurnir sem flestir eru á
aldrinum 13-18 ára ætla að halda jólin i sól og
hita í Ástralíu að þessu sinni. Um 18.000 þátttak-
endur eru á mótinu í Ástralíu frá öllum heims-
homum.
Skátarair notuðu sér það sparnaðarform Iðn-
aðarbankans sem gefur möguleika á láni í lok
sparnaðartímabilsins. Af þvi tilefni fóru með
skátunum til Ástralíu Óskar og Emma, ævintýra-
baukar bankans.
Sýning Guð-
mundar W. Vil-
hjálmssonar
NÚ stendur yfir í verzlun
Kristjáns Siggeirssonar
Laugavegi 13 sýning á mynd-
verkum Guðmundar W.
Vilhjálmssonar. Guðmundur
sýnir þar 37 myndir sem allar
eru nýlegar. Sýningin er opin
á venjulegum verzlunartíma.