Morgunblaðið - 23.12.1987, Page 32

Morgunblaðið - 23.12.1987, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 Bandaríkjaþing: Fjárlög samþykkt eftir nokkurt þjark Washington, Reuter. Fjárlagafrumvarp upp á 600 milljarða Bandaríkjadala var í gær samþykkt á Bandaríkja- þingi og bíður nú aðeins staðfestingar forsetans. Full- trúadeildin samþykkti það með 209 atkvæðum gegn 208, svo ekki mátti tæpara standa. I öldungadeildinni var það hins vegar samþykkt með 59 at- kvæðum gegn 30. Nokkrar deilur urðu um frum- varpið, sérstaklega þann lið, sem kveður á um stuðning við kontra- skæruliða í Nicaragua. Þingmenn féllust loks á það ákvæði, en þar með var málið þó ekki úr sög- unni. Ástæðan var ákvæði um útvarpsreglur, en að sögn tals- manns Hvíta hússins og þing- manna repúblikana hugðist Reagan Bandaríkjaforseti beita neitunarvaldi gegn lögunum í heild, ef í þeim fælust ákvæði um að útvarpsstöðum yrði gert að veita talsmönnum ólíkra sjónar- miða jafnan tíma í útvarpi (eða sjónvarpi), væri íjallað um stjóm- mál eða önnur „viðkvæm málefni". Ljóst var að hefði frekara mál- þóf orðið, hefði þingið þurft að samþykkja frekari bráðabirgðar- áðstafanir til þess að tryggja ríkinu rekstrarfé, en að öðrum kosti hefði ýmis starfsemi ríkisins stöðvast í gær. Slík samþykkt var gerð í þinginu á laugardag og tryggði ríkinu fé út mánudag. Fjárlagaafgreiðslan var síðasta mál á dagskrá þingsins. Fjárlögin eru í samræmi við samkomulag þingsins og ríkis- stjómarinnar um ráðstafanir til þess að skera niður íjárlagahall- ann um að minnsta kosti 30,2 milljarði dala. Talið er að hann hefði ella numið um 180 milljörð- um árið 1989. Reuter Frá mótmælaaðgerðum í Gaza Ófriður í Israel: Mörg lík þeirra, sem fórust í feijuslysinu, hefur rekið á fjörur á Mindoro-ey. Eru þau illa leikin af eldinum, sem kviknaði eftir áreksturinn við olíuskipið. Á innfelldu myndinni eru þau feðginin Aludia Bacsal, 18 ára gömul, og Salvador, 44 ára, en þau komust lífs af. Feijuslysið á Filippseyjum: 2.000 taldir af - helminguriim böm Manila. Reuter. LÍK margra þeirra, sem fórust með filippeysku ferjunni Dona Paz, rak í gær á fjörur en nú er óttast, að rúmlega 2.000 manns hafi látið lífið. Voru ibúar fiskiþorpsins Herrera önnum kafnir við að draga upp á strönd- ina látið fólk, aðallega konur og böm. Talið er, að rúmlega 2.000 manns, þar á meðal mörg hundruð böm, hafi farist þegar ferjan Dona Paz sökk aðfaramótt mánudagsins eftir árekstur við lítið olíuflutninga- Snúast átökin upp í uppreisnartílraun? „HINGAÐ til hafa þetta verið inn- anríkisátök. En ef þau halda áfram og magnast, er óhjákvæmilegt að líta á þetta sem tilraun til uppreisn- ar.“ Svo sagði í fréttaskýringu í ísraelska blaðinu Jerusalem Post i síðustu viku um hinar hatrömmu mótmælaaðgerðir Palestínumanna og viðbrögð ísraelska hersins við þeim. Þegar þetta er skrifað eru 20 Palestinumenn látnir, auk fjölda særðra. Og enn héldu mótmæli áfram í gær, þriðjudag. Ráðamenn í Israel líta málið misjafnlega alvarlegum augum. Shamir forsætisráðherra sagði í við- tali við erlenda blaðamenn á mánudag, að þetta væru „alvanaleg Iæti“ og bæri ekki að taka þau of hátíðlega. Sumum blaðamönnum blöskraði, hvemig Shamir tók til orða og gerðu að honum harða hríð á fundinum. En þeir segja, að engu líkara hafi verið en Shamir hafi æst enn, því að daginn eftir tilkynnti talsmaður hersins, að sýnd hefði verið alltof mikil linka gagnvart Palestínumönnum, sem væru með ofbeldi og uppivöðslusemi og nú skyldi þeim sýnt í tvo heimana. Upptökin Eins og margoft hefur komið fram hófst þetta 9. desember, þegar ísra- elskur herbíll ók á palestínska menn í Gaza og nokkrir létust. Sagt var, að þetta hefði verið gert af ásetningi til að hefna fyrir morð sem palestínsk- ur svifdrekamaður framdi, en hann flaug dreka sínum inn yfir landamæri ísraels, frá Sýrlandi og tókst að drepa sex ísraelska hermenn. Þetta vakti að sögn, mikinn fögnuð Palestínumanna. Eftir bílslysið í Gaza hafa verið óeirð- ir þar daglega, síðar kom til átaka á Vesturbakkanum og það sem er þó alvarlegast alls er að Arabar innan viðurkenndra landamæra ísraels, hafa nú einnig sýnt stuðning í verki. Þeir efndu til allsherjarverkfalls, eins og sagt hefur verið frá. Einnig hefur komið til óeirða í Jaffa, en þar búa einkum Arabar. Eiginleg borgarmörk eru naumast milli Jaffa og Tel Aviv. Þar hefur ekki dregið til tíðinda milli Araba og ísraela svo árum skiptir. Vonbrigfði Palest- ínumanna Fréttaskýrendur velta fyrir sér, hver sé þó hin raunverulega ástæða, að upp úr sauð nú og það svona skelfi- lega. Ein skýringin er sú, að Palestínu- menn í ísrael hafi orðið fyrir sárum vonbrigðum með fund hæstráðenda Arababandalagsins í Amman í nóvem- ber. Eins og sagt hefur verið frá í fréttum í Morgunblaðinu, hurfu um- ræður um málefni Palestínumanna í skuggann fyrir tveimur öðrum málum. Þar var fyrst og fremst lögð áherzla á að ræða um Flóastríðið og reynt að fá Sýrlendinga til að láta af stuðningi við Irani. Hitt málið var svo afstaðan til Egypta, þar sem samþykkt var, að héðan í frá yrði það hverju Arabaríki í sjálfsvald sett, hvort það tæki upp stjómmálasamband á nýjan leik við Egypta. Palestínumönnum hafi því þótt, að fundinum loknum, að Araba- leiðtogamir hafi rétt eina ferðina enn vikizt undan því að taka afdráttar- lausa afstöðu, Palestínumönnum til styrktar. Miklar vonir hafí verið bundnar við Amman-fundinn, ekki hvað sízt hafi Gaza- og Vestur- bakkabúar álitið, að leiðtogamir gerðu einhveija þá samþykkt sem gæti stutt kröfur þeirra og jafnvel orðið til að þrýsta á ísraelsku stjómina að fallast á alþjóðlega ráðstefnu um Miðaustur- lönd. Beizkjan og vonbrigðin hafi verið slík, að Palestínumenn á hemumdu svæðum ísraels hafi ákveðið að grípa til sinna ráða. Viðbrögð ísraelska hers- ins hafi svo verið harkalegri en við hafi verið búizt. En þá er einnig bent á, að í þessum hrottalegu átökum U CU / MILES Beirut/ Miðjarðarhafið LIBANON rý"\ ? / GOLAN- i • l HÆÐIR r v GALILEU-(É$ xi VATN i r ÍVESTURj <BAKKINN \v, Hernumiö ''j C af Israel r ys \ \ \ ^ /AJerúsalem Amman ísrael og hernumdu svæðin, Vesturbakki Jórdanár og Gaza. síðustu tvær vikumar hafa unglingar verið langtum meira áberandi ! mót- mælaaðgerðum en fyrr. Hér er átt við fólk, innan við tvítugt, sem hefur alizt upp undir hemámi Israela. Þetta unga fólk virðist mun herskárra en foreldrar þeirra. Þjóðemiskennd þeirra sterkari og það sem meira er baráttuandi þeirra er enn óbugaður og þeir t.rúa því, að Palestínumenn eigi þann sjálf- sagða rétt að búa í eigin iandi. Bandaríkjastjóm hefur gagniýnt ísraela harðlega fyrir harðneslgu í þessum átökum. En því er nú verr og miður. ísraelsstjóm virðist ætla að láta allar gagnrýnisraddir sem vind um eyrun þjóta. Textiúóhanna Kristjónsdóttir skip. Þykir líklegt, að mikill fjöldi manna hafi lokast inni í skipinu þegar það sökk en aðrir fórust í eldhafinu, sem varð þegar kviknaði í olíunni frá olíuskipinu. „Ég er viss um, að það voru meira en þúsund böm um borð,“ sagði Almario Balanay, einn þeirra 26, sem komust lífs af úr slysinu. Búast yfirvöldin augljóslega ekki við að finna fleiri á lífi þótt enginn vilji kveða upp úr með það. Corazon Aquino forseti sagði, að slysið væri „skelfilegur harmleikur" og kvaðst hún ætla að fara að sjúkrabeði þeirra, sem lifðu af, að lokinni minningarguðsþjónustu í dag, miðvikudag. Það vakti þó nokkra athygli í Manila, að á stjóm- arbyggingum í Manila var ekki flaggað í hálfa stöng. Fimmtán hundruð manns höfðu keypt farmiða með feijunni og ætl- aði fólkið að fara til Manila að kaupa inn fyrir jólin. Er það hins vegar haft eftir mörgum, sem sáu skipið fara frá bryggju, að nokkur hundruð farmiðalausra manna hafi komið um borð á síðustu stundu. Starfsmaður útgerðarfélagsins, sem rekur feijuna, vísaði þó á bug fréttum um, að allt að 3.000 manns hefðu verið með skipinu og sagði þær vera „út í hött“. Woody Allen er orðínn faðir New York, Reuter. LEIKKONAN Mia Farrow Ó1 Woody Allen barn á rnánudag. Bamið, sem er drengur, er níunda barn leikkonunnar, fimm af þeim eru ættleidd, en fyrsta bara Allens. Talsmaður leikstjórans sagði að drengurinn, sem hlaut nafnið Sat- chel, hefði vegið 4,2 kíló. „Miu líður vel og bamið braggast. Verst er að hann líkist Edward G. Rcbin- son,“ sagði hinn 52 ára nýbakaði faðir, Woody Allen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.