Morgunblaðið - 23.12.1987, Page 33

Morgunblaðið - 23.12.1987, Page 33
Costa Rica: MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 33 Vöruflugvél verður fyrir skotárás San Jose, Reuter. VÖRUFLUGVÉL frá Nic- aragna varð fyrir flugskeytum og vélbyssuskothríð yfir Nic- aragua og brotlenti síðan í Costa Rica á mánudag, að sögn öryggismálaráðherra Costa Rica, Hernans Garron. Hann sagði ennfremur að tveir úr sex manna áhöfn flugvélarinnar, sem er af gerðinni DC-6 og í eigu Aeronica-flugfélagsins í Nicaragua, hefðu særst alvar- lega og að flugvélin væri gjörónýt. Gamon sagðist ekki vita hverjir hefðu skotið á vélina. Hann sagði að flugvélin hefði verið farmlaus á lágflugi frá Managua til Pa- nama-borgar og verið í lofthelgi Nicaragua þegar eldflaugar og vélbyssur hefðu hæft einn hreyfil- inn og báða vængina. Flugmaður- inn, sem er Costa Rica-búi, hefði síðan flogið yfír til Gosta Rica og farið tvisvar í hringflug til að finna lendingarstað. Tveir úr áhöfninni hefðu verið alvarlega særðir og væru nú á sjúkrahúsi í Quesada, en hinir hefðu komist til San Jose. Stjóm Sardínista sendi á þriðju- dag mótmæli til Bandaríkjastjóm- ar þar sem hún ásakar Bandaríkja- menn um að hafa útvegað flugskeytin sem Kontra-skæriliðar hafi notað til að skjóta á vöruflug- vélina. Stjómin fer meðal annars fram á við Bandaríkjamenn að þeir „hætti að stefna alþjóðlegum flugsamgöngum í hættu“. Kontra-skæmliðar hafast við meðfram landamærum Costa Rica og Nicaragua, en talsmaður þeirra í San Jose, Marissa Leal, neitaði að þeir væm ábyrgir fyrir árá- sinni. Hún gaf hins vegar í skyn að hersveit sandínista í Nicaragua hefði getað skotið flugvélina niður af ráðnum hug, til þess að kenna Kontra-skæmliðum um að ráðast á borgaralega flugvél. Sovétríkin: Tvær and- ófskonur fangelsaðar Moskvu, Reuter. TVÆR andófskonur hlutu fimmtán daga fangelsisdóm á mánudag fyrir að reyna að efna til mótmæla við höfuð- stöðvar KGB leyniþjónustunn- ar í Leníngrad. Jevgeníja Debijanskaja, stuðn- ingsmaður kvennanna, sagði fréttamönnum að þær hefðu verið handteknar á sunnudag og ákærð- ar fyrir mótmæli á almannafæri. Hún sagði að konumar, Olga Ko- valtsjúk og Jekaterína Podoltseva, hefðu haldið á kröfuspjöldum þar sem þess hefði verið krafist að pólitískum föngum yrði sleppt og starfsmönnum KGB fækkað um helming. KGB, sem var stofnað skömmu eftir byltinguna árið 1917, minnt- ist 70 ára afmælisins um helgina á fundi í Moskvu með æðstu leið- togum Sovétríkjanna. Andófs- menn í Moskvu sögðu að níu manns hefðu verið handteknir fyr- ir að reyna að efna til mótmæla gegn KGB í höfuðborginni. Allir voru látnir lausir eftir yfirheyrsl- ur, bættu andófsmennirnir við. • FM steríóútvarp og kasettutæki. 16 Watta magnari. Stunga fyrir heymartól. Innbyggður hljóðnemi. Kjörin jólagjöf fyrir unglinginn. • Eldhúsvél. Hakkar, hnoðar, hrærir, blandar, sker og rífur. Ómissandi tæki í eldhúsið. Fjöldi aukahluta. • Útvarpsklukka AM/FM útvarp. Inn- f K j byggt loftnet. ——— Vekjarastilling á út varp eða hljóðmerki • Elnita 140 saumavélin. Einföld, sterk og ótrúlega fjölhæf. Saumar öll nauðsynlegu sporin. Saumavélin fyrir þá sem bæta og laga en eyða ekki öllum frítíma I saumaskap. Verðið er eftir því. • ísvél. Býr til j f fÆ Ijúffengan ís og ísrétti jí • úrt.d. rjóma, jógúrteða : .. — ávöxtum. Tvöföld einangrun á skál. Hlióðlát og þægileg í notkun. æ 64ra bls. upp- / skriftabók fylgir. • Gufustraujárn. Létt og handhægt. Breiður sjálfhreinsandi álsóli með35gufuventlum. Nákvæmur hitastillir. Vatnsmælir. 1800 cl vatnsgeymir. • Kraftmikil ryksuga. Mikill sogkraftur en hljóð- látur mótor. Fóthnappur. Tveir auka hausar. Þessi er góð í jólahreingeminguna. • Philipshave rafmagnsrakvél 3 fljótandi 90 rifu rakhausar. 12 sjálfbrýnandi skurðarblöð. • Bartskeri. Vandaður kassi fylgir. • 12 bolla kaffivél, eilífðar filter. Mæliskeið, vatnsmælir og hitaplata. • Steríósamstæða með tvöföldu kassettutæki, hálfsjálfvirkum plötu- 1 spilara, 3 rása útvarps- magnara FM, LM, MW, 40 Watta steríómagnara og tveir 40 Watta hátalarar. Skápur um alla samstæðuna. • Djúpsteikingarpottur. Djúpsteikir án gufu eða lyktar. Gufu- og loftsíur má þvo. Tekur 2,251 af g. olíu. Hitastilling með sj Ijósi. Sjálfhreinsandi. • Sjálfvirk brauðrist. > Stillir sig sjálf fyrir nýtt, U frosið eða gamalt brauð. • Hárþurka. Tvær [U hitastillingar. Lágvær og fer vel í hendi. ERUWÐUÐVIÐSTAÐGWIBSUI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.