Morgunblaðið - 23.12.1987, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 198'
Hjá afa og ömmu
á Skriðuklaustri
Békmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Franzisca Gunnarsdóttir:
VANDRATAÐ í VERÖLDINNI.
V aka-Helgaf ell 1987.
Nokkuð hljótt, of hljótt, hefur
verið um Gunnar Gunnarsson og
verk hans að undanfömu. En verk
hans eru ekki týnd okkur heldur
bíða eftir því að vera lesin af nýjum
kynslóðum. Slík verðmæti mega
ekki rykfalla í skápum.
Þegar Gunnar Gunnarsson ásamt
fjölskyldu sinni settist að á Skriðu-
klaustri í Fljótsdal í Norður-Múla-
sýslu var hann orðinn einn kunnasti
rithöfundur Islendinga fyrr og síðar
og vegur hans mikill erlendis, eink-
um á Norðurlöndum og í Þýska-
landi.
í Vandratað í veröldinni, bók
Franziscu Gunnarsdóttur, sonar-
dóttur skáldsins, eru rifjaðar upp
minningar frá bernskuárum hennar
Míele.
Heimilistœki
annað er mála-
miðlun.
á Skriðuklaustri. Margir koma við
sögu auk hennar sjálfrar, en fremst
í flokki eru afi hennar og arama,
foreldrar og bróðir. Fólk er þó ekki
alltaf í aðalhlutverki hjá Franziscu
heldur dýr. Hún finnur oft til meiri
samúðar með dýrum en mönnum.
Kaflamir í Vandratað í veröldinni
mynda heild, þannig að bókin verð-
ur samstæð. En þá má líka lesa
eins og sjálfstæða þætti frá þessum
ámm. Ekki er ólíklegt að fleiri slíkir
hafi verið skrifaðir.
Bókin lýsir hugarheimi bams
með skarpa dómgreind sem ekki
er alltaf tilbúið til að taka mark á
hinum fullorðnu, vill fara sínar eig-
in leiðir. Þótt allmörgum persónum
bókarinnar sé lýst náið þannig að
lesandinn fer að þekkja þær vel er
það þó fyrst og fremst Franzisca í
bemsku sem er hinn eiginlegi efni-
viður. Að mínu viti er það Gunnar
listmálari, faðir Franziscu, sem rís
hvað hæst í minningunni. Næst
kemur Franzisca amma. Myndin af
afanum er einnig skýr og drættir
móðurinnar em ljósir.
Franzisca Gunnarsdóttir er ekki
alltaf neinn sérstakur mannvinur í
bókinni, enda vissulega stundum
tilefni til annars. Réttlætishneigð
hennar er rík ásamt þeim eiginleika
að sjá fleiri en eina hlið á hlutun-
um. Þeir sem kalla yfir sig reiði
hennar mega vara sig. Gegn þeim
leitar hún liðsinnis bæði hjá lifend-
um og dauðum.
Mjög skemmtilega og skáldlega
em þættir úr Hrafnkelssögu Freys-
goða og atburðir í lífinu á Skriðu-
klaustri tengdir saman. Og Lagar-
fljótsormurinn „og íjölskylda hans“
er á sínum stað. Aldrei langt undan
er minningin um Jón Hrak, enda
leiði hans skammt frá Skriðuk-
Síður kiðlingapels. ,
Mjög gott snið. Allar gerðir.
4_éttur og þægilegur. >'
Verð kr. 49.000,-
Kirkjuhvoli-sími 20160
*
Franzisca Gunnarsdóttir ásamt Gunnari bróður sínum
laustri og um hann hafði afi frætt
telpuna.
Franzisca lifir í heimi þjóðsagna
og ævintýra og hefur mikla ást á
dýmm; refum, hundum, hestum,
músum og köttum. En hún er ekki
bam draumóra heldur athugul og
raunsæ og alráðin í að koma sínu
fram. Þessu tekur afinn eftir
snemma og aðdáunin leynir sér
ekki. Aftur á móti em sumir hinna
fullorðnu ekki tilbúnir til að meta
þetta við telpuna.
Stíllinn á bókinni er agaður og í
honum breidd og þyngd, sem stund-
um minnir á afann, en hvergi er
um neins konar stælingu að ræða.
Það vekur athygli að viðkvæmar
tilfinningar em tjáðar á mjög hóg-
væran hátt og varfærnislega.
Kaldhæðni er þó ekki óalgeng, en
ekki í eftirfarandi dæmi:
„Ég man líka, að þegar ég varð
þreytt, einhvers staðar á ferð, þá
tók pabbi mig upp, á þennan þögla,
skilningsríka hátt, og hann hélt á
mér eins lengi og þess þurfti
með . . . Það var ekkert minna en
hræðilegt, þegar að því kom, að ég
varð bæði of stór og þung til þess
að pabbi bæri mig. Það var þó ekki
fyrr en suður var komið, eins og
allt annað kaldranalegt."
Og það er sárt þegar ekki má
taka hundinn Rebba með suður því
að ekki var leyft að hafa hund „í
þessari Reykjavík, þarna fyrir sunn-
an . . . Eins og hvaða erindi áttum
við líka þangað?“.
Sumir kaflar bókarinnar verka á
mig sem efni í smásögur. Vandrat-
að í veröldinni er ekki venjuleg
minningabók, þegar best lætur er
metnaður hennar meiri og þá stígur
fram telpan Franzisca líkt og per-
sóna í skáldverki.
Þess þarf naumast að geta að
bókin mun gleðja alla unnendur
verka Gunnars Gunnarssonar.
Af sakamálum
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Náttfari. Sautján sakamál
íslensk og erlend.
Sigurður Hreiðar Heiðarsson tók
saman. Almenna bókafélagið.
Reykjavík. 1987. 255 bls.
I eftirmála segir frá því að
Iþróttasamband lögreglumanna á
Norðurlöndum gefi út árbækur,
sem nefnast Nordisk Kriminal-
reportage. Þar segir af athyglis-
verðum lögreglumálum, norrænum
og öðrum.
Nú ætlar íþróttasamband lög-
reglumanna (á íslandi) að feta í
fótspor kollega sinna ytra og er
þetta fyrsta bók Iþróttasambands-
ins um-lögreglumál. í þessari bók
er greint frá 17 málum í jafn-
mörgum bókarköflum. Atta þeirra
eru íslensk og öll nema eitt tekin
saman af Sigurði Hreiðari vegna
þessarar bókar. Hið áttunda, Vist-
arverur vesaldómsins, þar sem
segir frá fangavist íslendinga í
Kaupmannahöfn fyrr á tímum, er
eftir Svein Stefánsson, lögreglu-
þjón, en samantekt eftir bók Björns
Th. Bjömssonar A Islendingaslóð-
um. Níu frásagnir eru svo erlendar
og allar nema ein frá Norðurlöndum
og er höfunda þeirra getið aftan-
máls.
Ég fæ ekki betur séð en vand-
virknislega sé að þessari bók staðið.
Textar eru laglega samdir og þýdd-
ir. Hófsemi er viðhöfð í málflutn-
ingi, stundum með nokkm ívafí af
glettni og þeirrar tillitssemi er gætt
að breyta nöfnum sakborninga og
annarra sem við mál em bendlaðir.
Prentvillur em sárafáar.
Sum málin em mjög alvarlegs
eðlis og kannski þar af leiðandi
ekki neinn skemmtilestur. Aðrar
sögur em öllu kúnstugri og sumar
heyra raunar einna helst undir gam-
ansögur (Ást við fyrstu sýn) fremur
en sakamál.
Þetta er þannig séð hreint ekki
slakur afþreyingarlestur fyrir þá
Sigurður Hreiðar Hreiðarsson
sem á annað borð vilja lesa um
misferli og dapurleg örlög sér til
afþreyingar. Og Iþróttasamband
lögreglumanna þarf sjálfsagt á
ágóða þessarar bókar að halda til
gagnlegrar starfsemi.
Hallbjarnarætt og Guðrunar
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Hallbjarnarætt. Niðjatal Hall-
bjarnar Eðvarðs Oddssonar og
Sigrúnar Sigurðardóttur ásamt
niðjatali Guðrúnar Oddsdóttur
og Guðmundar Sturlusonar. Þor-
steinn Jónsson tók saman. Is-
lenskt ættfræðisafn. Niðjatal V.
Ritstjórn: Þorsteinn Jónsson.
Sögusteinn — bókaforlag.
Reykjavík 1987. 316 bls.
Bók þessi, sem er fimmta niðja-
talið í þessari fallegu og merku
ritröð (en sjötta bindið, því að
Knudsensætt var í tveimur bind-
um), inniheldur í raun tvö niðjatöl,
þ.e. afkomendur tveggja systkina,
Hallbjamar Eðvarðs Oddssonar og
Guðrúnar systur hans.
Hallbjörn var fæddur árið 1867
og dó 1953. Framan af ævi bjó
hann ásamt konu sinni, Sigrúnu
Sigurðardóttur, vestur á fjörðum
þar sem hann var sjómaður og verk-
stjóri, auk þess sem hann kenndi
bömum. Frá 1928 bjuggu þau hjón
á Akranesi og fékkst Hallbjöm þá
aðallega við kennslu. Hallbjöm og
Sigrún eignuðust tólf böm og em
niðjar frá tíu þeirra. Alls em niðjar
þeirra 513 í fimm ættliðum.
Guðrún Oddsdóttir fæddist 1874
og dó 1962. Hún giftist Guðmundi
Sturlusyni (d. 1931). Þau bjuggu
fyrst á Amarstapa í Táiknafirði,
en áttu síðar heima á Súganda-
fírði. Þar stundaði Guðmundur
aðallega smíðar. Börn þeirra urðu
tíu (sbr. bls. 139, þó að ég finni
ekki nema níu í bókinni) og urðu
afkomendur frá átta þeirra. Alls em
afkomendur þeirra hjóna orðnir 432
í fímm ættliðum. Nálgast því niðjar
systkinanna beggja þúsundið.
Niðjatölin em með sama sniði og
önnur niðjatöl í þessu safni. Ifyrst
er allítarlegt æviágrip ættfeðranna,
í þessu tilviki að vísu að hluta til
sjálfsævisöguágrip systkinanna
Hallbjarnar og Guðrúnar. Þá tekur
við sjálft niðjatalið og fær hvert
bam systkinanna sérstakan kafla,
sem hefst á nýrri blaðsíðu. Ævifer-
ill barnanna er rakinn í stærstu
dráttum, en um næstu liði er ein-
ungis tilgreint fd. ár, dd. ár, starf.
Maki fd. ár, dd. ár, starf. Foreldrar
maka fd. ár, dd. ár, starf. Notað
er það skráningarkerfi sem alvan-
legast er núorðið og notað er í
ritsafninu öllu, þ.e. ættliðir em
merktir með tölustaf, en aldursröð
systkina með litlum bókstöfum.
Nöfn niðja og maka þeirra em feit-
letmð og skera sig því vel úr texta.
Myndir em þar sem um einstakling-
ana er fjallað.
Að þessu leyti öllu fylgir þetta
niðjatal þeirri uppsetningu sem við
þekkjum úr öðmm niðjatölum
safnsins. Nýmæli er þó eitt og það
umtalsvert. Aftan við niðjatölin er
100 bls. kafli, sem nefnist Fram-
ættir og frændgarður. Framætt-
imar em rækilegar, alls 171 grein.
Það frávik er frá hinu venjulega
að mjög víða er greint frá niðjum
þeirra sem greinin fjallar um, oft í
Þorsteinn Jónsson
eina þrjá liði. Gerir þetta ritið sér-
staklega forvitnilegt fyrir ættfræð-
igrúskara, auk þess sem það kynnir
að sjálfsögðu frændgarðinn mun
betur en ella yrði fyrir niðjum Hall-
bjamar og Guðrúnar.
Mjög mikið myndefni er í þessu
riti. Flestar em myndirnar auðvitað
af ættmennunum og mökum þeirra,
en einig er margt mynda af húsum,
bæjum og landslagi.
Bók þessi kom út í maí sl. í for-
mála kemur fram að samantekt
niðjatalanna hófst ekki fyrr en
haustið 1986. Þykir mér undmm
sæta hve rösklega verkið hefur
gengið og hversu missmíðalaust það
er.