Morgunblaðið - 23.12.1987, Page 41

Morgunblaðið - 23.12.1987, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 41 Atkvæðagreiðsla um fjárlög milli jóla og nýjárs: Hlutfall ríkistekna verður 24,25% af þjóðarframleiðslu Stefnt að jafnvægi í ríkisbúskapnum á næsta ári SAMEINAÐ þing lauk þriðju umræðu um frumvarp til fjár- laga í gær. Atkvæðagreiðslu um breytingartillögur og frum- varpsgreinar var frestað. Stefnt er að því að ljúka af- greiðslu fjárlaga milli jóla og nýjárs. Ef breytingartillögur sem fjárveitinganefnd flytur sameiginlega sem og tillögur meirihluta nefndarinnar (stjórnarliða) verða samþykkt- ar en aðrar tillögur felldar, sem líkur standa til, fer tekjuhlið fjárlaga 1988 upp í 63.090 millj- ónir króna, sem er 5,9% hækkun frá niðurstöðum frum- varpsins eftir aðra umræðu. Gjaldahlið frumvarpsins hækk- ar hlutfallslega jafn mikið. Verður 63.037 m.kr. Frum- varpið gerir því ráð fyrir jöfnuði í ríkisbúskapnum 1988, eða 54 m.kr. tekjum umfram gjöld. Fimm milljarða hækk- un söluskattstekna Sighvatur Björgvinsson (A/VF), formaður fjárveitinga- nefndar, gerði þinginu grein fyrir breytingartillögum meirihluta fjárveitinganefndar sem og tillög- um sem nefndin flytur sameigin- lega. Að þessum tillögum samþykktum verða áætlaðar fjár- lagatekjur ríkissjóðs 1988 63 milljarðar króna og 91 milljón króna betur. Helztu breytingar frá líðandi ári eru þær að áætlaðar sölu- skattstekjur ríkissjóðs hækka um 5.472 m.kr. A móti lækka vöru- gjöld og tollar um 2.272 m.kr. Aðrir óbeinir skattar hækka um 320 m.kr., þar af hagnaður Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkis- ins um 200 m.kr. Nettóhækkun óbeinna skatta nemur því 3.390 m.kr. Eignaskattar hækka um 188 m.kr. vegna hækkunar fasteigna- mats milli ára. Tekjuskattar félaga hækka um 140 m.kr. Á móti þessu hækka bamabætur um 320 m.kr., þannig að tekjuskattar í heild lækka um 190 m.kr. Nettó- hækkun beinna skatta nemur því aðeins 8 m.kr. Á móti framangreindum hækk- unum skatta koma stóraukin framlög til niðurgreiðslna, svo og hækkaður ellilífeyrir, auk hækk- unar barnabóta, að sögn Sig- hvatar. Niðurgreiðslur hækka um 1.450 m.kr. Samkvæmt framangreindum breytingartillögum hækka áætluð fjárlagaútgjöld 1988 upp í 63 milljarða og 37 milljónir króna. Framlög til niðurgreiðslu vöru- verðs hækka um 1.450 m.kr. Verkefni tengd landbúnaðarráðu- neyti hækka um 642 m.kr., verkefni tengd heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti um 542 m.kr., verkefni tengd menntamálaráðu- neyti um 348 m.kr. og verkefni tengd öðrum ráðuneytum um 520 m.kr. Ef hækkun gjaldapósta, sem nemur samtals 3.501 m.kr., er flokkuð „eftir uppruna erinda" spanna verðlags- og launaleiðrétt- ingar 6,5% hækkunar, tillögur ríkisstjórnar 78,2% hækkunar og tillögur fjárveitinganefndar 16,4% hækkunar. Heildarskattheimta 24,25% af þjóðar- framleiðslu Sighvatur Björgvinsson sagði orðrétt í ræðu sinni: „Miðað við bráðabirgðatölur um verðlag vergrar landsfram- leiðslu og að teknu tilliti til veltu- og verðlagsbreytinga, sem vitaðar eru, er líklegt að hlutfall ríkis- tekna af vergri þjóðarframleiðslu, sem oft er notuð sem mælikvarði Sighvatur Björgvinsson form- aður fjárveitinganefndar. á skattbyrði, verði á næsta ári um 24,25%. Er' það mjög svipað hlutfall og það jafnvel öllu lægra en var t.d. á síðustu árum áttunda áratugarins og á fyrstu árum þess níunda, en vissulega nokkuð hærra hlutfall en til dæmis á yfir- standandi ári.“ Sighvatur vék og að því, hvem veg fjárlagadæmið hefði blasað við, að öðru óbreyttu um gjöld og tekjur ríkisins 1988: „Miðað við óbreyttar aðstæður hefðu gjöld ríkisins í fjárlögum ársins 1988 orðið um það bil átta milljarðar króna umfram tekjur. Slíkur hallarekstur hefði ekki að- eins verið með öllu óviðunandi heldur í senn ábyrgð; rlaus og stórhættulegur. Ríkisstjómin tók því þá ákvörðun að stefna að hallalausum ríkisbúskap á árinu 1988.“ Sólarhringsumræður um kvótafrumvarpið í efri deild Eiður Guðnason: Stj órnarandstaðan með málþóf Júlíus Sólnes: Málefnalegar umræður AlMIMil Ríkisútvarpið: 13% hækkun afnotagjalda Stefnt að 10% raunhækkun aug- lýsingatekna Sighvatur Björgvinsson, form- aður fjárveitinganefndar, sagði í þingræðu í gær, að afnotagjöld RÚV hækkuðu nú um 13%. Jafn- hliða væri stefnt að 10% raun- hækkun auglýsingatekna á næsta ári. Sighvatur sagði að fjárhagsstaða RÚV hefði vemsað mjög á þessu ári, m.a. vegna þess að auglýsinga- tekjur hafi dregist saman. Yfir- dráttarskuldir næmu 115 m.kr., auk launaskulda við ríkissjóð. „Með aukinni samkeppni í sjónvarps- og útvarpsrekstri hefur rekstrarstaða Ríkisúfyarpsins versnað verulega," sagði formaður flárveitinganefnd- ar. Hann sagði jafnframt hvort- tveggja þyrfti til að koma: 10% raunhækkun auglýsingatekna RÚV 1988 sem og 15% raunhækkun af- notagjalda, ef stofnunin ætti að standa undir rekstrarútgjöldum 1988, með og ásamt „þeim skuldum sem safnast hafa saman vegna rekstrarhalla 1987“. Söluskattur á neyslufisk niðurgreiddur STJÓRNVÖLD hyggjast niður- greiða 25% söluskatt á neyslufisk um 15% þannig að hækkunin muni einungis nema 10%. Kom þetta fram í máli Sighvats Björg- vinssonar, formanns fjárveit- inganefndar, við þriðju umræðu fjárlaga í gær. Kostnaðurinn við þessa niðurgreiðslu er ráðgerður 160 mkr. en á móti er ætlunin að ná inn 130 milljónum með vöru- gjaldi á snyrtivörur. Kvótafrumvarpinu var vísað til neðri deildar Alþingis í gærmorg- un. Þá höfðu umræður um málið staðið i sólarhring í efri deild. Deildin samþykkti frumvarpið með 12 atkvæðum gegn 6 og greiddu tveir stjórnarþingmenn, þeir Karvel Pálmason (A/Vf) og Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S/Vf) atkvæði gegn frumvarpinu. Eiður Guðna- son, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, segir að stjórnarandstað- an hafi verið með hreint málþóf. Með þessu hafi hún verið að freista þess að koma í veg fyrir að kvótafrumvarpið yrði afgreitt frá deild- inni fyrir jól, og einnig að koma í veg fyrir að tækist að ljúka umræðu um fjárlagafrumvarpið í sameinuðu þingi. Júlíus Sólnes, formaður þingflokks Borgaraflokksins, segir að ekki hafi verið um málþóf að ræða heldur hafi stjórnarandstaðan viljað láta á það reyna hvort ekki væri stuðningur við einhveijar breytingartillögur hennar við frumvarpið. Hann segir að umræðurnar hafi verið málefnalegar og að hann hafi lært meira um sjávarútveg þessa nótt en nokkum tíma áður. Efri deild Alþingis: Rúmlega 28 tíma fundalota Önnur umræða um kvótamálið hófst í efri deild rúmlega 10 á mánudagsmorgun. Milli klukkan tvö og þrjú aðfaranótt þriðjudagsins kröfðust stjómarandstæðingar þess að fundi yrði frestað og var haldinn fundur með forseta og þingflokks- formönnum. Niðurstaða fundarins varð sú að ákvörðun var tekin um að halda umræðunni áfram og hót- aði þá Svavar Gestsson (Abl/Rvk) að frumvarpið um tekju- og eignar- skatt, sem afgreiða átti næsta morgun yrði stöðvað. Eiður Guðna- son (A/Vl) sagði stjórnarandstöð- una þegar hafa stöðvað mörg stórmál. Ef stjómarandstæðin var vildu nú halda áfram' umræðum í alla nótt þá væri það þeirra mál. Annarri umræðu var því haldið áfram og lauk henni um fimmleytið um morguninn en þá tók við at- kvæðagreiðsla. Þriðja umræða hófst síðan korter í sex ög lauk rúmlega tíu. Efri deild afgreiddi síðan frumvarp um tekju- og eigna- skatt og lauk þeirri afgreiðslu kl. rúmlega 15, en málið fór á þeim tíma í gegnum þrjár umræður og meðferð fjárhags- og viðskipta- nefndar. Þá hófst 3. umræða um fjárlögin í sameinuðu þingi og lauk þeirri umræðu kl. 18 en atkvæða- greiðslu var frestað. Þegar Morgunblaðið ræddi við Eið Guðnason, að loknum 28 tíma löngum fundi efri deildar, sagði hann að stjómarandstaðan hefði haldið uppi málþófi og að halda öðru fram væri eins og hvert annað rugl. „Þegar menn standa hér í ræðustól og lesa upp auglýsingar úr Morgunblaðinu, lesa heilu bók- arkaflana eða ritgerðir um ömefni, á auðvitað að kalla slíkt réttu nafhi,“ sagði Eiður. Hann sagðist telja að ástæður þessa málþófs væru að stjómarand- staðan hefði verið að freista þess að koma í veg fyrir að lokið yrði umræðum um kvótafrumvarpið og einnig að 3. umræðu um fjárlög lyki. Stjómarandstaðan hefði hins- vegar ekki staðið gegn því að lög um tekju- og eignaskatt yrðu af- greidd. „Þeir komu þó ekki í veg fyrir eitt eða neitt en lögðu aðeins mikið á sig til að halda fólki hér við vinnu allan sólarhringinn. Það er svo sem ekkert við því' að segja ef þetta eru þau vinnubrögð sem menn telja heppileg og æskileg. En venjulega hafa tekist samningar milli stjórnar og stjómarandstöðu um framgang mála og ég hygg að ef við hefðum haft sömu flokka hér og í fyrra hefðum við getað samið um annan framgang þingmála," sagði Eiður Guðnason. Júlíus Sólnes vildi í samtali við Morgunblaðið ekki viðurkenna að um málþóf hefði verið að ræða í efri deild. „Við reyndum þrátt fyrir allt að vera með mjög málefnalegan málflutning. Það var ljóst að mikil óánægja ríkti um frumvarpið meðal stjómarliða sjálfra og við töldum að með svona viðamiklum og löng- um umræðum gætum við fengið stjómarliða á okkar band við í það minnsta einhverjar breytingartil- lögur. Þessi langa umræða í nótt var í þeim tilgangi að láta reyna á það til þrautar hvort hægt væri að fá eitthvað af þeim tillögum sam- þykktar. Það tókst ekki og ég segi það sem fyrrverandi sjálfstæðis- maður að mér þykir sárt að sjá mína fyrrum samstarfsmenn rétta upp hönd með þessu hrikalega skömmtunarkerfí Framsóknar- flokksins," sagði Júlíus. Hann sagði síðan að það hefði verið geysilega fróðlegt og áhuga- vert að vera viðstaddur þessar umræður og að hann hefði lært meira um sjávarútvegsmál á þess- ari einu nóttu en alla ævina fram að því. Þegar efri deild Alþings sam- þykkti stjórnarfrumvarp til breytinga á lögum um tekju- og eignaskatt miðdegis í gær hafði samfelld fundalota þingdeildar- innar staðið í 28 klukkustundir. Það var stjómarfrumvarp um fiskveiðistefnu sem þingdeildar- menn ræddu næturlangt. Fundir þingdeildarinnar hófust klukkan tíu árdegis í fyrradag og FRUMVARP um tekju- og eign- arskatt einstaklinga varð að lögum á Alþingi i gær. Fmm- varpið felur í sér breytingar á skattalögunum sem samþykkt vora á síðasta þingi og er samið með hliðsjón af athugasemdum milliþinganefndar um stað- greiðslu skatta. Jón Baldvin Hannibalsson, fjár- málaráðherra, sagði m.a. þegar hann mælti fyrir frumvarpinu í efri deild, að með þessum lögum væri tekið stórt skref í átt að réttlátara stóðu fram á miðjan dag í gær. Þegar Karl Steinar Guðnason (A/Rn), forseti þingdeildarinnar, sleit fundi og ámaði þingmönnum og starfsliði þingsins gleðilegra jóla, tók hann fram, að samfelld funda- lota þingdeildarinnar hefði staðið í rúma 28 klukkutíma. Sennilega er þetta lengsta sam- fellda fundalotan í sögu Alþingis Islendinga. skattakerfi. Dreifing skattbyrðar væri óbreytt nema hvað skattfrels- ismörk hækkuðu eitthvað. Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpinu við meðferð neðri deildar. Bamabætur og barnabóta- auki vom hækkaðar um 320 millj- ónir í samræmi við aðrar aðgerðir ríkisstjómarinnar í skattamálum og takmörkunum á útgreiðslu vaxtaaf- sláttar fyrir 1988 var aflétt. Einnig hækkar persónuafsláttur. Tekju- og eignarskattur einstakiinga: Persónuafsláttur hækkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.