Morgunblaðið - 23.12.1987, Page 44

Morgunblaðið - 23.12.1987, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 LIFANDISNERTING Hugleiðing um Skrifað í skýin — minningar III — eftir Jóhannes R. Snorra- son flugstjóra . eftir Steingrím St. Th. Sigurðsson Það er ekki hægt annað en að Iesa þessa þriðju bók minninga Jóhannesar R. Snorrasonar flug- manns í einni lotu, eins og að fara í langa flugferð í einum áfanga. Þessi heimur flugsins, eins og Billi Snorra lýsir, er geðfelldur og hann segir frá atvikum og mönnum án tilgerðar og blandar frásögn sína kímni — ekki síst þegar hann talar um sjálfan sig á persónulegan hátt — og hvergi örlar á raupi eins og títt er um lífsbækur margra landa vorra. Hann leggur gott til manna og málefna, enda maður, sem hefur staðið sig með reisn. Ljómi hefur löngum leikið um nafn Billa Snorra, en svo var hann löng- um kallaður, allt frá unglingsárun- um á Akureyri, þegar hann gat sér frægðarorð fyrir hvert dirfsku- verkið á fætur öðru, þá hann kleif radjóstöng trúboðans Arthurs Go- ok; þá hann stóð á höndunum á nýja kirkjutuminum á Akureyri; þá hann stökk á reiðhjólinu á manndrápsferð af háum moldarb- ing á Syðri-Brekkunni. Hann þótti glanni, en klárari en aðrir strákar, ekki hvað síst þegar hann brot- lenti svifflugu á ieiði eins góð- borgarans í gamla kirlqugarðinum á Akureyri með þeim afleiðingum, að krossinn stakkst í gegnum vænginn. Mörgum er í fersku minni, þegar hann stríddi bresku sjóliðunum á freygátunni við Ho- efnersbryggju á Akureyri. Hann kom á þeysingi á mótorhjólinu sínu og nam snögglega staðar fast við kláfínn, skimaði og virti fyrir sér ■** skipið og sjóliða, sem stóðu við borðstokkinn. Þögn ríkti. Hugðist Billi svo taka af stað, en farkostur- inn hikstaði og fór ekki í gang, hvort sem það var af vilja gjört eða ekki af hálfu Billa. Þá skelli- hlógu þeir bresku. Billi fór sér að engu óðslega, leiddi hjólið og benti á brettið, þar sem stóð „Made in England". Þeir bresku höfðu orðið Jóhannes R. Snorrason kindarlegir — geyin. Þessi saga af Jóhannesi flug- stjóra er löngu orðin þjóðsaga og lifír enn með þjóðinni eins og sitt- hvað annað, sem snjallt þykir, á meðan fólk er enn gætt skop- skyni. Annars var alltaf verið að segja sögur af Billa fyrir norðan, þegar hann var að komast til manns. Hann þótti löngum fljótur að hugsa og taka ákvarðanir — og er það ekki einmitt aðalsmerki kapteina í lofti og á sjó og á landi að kunna að velja og hafiiia. í því sambandi má ekki gleyma vest- fírzku uppeldi Billa á Flateyri við ÖndundarQörð, þar sem faðir hans Snorri Sigfússon var skólastjóri árum saman. Billi lærði skak fyrir vestan — sjómennsku í skemmtile- gustu mynd — og sennilega hefur hann á vissan hátt tekið flugið sem slíkt eða eins og sjóferð fyrir vest- an. Hann viðurkenndi eitt sinn við þann, sem þetta ritar, að hann hafí kannski lært fleira fyrir vest- an. Hins vegar er hann ekki Vestfírðingur að uppruna, enda þótt lundarfarið og karakterinn minni á vestfírzkt geð og hugar- far, en þar er meðal annars sjálfs- virðing ríkur þáttur, jafnvel allsráðandi. Billi er hins vegar af norðlenskum uppruna. Þetta þriðja bindi lífsbókar at- vinnuflugmanns, sem hefur flogið undir stjömu allan sinn feril og verið giftusamlegri en margir aðrir í atvinnugreininni, er athyglisverð, ekki hvað síst fyrir þá sök, að hún er skrifuð af hreinskilni og algeru yfirlætisleysi. Duglegur sjómaður gumar ekki af því, að hann sé duglegur, góður hestamaður segist ekki vera hestamaður, og töfrandi kona segist ekki vera heillandi, ef hún er það í raun og með sanni, og eins heyrist gáfaður maður aldrei lýsa því yfír að hann sé gáfaður. Eins er því farið um Billa. Þegar á heild er litið, er lífsbók Billa bókmenntir. Hann heldur á penna af öryggi og sýnir það og sannar, að það er ekki hægt að skrifa á lifandi hátt nema búa yfír reynslu og að hafa þorað að lifa og hafa lent í átökum í lífí og starfí. Lifandi skrifað orð verður aldrei til við skrifborð, heldur í návígi. Sturla Þórðarson, ritsnill- ingurinn mikli, tók þátt í bardög- um, sem greint er frá í Islendinga- sögu í Sturlungu. Það gefur ritverkum lifandi snertingu að hafa lifað það, sem sagt er frá. Einmitt þetta — það er einmitt þetta, sem gefur bókinn fSkrifað í skýin gildi. Höfundur kveikir á bókinni með lýsingu á íslenskri náttúru og ör- æfafegurð. Svo tekur kaflinn um ferðina til Suður-Afriku við, en sá þáttur er rólega skrifaður og þó haldinn kyrrlátri spennu. Hins veg- ar er þátturinn um leikkonuna Gerd Grieg í sérumslagi. Ja, þvílík flugferð! („Það geislaði af henni „persónuleiki", sem verður mér ávallt minnisstæður," segir Jó- hannes.) Svona mætti lengi telja. Að loknum lestri bókarinnar er eins og frásagan haldi áfram og meira sé skrifað í skýin en sýnist í fyrstu við lesturinn. Það eru töfrar út af fyrir sig. Að Hæðardragi. Höfundur er listmálari. Maður klæddur skammviunu valdi Békmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Wilbur Smith: Englar gráta Þýðandi: Ásgeir Ingólfsson Útg. ísafold 1987 Þörf manneskjunnar eftir auði og helzt fljótteknum, hefur ugg- laust fylgt henni frá örófl alda. Mennimir sem grófu eftir gulli og gersemum í Afríku á síðustu öld, máttu þó kynnast því, að það er ekki alltaf hlaupið að því og harð- ræði meira en margir fengu afborið varð oftar en ekki það sem kom í þeirra hlut í stað glitrandi gullmol- anna. Saga gullleitar í Afríku tengist „ hjá Wilbur Smith mjög eindregið og á sannfærandi hátt lífí og lífsbar- áttu. Mikil þekking hans á sögu þessa tímabils er í senn kostur og galli. Kostur að því leyti, að hún er upplýsandi og ákaflega lifandi. En þegar ég segi galli, á ég við, að vegna þess hve Wilbur Smith er ágætlega að sér, gengur hann dálítið út frá því, að við séum það öll líka og þar af leiðandi^ verður þetta stundum of stór biti. Ég hefði kosið, að farið hefði verið eins að í þessari bók og í „Enn er skrattan- um skemmt" að hafa formála, þar sem rifjað er upp í örstuttu máli efni fyrri bókar. Slíkt hefði verið mjög til þæginda fyrir lesandann. Eins hefði verið ljómandi að hafa kort eða uppdrátt af því svæði sem sagan gerist á. Saga þeirra Ballantyne feðga og samskipti þeirra við svertingjana sem fyrir eru heldur áfram hér. Margt hefur breytzt frá því Zouga Ballantyne kom á svæðið með íjöl- skyldu sína að fínna gull eins og aðrir. En margar aðrar persónur verða ógleymanlegar, ég nefni þar lækninn Robin St. John og frásögn- ina af því, þegar hún er að gera tilraunir á mýrarköldu. Togstreitan milli innfæddra og hvítu mannanna tekur oft á sig átakanlega mynd, en þarna segir einnig frá tiyggð og vináttu sem verður eftirminnileg. í seinni hluta bókarinnar, sem gerist 1977, er svið Afríku breytt. Nýlenduveldin hafa orðið að hopa, en afkomendur hvítu mannanna skilja varla þær breytingar, þótt hægt hafí þær gerzt. Skæruliðastarfssemin sem jafnan er með skírskotun til frelsis og þjóðemiskenndar er háð af grimmd og verk unnin í nafni frels- is eru stundum slík, að það er erfitt að fínna eitthvað sem réttlætir þau. Saga þeirra Craigs og Janine í seinni hlutanum verður bæði falleg og átakanleg. Satt að segja fannst mér seinni helmingur bókarinnar langtum læsilegri. Þýðing Ásgeirs Ingólfssonar er sem fyrr vel af hendi leyst. SAMBAND ÍSLENSKRA NÁMSMANNA ERLENDIS Jólafundur SÍNE Samkvæmt lögum SlNE skal halda jólafund í Reykjavík á ári hverju í jólavikunni. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn í Stúdentakjallaranum, Félagsstofnun stúdenta, mánudaginn 28. desember kl. 20.30. Atkvæðisrétt á jólafundi hafa allir félagsmenn SÍNE. Ailar deildir SÍNE eiga að sjá til þess, að minnsta kosti einn fulltrúi mæti á fundinn. Á fundinum verða afgreiddir styrkir til deildanna. Á dagskrá fundarins varða aftlrtaldlr llðlr: a) Kosning fundarstjóra og fundarritara. b) Reikningsyfiriit frá 1. júlí til áramóta lagt fram. c) Skýrsla stjórnar og fulltrúa SÍNE í L(N lögð fram. d) Fóttir úr deildum um hauststarfið. e) Tillögur um árgjöld og skiptingu þeirra. f) Tillögur um lagabreytingar. g) Tillögur til ályktunar á vorfundum. h) Tillögur til ályktunar jólafundar afgreiddar. j) Tiliögur um stjórn og endurskoðendur. k) Önnur mál. Mætum á jólafundinn og skipuleggjum starfið framundan. GleðiUg jól. S«J6m SÍNE. . I ............w.xs-w.11 wnr . mibihih n Þessir krakkar: Örn Sævar Hilmarsson, Daði Sigmarsson, Jón Emil Sigurgeirsson og Grímur Hákonarson efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Rauða kross íslands og söfnuðu 2.325 krónum. Þessir krakkar eiga heima suður í Kópavogi og héldu hlutaveltu til ágóða fyrir landssöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar og söfnuðu 1.000 krónum. Þau heita: Atli Grímur Ásmundsson,. María Ásmunds- dóttir og íris María Ásmundsdóttir. Þessir krakkar efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Kristniboðssam- bandið vegna starfa þess í Kenýa og Eþíópíu og söfnuðu 1.670 kr. Krakkamir eru: Helga Vilborg, Agla Marta, Gunnar og Friðjón Björgvin. Þessir strákar héldu hlutaveltu til ágóða fyrir Krabbameinsfélagið og söfnuðust þá til þess rúmlega 2.000 kr. Þeir heita: Kristinn Svan- ur Jónsson, Kristinn Bjarki, Einar E. Halldórsson og Snorri Laxdal. Þessir krakkar eiga heima í Grafarvogshverfi og héldu þar hlut- veltu til ágóða fyrir Blindrafélagið og söfnuðu rúmlega 1.050 kr. Þau heita: Árný Þórarinsdóttir, Unnur Mjöll Leifsdóttir og Daði Runólfsson. Þau heita Hjalti Þór Pálmason og Tinna Magnúsdóttir og eiga heima við Stekkjarhvamm. Þau söfnuðu á hlutaveltu rúmlega 2.550 kr. til styrktar sérdeild Múlaborgar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.