Morgunblaðið - 23.12.1987, Síða 53

Morgunblaðið - 23.12.1987, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MEÐVKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 53 til ráðstöfunar er hveiju sinni, sé tiltækur í neyðaraðstoð eða látinn renna til viðurkenndra alþjóðastofnana. Þingflokkur Alþýðubandalagsins þakkar þann áhuga sem félags- menn Brúar sýna þessu málefni og heitir stuðningi sínum við að stór- auka framlög íslands til þróunar- samvinnu. F.h. þingfl. Alþýðubandalagsins, Steingrímur J. Sigfússon ritari. Framsóknarflokkurinn Því er fyrst til að svara að Fram- sóknarflokkurinn lítur á það sem hluta af utanríkisstefnu landsins að sinna þessum málefnum. Á Al- þingi studdi Framsóknarflokkurinn ályktun þingsins 1985 um aukningu framlaga lslands í þessu skyni. Framsóknarflokkurinn átti mikils- verðan hlut að því að Þróunarsam- vinnustofnun Isiands var sett á stofn með lögum 1981, enda fór þá ráðherra úr Framsóknarflokkn- um með utanríkismál (Ólafur Jóhannesson). Að okkar dómi ber að líta á Þró- unarsamvinnustofnun sem fagleg- an ráðgjafa um þetta málefni og rétt sé að byggja á starfí hennar allt það sem varðar raunhæfa fram- kvæmd þess vilja sem felst í ályktun Aiþingis um aukningu framlaga til þróunarsamvinnu og annað sem verða má þróunarlöndum að gagni. Framsóknarflokkurinn telur að slíkar framkvæmdatillögur verði að vanda svo vel að tiyggt sé að þróun- araðstoð komi að raunverulegum notum og sé í samræmi við þarfir þeirra, sem njóta eiga. Framsóknarflokkurinn vill að aukning framlaga til þróunarað- stoðar haldist í hendur við þá samninga sem fyrir liggja eða ljóst er að gera megi við þróunarþjóðir sem raunhæfa þróunarsamvinnu, en aukningin eigi sér ekki stað sem sjálfvirk hækkun án rökstuddra til- lagna um hvemig veija skuli fénu. Framsóknarflokkurinn hefur að svo komnu talið rétt að framlög til þróunarsamvinnu og hjálparstarfs séu ákveðin á fjárlögum, en flokk- urinn er opinn fyrir því að athuga um sérstakar leiðir til fjáröflunar í þessu skyni og annars fyrirkomu- lags á fjárframlögum, ef svo vill verkast. Við sjáum ekki ástæðu til að loka þar leiðum. Hvorki þingflokkur né aðrar stofnanir í Framsóknarflokknum, fremur en aðrir stjómmálaflokkar svo vitað sé, hafa ályktað um fram- kvæmdaatriði varðandi þróunarað- stoð í smáatriðum. Það er framkvæmdavaldsins að setja um slíkt reglur, auk þess sem taka verð- ur tillit til sjónarmiða viðkomandi þróunarþjóðar, ekki síst þegar um er að ræða beinan samning um þróunarsamvinnu, sem við teljum að yfirleitt eigi að leggja til grund- vallar ráðstöfun á slíkum framlög- um. Sú meginhugmynd ræður af- stöðu Framsóknarflokksins til þróunarsamvinnu að hún skuli miða að því að styðja þróunarþjóðir til sjálfsbjargar, efnalegs, félagslegs og menningarlegs sjálfstæðis. Að mati Framsóknarflokksins á þróun- araðstoð ekki að vera nein viðvar- andi góðgerðarstarfsemi, hvað þá einhvers konar útflutningsatvinnu- vegur fyrir velmegunarþjóðir. Skilningur á aðstöðu og högum þróunarþjóða og virðing fyrir menn- ingu þeirra á að ráða samskiptum íslendinga við þær, en hvorki vor- kunnsemi né uppgerðarörlæti. Við í Framsóknarflokknum fögn- um því að stofnað hefur verið félag áhugamanna um þróunarlönd (Brú) og erum þess fullvissir að félag ykkar getur unnið jákvætt starf um allt það sem varðar kynningu á málefnum þróunarþjóðanna og má verða til þess að auka þekkingu landsmanna, ekki síst stjómmála- manna, á vandamálum þessara þjóða og hvemig þau megi leysa á raunhæfan hátt með skipulegri þró- unarsamvinnu. F.h. þingflokks Framsóknar- flokksins, Kristján Benediktsson Viktor Ragnarsson tæknimaður og Sigurður Óli Hauksson þulur á útvarpsstöðinni „Jólarásin" f Vestmannaeyjum. V estmannaeyjar: * Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Unglingaráðið og Guðmundur Þ.B. Ólafsson, íþrótta- og tómstunda- fulltrúi situr f miðjunni. Utvarp ung’lingaráðs tekur til starfa NÝ útvarpsstöð tók til starfa í Eyjum á föstudagsmorgun, „Jólarás- in“. Um rekstur stöðvarinnar sér hópur unglinga, sem starfað hefur saman í félagsmiðstöð unglinga í Eyjum og myndar sá hópur svokall- að unglingaráð. „Jólarásin“ sendir út á FM 81,2 mHZ. Guðmundur Þ. B.Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, opn- aði stöðina með nokkmm orðum klukkan níu að morgni föstudags. Sagði Guðmundur stöðina alfarið vera rekna af unglingum og sæju þeir um alla þætti rekstrarins svo sem dagskrárgerð, auglýsingar og þáttagerð. Stöðin er þó rekin á nafni og fjárhagslegri ábyrgð Vest- mannaeyjabæjar. Huggaði Guð- mundur bæjarfulltrúa, sem viðstaddir voru opnun stöðvarinnar, með því að stöðin hefði skilað nokkrum hagnaði strax áður en hún var opnuð. Stress í byrjun Eftir að „Jólarásin" hafði verið „í loftinu" á annan sólarhring ræddi fréttaritari við nokkra af krökkun- um, sem sjá um rekstur stöðvarinn- ar, en þeir eru á aldrinum fjórtán og fimmtán ára. Gísli Gíslason sagði að nokkurt stress hefði verið á krökkunum fyrsta útsendingardaginn, enda væru þau reynslulítil. „Þetta er allt að smella saman og er bæði auð- velt og skemmtilegt." Magnús Amgrímsson sagði að þeir, sem sæu um rekstur útvarps- Morgunblaðið/Emilia yinningshafamir í spumingakeppninni, Ingibjörg Axelsdóttir og Ásgerður Alda Friðbjamardóttir. Spurningakeppni Stjörnunnar: Yfir 40.000 svör bárust DREGIÐ var í spumingakeppni útvarpsstöðvarinnar Stjömunn- ar sl. sunnudag. Að sögn Björgvins Halldórssonar, dagskrár- stjóra stöðvarinnar, var þátttaka í keppninni miklu meiri en þeir Stjömumenn höfðu þorað að vona, en alls bárust liðlega 40.000 úrlausnir. Sá háttur var hafður á í keppn- inni að alls var spurt þrettán spuminga á eins mánaðar tfma- bili. Til að komast í hóp hugsan- legra vinningshafa nægði að gefa rétt svör við ellefu spuminganna þrettán. Dregið var úr réttum svörum á Hótel Borg sl. sunnu- dag, en þaðan var bein útsending á þættinum „í hjarta borgarinn- ar“. „Verðlaunin voru vegleg,“ sagði Björgvin, „tvennar vömút- tektir hjá völdum fyrirtækjum að verðmæti 250 þúsund króna hvor“. Sagði Björgvin að það hefði komið á óvart hversu víða að svör hefðu borist, m.a. frá svæðum sem ekki hefði verið vitað til að næðu út- sendingum Stjömunnar. „Þessi góða þátttaka er okkur hvatning til dáða. Verðlaunin I fyrstu getrauninni vom bifreið, núna vömúttektir að verðmæti 500 þúsund króna, og næst stefn- um við að því að gera ennþá betur" sagði Björgviri að lokum. Vinningshafar að þessu sinni vom Ingibjörg Axelsdóttir og Ás- gerður Alda Friðbjamardóttir. ins, væm unglingar sem að stað- aldri sæktu félagsmiðstöðina. Þetta væri kjami, sem hefði verið kosinn til að sjá um margvísleg störf f fé- lagsmiðstöðinni svo sem að sjá um umgengni, reka sjoppu, halda billj- ardmót, sjá um diskótek og fleira. Útvarpað til áramóta „Við lokum stöðinni klukkan þijú á gamlársdag," sagði Lóa Hmnd Siguijónsdóttir. Við sendum út frá klukkan nfu á morgnana til eitt á nóttunni. Við ætlum samt að taka okkur frí á aðfangadag og jóladag. Okkur langar neftiilega að vera heima og taka upp pakkana og fara í jólaboð" Ásgeir Hilmarsson sagði að dag- skráin væri mest tónlist. Einnig væm spumingaþættir og viðtals- þættir,„Svo em spiluð óskúög og sendar kveðjur eftir óskum hlust- enda." Amar Richardsson og Sigur- sveinn Þórðarson sögðu tilganginn með öllu þessu að skemmta sér og öðmm og öðlast reynslu um leið. Einnig efldi þetUi félagsstarfið og félagsandann. Ágóðinn sem ekki væri vitað hver yrði myndi renna til félagsmiðstöðvarinnar, til að bæta hana éða til að kaupa tæki. Krakkamir vildu að lokum þakka Vestmanneyingum fyrir móttök- umar og bentu á að síminn hjá þeim væri 1980 ef einhveijir vildu auglýsa eða senda kveðjur. — Bjami Glæsileg pelsfóðurskápa - - Állar stærðir.' ' >n' ' Verð kr. 49.000,- 4 PELSINN mÆ* a • ■ _• Kjrkjuhvoii - slmi 20160

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.