Morgunblaðið - 23.12.1987, Síða 55

Morgunblaðið - 23.12.1987, Síða 55
t- MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 55 Minning: Þorlákur Björnsson frá Eyjarhólum Fæddur 23. desember 1899 Dáinn 14. nóvember 1987 Þann 14. nóvember síðastliðinn lést á Selfossi Þorlákur Bjömsson frá Eyjarhólum í Mýrdal. Hann var fæddur á Varmá í Mosfellssveit á Þorláksmessu, 23. desember, 1899, og hefði því orðið 88 ára í dag. Þorlákur var af Bólstaðarhlíðar- ætt og af ætt Síðupresta og voru foreldrar hans Bjöm Einar Þorláks- son bóndi og hreppstjóri á Varmá og kona hans, Anna Jónsdóttir. Bjöm var kunnur athafnamaður á sínum tíma og má nefna að hann setti á stofn Alafossverksmiðjuna í Mosfellssveit. Hann var sonur séra Þorláks Stefánssonar prests á Und- irfelli í Vatnsdal og konu hans, Sigurbjargar Jónsdóttur. Anna var dóttir Jóns Hjörleifs- sonar bónda í Eystri-Skógum undir Eyjafjöllum Jónssonar bónda þar og Guðrúnar Magnúsdóttur. Þor- lákur átti tvo yngri bræður er báðir lifa. Þeir em Jón Bjömsson fyrrum skrifstofustjóri, búsettur í Reykjavík, og Stefán Bjömsson fyrrverandi skipstjóri, sem býr í Kópavogi. Systir þeirra, Elísabet, dó í bemsku. Faðir Þorláks lést árið 1904 og fluttist móðir hans þá með syni sína bamunga austur að Drangshlíð undir Eyjaijöllum, en þar bjuggu systir hennar og mágur. Þar ólst Þorlákur upp til fullorðinsára ásamt bróður sínum, Stefáni, en Jón ólst upp hjá móður- bróður sínum í Eystri-Sólheimum. Þorlákur lagði stund á margvísleg störf frá unga aldri. Auk starfa við landbúnað stundaði hann róðra frá Sólheimasandi og var á vélbátum frá Vestmannaeyjum. Hann tók jafnframt þátt í markaðsferðum vegna útflutnings á hrossum á ár- unum 1924 til 1926. Þorlákur stundaði búfræðinám að Hvanneyri og að því loknu stundaði hann störf á því sviði í Danmörku. Um tíma var Þorlákur háseti á þýskum tog- umm við veiðar hér við land og sótti með þeim á veiðislóðir allt norður í Hvítahaf. Var sagt að hann hafi náð góðu valdi á þýskri tungu af samvistum við skipsfélaga. Eftir það var hann nokkur ár á togumm, sem gerðir vom út frá Reykjavík. Á þeim tíma eða árið 1927 festi Þorlákur kaup á Eyjarhólum í Mýrdal og hóf búskap þar og fylgdi móðir hans honum þangað. Síðustu ár ævi sinnar bjó hún í Reykjavík og lést hún árið 1948. Þorlákur kvæntist 3. júní 1937 Ingibjörgu Indriðadóttur. Hún er fædd 3. ágúst 1910 á Breiðabólsstað í Vatnsdal. Þorlákur og Ingibjörg eignuðust 8 böm og em þau talin hér í aldurs- röð: Anna Margrét, Bjöm Einar, Indriði Haukur, Guðrún Steina, Þórólfur, Ingólfur Helgi, Nanna og Þórarinn. Öll em þau á lífi nema Þórólfur, sem lést fýrir nokkmm ámm. Auk þess ólu þau upp Gunnar, son Ingi- bjargar, sem einnig er látinn fyrir allmörgum ámm. Afkomendur Þor- láks og Ingibjargar em 32 á lífi. Þorlákur og Ingibjörg bjuggu í Eyjarhólum til ársins 1969 að þau létu búið í hendur Bjöms, sonar síns. Þau fluttust síðar að Selfossi, þar sem þau hafa búið til þessa dags. Á búskaparárum sínum í Eyjarhólum gegndi Þorlákur margvíslegum störfum fyrir sveit- arfélag sitt og félagasamtök. Hann sat í niðuijöfnunamefnd og skóla- nefnd og var fulltrúi á búnaðar- þingum og gegndi fleiri trúnaðar- störfum. — Þorlákur hafði skoðanir Mýrdælinga og Austur-Eyfellinga.~ Ekki er ósennilegt að kynni Þorláks af Sindra hafí skapað þann mikla áhuga sem hann hafði alla tfð á hestum, hestamennsku og hesta- rækt. Þekking og næmni Þorláks var slík að haft var á orði meðal hesta- manna að fáir hafí verið honum fremri að meta og dæma óráðin hestefni, og munu margir hafa orð- ið til þess að leita ráða hjá honum í þeim efnum. Eitt er víst að hann hafði ákveðna skoðun á því, hvaða kostum bæri að sækjast eftir og hvað skyldi forðast í hrossarækt og hverra leiða væri helst að leita til að ná settum markmiðum. Ekki er vafi á því, að sá metnaður, sem Þorlákur og hans líkar báru í bijósti í ræktun reiðhestsins hér á árum áður, þegar vegur hans var hvað minnstur, er sá grunnur, sem hrossarækt í dag byggist á og nýt- ur góðs af. Þorlákur stundaði hestamennsku til æviloka og hafði af henni óblandna ánægju. Fór hann meðal annars í tvígang ríðandi um hálendið til Norðurlands eftir að hann var kominn á níræðisaldur og mun ekki hafa tafíð fyrir ferðafé- lögum sínum. Þorláki kynntist ég ekki fyrr en hann var orðinn háaldraður. Kom Kveðjuorð: Guðjón Pálsson, Vestmannaeyjum Fæddur 10. maí 1936 Dáinn 20. nóvember 1987 Þegar við förum að vitkast og horfa fram á veginn vitum við lítið hvert straumur lífsins ber okkur. Eitt vitum við öll að eitt sinn skal hver deyja. Leið sumra verður löng, aðrir ná miðjum aldri. Vinur okkar og frændi, Guðjón Pálsson, sem við systkinin minnumst hér, var fæddur í Reykjavík 10. maí 1936. Dáinn 20. nóvember 1987. Hann var son- ur hjónanna Páls Guðjónssonar, trésmíðameistara frá Nefsholti, og Jónínu Guðjónsdóttur frá Skarði á Landi. Þau fluttu til Reykjavíkur er þau stofnuðu heimili sitt og hafa búið þar síðan. Er Gaui hafði lokið bama- og unglinganámi fór hann í Stýri- mannaskólann og er hann hafði lokið námi þar fór hann á sjóinn, en sjórinn og sjómennskan áttu hug hans allan sem lífsstarf, en heimilið og allir ástvinir hans áttu hitt allt. Arfurinn sem hann hafði með sér úr heimahúsum og hann hlaut við móður- og föðurkné entist honum vel. Allir samferðamenn hans á lífsleiðinni bera honum vel söguna. Gaui var vel gefínn og ávaxtaði vel sitt pund. Hann var þéttur á velli og þéttur í lund, staðfastur og æðrulaus. Við systkinin minnumst þess þegar Gaui 7 ára að aldri kom á heimili foreldra okkar í Götu í Holt- um til sumardvalar. Hann kom með farfuglunum á vorin og fór er þeir fóru að æfa ungana sína til flugs áður en þeir lögðu upp í langferðina til framandi landa. Gaui kom ævin- lega með bros og birtu með sér. Hann var sérstaklega fallegur og hugljúfur drengur. Eins og fyrr segir var hann sérstaklega æðru- laus. Fyrsta sumarið sem Gaui var heima í Götu var þar annar drengur frá Reykjavík, en hann var eldri en Gaui. Það hagaði þannig til að engjastykki nokkurt var langt frá bænum, og var það alltaf tilhlökkun bama þegar farið var að heyja þar. Nú var tíma þannig háttað að Gaui þurfti að fara heim því skóli var að byija fyrir böm á hans aldri. Þegar Gaui er að búa sig til heim- farar segir eldri drengurinn: „Gaui nú verður farið út í Stykki á morg- un.“ Þá segir Gaui með slíkri ró og jafnaðargeði: „Það gerir ekkert til, ég kem aftur næsta sumar." Gaui stofnaði heimili sitt í Vest- mannaeyjum. Árið 1960 giftist hann Elínborgu Jónsdóttur og eign- uðust þau tvö böm, Eyjólf, sem fetar í fótspor föður síns og er skip- stjóri, og Önnu, sem stundar nám. Það er táknrænt, Gaui og Gullberg- ið. Gull er gæfunnar tákn og bergið sú trausta stoð sem byggt er á. Guð blessi Gullbergið hans Gauja og soninn sem nú hefur tekið við því. Við biðjum þess að hann megi ávallt fleyta því heilu í höfn með gulltryggðan afla. Við biðjum Guð að styrkja ykkur og blessa. Elínborg, Eyjólfur, Anna, Jóna, Palli, Helga og Sólveig. Guð blessi ykkur minningamar um góðan dreng. Ég vil enda þessi minningarorð með versi úr jólasálmi Stefáns frá Hvítadal. Guð er eilíf ást, engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl er bætt. Lofið Guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf. Systkinin frá Götu m \ / WMa íslenskar getraunir y ■■■ (þróttamiöstöðinni v/Sigtún • 104 Heykjavík ■ ístand • Sími 84590 GETRAUNAVIIMIMINGAR! 17^ leikvika - 19. desember 1987 Vinningsröð: X12-2 1 1-1X1-121 1. vinnlngur 12 réttir, kr. 126.286,- 42057(4/11) 44955(4/11) 126780(6/11) 127196(6/11) 227849(8/11) 232794(9/11) 2. vlnnlngur 11 réttlr kr. 973,- 5 42332 47045 51170 125040* 127805+ 231032 236982 145 42414 47105 51171 125105 127809 231035 235653 675 42423 47186 51181 125182 127819+ 231425 235658 950 42453 47334 95072 125368 127962 231651 235728 1025 42575 47404 95106 125374 127966 231653 235729 2158 42582 47666 95108 125422+ 127973 231720+ 235731 2876 42895 47712 95277 125498 127979 231933 235738* 2948 42952 47781 95282* 125525 127982* 232211 235739 4077 43232 47822 95327 125524 202205 232226 237016+ 4193 43234 48222 95346 125535 210550* 232377 237021 6651 43242 48230 95381* 125859* 224715 232658+ 237029* 6864 43622 48356* 95501+ 125878 224700 232688 237031 7525 43636 48515 95606 125881 224811 232795 237145+ 40146 43794 48726+ 95877+ 126061 224816 232891+ 583265 40154 43841 48753* 96144 126071 225104 232902 583290 40197 43950 48852 96179 126160* 225665+ 232968* 583294* 40260 43951 48868 96303 126370* 227169 232978 583295 40433 44250 49226 96371 126406 227387 233661 583285 40501 44261 49246 96423+ 126446 227462 234440 599202* 40541 44262 49341 96779 126616 227780 234445 647888 40593 44541 49345 96890 126799 228108 234473 649821 40606 44603 49471 97210 126896 228495 234607 40919 45124 49540 97406 126932+ 228877 234755 T00725 41243 45130 49992 97432 126941+ 229769* 234845 T00728 41398 45516 50080 97478 126968 229772 234850+ T00736* 41435 45608 50492 97536 127117 229779 235227 T00746* 41513* 45842 50493 97919 127133*+ 229907* 235960 T00747 41592 46331 50598 97977 127138 230088 236172* 41600 46405-f 50730 98021 127148+ 230394 236803 úr 14. viku: 41840 46479+ 50732 98035 127261 230397 236958 126867* 41995 46735 50929 98258 127476 230416* 236959 42037 46743*+ 51136+ 98301 127606 230534+ 236972 úr 16. viku: 42137 46760 51148 98337 127650 230758* 236975* 95030 42299 46847 51166 98606 127721 230852 236978 * = 2/11 á flestu því, sem snerti mannlífíð. Á fundum og mannamótum mun hann hafa verið óragur að láta álit sitt í ljós á málefnum, ef honum fannst við liggja. Hann hafði óvenju gott vald á íslenskri tungu, flutti mál sitt á skörulegan hátt svo eftir var tekið og sá gjaman spaugilegu hliðamar. í lífí og starfí Þorláks á Eyjar- hólum munu dýralækningar hafa verið snar þáttur. Hann var sjálf- menntaður á því sviði, en náði að afla sér mikillar þekkingar með því að nýta sér reynslu sína og lesa allt, sem hann komst yfír um' þau efni. Natni og nærfæmi vom hon- um í blóð borin og kemur því ekki á óvart, að hann var mjög farsæll og eftirsóttur í þessum störfum. Hann þjónaði bændum í Mýrdal og undir Eystri-Eyjafjöllum sem dýra- læknir áratugum saman. Þorlákur var víðkunnur hesta- maður og átti alla tíð góða reið- hesta. Af þeim öllum bar gæðingurinn Sindri sem hann eign- aðist á fyrstu búskaparámm sínum. Margar skemmtilegar sögur sagði hann mér af skiptum sínum við þennan afburðahest, sem auk fá- gætra hæfileika var afar vitur. Seinna meir var Sindri þessi nafn- gjafí hestamannafélags þeirra hann mér fyrir sjónir sem ákafíega vel gerður maður. Hann var afburða minnugur og skýr í hugsun og átti auðvelt með að koma orðum að hugsunum sínum. Eftirminnilegar verða ætíð margar ferðir í hans fylgd um Suðurland, þegar hann með sinni hljómmiklu röddu lýsti staðháttum, tengdi ömefni við ýmsa atburði í fomsögum, dró sumt í efa en staðfesti annað með rök-. vísi og sannfæringu. Framkoma Þorláks var þannig, að allir voru jafíiir í hans augum. Traustvelqandi festa í röddinni og skrumlaust málfar hans vakti virð- ingu. Eðlislæga kurteisi sýndi hann bömum sem fullorðið fólk væri og kunnu þau vel að meta. Þorlákur hafði augun opin fyrir fegurð í lífinu, lifði og naut lífsins í fullri reisn til hinsta dags er hann mætti örlögum sinum af æðruleysi og karlmennsku. Fjölmenn minningarathöfn um Þorlák var haldin í Selfosskirkju, þar sem hestamenn stóðu heiðurs- vörð með gæðingum sínum. Að henni lokinni var hann jarðsettur í Mýrdal, á þeim slóðum, sem hann kaus að renna sitt lífshlaup. Margir munu minnast og sakna góðs vinar. Sveinn Björnsson Kœrufrestur er tll mánudagsins 11. Janúar 1988 kl. 12.00 á hádegl. ISLENSKA SPÁDÓMSBÓKIN Frábær bók um SPILASPÁ, LÓFALESTUR og BOLLASPÁ. Fæst í öllum bókaverslunum og einnig póstsend í pöntunarsíma 62 34 33. Útgáfufélagið BR©S f

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.