Morgunblaðið - 23.12.1987, Page 68
68
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987
Jólaljósin tendr-
>
uð á Skagaströnd
Skagastrðnd.
NOKKUR mannfjöldi var við-
staddur þegar Guðmundur
Sigvaldason sveitarstjóri kveikti
ljós á jólatré, sem komið hefur
verið fyrir á Hnappstaðatúni á
Skagaströnd.
Fram kom hjá Guðmundi við
þetta tækifæri að tréð er úr Vatns-
dalnum eins og jólatréð sem sett
var upp fyrir síðustu jól. Við athöfn-
ina var gengið í kringum tréð og
sungin jólalög og einnig söng
kirkjukórinn tvo sálma undir stjórn
Jane Sillar organista.
- ÓB
Grænlenskir rækjutog-
arar á ísafirði:
Ahafnimarfara
heim um jólin
ísafjörði
FIMM grænlenskir rækjutog-
arar hafa komið til hafnar á
ísafirði undanfarna daga.
Tveir þeirra tóku olíu og vist-
ir og héldu síðan eftir
skamma viðdvöl aftur til
veiða, en hinir þrír lönduðu
aflanum hér og voru síðan
bundnir til lengri dvalar, því
mestur hluti áhafnanna held-
ur tíl heimkynna sinna til að
halda jól.
A mánudag fóru tvær flugvél-
ar frá Helga Jónssyni til
Grænlands með skipverja og í
gær fóru þrjár vélar frá honum
til Grænlands og Qórða vélin til
Færeyja. Þá fara tvær vélar til
Grænlands í dag. Auk þess fara
einhveijir skipveijanna með
áætlunarflugi til Danmerkur.
Eftir verða þrír vélstjórar til að
gæta skipanna og sex Japanir,
sem jafnan eru um borð þegar
veitt er á Japansmarkað.
Tveir af þremur vélstjórunum
fá konur sínar yfir með fluginu
til að halda með þeim jól.
Aðalbjöm Jóakimsson, skip-
stjóri, sem nú er kominn í land
hefur verið fenginn til þess að
vera til taks ef hætta stafar að
skipunum vegna óveðurs. Skips-
hainimar koma síðan aftur milli
jóla og nýárs og er áætlaða að
skipin verði öll farin til veiða
fyrir áramót.
Úlfar.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Búið er að koma upp fjórum jólatrjám á Fáskrúðsfirði og er þetta
eitt þeirra.
Fáskrúðsfj örður: c
Jólalegt þó enn vanti snjó
Fáskrúðsfirði.
JÓLALEGT er um að litast í
Fáskrúðsfirði eins og endranær
þó að enn vanti allan snjó og
hálfdimmt sé nú í bænum vegna
_ þess.
Sett hafa verið upp fjögur jólatré
í bænum, auk þess • sem mikið er
um skreytingar á húsum og í görð-
um.
Togarinn Ljósafell er nú kominn
í höfn fyrir jólin en togarinn Hof-
fell er enn á veiðum og verður á
veiðum fram á aðfangadag en kem-
ur þá í land, þannig að áhöfnin
heldur jólin heima. Ráðgert er að
skipið haldi síðan aftur til veiða að
kvöldi annars í jólum og sigli með
aflann á erlendan markað um ára-
mót. Slíkt hefur ekki gerst hér áður
síðan skipin komu hingað.
Bátarnir þrír sem héðan eru
gerðir út eru allir í siglingu erlend-
is. Tveir þeirra eru væntanlegir
heim fyrir jól en af þriðja bátnum
kemur áhöfnin flugleiðis heim fyrir
jól þar sem báturinn verður i við-
gerð í Englandi þessa daga.
— Albert
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Aftari röð, nemendur, talið frá vinstri: Óskar Páll Friðriksson, Ingibergur Vestmann, dúxinn Guðmund-
ur Pálsson, Björgvin Siguijónsson og Sigurður Jónsson. Fremri röð, kennarar, talið frá vinstri: Sigurgeir
Jónsson, skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum, Friðrik Ásmundsson og Brynjúlfur Jónatans-
son.
V estmannaeyjar:
„Gamlir“ sjómenn fá réttindi
Notfærðu sér síðasta undanþágunámskeiðið
Vestniannaeyjum.
í SÍÐUSTU viku lauk seinna
undanþágunámskeiði við Stýri-
mannaskólann í Vestmannaeyj-
um. Fimm sjómenn sem allir
höfðu verið til sjós, án réttinda,
sumir lengi, fengu þá réttindi til
að stjórna 200 tonna skipum.
Samkvæmt lögum var þetta sein-
asta tækifæri fyrir unndanþágu-
skipstjórnarmenn að öðlast
réttindi, því fleiri slík námskeið
verða ekki haldin.
Það hlýtur að vera nokkurt átak
fyrir sjómann sem árum saman
hefur stundað sjóinn, jafnvel á eig-
in bát, að fara í land og setjast á
skólabekk til þess að fá pappír til
þess að mega sigla fiskibát. Sér-
staklega ef menn hafa ekki nálægt
námi komið árum saman.
Á seinasta ári drifu samt nokkrir
sjómenn sig í Stýrimannaskólann í
Vestmannaeyjum og námu skip-
stjómarfræði. Fengu þeir þá rétt-
indi til þess að stjóma 80 tonna
bátum. Megnið af þessum hópi sett-
ist síðan á skólabekk aftur í haust
og lauk námi nú nýverið. Öðluðust
þeir þarmeð rétt til þess að sigla
allt að 200 tonna skipum. Einn
nemandinn, Guðmundur Pálsson,
44 ára, fékk ágætiseinkunnina
9,38. Er þetta frábær árangur en
Guðmundur hefur ekki nærri skóla-
bekk komið í áratugi.
Prófdómarar á námskeiðinu voru
Áslaug Tryggvadóttir kennari og
Sævaldur Elíasson stýrimaður.
— Bjarni.
Stykkishólmur:
Mikið annríki í prent-
smiðju systranna
Stykkishólmi.
MIKIÐ annríki er alltaf fyrir
jólin i prentsmiðju St. Fransisku-
systranna i Stykkishólmi. Það
var óhemju mikið gefið út af
jólakortum, bæði myndir af
Hólminum og sjúkrahúsinu.
Systurnar vom snemma með
jólabókina og vönduðu mjög til
hennar og hefír salan gengið ágæt-
lega eftir því sem fréttaritara var
tjáð. Allur frágangur hennar var
til fyrirmyndar. Þá voru þær fyrir
skemmstu að ljúka við að prenta
nýja bók sem komin er út á vegum
kaþólsku kirkjunnar. Heitir hún
„Betlidrengurinn Jugga finnur
móður Teresu" og er hún eftir
Kirsten Bang, danska konu, en yfir
30 teikningar eru eftir Kömmu
Svenson og hefír Torfí Ólafsson
þýtt bókina, en Anna Torfadóttir
séð um útlit. Sagan er af bækluðum
dreng sem elst upp hjá bláfátækum
foreldrum sem selja hann manni
sem ætlar að láta hann betla fyrir
sig. Margar raunir lendir þessi
umkomulausi drengur í uns hann
lendir hjá reglu móður Teresu og
um leið lýkur raunum hans.
„Þetta er mjög athyglisverð
bók,“ sagði systir Petra sem veg
og vanda hefír af prentsmiðjunni.
„Hún er vel sögð og skilmerkileg.
Hún á erindi til allra og hefir mik-
inn boðskap.
Nú prentum við ekki meira fyrir
jólin. Tökum okkur frí og tökum
til fyrir árið, svo við getum byijað
á hreinu borði á nýju ári.“
— Árni
Ný kaffi-
tería á
Neskaupstað
Neskaupstað.
NÝLEGA var opnuð kaffit-
ería á Egilsbraut 11 hér í bæ.
Kaffiterían er opin á laugar-
dögum og sunnudögum og er
þar á boðstólum gimilegt kaffi-
hlaðborð á sunnudögum en á
laugardögum allskonar kökur,
vöfflur með ijóma og fleira góð-
gæti.
Að sögn Bimu Kristjánsdótt-
ur sem rekur kaffíteríuna er hún
vel sótt.
Húsnæðið sem kaffíterían er
í er nefnt Kreml og er ástæðan
sú að húsið er í eigu Alþýðu-
bandalagsins og Brunabótafé-
lags íslands.
— Ágúst