Morgunblaðið - 23.12.1987, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 23.12.1987, Qupperneq 72
| ■ 'ALHLIÐA PREWT WÓNUSTA 1 GuðjónÓ.hf. | / 91-27233 Þjónusta íþína þágu SAMVINNUBANKI ^ ISLANDS HF. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Könnun á jólasiðum: Margir borða skötu og drekka jólaglögg STÓR hluti íslendinga heldur í þá gömlu hefð að borða skötu á Þorláksmessu. En þrátt fyrir að sá siður að drekka jólaglögg sé tiltölulega nýr af nálinni hér á landi hefur hann náð mikilli út- breiðslu ef marka má niðurstöðu könnunar sem Hagvangur gerði nýlega. Samkvæmt könnuninni, sem gerð var um síðustu mánaðamót, borða 40% íslendinga skötu á Þor- láksmessu. Yfír 60% þeirra Vest- fírðingá sem tóku þátt í könnuninni halda þessum sið, en hann er einn- ig algengur á öðrum stöðum á landinu. Skötuát virðist njóta meiri vinsælda hjá eldra fólki. Yngra fólkið hefur frekar tileink- að sér að drekka jólaglögg þegar hátíðin nálgast, en samkvæmt könnuninni fara um 30% lands- manna í jólaglöggveislur. Helst á þetta við um fólk sem býr á höfuð- borgarsvæðinu eða á öðrum þétt- býlisstöðum. Sjá nánar á miðopnu. Eskifjörður: Smyglvamingi stolið úr lögreglustöðinni EskifirðL BROTIST var inn í lögreglustöð- ina á Eskifirði aðfaranótt mánudagsins 21. desember sl. og stolið þaðan smyglvarningi, myndbandstæki og geislaspilara úr geymsluherbergi. Tæki þessi voru í geymslu vegna tollafgreiðslu á mótorbátnum Sæ- ljóni SU 104. Að sögn Inger Jónsdóttur, fulltrúa -bæjarfógeta, hafði verið brotin rúða á bakhlið hússins og farið þar inn. Ekki er vitað um verðmæti þýfisins en mál- ið er í rannsókn hjá bæjarfógeta- embætti. — Ingólfur. Morgunblaðið/Einar Falur Brugðið á leik í jólasnjó BORNIN voru snögg að taka við sér þegar fyrsti jólasnjórinn féll í Vogum á Vatnsleysuströnd í gærmorgun. Drengurinn var óð- ara kominn út með snjóþotuna sina og byrjaður að hnoða snjóbolta. Féll 15 metra niður af þaki MAÐUR féll um 15 metra ofan af húsþaki í fyrrinótt. Hann var fluttur á slysadeild og reyndist alvarlega slasaður. Tildrög slyssins voru þau, að maðurinn og kona hans komu heim upp úr miðnætti, en uppgötvuðu þá að þau höfðu læst húslyklana inni. Það hefur gerst áður og mað- urinn þá Ieyst vandann með því að klifra upp um þakglugga og niður á svalir íbúðar sinnar. I þetta sinn varð honum hins vegar fótaskortur á hálu bárujámsþakinu og féll hann niður. Hann lenti á grasflöt við húsið og slasaðist töluvert. Auglýsendur athugið Fyrsta blað eftir jól kemur út þriðjudaginn 29. desember. Skilatími auglýsinga er fyrir kl. 16 á Þorláksmessu, þann 23. desember. Auglýsingar í blaðið á gaml- ársdag, 31. desember, þurfa að berast fyrir kl. 16 þriðjudaginn 29. desember. Fyrsta blað á nýju ári kemur út sunnudagirin 3. janúar og þurfa auglýsingar í blaðið að berast eigi síðar en kl. 11 mið- vikudaginn 30. desember. DAGUR TIL JÓLA Þingfundum frestað í gær fram yfir jól: Ovíst hvort kvótafrumvarpið verði afgreitt fyrir áramót Hefði ófyrirséða erfiðleika í för með sér, segir sjávarútvegsráðherra ÞRIÐJU umræðu um fjárlaga- frumvarpið lauk á Alþingi um klukkan 18 í gær og var þá at- kvæðagreiðslu um frumvarpið, og frekara þinghaldi, frestað fram yfir jól. Þá höfðu þingmenn efri deildar verið á stöðugum þingfundum í 32 klukkutíma. Þar hófst umræða um kvótafrum- varpið svokallaða upp úr ldukkan 10 á mánudagsmorgun og lauk ekki fyrr en kl. 10.30 á þriðju- dagsmorgun en þá var frum- varpið afgreitt til neðri deildar. Umræða um kvótafrumvarpið verður á dagskrá neðri deildar mánudaginn 28. desember en óvist er talið að takist að afgreiða það fyrir áramót en þá rennur út gildistími núgildandi laga. Eldur í jólaskrauti SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kvatt að Fischersundi um kvöld- matarleytið i gær þar sem eldur var laus í jólaskrauti á ritstjómarskrifstofum tímartisins Heimsmyndar. Vegfarandi hafði tilkynnt um eldinn og var bmgðið skjótt við og ráðið niður- lögum hans, en litlu munaði að illa færi að sögn varstjóra í slökkvilið- inu. Sagði hann að talsvert væri um útköll vegna elds í jólaskrauti og fuU ástæða tíl að hvetja fólk til að fara varlega með kertaljós og annan eld nú um jólin. Morgunblaðið/Þorkell Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagðist þó, í samtali við Morgunblaðið, enga ástæðu hafa til að ætla að frumvarpið verði ekki að lögum fyrir áramót en ef það takist ekki hafi það ófyrirséða erfiðleika í för með sér. Stjómarþingmenn sökuðu stjóm- arandstöðuna um málþóf við umræðuna um kvótafmmvarpið í efri deild, en stjómarandstaðan sagði að nauðsynlegt hefði verið að ræða frumvarpið ítarlega til að freista þess að fá einhveijar breytingartil- lögur samþykktar. Þær vom þó allar felldar en tveir stjómarþingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu við lokaatkvæðagreiðslu, þeir Þor- valdur Garðar Kristjánsson Sjálf- stæðisflokki og Karvel Pálmason Alþýðuflokki. í neðri deild hafa ýmsir stjómar- þingmenn gert fyrirvara við fmm- varpið, aðallega ákvæði þess um smábáta. Matthías Bjamason, form- aður sjávarútvegsnefndar neðri deildar, sagði við Morgunblaðið að hann styddi ekki frumvarpið eins og það lægi fyrir, og kæmi þar margt til. Hann sagðist engu geta spáð um hvenær eða hvemig frumvarpið yrði afgreitt sem lög. Aðeins 3 dagar væm milli hátíðanna og frumvarpið kæmi ekki á dagskrá neðri deildar fyrr en eftir atkvæðagreiðslu um fjárlög í sameinuðu þingi og í það færi obbinn af fyrsta deginum. „Þá er ekki mikill tími til stefnu fyrir áramot nema láta frumvarpið renna á færibandi gegnum deildina og ég hafði ekki hugsað mér það. Þetta er ekki færibandafrumvarp," sagði Matthías. Við þriðju umræðu fjárlagafmm- varpsins kom fram að niðurstöðutöl- ur þess hafa hækkað um 5,9% frá annari umræðu og er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs verði 63.090 milljónir á næsta ári en gjöld verði 63.037 milljónir. Meirihluti fíárveit- ingamefndar Tagði fram nokkrar breytingartillögur, þar á meðal um að útgjöld til Alþingis hækki um 45 milljónir. Lagt er til að Háskólinn á Akureyri fái rúmlega 15 milljóna króna hækkun, framlög til UMFÍ og ÍSÍ hækki um 5 milljónir til hvors sambands og að Aburðarverksmiðja ríkisins fái 20 milijóna króna fram- lag. Lagt er til að framlag til K-byggingar Landspítala hækki um 20 milljónir, Póst- og símamálastofn- unin fái 14,3. milljóna hækkun í almennan rekstur og gjaldskrá verði hækkuð um 20% á árinu 1988. Einn- ig er gert ráð fyrir að afnotagjöld ríkisútvarps hækki nú um 13% og stefnt að 10% raunhækkun auglýs- inga. Þá er tillaga um sérstaka heimild til að greiða bætur til þeirra sem sýkst hafa af alnæmi við blóð- gjöf hér á landi fyrir árið 1986.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.