Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 1
64 SIÐUR
293. tbl. 75. árg.
FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sovétríkin:
Alþýðan
andsnúin
glasnost?
Moskvu, Reuter.
SOVÉSKI leikstjórinn Tengiz
Abuladze sagði í viðtali við
Moskvufréttir i gær, að hin svo-
nefnda umbótastefna Míkhaíls
Gorbatsjovs ætti milljónir óvina
og gaf í skyn að yfirgnæfandi
meirihluti íbúa Sovétríkjanna
væri henni mjög andstæður.
Þetta kom fram í viðtali við leik-
stjórann, en hann var meðal þeirra
sem beðinn var að segja fyrir um
horfur á árinu, sem senn fer í hönd.
Abuladze vitnaði í Vladímír
Lenín, stofnanda ríkis kommúnista
eystra, og sagði að skrifkeramir
væru mestu óvinir alþýðunnar.
„Því miður er þessi óvinur í sömu
aðstöðu nú; her skrifkera telur 18
milljónir, en hann ætti, eins og
margoft hefur verið sagt, að skera
niður um tvo þriðju,“ sagði Abul-
adze. „Þetta fólk er helsti óvinur
„perestrojku", bætti hann við, en
leikstjórinn hlaut heimsfrægð fyrir
mynd sína „Iðrun“, sem íj'allaði um
glæpi þá sem framdir voru í Sov-
étríkjunum á Stalínstímabilinu.
Abuladze virtist telja að um 200
milljónir Sovétmanna væru and-
stæðar breytingum Gorbachevs, en
í Sovétrílq'unum búa alls um 283
milljónir.
Bretland:
Drottningin
vinsælli
en Díana
London, Reuter.
ELÍSABET Bretadrottning nýt-
ur örlítið meiri vinsælda meðal
breskrar alþýðu en tengdadóttir
hennar Díana prinsessa af Wal-
es. Kemur þetta fram í skoðana-
könnun sem birt var á Bretlandi
í gær.
Breska sjónvarpsstöðin ITV býð-
ur áhorfendum upp á sérstaka
dagskrá þar sem fjallað verður ítar-
lega um hvað Bretadrottning og
ættmenni hennar aðhafast yfir jóla-
hátíðina. Þótti því við hæfi að kanna
vinsældir einstakra fjölskyldumeð-
lima meðal þegnanna.
í ljós kom að Játvarður prins,
yngsti sonur drottningar, er í hvað
minnstum metum en Elísabet
drottning sigraði Díönu naumlega.
71 prósent þeirra sem þátt tóku í
könnuninni kváðust telja að ávinn-
ingurinn af konungdæminu væri
miklu þyngri á metunum en kostn-
aðurinn sem væri því samfara. Er
þetta öllu lægra hlutfall en í sam-
bærilegri könnun sem gerð var árið
1981. I báðum þessum könnunum
voru 22 prósent þátttakenda á
gagnstæðri skoðun.
Vínþjófnaður í
Frakklandi:
Enginn vill
leggja lög-
reglunni lið
Bordeuax. Reuter.
LÖGREGLAN í Bordeaux í
Frakklandi, því mikla vínræktar-
héraði, stendur nú ráðþrota
frammi fyrir líflegri verslun með
stolin eðalvín. Veldur það mest-
um erfiðleikum, að sönnunar-
gögnin hverfa óðara niður um
kverkarnar á þorstlátum kaup-
endum.
Þegar líður að jólum leggja
Frakkar mikið á sig til að komast
yfir góð og gömul vín á lágu verði
og það vita þjófamir, sem hafa í
nokkur ár stundað það að stela úr
birgðageymslum hvorki meira né
minna en 4.000 vínframleiðenda.
Hefur lögreglan verið á hælum þeim
í þrjú ár en kaupendumir kæra sig
ekkert um að létta henni róðurinn
enda fá þeir flösku, sem kostar allt
að 20.000 ísl. kr., fyrir hlægilega
lágt verð.
„Þegar þjófar reyna að losa sig
við annað þýfi verður alltaf einhver
til að láta okkur vita en þótt eðal-
vínin stolnu renni út eins og heitar
lummur höfum við aldrei fengið
eina einustu upphringingu," sagði
Jean-Louis Casties, lögreglustjóri í
Bordeaux.
Finnsku forseta-
kosningarnar:
Koivisto spáð
öruggumsigri
Helsinki, Reuter.
MAUNO Koivisto, forseti Finn-
lands, virðist öruggur með að
bera sigur úr býtum í forseta-
kosningunum, sem verða í
landinu í næsta mánuði.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
birt var í gær, hefur Koivisto fylgi
55% kjósenda, einum af hundraði
minna en fyrir mánuði. Harri Holk-
eri forsætisráðherra, sem einnig
býður sig fram, hafði aðeins stuðn-
ing 14% kjósenda og þriðji fram-
bjóðandinn, Paavo Várynen,
formaður Miðflokksins, 13%.
Vaxandi ólga í Svíþjóð vegna
kafbátaferða Sovétmanna
Stokkhólmi, Reuter.
SVÍAR og Sovétmenn hafa und-
anfarna daga skipst á harðorðum
yfirlýsingum vegna meintra
ferða sovéskra kafbáta í sænska
skerjagarðinum. Nikolaj Ryzh-
kov, forsætisráðherra Sovétríkj-
anna, sem væntanlegur er í
heimsókn til Sviþjóðar í næsta
mánuði, sagði í viðtali við dag-
blaðið Dagens Nyheter í gær að
deila þessi gæti haft alvarlegar
afleiðingar fyrir samskipti
ríkjanna.
Ryzhkov neitaði því harðlega að
sovéskir kafbátar væru á sveimi
nærri ströndum Svíþjóðar. „Leggið
fram sönnunargögnin ef þið þá
hafið þau. Þá getum við rætt mál-
ið,“ sagði Ryzhkov í viðtalinu við
Dagens Nyheter og var að sögn
blaðsins hinn reiðasti því hann barði
í borðið að þessum orðum slepptum.
„Ég vil að það komi skýrt fram
að sovöskir kafbátar hafa ekki siglt
innan sænskrar landhelgi utan einu
sinni árið 1981,“ sagði hann en það
ár strandaði sovéskur kafbátur
nærri flotastöðinni við Karlskrona.
Ryzhkov er væntanlegur til Svíþjóð-
ar þann 11. janúar og hefur svo
háttsettur sovéskur embættismaður
ekki sótt Svía heim í 14 ár.
Ingvar Carlsson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, hefur fyrirskipað
flotanum að sökkva óvinveittum
kafbátum í stað þess að freista
þess að neyða þá upp á yfirborðið.
Háttsettur sænskur embættismað-
ur sagði í gær að Carlsson hygðist
ræða þetta mál við Ryzhkov og
gera honum ljóst á „skýran og ótví-
ræðan hátt“ að stjórnvöld í Svíþjóð
hygðust veijast þessum ágangi.