Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987
AUSTURBÆR ■ KOPAVOGUR
Lindargata 39-63 o.fl.
Skipholt 1 -38
Skipholt 40-50
Stigahlíð 37-97
MIÐBÆR
Grettisgata 37-63 o.fl.
Hverfisgata 4-62
Barónsstígur 4-33 o.fl.
Laugavegur 32-80 o.fl.
Kársnesbraut 77-139
Nýbýlavegur 5-36
Laufabrekka o.fl.
VESTURBÆR
Fornaströnd
Bauganes
Nýlendugata
Einarsnes
Látraströnd
Jean Valjean (Egill Ólafsson) við dánarbeð Fantine (Ragnheiður Steindórsdóttir) og lofar að sjá
um uppeldi litlu dóttur hennar Cosette, en hinn grimmi lögreglumaður Javert (Jóhann Sigurðar-
sonner ekki langt undan.
*
Egill Olafsson um jólaleikritið Vesalingana:
Ef til er „absólút“ leikhús mundi
ég segja að þetta verk væri það
VESALINGARNIR, jólaleikrit
Þjóðleikhússins, verður frum-
sýnt núna á annan í jólum.
Æfingar á þessum rómaða
söngleik hafa staðið yfir í
nokkra mánaði og nú þegar
lokaæfingin er það eina sem
eftir er, má segja að andrúms-
loftið í húsinu sé orðið reglu-
lega rafmagnað. Um þrjátíu
leikarar koma fram í sýning-
unni og leika flestir þeirra
fjölda hlutverka. Þó er óhætt
að fuHyrða að mest mæðir á
Agli Ólafssyni, sem fer með
aðalhlutverkið í sýningunni,
leikur sjálfan Jean Valjean sem
er á stöðugum flótta undan
fortiðinni og lögreglumannin-
um Javert.
Eins og flestu leikhúsáhuga-
fólki er líklega enn í fersku
minni, lék Egill einnig eitt aðal-
hlutverkið í uppfærslu Þjóð-
leikhússins á „Gæjum og píum“
hér um árið og á síðasta leikári
tók hann þátt í sýningu íslenska
dansflokksins á „Ég dansa við
þig,“ þó ekki sem dansari, held-
ur sem undirleikari og söngv-
ari. En sviðsreynsla Egils nær
þó nokkuð lengra aftur, því
hann hefur tekið þátt i fleiri
leikhúsverkum, meðal annars
Gullna hliðinu, Grænjöxlum,
Prinsessunni á bauninni, Kirsi-
blómi á Norðurfjalli, Súkkulaði
handa Silju og bállettinum Sæ-
mundur Klemensson. Auk þess
hefur hann leikið í fjölda kvik-
mynda. Núna rétt fyrir jólin
átti ég örstutt spjall við Egii
og spurði hvað hefði leitt hann
út í leiklistina.
„Fyrir mörgum árum var ég
viðloðandi Leiklistarskóla SÁL,“
svarar Egill. „Ég var ekki í skól-
anum sjálfum, en var svona í
slagtogi með því fólki sem í skól-
anum var að því leyti að ég var
að mússísera þar. Síðan má segja
að tilviljanir hafi leitt mig hingað.
Ég hef aldrei verið við nám í leik-
listarskóla en hef alltaf haft
áhuga á leikhúsi og hélt að ég
myndi þróast þar sem músíkant
og semja fyrir leikhús. En menn
virtust ekki vilja mig sem slíkan
og þá var bara að trana sér fram
sem leikari.
Þó er ljóst að flest þau stykki
sem ég hef verið þátttakandi í,
hafa gengið út á músík. Það hef-
ur verið leitað til mín í þeim
tilfellum sem hefur vantað mann
til að spila og syngja. Það má
eiginlega segja að ég sé einhvers
konar músíkleikari."
Nú hefur þú leikið annars
Egill Ólafsson í hlutverki Jean
Valjean í Vesalingunum
konar hlutverk en músikhlut-
verk í kvikmyndum og þú hefur
verið meðlimur í Félagi
islenskra leikara í nokkur ár,
svo Hklega ertu „alvöru" leik-
ari. Áttu þér eitthvert drauma-
hlutverk?
„Já. Hamlet. Hvem langar ekki
að leika Hamlet. Ég mundi ekki
slá hendinni á móti því.“
Þú segist ekki hafa stundað
nám í leiklistarskóla. Hefur það
háð þér í leikhúsinu?
„Nú veit ég ekki. Ég hef ekki
reynt nema aðra leiðina. Annars
held ég að vandamálin sem upp
koma í leikhúsi, séu áþekk hjá
öllum leikurum - þó aðallega þetta
með að fá tilfinningu fyrir leik-
húsinu. Það er allt annað að
standa fyrir framan kvikmynda-
tökuvél.
Þessi tilfmning er einhvers kon-
ar ást á því að vera á sviðinu.
Maður verður að ganga þeirri til-
finningu á vald. Það er vandamál
ef mönnum finnst þeir ekki geta
það. Hvað sem allri skólun líður,
þá gerir hver og einn leikari hlut-
ina á sinn hátt. Hver leikari lætur
öll ráð og alla kennslu lönd og
leið þegar hann er kominn á svið-
ið; þá er það bara hann sjálfur
sem blífur."
Hlutverk þitt í Vesalingunum
er eflaust þitt stærsta á sviði
til þessa og í sýningunni er
hvert orð sungið. Verkið er þó
byggt upp á hádramatísku
verki Viktors Hugo, þar sem
eiginlega má flokka Jean Valje-
an sem skapgerðarhlutverk.
Hvort lítur þú á þetta sem söng-
hlutverk eða skapgerðarhlut-
verk?
„Ég lít á það sem skapgerðar-
hlutverk. Það er í rauninni ekki
svo langur vegur milli þess að
tala eða syngja texta. Eins og
Guðmundur Jónsson segir, þá er
söngur bara framhald af mæltu
máli. Hvort sem maður syngur
eða talar hlutverk, þarf maður að
koma tilfinningum og líðan til
skila. Það þarf að gera í ríkum
mæli í Vesalingunum, svo ég held
að ekki fari milli mála að þetta
er skapgerðarhlutverk.
Veistu, að ef til er „absólút"
leikhús, mundiég segja að þetta
verk væri það. í því er allt til stað-
ar. Vesalingamir er ekki eiginleg-
ur söngleikur, heldur ópera og
hefur byggingu óperunnar. Allur
textinn er sunginn eins og í óperu
og það er ólíkt venjulegum söng-
leik. Oft er textinn í Vesalingun-
um þannnig í eðli sínu, að músíkin
víkur fyrir þunga orðanna.
En það má líka segja að hið tal-
aða orð sé músík, því hvert
tungumál í veröldinni hefur sín
blæbrigði og hrynjandi. Það er
músík í öllum tungumálum."
Jean Valjean í Vesalingunum
er afbrotamaður, sem ákveður
að ganga veg dyggðarinnar og
ástunda mannkærleika í nafni
Guðs. Hann á þó stundum í
basli með andstæðurnar gott
og illt í sjálfum sér og þarátta
þessara andstæðna endurspegl-
ast í því samfélagi sem hann
lifir í, allt til loka verksins. Er
hægt að segja að einhver sigur-
vegari sé i verkinu?
„Nei. Enginn sigurvegari og
ekkert svar. Menn vilja oft fá
konkret" svar í leikhúsi. í Vesal-
ingunum er ekkert svar að finna,
bara ótal spumingar. Ég held að
ástæðan fyrir því að þetta verk á
erindi við okkur, er að það fjallar
um réttlæti og siðferði. Við vitum
öll að ekkert of mikið er til af
réttlæti í heiminum, þótt við séum
að komast á síðasta hluta 20. ald-
arinnar. í verkinu er líka komið
inn á fátæktinua og hún er vissu-
lega til staðar enn þann dag í dag.
Það má segja að í Vesalingun-
um, sigri einstaka persóna fyrir
sjálfa sig, en í því er enginn sam-
félagslegur sigur. Og réttlætið. f
verkinu nær þetta svokallað rétt-
læti til nokkurra; það er réttlæti
sem hið opinbera hefur á valdi
sínu í þessu tilfelli eins og svo oft
áður.“
Súsanna Svavarsdóttir