Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987
A DROrnNS^GI
Umsjón:
Séra Auður Eir ViUýábnadóttír
Áadls Emilsdóttir
Séra Kristj&n Valur Ingólfsson
w w
011 aldurs-
skeið eru
jafngóð
— segir Anna Kristmundsdóttir
ANNA Kristmundsdóttir
er mikilvæg manneskja
fyrir prestastéttina. Hún
saumar nefnilega presta-
kragana, sem flest okkar
nota. Það er alltaf jafn
gaman að sækja til hennar
kragana, sem hún hreinsar
af mikilli list, ellegar fá
nýjan kraga, fannhvítan og
stífaðan, úr úrvals lérefti.
Vandvirknin, trúmennskan
og velvildin fylgir þeim
heim til okkar og í kirkj-
una. Eg kom til Onnu á
aðventunni og fékk hjá
henni nýjan kraga og bað
hana að spjalla ofurlítið við
okkur um lífsskeiðin. Anna
er að verða áttræð en lítur
út fyrir að vera miklu
yngri, lítil og grönn, kvik
á fæti, kurteis og hispurs-
laus í framgöngu. Eg
settist í sófann hennar og
spurði hana um aldurs-
skeiðin.
— Mér fínnst öll aldursskeið
jafn góð. Hvert þeirra gefur sín
tækifæri. Við eigum gott meðan
við getum hreyft okkur. Það
fínnst mér af því að ég hef alltaf
helzt viljað vera uppi á fjöllum
en ekki innan dyra. Mig langaði
til að fara á búnaðarskóla. En
það var ómögulegt þá fyrir stúlk-
ur. Kom bara ekki til greina. Svo
hjá mér voru hvorki tækifæri né
efni til þess. En bróðir minn fór
í búnaðarskóla.
Anna hlær við. Hún segist
fagna því að konur skuli vera
orðnar svo margar í prestastétt-
inni og að við konur verðum allar
að sýna að við getum allt, sem
karlamir geta. Það getum við
nefnilega án nokkurs minnsta
vafa. Sjálf bjó hún með foreldr-
um sínum meðan þau lifðu en
vann svo hjá bróður sínum svo
lengi sem hún hafði heilsu til að
stunda sveitastörfin. Þegar hún
gat það ekki lengur flutti hún
til Reykjavíkur og líkaði vel því
hér gat hún unnið fyrir sér.
Þú vannst fyrst hjá fjöl-
skyldu Jóns Helgasonar
biskups, er það ekki?
Jú. Ég kom beint þangað inn-
an úr afdal. Það voru mikil
viðbrigði eins og þú getur ímyn-
dað þér. Stéttamunurinn var líka
mikill þá. Það bara vildi til að
fólkið þama var svo dásamlega
gott. Eg var hjá því í tæp 8 ár.
Dætur hans voru alltaf beztu
vinkonur mínar síðan.
Lærðirðu að sauma kragana
hjá Þórhildi dóttur biskups?
Já, ég lærði það af henni. Við
hjálpuðumst svo að með þetta
þangað til hún gat ekki annazt
það lengur. Ég kom í bæinn
1937 og byijaði að sauma krag-
ana á stríðsámnum. Þeir voru
áður keyptir frá Danmörku og
Noregi. En eftir að stríðið byij-
aði var það ekki lengur hægt.
Fýrst saumaði ég kragana í
höndunum. Það var ekki mikil
vinna en það er mikil vinna að
stífa þá. Það getur tekið þijá til
fjóra tíma. En það kemst upp í
vana.
Ég spyr Onnu hvort hún hafi
tekið lærlinga í kragasaum en
hún segir að tvær konur hafi
sýnt því áhuga en ekkert orðið
úr. Hún segist fegin vilja kenna
kragasauminn og það sé velkom-
ið að koma til sín ef einhver vilji
læra þetta. Mér léttir við það því
ég veit ekki hvemig við fæmm
að ef við gætum ekki fengið
kraga hjá Önnu.
☆
Anna lítur svo vel út að ég
spyr hana hvort henni fínnist
eins og ýmsum að þau hafí feng-
ið nýja heilsu á efri ámm.
Gleðilegt
nýár
Við sem skrifum þessa síðu,
Ásdís, Kristján Valur og Auður
Eir, sendum ykkur bestu óskir um
gott og blessunarríkt komandi ár.
Við biðjum Guð að geyma ykkur
og uppörva. Við þökkum ykkur
fyrir samfylgdina á liðnu ári. Á
þessum tímamótum, þegar við öll
kveðjum enn eitt ár ævi okkar,
þótti okkur vel við hæfí að fínna
okkur viðmælanda til að spjalla
við okkur um einmitt þetta, hvem-
ig árin líða og ævi okkar fyllist
viðburðum af ýmsu tagi. Með því
viðtaii sendum við þessar kveðjur
okkar.
Anna Kristmundsdóttir og nóvemberkaktusinn hennar.
— Ég fékk nýja heilsu þegar
ég var skorin upp. Það var fyrir
7 ámm. Maginn var tekinn og
síðan hef ég ekki fundið til nokk-
urs meins. En oft var búið að
kmkka í mig áður. Ég vissi að
ég var með blæðandi magasár
og ég þrætti við læknana þegar
þeir sögðu að þetta væri krabbi.
Hefur þér fundizt gott að
verða eldri?
Já, það segi ég satt, ég er
mjög þakklát fyrir að verða eldri.
Mér fínnst verst ef ég missi and-
lega heilbrigði. Það getur alltaf
gerzt. Ég hef séð það þegar ég
hef sjálf verið á spítölum og ég
hef verið á næstum öllum
spítöíum héma í bænum og líka
í Hafnarfírði.
En hefur ekki verið vel far-
ið með fólkið, sem var búið
að gleyma sjálfu sér?
Jú, það má nú segja. Það er
farið vel með okkur öll á spítölun-
um. Hjúkmnarfólkið, sama hvað
það gerir, er alveg dásamlegt.
Mér fínnst það aðdáunarvert og
svo umburðarlynt við okkur, sem
emm ekki alltaf nógu þæg. Ég
hef reyndar aldrei hitt nema
gott fólk í lífínu.
En finnst þér jafn skemmti-
legt að verða eldri eins og að
vera yngri?
Ég get ekki gert upp á milli
þess. Eg get ekki farið oins víða
og áður. En ég fer þá bara
styttra og nýt betur þess, sem
ég sé.
Hvers vegna geturðu ekki
farið eins víða og áður?
Ég gæti orðið öðmm til traf-
ala. Ég hugsaði aldrei um það
áður. En ég hef ekki hugsað mér
að aðrir þurfí að hafa óþægindi
af mér. Ég hef staðið á eigin
fótum og vil enda lífið þannig.
Ertu kirkjukona?
Ég fer á hveijum sunnudegi
í kirkjuna mína. Það er Grensás-
kirkja. Mér fínnst hún dásamleg-
asta kirkjan, sem er til. Mér líður
svo vel þar og fínnst mig vanta
mikið ef ég kemst þangað ekki
af einhveijum örsökum. Heima
vom alltaf lesnir húslestrar,
þangað til útvarpið kom. Þá var
því hætt og það var mikill skaði.
Mér finnst það hreinasta ókurt-
eisi að útvarpa messum, sem
ekki koma nálægt texta sunnu-
dagsins. Ég hef hlústað á messu,
sem var útvarpað löngu eftir að
hún var tekin upp. Annars þarf
ég ekki að vera að kvarta undan
þessu meðan ég kemst í kirkjuna
mína.
Hefur trúin hjálpað þér í
lífinu?
Hún hefur áreiðanlega gert
það. Það hefur þó farið fyrir mér
eins og ég held að komi einhvem
tíma fyrir alla að mér hefur
fundizt eins og Guð væri ekki
til. Á næsta augnabliki hef ég
samt verið farin að biðja Guð.
Var það vegna erfiðleika,
sem þér fannst eins og Guð
væri ekki til?
Það var einkum þegar snjó-
flóðið fór yfir bæinn minn í
Goðdal og 7 manns fómst af fjöl-
skyldu minni. Það var árið 1948.
Bóndinn þar var bróðir minn og
hann komst af en slasaðist mik-
ið. Þijú bamanna vom að
heiman, í skóla. En konan hans
og tvö böm þeirra fómst vg föð-
ursystir okkar og dóttir hennar
og dóttursonur.
Hvernig er hægt að komast
yfir svona mikla sorg?
Þegar maður fær svona fréttir
getur maður hvorki hugsað né
nokkuð annað. Allt stendur fast.
En maður má ekki setjast fyrir
og vorkenna sjálfum sér. Maður
verður bara að hugsa: Ég skal.
Ég skal. Og það hjálpar manni
að vinna. Mér fínnst vinnan hafa
hjálpað mér. Og trúin. Ég hugsa
líka að ég geti þakkað prestun-
um, sem hafa sent mér góðar
hugsanir, ég held að það hjálpi
mikið. Og það hjálpaði mér mik-
ið að ég varð að hugsa til
bamanna, sem misstu allt, sem
þau áttu, bæði foreldra, systkini
og heimili. En það hefur allt
gengið vel fyrir þeim. Þau em
líka einstaklega dugleg.
Finnst þér þú hafa jafnað
þig eftir þetta mikla áfall?
Ég væri ekki komin fram á
þennan dag annars.
. Anna segir að vináttan við
systkinabömin sín öll, vinnan og
vinátta við margt gott fólk hafí
hjálpað sér mest. Hún hefur líka
alla ævi verið sjálfrar sín, vann
á saumastofu eftir árin hjá bisk-
upsfjölskyldunni, á snyrtilegu
íbúðina í Hvassaleitinu skuld-
lausa. Ég bað hana um mynd til
að setja með viðtalinu en hún
neitaði því festulega. Ég maldaði
í móinn og hélt áfram hógvæm
mögli þótt hún byðist til að láta
mig fá mynd af nóvemberkakt-
usinum sínum, sem henni þótti
miklu betra myndefni en hún
sjálf; En það var eftir annarri
velvild hennar að láta það eftir
mér að fá myndina af þeim báð-
um með mér. Og þegar ég hleyp
niður stigana með kragana unir
hendinni ákveð ég að enda við-
talið við hana Önnu Kristmunds-
dóttur með þeim orðum að fólk
þurfi ekki að vera smeykt við
að eldast. Við höfum orð Önnu
og fordæmi fyrir því.
Biblíulest-
ur vikunnar
Sunnudagur:
I. Pét, 1.13 Vakið, verið viðbúin
Mánudagur:
I. Pét. 1.6—7 Horft um öxl ogfram
Þriðjudagur:
Sálm. 20.2—3 Guð styðji þig
Miðvikudagur:
Jóh. 17.3 Hið eilífa líf
Fimmtudagur:
Lúk. 8.50 Þið verðið heil
Föstudagur:
Matt. 5.4 Þið verðið hugguð
Laugardagur:
Mark. 4.20 Þið gerið gagn