Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987
29
Ferð á Ólympíuleikana
Ferðaskrifstofan Útsýn hf. mun
bjóða upp á hópferð á Ólympíu-
leikana í Seoul i september 1988
í samvinnu við Handknattleiks-
samband íslands. Innifalið i
ferðinni eru miðar á alla leiki
íslenska handknattleikslandsliðs-
ins.
Lagt verður af stað frá íslandi
þann 14. september, og komið til
Morgunblaðið/Einar Faiur
Seoul daginn eftir. Þann 16. septem-
ber verður farið f kynnisferð um
Seoul, en daginn eftir verður opnun-
arhátíð Ólympíuleikanna, og fyrsti
leikur íslenska landsliðsins í hand-
knattleik er þann 20. september, og
eru andstæðingamir þá Bandaríkja-
menn. Síðan keppir ísland við lið
Alsírs, Svíþjóðar, Júgóslavíu og Söv-
étríkjanna, en úrslitaleikir hand-
knattleikskeppninnar eru þann 30.
september, þegar leikið er um 5.-12.
sætið, og þann 1. október, þegar leik-
ið er um _ fyrstu fjögur sætin.
Lokahátíð Ólympíuleikanna er 2.
október, og daginn eftir halda
íslensku ferðalangamir heim.
Ferðin kostar 120-150 þúsund
krónur eftir tegund gistingar, en það
verð er miðað við gengi og flugfar-
gjöld í desember 1987. Aðalfarar-
stjóri verður Hermann Gunnarsson,
sem var íþróttafréttamaður og lands-
liðsmaður f mörg ár.
Ganga þarf frá pöntunum á leiki
fslenska landsliðsins og aðra viðburði
á leikunum fyrir janúarlok 1988,
segir í frétt frá Útsýn.
íslenska landsliðið i handknatt-
leik hefur oft sýnt frábæran
árangur á undanförnum misser-
um, og verður vonandi í topp-
formi á Ólympíuleikunum í
Seoul. Hér sést Þorgils Óttar
Mathiesen, fyrirliði landsliðsins,
reyna markskot í leik íslands og
gestgjafanna á næsta ári, Suður-
Kóreu, sem fram fór í Laugar-
dalshöllinni i vikunni.
Krabbameinsfélagið:
Gjöf til minningar
um Stefán Jónsson
í TILEFNI af afmæli Stefáns
Jónssonar rithöfundar þann 22.
desember færðu erfingjar hans
krabbameinsfélaginu fimm
hundruð þúsund króna gjöf til
minningar um Stefán og konu
hans, Onnu Aradóttur.
Stefán var fæddur 22. desember
1905 og eru því 82 ár frá fæðingu
hans. Hann lést í maí 1966 og Anna
árið 1978.
Krabbameinsfélagið þakkar þessa
höfðinglegu gjöf sem rennur til bóka-
safns krabbameinsfélagsins og
kemur í góðar þarfir.
(Fréttatilkynning)
Stefán Jónsson
Aflaskipið Þórunn Sveinsdóttir lengt
Vestmannaeyjum.
AFLASKIPIÐ Þórunn Sveinsdótt-
ir VE, sem verið hefur aflahæsti
bátur í Eyjum undanfarin ár, er
nú í lengingu i Skipalyftunni í
Vestmannaeyjum. Ekki ætti því
burðargeta að standa þvi fyrir
þrifum að báturinn haldi áfram
að slá aflamet.
Eins og flestum er kunnugt heim-
ila lög ekki að menn kaupi sér nýtt
skip frá útlöndum, nema að viðkom-
andi eigi bát fyrir, sem hægt er að
láta upp í eða í staðinn fyrir.
Menn hafa því brugðið á það ráð
að láta breyta gömlu skipunum hér
heima.
Bátar eru lengdir, þeim lokað,
þeir hækkaðir og skipt um innvols.
Útkoman er oft því sem næst nýr
bátur. Mikið hefur verið um þessar
breytingar á bátum og togurum í
Skipalyftunni hér í Eyjum. Eyjamenn
unna þessu að vonum vel, enda skap-
ar þetta mikla atvinnu.
Núna stendur uppi í Skipalyftunni
hf. mesti aflabátur Eyjanna síðustu
tíu árin, Þórunn Sveinsdóttir VE
401. Af því tilefni var aflakóngur
Vestmannaeyja í tíu ár í röð, Sigur-
jón Óskarsson, skipstjóri á Þórunni,
tekinn tali.
„Það er verið að lengja bátinn úr
29,3 metrum og 128 tonnum í 34,1
m og 154 tonn. Svo er verið að setja
nýtt aðgerðarkerfí í bátinn og lifrar-
tanka og dælu, auk annara breyt-
inga.“
Verða þú og báturinn tilbúnir í
slaginn um aflakónginn fyrir næstu
vertíð?
„Báturinn á að verða tilbúinn 24.
janúar og vonandi kemst ég út með
hann þann 25. Með aflakónginn þá
skaltu spyija mig um það í lok ver-
tíðar."
Lengist kvótinn með aukinni lengd
bátsins?
„Nei, mér heyrist að hann muni
frekar styttast."
Hvemig líst þér á kvótakerfið?
„Að mörgu leyti vel, það þarf að
vera stjóm á fískveiðum. Hvemig til
tekst er svo annað mál. Menn kom-
ast upp með alltof mikið smáfíska-
dráp, sóknarmarksskipin hafa of
rúma heimild og það þarf að klípa
af trillunum, þeim íjölgar og fjölgar
og það er á kostnað aflakvóta okkar.“
Svo var Siguijón þotinn í burt.
Kannski verður ástæða til að taka
hann tali í lok vertíðar.
— Bjarni.
Morgunblaðid/Sigurgeir Jónasson
Þórunn Sveinsdóttir VE er nú í lengingu í Skipalyftunni í Vestmanna-
eyjum.
ör IJ PION SJÓNVÖRP EER
Einingabréf
ótvíræð
hagkvæmni
■
Með því að fjárfesta í Einingabréfum
Kaupþings hf. tryggirðu þér og þín-
um staðfestu og hagkvæmni í fjár-
málum.
Sparifé verður vart betur ávaxtað og
það á einfaldan, tryggan hátt.
Einingabréfin eru fyrsti verðbréfa-
sjóður landsins og nú bjóðast Ein-
ingabréf III, handhafabréf með
46%-48% nafnávöxtun, sann-
kölluð öndvegisávöxtun.
Kaupþing hf óskar ykkur gleðilegrar
hátíðar og þakkar viðskipti ársins
sem er að kveðja.
Opið aðfangadag 09.00-13.00
Opið gandársdag 09.00-13.00
SÖLUGENGI VERÐBRÉFA ÞANN 24. desember 1987
Einingabréf 1
Einingabréf 2
Einingabréf 3
2.522,-
1.474,-
1.566,-
Lífeyrisbréf
1.268,-
SS
SlS
Lind hf.
Kópav.
11.249,-
19.078,-
10.747,-
10.898,-
.
KAUPÞÍNG HF
Húsi verslunarinnar • sími 68 69 88