Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 Þjóðsögurnar, ástand- ið, draumur og veruleiki SJónvarp Arnaldur Indriðason Tilbury. Sjónvarpskvikmynd byggð á samnefndri sögu Þór- arins Eldjárns. Leikstjórn, klipping og handrit: Viðar Víkingsson. Kvikmyndataka:. Orn Sveinsson. Leikmynd: Gunnar Baldursson. Tónlist: Stefán S. Stefánsson. Förðun: Ragna Fossberg. Höfundur og stjórnandi dans- atriða: Agnes Johansen. Helstu hlutverk: Kristján Franklín Magnús. Helga Bern- hard, Karl Ágúst Úlfsson, Erla Skúladóttir, Aðalsteinn Bergd- al, Róbert Arnfinnsson. „Tilbury", nýjasta sjónvarps- kvikmynd ríkisstöðvarinnar, sem sýnd verður mánudaginn 28. des- ember, hefst eins og klassísk þjóðfræðimynd úr safni sjónvarps- ins með hinn gamalreynda Magnús Bjamfreðsson í þular- hlutverkinu. Það er inngangur að rammgöldróttri sögu sem færir kynjaskepnuna tilbera úr Þjóðsög- um Jóns Ámasonar inní „ástand- ið“ í höfuðstaðnum í byrjun stríðsáranna þegar „Bretinn" steig hér á land. Astandið þarfnast engra skýr- inga en Viðar Víkingsson, hand- ritshöfundur og leikstjóri myndarinnar, hefur ekki séð sér annað fært en að skýra í sérstök- um inngangi fyrir væntanlegum áhorfendum hvað sú kynjaskepna er, sem tilberi kallast. Jón Áma- son segir nokkrar sögur af tilber- um í þriðja bindi þjóðsagna sinna. Þar kemur fram að áður fyrr þeg- ar hungur og örbirgð réðu ríkjum á íslandi gripu konur stundum til sinna ráða til að safna smjöri til heimilisins og gerðu sér tilbera (eða snakka) sem svo er nefnt. Til þess höfðu þær mannsrif sem þær vöfðu um gráum flóka og vökvuðu með messuvíni. Tilbe- rann gat konan sent hvert sem hún vildi en helst til að sjúga annarra manna kýr. Að því búnu sneri tilberinn aftur til hennar og sagði: „Fullur beli mamma." Sagði þá konan: „Láttu lossa son- ur.“ Spúði hann þá smjöri og er það kallað tilberasmjör. En tilber- inn verður að fá næringu af konunni og hana fær hann í gegn- um spena innanlæris á henni, sem hann sýgur. Kæmi einhver að til- bera þegar hann var að sjúga kýr fór hann heim og upp um kvið fóstru sinnar og kreisti hana og kvaldi til dauða. í einni þjóðsög- unni segir að til að losna við kvikindið verði að senda það inná afrétt að týna lambaspörð í þijár hrúgur og verður það þá aftur að mannsrifí í ullarflóka. Knstján Franklín Magnús I hlutverki sveitastráksms saklausa. Þessi forni fjandi er sumsé ein aðalpersóna sjónvarpsmyndarinn- ar og sannarlega ein sú ókindar- legasta sem komið hefur frá lista- og skemmtideildinni. Myndin seg- ir frá ungum sveitamanni (Kristj- án Franklín Magnús) vestan frá Ýsufirði, sem kemurtil Reykjavík- ur sumarið 1940 til að æfa sig í sundi og hafa uppá Guðrúnu nok- kurri Innness (Helga Bemhard) að beiðni föður hennar (Róbert Amfinnsson), prófastsins í sveit- inni. Um Guðrúnu ganga furðu- legar sögur í Reykjavík, m.a. að hún sé komin í ástandið með mæjor Tilbury, hún þambar messuvín í kirkjum og er með sár á lærinu innanverðu. Sveitamað- urinn, sem þekkti hana í æsku, á að reyna að koma fyrir hana vit- inu og senda hana til föðurhú- sanna. En það er ekkert sem býr hann undir það sem koma skal. Viðar byggir „Tilbury" á sam- nefndri smásögu eftir Þórarin Eldjám, sem birtist í smásagna- safninu „Ofsögum sagt“ árið 1981. Sagan og myndin eru giska ólík þótt meginhugmyndin sé sú sama. Saga Þórarins er ( endur- minningaformi, skrifuð í gaman- sömum tón eins og höfundurinn er þekktur fyrir, en lesandanum er látið eftir að ímynda sér sam- skipti konunnar og tilberans og útlit og hegðan kynjaskepnunnar sjálfrar. Viðar er hins vegar hvergi spar á lýsingar, vopnaður kvikmyndavélinni, og lætur ímyndunaraflinu ekkert eftir. Með fjarska góðri hjálp Karls Ágúst Ulfssonar í hlutverki tilberans og förðunarmeistarans, Rögnu Foss- berg, sem sá um tilberagervið, kveikir hann líf í þjóðsagnakvik- indinu með öllum sínum smjörspýjum og viðbjóði. En þetta er ekki bara saga um tilbera. Það er engin tilviljun að þegar Guðrún galdrar hann fram er hann breskur mæjor sem „skaffar betur en aðrir". Líkingin er augljós; hverjir selja ekki „sálu sína fyrir drasl og sælgæti" eins og vinur sveitastráksins kemst að orði. Inní söguna fléttast kynórar saklausa sveitastráksins, sem ekki er laust við að felli hug til Guðrúnar og það má vel vera að allt tilberastandið sé aðeins til í koliinum á honum því frásögnin er oft á mörkum draums og veru- leika. ________________________________________________________ Viðar Víkingsson sagði í stuttu Tilberinn (Karl Ágúst) og Guðrún (Heíga Bernhard); þjóðsögurn- spjalli að ástæðan fyrir því að ar settar saman við hemámsárin. Breski herinn leggur undir sig Amarhól i sjónvarpsmyndinni „Tilbury“. „Tilbury" hefði orðið fyrir valinu þegar farið var að huga að sjón- varpsmynd hefði verið sú „skemmtilega hugmynd að blanda saman þjóðsögunum og hemá- msárunum. Það var aldrei ætlunin að gera sögulega úttekt á tímabil- inu, frekar að. lýsa hernámsárun- um eins og þessi sveitamaður sér þau“. Og seinna þegar talið barst að lýsingu myndarinnar á hinum subbulega tilbera, sem er líklega meginástæðan fyrir því að myndin er auglýst „ekki við hæfi ungra bama“, sagði Viðar: „Ég taldi enga ástæðu til að ritskoða þjóð- sögumar — enginn ritskoðaði Jón Árnason." Þórarinn Eldjárn sagðist mjög ánægður með myndina eftir að hafa séð hana á forsýningu. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé myndina en ég sá áður handritið hans Viðars og mér finnst sagan skila sér mjög vel. Myndin stendur fyllilega sem sjálfstætt verk. Sagan sjálf er í þannig formi að hún litur ekki út fyrir að vera vel fallin til kvikmyndunar; það eru lítil sem engin samtöl í henni heldur rekur sveitastrákurinn endurminningar sínar. Viðar finn- ur allt að aðra leið inni efnið. Mér finnst það virka.“ Þær fáu leiknu sjónvarpsmynd- ir sem ríkisstöðin gerir hafa þann sið að koma til byggða yfir jóla- hátíðina rétt eins og jólasveinarn- ir. Það er í sjálfu sér ágætt, en þær hafa líka þann sið að ögra fólki, sem grípur heiftúðugt í blað og blýant og sendir sjónvarpinu skammir í gegnum lesendadálka blaðanna fyrir að sýna þetta — og það í miðju jólahaldinu. Skemmst er að minnast umræðn- anna um jólaleikritið i fyrra, eftir Nínu Björk Árnadóttur í leikstjórn Krístínar Jóhannesdóttur. Það má kannski búast við nokkrum bréf- um i þetta skipti lika. Innkaupastofnun ríkisins: Ranunasanmingur um kaup á allt að 3.500 Apple tölvum GERÐUR hefur verið rammasamningur milli Innkaupastof nunnar ríkis- ins og Radíóbúðarinnar um kaup á allt að 3.500 Apple Macintosh tölvum og tölvubúnaði. Samningurinn gildir til eins árs og er án skuldbind- inga um kaup á ákveðnum fjölda Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Inn- kaupastofnunar ríkisins, sagði að samkvæmt samningnum byðist ríkis- stofnunum, skólum, kennurum við þá og bæjar- og sveitarfélögum tölv- ur á mjög hagstæðu verði. Nú væri verið að senda út upplýsingar um þetta til viðkomandi aðila og óljóst væri um viðtökumar. Verð á tölvun- um væri frá rúmum 16 þúsund krónum og upp (um 66 þúsund krón- ur. Ekki væri hægt að áætla hversu háa fjárhæð samningurinn hljóðaði upp á, það færi eftir viðtökunum og hversu dýrar tölvur væru keyptar. í fréttatilkynningu frá Radíóbúð- inni segir um aðdraganda samnings- ins að fyrir hálfu ári hafi hafist námskeið á vegum menntamálaráðu- neytisins og Háskóla íslands, sem fjallaði um notkun tölva og gerð námsgagna. Þáttakendur hafí verið 15 grunnskólakennarar frá fimm skólum I Reykjavík, Hafnarfírði, Kópavogi og Akranesi. Apple fyrir- tækið hafi styrkt námsskeiðið með tækjagjöf til áðurgreindra skóla og fljótlega hafi komið í ljós að það hafi tekist framar öllum vonum. Raunar hafi útkoman verið svo fram- úrskarandi að nú séu svipuð náms- skeið ýmist hafín eða í bígerð á hinum Norðurlöndunum. í framhaldi Frá undirritum samnings Innkaupastofnunar og Radíóbúðarinnar, Ásgeir Jóhannesson forstjóri Innkaupastofnunar og Grímur Laxdal framkvæmdastjóri Radíóbúðarinnar takast í hendur. af þessari jákvæðu niðurstöðu hafi slátt af tölvum og tölvubúnaði til verið ákveðið að leita samninga við skóla og ríkisstofnanna. Apple fyrirtækið um sérstakan af-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.