Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 53 EgillFr. Hallgríms son - Kveðjuorð Það er ekki hægt að segja um okkur frændur, Egil Fr. Hallgríms- son verkstjóra, sem lést 11. desember, og mig, að á okkur hafi sannast að frændur séu frændum verstir. Hann var drengur góður. Við vorum í gamla daga saman á trillu sem faðir hans átti á Eski- firði. Fór einstaklega vel á með okkur alla tíð. Vorum við sam- hentir mjög. Hann fór suður til Reykjavíkur mörgum árum áður en ég. Samband okkar var gott þó fjar- lægðin sem skildi okkur að væri mikil a.m.k. í þá daga. Eftir að Egill flutti að austan varð samband okkar ekki eins náið en vel vissum við hvor af öðrum og höfðum auga með framvindu mála. Hann gat sér gott orð sem sjómaður á yngri árum og sem verkstjóri í Slippnum en þar starfaði hann um áratuga skeið. Hann , var maður stilltur og orðvar og gæfumaður alla sína tíð. Nú að leiðarlokum sendi ég ekkju hans innilegar samúðarkveðjur og öðrum ættingjum hans. Og frænda mínum óska ég góðrar ferðar yfir móðuna miklu. Ken.ur mér í hug þetta erindi úr sálmi V. Briem: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Jóhann Þórólfsson fra Reyðarfirði. Guðrún Guðna- dóttir - Minning Fædd 30. maí 1917 Dáin 4. desember 1987 Leiðir okkar félaganna og Guð- rúnar lágu fyrst saman snemma á áttunda áratugnum. Synir hennar og Andrésar Ingibergssonar, Sig- urður Ingi, Gunnar og Einar voru framarlega í hreyfingu kommúnista á þessum árum. Það æxlaðist því þannig að heimili Guðrúnar og Andrésar varð nokkurs konar fé- lagsheimili þessarar ungu hreyfing- ar. Og stundum gekk mikið á. Heim- ilið breyttist í fundarsali eða vinnustofu, allt eftir því hvað til stóð. Og hún Guðrún tók þátt í öllu. Guðrún var félagslynd kona og hafði unun af fjölmenni kringum sig og þótt erillinn hafi stundum verið þreytandi þá var það aldrei á henni að heyra. Þess vegna fannst engum að erillinn væri átroðningur. Þetta var framlag Guðrúnar til starfs róttækrar æsku á síðasta áratug. Þótt við værum ung að árum þá var framkoma Guðrúnar slík að aldursmunurinn þurrkaðist út og kynslóðabilið varð einungis misjöfn lífsreynsla. En gjafir hennar til okkar fólust ekki aðeins í því að dyr heimilis hennar voru opnar fyrir pólitísku starfi okkar. Hreinskilni Guðrúnar, ákveðnar og fastmótaðar skoðanir og mannþekking varð okkur drjúgt veganesti. Hún var samheiji okkar og vinur. Eftir að hreyfingin logn- aðist út af þá héldu mörg okkar áfram að venja komu sína i Álfta- mýrina, kannski til að fá góð ráð, skyggnast inn í framtíðina gegnum spilastokkinn hennar, en mest til að njóta vináttu og bergja af reynslubrunni hennar. Reynsla annarra og vinátta skipt- ir ekki sköpum um ævi okkar. Það veltur á úrvinnslu okkar. En víst er að vinátta Guðrúnar og hlutur hennar í mótun lífsviðhorfa setur á okkur mark sem við viljum ekki vera án og getum aldrei þakkað til fulls. Við getum aðeins vonað að við höfum lagt eitthvað á móti. Við minnumst samheija og vinar. Og Andrés, og þið strákar, Ingi, Gunnar og Einar, tengdadætur og barnabörn; við berum söknuð með ykkur. Nokkrir félagar úr KFÍ ml. Kveðjuorð: Tryggvi Jónsson Er mér var tilkynnt um lát Tryggva Jónssonar varð mér orð- fátt, því skyndilega bar kallið að. Tryggva minnist ég með djúpum söknuði. Sem drengur góður reynd- ist hann mér, er ég dvalist oftsinnis hjá þeim hjónum á mínum yngri árum. Tryggvi var giftur frænku minni, Kristínu Magnúsdóttur, dóttur Magnúsar Magnússonar kaup- manns og Helgu Jónsdóttir konu hans, er var móðursystir mín. Tryggvi var glæsimenni í alla staði og þá var ekki hans innri maður síðri. Hann var að eðlisfari yfirveg- aður, rólyndur, heill og sannur í öll glaðst yfir því, að gatan sem hann gengur nú er umljómuð birtu Guðs, já birtu eilífðarinnar. Ég kveð nú kæran vin með þessum orðum. í himnanna hásal hamingjan býr, þar alfaðir friður og fógnuður gnýr. Stjðmunar lýsa og leiftra til þín, og leiða þig þar sem að guðsljósið skín. (H.S. Hingumegin götunnar). Elsku frænka mín, böm, tengda- böm og barnabörn, við hjónin vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Hrefna Sigurðardóttir. hvívetna. Sem forstjóri var hann mikilsvirt- ur og kærleika vafinn af öllu sínu starfsfólki. Betri föður og heimilis- föður var vart hægt að eignast. Ég minnist þess á sjötugsafmæli hans, þá var af miklum myndarbrag tekið á móti öllum þeim er hann vildu sækja heim á þeim merku tímamót- um í lífi hans. Þessi stórhuga maður gjörði ekki mannamun, og sérstak- lega var hann góður þeim er minna máttu sín. Mannkostir hans vom mildir og blíðir. Hann var einn af þeim mönn- um, er gaf mikið af sjálfum sér. Já, ég tel að hann hafi gengið ljóss- ins veg hér á jörðu. Nú getum við t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR f. GUÐMUNDSSON fyrrverandi utanríkisráðherra, sem andaðist 19. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 30. desember kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vilja minnast hins látna vinsamlegast láti líknarfélög njóta þess. Rósa Ingólfsdóttir, Guðmundur I. Guðmundsson, Rósa St. Jónsdóttir, Grétar Guðmundsson, Kathleen Guðmundsson, Örn Guðmundsson, Kristín Guðfinnsdóttir, Ævar Guðmundsson, Guðrún Jóhannesdóttir og barnabörn. Fundarsamþykkt framkvæmdastj órnar Alþýðubandalagsins: Hörð og markviss bar- átta nauðsynleg í komandi kjaraátökum Framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins segir í fundarsam- þykkt að mikilvægt sé að koma i veg fyrir þá holskeflu sem ríði á launafólki eftir áramót vegna aðgerða rikisstjórnarinnar, og að hörð og markviss barátta sé nauðsynleg í komandi kjaraátök- um. Segist Alþýðubandalagið ekki munu liggja á liði sínu í þeirri baráttu. í samþykkt, sem gerð var sam- hljóða á fundi framkvæmdastjóm- arinnar 14. desember sl., segir að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hafí aukið skattlagningu á landsmenn um milljarða króna og nemi nýjir skattar stjómarinnar 8,5 -9 mill- jörðum króna. Verulegur hluti þessara skatta, eða 5,75 milljarðar, leggist á matvörur á sama tíma og fyrirtækin sleppi sem fyrr, þrátt fýrir stórfelldan gróða í góðæri lið- inna ára. í samþykktinni eru síðan for- dæmdar harðlega stöðugar og síauknar árásir ríkisstjórnarinnar á launafólk, sem hafi hafist með ák- vörðunum um auknar skattálögur síðasta sumar. Um áramót muni keyra um þverbak, fari fram sem horfir, þegar nýr 25% matarskattur leggist þyngst á þá sem eyða hlut- fallslega mestum hluta launa sinna í lífsnauðsynjar. Tekjuskattsfrum- varp fjármálaráðherra geri síðan ráð fyrir stóraukinni skattbyrði alls launafólks og að auki æði verð- bólgan áfram og hótað sé gengis- fellingu. í samþykKtinni segir að óhjá- kvæmilegt sé að launamenn búi sig undir baráttu gegn stjómarstefn- unni sem í heild sé fyandsamleg launamönnum. Mikilvægt sé, til að koma í veg fyrir þessa holskeflu, að samtök launafólks verði skipu- lögð bæði af einstökum félögum og heildarsamtökum og hörð og mark- viss barátta sé nauðsynleg í komandi kjaraátökum. „Alþýðubandalagið mi . ekki liggja á liði sínu í þeirri baráttu og hvetur félaga sína til að hefja um- ræður um nauðsyn aðgerða á vinnustöðum, í samtökum launa- fólks og annarsstaðar þar sem færi gefst." segir síðan orðrétt í sam- þykktinni. t Útför systur minnar, tengdamóður, ömmu okkar og langömmu, ARNHEIÐAR JÓNSDÓTTUR fyrrv. námsstjóra, Tjarnargötu 10c, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 29. desember kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hennar eru beðnir að láta Heilsuhæli NLFI í Hveragerði njóta þess. Guðríður Jónsdóttir, Ingveldur Dagbjartsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín og tengdamóðir, MARGRÉT ÁSMUNDSDÓTTIR, Granaskjóli 16, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 29. desember kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarni Ásmunds, Þórunn Guðmundsdóttir. t Faðir okkar, GUÐMUNDUR VALDIMAR ÁGÚSTSSON, Sunnuhvoli, Vatnsleysuströnd, verður jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju þriðjudaginn 29. desember kl. 14.00. Kristján Guðmundsson, Ágúst Sævar Guðmundsson, Guðfinna Guðmundsdóttir. t Útför, ÁSGEIRS BJARNÞÓRSSONAR, listmálara, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 28. desember kl. 15.00. Systkinabörn. t Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar og tengdamóöur, INGIBJARGAR THORARENSEN. Ebba Thorarensen, Ebenezer Þ. Ásgeirsson, Þétur Hannar Thorarensen, Sigrún Thorarensen, Anna Ragnheiður Thorarensen, Sigurður Hallgrímsson, Bjarni Páll Thorarensen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.