Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987
7
Pétur Guðfímisson:
Sjónvarpið
hefur farið
fram úr fjár-
lögum á flesfc-
um sviðum
„SJÓNVARPIÐ hefur siglt einum
of hratt á árinu og farið fram
úr fjárlögum á flestum sviðum.
Ef miðað er við þær áætlanir sem
liggja fyrir í fjárlagafrumvarp-
inu, sjáum við fram á að nauðsyn-
legt verði að draga úr þjón-
ustunni," sagði Pétur
Guðfinnsson framkvæmdastjóri
Sjónvarpsins i samtali við Morg-
unblaðið.
Pétur sagði að ýmsar hugmyndir
væru nú uppi um hvemig spamaði í
rekstri Sjónvarpsins yrði háttað, en
enn hefði ekkert verið ákveðið í þeim
efnum. Fyrst og fremst væri gert ráð
fyrir að stytta dagskrá Sjónvarpsins.
„Það kann að fara svo að ein-
hveijum starfsmönnum verði sagt
upp. Líklega bitnar það helst á laus-
ráðnu fólki," sagði Pétur. „Þá hefur
komið til tais að leggja niður starf
fréttaritara á Norðurlöndum, eftir að
Ögmundur Jónasson fréttamaður,
sem nú gegnir starfínu, hættir á
næsta ári.“
Pétur sagði að auglýsingatekjur
Sjónvarpsins væm nú svipaðar að
krónutölu og í fyrra. Áður var alltaf
aukning á milli ára. Það væri greini-
legt að samkeppnin við aðrar stöðvar,
bæði hljóðvarps- og sjónvarpsstöðvar,
hefði þýtt minni auglýsingatekjur
fyrir Ríkisútvarpið.
„Þegar útvarpslögin vom sett á
sínum tíma var séð fyrir að Ríkisút-
varpið myndi tapa auglýsingatekjum.
Þetta átti að bæta upp með því að
láta það fá aðflutningsgjöld af út-
varps- og sjónvarpstækjum í sinn
hlut. Eftir því sem nú horfir á Al-
þingi fær Ríkisútvarpið ekki þennan
tekjustofn árið 1988 fremur en á
árinu 1987,“ sagði hann.
Borgarráð:
Samþykkti fyrsta
hverfaskipulagið
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi
sínum á þriðjudag nýtt hverfa-
skipulag fyrir borgarhluta 4, sem
er svæðið norðan Suðurlands-
brautar, að undanskildum Miðbæ,
svokallaður Norðurbær. Er þetta
fyrsta hverfaskipulagið, sem sam-
þykkt er í Reykjavík.
Hverfaskipulagið var samþykkt í
skipulagsnefnd á mánudag. Það nær
til eftirtalinna hverfa: Laugarnes-,
Laugarás-, Sunda-, Heima- og Voga-
hverfís. Hugmyndin að hverfaskipu-
lagi var fyrst kynnt í apríl 1985 og
í ágúst 1986 var hún fyrst kynnt
almenningi á sögusýningunni á
Kjarvalsstöðum. Borgarstjórn sam-
þykkti aðalskipulagið 2. apríl á þessu
ári og þar með að ráðist skyldi í gerð
hverfaskipulags fyrir alla borgina.
Undanfarið hefur skipulag borgar-
hluta 4 verið í vinnslu.
Sendum
landsmönnum öllum
hugheilar
jóla- og
nýárskvedjur.
Pökkum viðskiptin
á árinu.
Lapdsbanki
íslands
Banki allra laridsmanna
Hœ, þarna er heiðskír bletlur
Undanfarin ár hefur verið þungskýjað hjá Arnarflugi
nú er að rofa fil.