Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 23 mörgu tegunda botnlægra þörunga, sem finnast í fjöru Kársness. Á sýningunni gefur að líta fjöld- ann allan af hryggleysingjum og koma sumir vægast sagt undarlega fyrir sjónir. Má þar til nefna dýr eins og möttuldýr, maðkamóður, mosadýr og risaskera (50 cm á lengd) svo einhver séu nefnd. Vaðfuglar, endur og máfar setja að sjálfsögðu svip sinn á fjörulíf eins og annars staðar. Þeirra hlutur er því nokkuð stór á sýningunni. Blómplöntur þær, sem einna helst fínnast við strendur, hafa einnig verið settar upp. Sérstök deild á sýningu þessari hefur verið helguð andfuglum, þ.e.a.s. álftum, gæsum og öndum. Allar íslenskar tegundir af þessari ætt eru sýndar svo og nokkrar, sem sjást hér á landi öðru hvoru. Góð þjálfun í að þekkja torgreindar teg- undir gæsa og anda. Þá er að nefna skeljasafn Nátt- úrufræðistofunnar. I því eru flestar tegundir lindýra með skeþ sem fundist hafa við ísland. Notkun víðsjár verður kynnt og lífverur sýndar í henni. Opið verður alla kynningardagana frá kl. 13.30 til kl. 16.00. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 40630 á sama tíma og á venjulegum opnunartíma stof- unnar sem er á laugardögum frá kl. 13.30 til kl. 16.30. Áhugamenn um skeljasöfnun verða í Náttúrufræðistofu Kópa- vogs sunnudaginn 27. desember frá kl. 13.30 til 16.00 og aðstoða sýn- ingargesti við að greina skeljar og kuðunga sem þeir eiga og svara spurningum. Nánari upplýsingar gefur Jón Þorvaldsson í síma 33548 á kvöldin. Haf rannsóknastofnun í anddyri Hafrannsóknastofnun- ar, Skúlagötu 4, hefur verið sett upp sjóker með fjörulífverum. Þar er hægt að sjá ýmsar sjávarlíf- verur, s.s. náfingur, nokkrar tegundir kuðunga og skelfiska, og fl. krabbadýr, marflóa, þanglúsa, krossfiska og ígulkeija. Sprettfisk- ar synda um kerið og ætlunin er að bæta fleiri fisktegundum við. í kerinu eru fulltrúar þriggja fylkinga þörunganna, grænþörunga, brún- þörunga og rauðþörunga. Þar má t.d. nefna maríusvuntu, skúfþang, hrossaþara, fjörugrös og söl. Sýn- ingargestum gefst einnig kostur á að kynnast þessum lífverum í víðsjá um leið og kynnt verður notkun hennar. Veggspjöld með upplýsingum um tvö lægstu fæðuþrepin verða til sýnis. Opið verður alla sýningardag- ana frá kl. 13.30 til kl. 16.00. Nánari upplýsingar gefa Konráð Þórisson, Kristinn Guðmundsson og Sólmundur Einarsson í síma 20240 frá kl. 8.00 til kl. 16.00 virka daga. Tilraunastöð háskólans í meinafræði, Keldum í tilraunastöð háskólans í meina- fræði, Keldum, verður sýnd raf- eindasmásjá og útskýrt hvernig hún vinnur og brugðið upp myndum af veirum. Kynningin verður opin mánudag- inn 28. desember frá kl. 13.30 til kl. 16.00. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Georgsson í síma 82811 virka daga frá kl. 9.00 til kl. 16.00. Fréttatilkynning rBKNNÉLM' MbúðM*assa* SÓLIÚRVALI FLORIDA c Sólin á Floridá styttir okkur ueturinn. Flogið er beint til Orlando sem er skemmtileg borg með litskrúðugu mannlífi. Þar eru góðar verslanir og lokkandi steikhús í úrvali. Disneyworld og Seaworld skemmtigarðarnir eru skammt undan. Þeir sem kjósa strandlíf velja um St. Petersburgh við Mexíkóflóa eða Coco Beach sem er Atlantshafsmegin. KANARÍb FYJARW Kanaríeyjar undan strönd- um Afríku bjóða vetrarlúnum íslendingum sumarsœlu um miðjan vetur. Úrval býðurgist- ingu þar í smáhýsum, íbúðahótelum og hefðbundn- um hótelum. Sólskin, strendur, hlýr sjór og afslappað andrúmsloft eru meðal ástœðna fýrir vinsœld- um vetrarferða til Kanaríeyja. Úrvalsfararstjóri: Auður Sœmundsdóttir 1988 Og á komandi sumri skín víða sól á Úrvalsfarþega. Meðal áfangastaða í sumar- áætlun Úrvals: MJUORKÁ Sa Coma er Úrvalsstaður á austurströndinni. Þar er ströndin breið og hrein og haf- ið tœrt. Öll aðstaða fyrir ferða- menn er til fyrirmyndar og staðurinn einn sá albesti sem íslendingum er boðinn á Majorku. Og þar er margt fleira fyrirgesti að gera en að sleikja sólskinið. ll KYPUR Vikulegar Kýpurferðir eru meðal spennandi nýjunga sumarsins. Kýpur er á mörkum þriggja heimsálfa; Afríku, Asíu ogEvrópu ogþaðan erstutt til Grikklands, ísraels og Egypta- lands. Kýpur á sér œvalanga sögu og merkilega menningu. Urvalsfarþegar á Kýpur dvelja á sólarströnd en stutt er á sögu- frægar slóðir. IBIZ/r Skemmtana- og næturlífið gerist varla fjörugra og fjöl- breyttara en á Ibiza. Flogið er til Ibiza um Luxemborg eða London. Æ'kl m '• 'V-v.. ITALIA m- Hópferðir til Sorrento á ítal- íu, í nœsta nágrenni við Napólí, Kaprí, Vesúvíus og Pompei. Þaðan er líka stutt til Rómar, þangað sem allar leiðir ngm, Á ítalíu finna allir eitthvað við sitt hœfi; söfn, strendur, fornminjar, sólskin, götulíf, list- viðburði o.s.frv. TÚMIS f\\ Túnis á norðurströnd A fríku er framandi sólarstaður. Úrval býður ferðir þangað um Luxemborg. Þótt margt sé þar frumstœtt að okkar mati er ferðamannaþjónusta og að- staða öll góð og verðlagið mjög lágt. FERDASKRIFSTOFAN ÚRVAL - fólk sem kartn sitt fag! Pósth ússtrœti 13. Sími 26900 BMMNMMMNMMMMHNHNBNtti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.