Morgunblaðið - 24.12.1987, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987
23
mörgu tegunda botnlægra þörunga,
sem finnast í fjöru Kársness.
Á sýningunni gefur að líta fjöld-
ann allan af hryggleysingjum og
koma sumir vægast sagt undarlega
fyrir sjónir. Má þar til nefna dýr
eins og möttuldýr, maðkamóður,
mosadýr og risaskera (50 cm á
lengd) svo einhver séu nefnd.
Vaðfuglar, endur og máfar setja
að sjálfsögðu svip sinn á fjörulíf
eins og annars staðar. Þeirra hlutur
er því nokkuð stór á sýningunni.
Blómplöntur þær, sem einna helst
fínnast við strendur, hafa einnig
verið settar upp.
Sérstök deild á sýningu þessari
hefur verið helguð andfuglum,
þ.e.a.s. álftum, gæsum og öndum.
Allar íslenskar tegundir af þessari
ætt eru sýndar svo og nokkrar, sem
sjást hér á landi öðru hvoru. Góð
þjálfun í að þekkja torgreindar teg-
undir gæsa og anda.
Þá er að nefna skeljasafn Nátt-
úrufræðistofunnar. I því eru flestar
tegundir lindýra með skeþ sem
fundist hafa við ísland. Notkun
víðsjár verður kynnt og lífverur
sýndar í henni. Opið verður alla
kynningardagana frá kl. 13.30 til
kl. 16.00. Nánari upplýsingar eru
gefnar í síma 40630 á sama tíma
og á venjulegum opnunartíma stof-
unnar sem er á laugardögum frá
kl. 13.30 til kl. 16.30.
Áhugamenn um skeljasöfnun
verða í Náttúrufræðistofu Kópa-
vogs sunnudaginn 27. desember frá
kl. 13.30 til 16.00 og aðstoða sýn-
ingargesti við að greina skeljar og
kuðunga sem þeir eiga og svara
spurningum. Nánari upplýsingar
gefur Jón Þorvaldsson í síma 33548
á kvöldin.
Haf rannsóknastofnun
í anddyri Hafrannsóknastofnun-
ar, Skúlagötu 4, hefur verið sett
upp sjóker með fjörulífverum. Þar
er hægt að sjá ýmsar sjávarlíf-
verur, s.s. náfingur, nokkrar
tegundir kuðunga og skelfiska, og
fl. krabbadýr, marflóa, þanglúsa,
krossfiska og ígulkeija. Sprettfisk-
ar synda um kerið og ætlunin er
að bæta fleiri fisktegundum við. í
kerinu eru fulltrúar þriggja fylkinga
þörunganna, grænþörunga, brún-
þörunga og rauðþörunga. Þar má
t.d. nefna maríusvuntu, skúfþang,
hrossaþara, fjörugrös og söl. Sýn-
ingargestum gefst einnig kostur á
að kynnast þessum lífverum í víðsjá
um leið og kynnt verður notkun
hennar.
Veggspjöld með upplýsingum um
tvö lægstu fæðuþrepin verða til
sýnis. Opið verður alla sýningardag-
ana frá kl. 13.30 til kl. 16.00.
Nánari upplýsingar gefa Konráð
Þórisson, Kristinn Guðmundsson og
Sólmundur Einarsson í síma 20240
frá kl. 8.00 til kl. 16.00 virka daga.
Tilraunastöð háskólans
í meinafræði, Keldum
í tilraunastöð háskólans í meina-
fræði, Keldum, verður sýnd raf-
eindasmásjá og útskýrt hvernig hún
vinnur og brugðið upp myndum af
veirum.
Kynningin verður opin mánudag-
inn 28. desember frá kl. 13.30 til
kl. 16.00. Nánari upplýsingar gefur
Guðmundur Georgsson í síma
82811 virka daga frá kl. 9.00 til
kl. 16.00.
Fréttatilkynning
rBKNNÉLM'
MbúðM*assa*
SÓLIÚRVALI
FLORIDA c
Sólin á Floridá styttir okkur
ueturinn. Flogið er beint til
Orlando sem er skemmtileg
borg með litskrúðugu mannlífi.
Þar eru góðar verslanir og
lokkandi steikhús í úrvali.
Disneyworld og Seaworld
skemmtigarðarnir eru skammt
undan.
Þeir sem kjósa strandlíf
velja um St. Petersburgh við
Mexíkóflóa eða Coco Beach
sem er Atlantshafsmegin.
KANARÍb
FYJARW
Kanaríeyjar undan strönd-
um Afríku bjóða vetrarlúnum
íslendingum sumarsœlu um
miðjan vetur. Úrval býðurgist-
ingu þar í smáhýsum,
íbúðahótelum og hefðbundn-
um hótelum.
Sólskin, strendur, hlýr sjór
og afslappað andrúmsloft eru
meðal ástœðna fýrir vinsœld-
um vetrarferða til Kanaríeyja.
Úrvalsfararstjóri: Auður
Sœmundsdóttir
1988
Og á komandi sumri skín
víða sól á Úrvalsfarþega.
Meðal áfangastaða í sumar-
áætlun Úrvals:
MJUORKÁ
Sa Coma er Úrvalsstaður á
austurströndinni. Þar er
ströndin breið og hrein og haf-
ið tœrt. Öll aðstaða fyrir ferða-
menn er til fyrirmyndar og
staðurinn einn sá albesti sem
íslendingum er boðinn á
Majorku. Og þar er margt fleira
fyrirgesti að gera en að sleikja
sólskinið.
ll
KYPUR
Vikulegar Kýpurferðir eru
meðal spennandi nýjunga
sumarsins. Kýpur er á mörkum
þriggja heimsálfa; Afríku, Asíu
ogEvrópu ogþaðan erstutt til
Grikklands, ísraels og Egypta-
lands.
Kýpur á sér œvalanga sögu
og merkilega menningu.
Urvalsfarþegar á Kýpur dvelja
á sólarströnd en stutt er á sögu-
frægar slóðir.
IBIZ/r
Skemmtana- og næturlífið
gerist varla fjörugra og fjöl-
breyttara en á Ibiza.
Flogið er til Ibiza um
Luxemborg eða London.
Æ'kl
m '• 'V-v..
ITALIA m-
Hópferðir til Sorrento á ítal-
íu, í nœsta nágrenni við
Napólí, Kaprí, Vesúvíus og
Pompei. Þaðan er líka stutt til
Rómar, þangað sem allar leiðir
ngm,
Á ítalíu finna allir eitthvað
við sitt hœfi; söfn, strendur,
fornminjar, sólskin, götulíf, list-
viðburði o.s.frv.
TÚMIS
f\\
Túnis á norðurströnd A fríku
er framandi sólarstaður. Úrval
býður ferðir þangað um
Luxemborg. Þótt margt sé þar
frumstœtt að okkar mati er
ferðamannaþjónusta og að-
staða öll góð og verðlagið
mjög lágt.
FERDASKRIFSTOFAN ÚRVAL
- fólk sem kartn sitt fag!
Pósth ússtrœti 13. Sími 26900
BMMNMMMNMMMMHNHNBNtti