Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987
37
V erkmenntaskólinn:
Brautskráir tólf nemendur
af hinum ýmsu brautum
Verkmenntaskólinn á Akureyri
útskrifaði tólf nemendur síðastlið-
inn föstudag-, fjóra sjúkraliða, tvo
sjókokka, einn kjötiðnaðarmann,
einn bifvélavirkja, þrjá bakara og
einn stúdent af viðskiptasviði.
Bernharð Haraldsson skólameist-
ari sagði meðal annars við tækifærið:
„Önnin, sem hófst fyrir hartnær fjór-
um mánuðum, hefur verið næsta fljót
að líða og komandi önn er rétt utan
seilingar okkar þessa dagana, en fyrr
en varir er hún komin og örstuttu
seinna liðin. Og þá verður sólin kom-
in hátt á loft. Þannig líður tíminn
rétt eins og ör flygi af boga. Þessi
tímans hraðferð minnir okkur á, að
fara með gát, að láta ekki glepjast
af fljótheitunum, að gæta að hvar
fæti er drepið niður, að lifa af var-
færni. Það er að vísu erfitt á ungum
aldri að vera hægur, þegar allt lífið
virðist fullt af fyrirheitum og á næsta
þrepi eru dýrgripir og dásemdir, sem
höndla verður, svo fljótt, svo fljótt.
Þess vegna er gott að gefa sér stund
til næðis, gefa sér tíma til að slaka á
í iðukasti annasamra dægra, að skoða
sig um með sjálfum sér og sínum,
að stöðva sig á þrepskildi framtíðar.
Vissulega boðar þessi dagur, þessi
stund breytingu í' lífi ykkar. Þetta
er ykkar kveðjustund. Nú kveðjið þið
stofnunina, sem hefur fóstrað ykkur
um sinn, þið gangið nú til annarra
verka á öðrum vettvangi, þið gangið
inn í framtíðina, þessa óráðnu og
óræðu gátu hvers æskumanns, rétt
eins og við öll göngum nú brátt mót
hækkandi sól. Ekki skulum við spá
fyrir um framtíðina, það er okkur
ekki hollt að þekkja hana, nema þá
andrá Sem við lifum hveiju sinni.
Væri það mér eða þér til góðs að
geta séð fyrir hið nkomna, sagt fyrir
um örlög og ævintýr? Þrátt fyrir það
skulum við ekki óttast framtíðina af
því að hún er okkur óþekkt, ekki
fælast hana af því hún er okkur fram-
andi, heldur lifa í sátt, við hana, læra
af henni, verða af henni meiri og
betri,“ sagði skólameistari.
Morgunblaðið/GSV
Frá vinstri á myndinni eru: Gréta Björg Björgvinsdóttir sjúkraliði, Guðrún H. Gunnarsdóttir sjúkra-
liði, Jóhanna Kristín Gunnlaugsdóttir sjúkraliði, Sigrún Bjarnhéðinsdóttir sjúkraliði, Asa Jakobsdóttir
sjókokkur, Sólveig Haraldsdóttir sjókokkur, Jóhann Rúnar Sigurðsson bifvélavirki, Sigurður Bjarnar
Pálsson bakari, Soffía Jóhannesdóttir hakari, Sveinbjörn Tryggvason bakari og Guðmundur Karl Guð-
jónsson stúdent. A myndina vantar Halldór Kristján Hjaltason kjötiðnaðarmann.
Jólasýning Leikfélags Akureyrar:
„Piltur og stúlka“ frum-
sýnt á annan í jólum
JÓLALEIKRIT Leikfélags Akur-
eyrar að þessu sinni er hið
gamalkunna íslenska verk Piltur
og stúlka, leikrit mec söngvum,
sem Emil Thoroddsen ,'erði eftir
samnefndri skáldsögu afa sins
Jóns Thoroddsens. Frumsýningin
verður í Samkomuhúsinu á Akur-
eyri á annan í jólum.
Piltur og stúlka var fyrsta skáld-
saga (roman) sem íslenskur höfund-
ur gaf út, en Jón Thoroddsen er
jafnan talinn faðir skáldsögu seinni
tíma á Islandi. Ymsar tilraunir voru
gerðar til að gera leikrit úr sög-
unni, en best þótti Emil Thoroddsen
takast upp og hann samdi auk þess
tónlist og söngva fyrir sýninguna
við ljóð Jóns. Þar á meðal má nefna
Búðarvísur, Litfríð og ljóshærð og
Sortnar þú ský.
Borgar Garðarsson kom frá Finn-
landi til að setja Pilt og stúlku á
svið á Akureyri. Jón Hlöðver Áskels-
son stjórnar tónlistinni, einsöngvur-
um, Leikhúskórnum og hljómsveit.
Leikmynd er eftir Örn Inga Gíslason
og lýsingu, sem er afar mikil í sýn-
ingunni, stýrir Ingvar Björnsson.
Einhverjar eftirminnilegustu per-
sónur í Pilti og stúlku eru jafnan
Gróa á Leiti, Búrfellsfeðgar og hinir
saklausu elskendur, Sigríður og Ind-
riði. Að þessu sinni er Þórey Aðal-
steinsdóttir í hlutverki Gróu,
Búrfellsfeðgar í höndum Marinós
Þorsteinssonar og Skúla Gautason-
ar, Sigriði í Tungu leikur Arnheiður
Ingimundardóttir og Indriða á Hóli
Pétur Eggerz. Margir leikarar gegna
fleiri en einu hlutverki. Til dæmis
leikur Þráinn Karlsson bæði Þorstein
matgogg og Kristján búðarloku í
Reykjavík, Sunna Borg leikur Ing-
Sigríður og Indriði á unga aldri og á fullorðinsáruni!orgunblaðlð/GSV
veldi móður Sigríðar og Maddömu
Ludvigsen og Theodór Júlíusson
leikur sóknarprestinn Tómas í sveit-
inni og Möller kaupmann í
Reykjavík. Ekki má gleyma Jóni
karlinum, þeim Reykvíkingi sem
hangir löngum í búðum og sýpur
dijúgum snafsinn, en hann leikur
Guðmundur Jónsson óperusöngvari.
Guðmundur lék einmitt þetta sama
hlutverk í Pilti og stúlku í Þjóðleik-
húsinu 1956.
Frumsýningin á Pilti og stúlku
verður á annan í jólum. Ástæða er
til að benda á sýningartímann, en
frumsýningin hefst klukkan 17.00.
Annars eru sýningar að jafnaði fyrir-
hugaðar á föstudags- og laugar-
dagskvöldum klukkan 20.30 og á
sunnudögum klukkan 15.00.
Morgunblaðið/Guðmundur Svansson
Jól á Akureyri
Umferðanmðstöð tekur
til starfa á Akureyri
Umferðarmiðstöð hefur vænt-
anlega starfsemi sína um miðjan
janúar í Hafnarstræti 82 á Akur-
eyri. Fyrirtækinu er ætlað að reka
þjónustumiðstöð fyrir sérleyfis-
hafa, eða umferðarmiðstöð með
öðrum orðum. Bifrciðastöð Norð-
urlands var stofnuð þann 27.
nóvember sl. af fjórum aðilum á
aðalfundi sérleyfishafa sem fram
fór í húsakynnum Bifreiðastöðvar
íslands. Stofnendur eru: Norður-
leið, Sérleyfisbílar Akureyrar,
Björn Sigurðsson á Húsavík og
Ævar Klemenzson á Dalvík.
Hingað til hefur þjónusta sérleyf-
isbifreiða verið rekin á tveimur
stöðum á Akureyri sem ekki hefur
þótt heppilegt fyrirkomulag. Rútu-
bifreiðir hafa haft aðsetur í Hafnar-
stræti 82 og hinsvegar á Geislagötu
10 þar.sem aðstaðan hefur vægast
sagt verið óviðunandi. Nú er mein-
ingin að steypa þessu saman undir
eitt þak í Hafnarstræti 82 og kemur
Akureyrarbær inn sem hvati að fyrir-
tækinu, að sögn Þorleifs Þórs
Jónssonar atvinnumálafulltrúa bæj-
arins. Bærinn leggur til 15% hlutafj-
ár og ætlar að nýta sér aðstöpu sína
og setja á fót upplýsingamiðstöð fyr-
ir ferðamenn á sama stað og þar
með styrkja þau tengsl sem sérleyfis-
hafar á Norðurlandi hafa við
Reykjavík. Með þessu má reikna með
meiri samnýtingu en ella og búast
menn við að hægt sé að leggja upp
frá stöðum eins og Húsavík og jafn-
vel Raufarhöfn að morgni og komast
suður til Reykjavíkur á sama degi
með rútu sem hingað til hefur verið
illmögulegt.
Hafnarstræti 82 er í eigu Kaup-
félags Eyfirðinga og er núverandi
rútumiðstöð aðeins til húsa á neðstu
hæðinni, en alls telur húsið þijár
hæðir. Forráðamenn umferðarmið-
stöðvarinnar vonast til að fá hinar
tvær hæðirnar einnig til umráða og
helst vildu þeir fá að kaupa húsið
af KEA. Ekki er þó vitað hvort
KEA-menn vilji selja húsið að sinni.
Stór hluti þess er nú ónýttur og óupp-
hitaður, en alls er það hátt í 1.000
fermetrar að stærð.
Þrjú skip á sjó yfir hátíðina
ÞRÍR togarar frá Akureyri verða
á veiðum yfir jólahát íðina. Tveir
togarar Utgerðarfélags Akur-
eyringa, Kaldbakur EA 301 og
Svalbakur EA 302, eru farnir á
miðin og Samhetjatogarinn Þor-
steinn EA 610 fór út á mánudags-
kvöldið.
Kaldbakur er væntanlegur til
heimahafnar þann 27. desember og
Svalbakur þann 30. desember, en
Harðbakur EA 303 fer á veiðar þann
27. desember og verður úti yfir ára-
mótin, að sögn Baldvins Þorsteins-
sonar hafnarvarðar. Þorsteinn EA
er ekki væntanlegur inn aftur fýrr
en á næsta ári þar sem meiningin
er að sigla með aflann, að öllum
líkindum til Bretlands. Skipstjóri í
túrnum verður Jón ívar Halldórsson
og er þetta þriðji túr Þorsteins EA
síðan Samhetji eignaðist skipið.
Tveir akureyrskir togarar komu
til hafnar hádegi í gær, Sléttbakur
EA 304; hinn nýendurbyggði frysti-
togari UA úr sinni fýrstu veiðiferð
og auk þess Akureyrin.
ORÐ DAGSINS
Á AKUREYRI
HringiO, hlustið og yður
mun gefaat Ihugunarefni.
SÍMÍ (96)-2l840