Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Hellissandur
Blaðbera vantar á Hellissand.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma
93-66626.
Garðabær
Blaðbera vantar í Móaflöt, Tjarnarflöt og
Bæjargil.
Upplýsingar í sima 656146.
Mosfellsbær
Reykjahverfi
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið í Reykja-
hverfi, Mosfellsbæ.
Upplýsingar hjá afgreiðslu blaðsins í síma
91-83033.
Hafnarfjörður
- blaðberar
Eftir áramót vantar okkur blaðbera við
Hverfisgötu svo og á Hvaleyrarholti.
Upplýsingar í síma 51880.
Gleðileg jól
Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönn-
um öllum gleðilegra jóla og farsældar á
komandi ári.
(tTJDNÍ Iónsson
RÁÐCJÖF & RÁÐN I NCARhlÓN-LISTA
TÚNGOTU 5, 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322
Fjáröflun
Félagasamtök óska eftir að ráða starfsmann
til að vinna við fjáröflunarátak. Um er að
ræða tímabundið verkefni, 2-3 mánuði, strax
eftir áramót. Æskilegt er að viðkomandi hafi
háskólamenntun, helst viðskipta- eða lög-
fræði. Samtökin geta lagt til skrifstofuað-
stöðu, tölvubúnað og síma. Góð laun í boði
fyrir hæfan starfsmann.
Umsóknum með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „Fjáröflun - 4580“ fyrir áramót.
FJÓfíÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI
=* 1 m
Meinatæknar
- meinatæknar
Óskum að ráða strax til afleysinga:
★ Meinatækni
Húsnæði til staðar.
Upplýsingar veitir deildarmeinatæknir í síma
94-3120 eða 94-3811 alla virka daga milli
kl. 8.00-16.00.
Vélstjóri
1. vélstjóra vantar á mb. Jóhönnu ÁR 206
frá Þorlákshöfn.
Upplýsingar í síma 99-3771.
„Au pair“
óskast til þess að líta eftir 2 börnum hjá
tónlistarfólki í Boston. Æskilegt er að um-
sækjendur séu yfir tuttugu ára.
Upplýsingar veittar í síma 16176 27. des-
ember.
Ræsting
- Vesturbær
Fyrirtæki, vestast í Vesturbænum vill ráða
starfskraft til ræstinga á snyrtilegu 100 fm
húsnæði fjórum sinnum í viku.
Laun samningsatriði.
Sérstaklega þægilegt fyrir aðila búsettan i
Vesturbænum eða á Nesinu.
Umsóknir merktar: „Ræsting - 4252"
sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 31. des. nk.
BORGARSPÍTALINN
Lausar Slödur
Staða hjúkrunar-
forstjóra
Staða hjúkrunarforstjóra Borgarspítalans er
laus til umsóknar og veitist frá 1. apríl 1988.
Borgarspítalinn er sjúkrahús í stöðugri þró-
un. Þar eru 470 sjúkrarúm og dagvistun fyrir
50 sjúklinga.
Starfsemin fer fram á eftirtöldum stöðum:
Borgarspítalanum í Fossvogi
Grensásdeild við Grensásveg
Heilsuverndarstöð við Barónsstíg
Hvítabandi við Skólavörðustíg
Fæðingarheimili Reykjavíkur
Arnarholti, Kjalarnesi
Templarahöll við Eiríksgötu
Starfið er yfirgripsmikið og krefjandi m.t.t.
faglegrar- og stjórnunarlegrar þekkingar og
krefst góðra samstarfshæfileika.
Hæfniskröfur: Víðtæk, fagleg þekking, auk
stjórnunarlegrar menntunar og reynslu í
hjúkrun og stjórnunarstörfum.
Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar
1988. Umsóknir, ásamt upplýsingum um
nám og fyrri störf, sendist til stjórnar sjúkra-
stofnana Reykjavíkurborgar, Borgarspítalan-
um. Nánari upplýsingar gefur framkvæmda-
stjóri spítalans í síma 696200.
Innheimta-tollur
Iðnfyrirtæki, vel staðsett, vill ráða starfs-
kraft strax til að annast banka- og tollamál,
ásamt innheimtu. Fullt starf. Starfsreynsla
nauðsynleg. Laun samningsatriði.
Umsóknir merktar: „Innheimta - 2601“
sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 30. des. nk.
Gleðileg jól!
Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra
jóla og farsældar á komandi ári.
Þökkum samskiptin.
Ráðningarþjónsta Hagvangs hf.,
Katrín S. Óladóttir,
Þórir Þorvarðarson.
Gott starfsfólk óskast til ýmissa starfa hjá
nýjum skemmti- og veitingastað í borginni.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf frá
og með áramótum. Lágmarksaldur 20 ár.
Umsóknir liggja frammi í Nýja bíói eða á
skrifstofunni, Laufásvegi 17, 2. hæð.
Lagerstjóri
- hlutastarf
Tæknisvið IBM,
vill ráða lagerstjóra til starfa.
Um er að ræða hlutastarf (80%).
Starfssvið: Yfirumsjón og ábyrgð á rekstri
lagers, pantanir erlendis frá og önnur tengd
verkefni.
Leitað er að starfskrafti, sem hefur áhuga
á svona starfi. Viðkomandi þarf að vera góð-
ur í ensku, snyrtilegur og skipulagður og
vera tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu til
að komast fljótt og vel inn í starfið.
Góð laun í boði fyrir réttan aðila, ásamt
góðri vinnuaðstöðu. Gott framtíðarstarf.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt
starfsreynslu, sendist skrifstofu okkar fyrir
31. des. nk.
CtUÐM Tónsson
RÁÐCJQF &RÁÐNINCARÞJÓNUSTA
T'ÚNGÓTU 5, 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
VZterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!
; flipirgitmMafolfo