Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 15 Á endaspretdnum Miðborgin, ljós og líf. Ails stað- ar er fólk á þönum. Menn koma í bæinn, fara í búð, skoða, kaupa. Ut og inn í þá næstu. Þar er skoðað, kannski keypt og þannig koll af kolli. Við stöndum á Lækjartorgi miðju, litumst um og ber- umst með straumnum. Snemma í desember var elfan ekki straumþung, einn og einn kúnni á stangli, helst að skoða. Um miðjan desember var þunginn orðinn meiri. Fleiri og fleiri komu, fleiri og fleiri keyptu en samt var elfan í vexti. Síðustu helgi fyrir jól byrjaði leysingin fyrir alvöru. Sífellt fleira fólk drífur að, myndar hnúta við umferðarljósin og flæðir um bæinn með boðaföllum, skellur á versl- unum og sópar vamingnum úr hillunum. A Þorláksmessu flæðir elfan yfír bakka sína og rétt fyrir lokun nær straumhraðinn hámarki. Menn æða verslun úr verslun í örvæntingarfullri leit að siðustu gjöfunum. Þetta er bara svo tafsamt því alls staðar er fólk sem eins er ástatt fyrir. — Hvar fær maður almennilegan hár- blásara? spyr einn ráðvilltur. — Hvað er hægt að gefa þeim sem á allt? spyr annar örvæntingafullur. Það er alltaf jafn erfítt að velja. Alveg sama þó kaupmenn reyni allan mánuðinn að koma fólki í skilning um hver sé jólagjöf- in í ár. Svo eru þeir heldur ekki sammála. Hveijum fínnst fíigl sinn flottastur. Og án efa er það rétt hjá þeim. Úr hljómplötuversl- unum dynja jólalögin í ár, milli þess sem leikin eru jólalögin frá í fyrra og þar áður. Á Lækjartorgi verður vart þverfótað fyrir skátum og jólasveinum. Happdrættin sem draga á aðfangadag reyna að selja síðustu miðana. í bókaverslunum sitja höfundar og árita bækur sínar. Þeir sem ekki hafa nógu fal- lega rithönd nota aðrar aðferðir til að vekja athygli á sér. Lesa úr verkum sínum úti í rigningunni eða standa fyrir einhverri uppá- komu á torgum úti. Ofarlega í Austurstræti tekst Messías eftir Hándel á við Ég sá mömmu kyssa jólasvein. Kadett frá Hjálpræðishemum með Messí- as í hægra eyra en ástarævintýri mömmu og jólasveinsins í því vinstra selur Herópið í rólegheitum eins og ösin og lætin komi honum ekki við. Litlu bömin gráta og ríghalda sér í mömmu, drauðhrædd við jólasveininn sem hefur hátt og syngur „Krakkar mínir kom- iði sæl“. — Krakkar, langar ykkur ekki að vita hvað þessi jólasveinn heitir? gellur rödd í hátalara. En litlu skinnin em svo yfir sig hrædd að þau orga enn hærra og kæra sig ekkert um að vita hvaða jólasveinn þetta sé. Þau vilja bara komast heim í hlýjuna. Eldri bömin horfa á vídeó í búðarglugga. Þar syngur poppsöngvari jólasmellinn í ár. Og þó að Bubbi Morthens sé búinn að upp- lýsa það í Alþýðublaðinu að Jesús hefði örugglega varað við vídeóí, þá rynnu án efa tvær grímur á þennan besta vin bamanna ef hann sæi hrifninguna og gleðina í augum blessaðra litlu sakleysingjanna. — Vá maður, étla sko að segja pabba og mömmu að gefa mér þetta í jólagjöf. — Ég ætla að fá leyserbyssu. Þá er hægt að vita hvenær maður hittir. Það kviknar svona ljós. — Eins og Nonni, hann vill aldrei viður- kenna að hann sé dauður, hann segir bara: Þú feilaðir. — Ég ætla að skjóta Nonna! Niðri í miðbæ hefur skammdegið beðið ósigur. Þar er búið að lýsa upp jólin. Jólaljós í öllum regnbogans litum slá bjarma yfir þvöguna. — Pabbi, sjáðu. Rosalega er þetta flott. — Sérðu bláu stjömuna þama, pabbi? Þetta er jólastjaman. Pabbi er eitthvað utan- gátta. — Ha, jólastjama yfír Laugaveginum. Var hún ekki uppi í Kringlu? Þeir sitja tveir á bekk á Lækjartorgi, hvor með sinn plastpokann, en em að öðm leyti ósnortnir af jólaófriðnum. — Það var þegar ég sat inni fyrir sauða- þjófnaðinn, segir annar. Og hann heldur áfram með söguna sem okkur fínnst tölu- vert spennandi, sérstaklega af því að við höfum aldrei áður séð sauðaþjóf. En félagi hans er ekki að hlusta. Hann horfír döpmm augum á skiptimiða sem hann heldur á. Það er eins og hann sé með einhvem óþverra í höndunum og skyndilega fleygir hann skip- timiðanum frá sér. — Ég henti skiptimiðanum, segir hann við sauðaþjófínn. — Af hveiju varstu að því? spyr sauða- þjófurinn og fatast aðeins flugið í frásagnar- listinni. — Hann var ónýtur, svarar hinn. Sauðaþjófurinn teygir sig í skiptimiðann og skoðar hann. — Klukkan sextán. Hvað er klukkan núna? Við lítum öll á klukkuna á torginu miðju. Hún er hálf fjögur. Sauðaþjófurinn verður hugsi á svip. — Sextán, ætli hann sé ekki bara I gildi, segir hann hugsandi. Svo hefst löng og erfíð talning. En þeir hjálpast að og bróðemið léttir róðurinn. — Bíddu nú við. Klukkan eitt er hún þrettán ... og klukkan tvö er hún fjórtán, segir sauðaþjófurinn. — Þá er hún fimmtán klukkan þijú? seg- ir hinn og lítur spyijandi á vin sinn. — Og klukkan Qögur er hún sextán. Miðinn er í gildi. — Ég held hann sé ónýtur. — Bíddu, bíddu. Stendur kannski fímmt- án á honum? Ég er farinn að sjá svo illa, segir sauðaþjófurinn. — Hann er ónýtur, segir hinn. Sauðaþjófurinn dregur upp gleraugu. — Ég ætla að gá. Hann rýnir á miðann. — Það er sextán. Hann er í gildi, segir hann sigri hrósandi og réttir hinum miðann. Hinn horfír á miðann andartak en fleygir honum síðan frá sér. — Ég fleygi honum samt. Ég nenni ekki að eiga hann, segir hann og er á svipinn eins og fargi hafi verið af honum létt. Við yfirgefum vinina á bekknum því við eigum enn eftir að fínna nokkrar jólagjafír handa þeim sem eiga alla skapaða hluti. í huga okkar er ofurlítil spum um það hvemig maðurinn muni komast heim fyrst hann er búinn að henda skiptimiðanum sínum. En það er hlutur sem við getum ekki hent reiður á. Við verðum bara að vona að hann og við sjálf og allir hinir eign- umst skiptimiða og náum heim í tíma til að halda heilög jól, hvemig í ósköpunum sem við fömm að því. Iðunn Steinsdóttir KYNNIR JOLA OG NÝÁRSSÝNINGAR unthinkaWe has/ust faeflon- ÍHÆLCNNETlERCEBROSNm W FREDERICK FORSYTKS PROTOCOl IDJORFUM DANSI DANSMYNDIN VINSÆLA. s*Sir A NIM BY BERNARDO BERTOLUCCf ”33? 2 lL SIRKUS enginíólánhjns MIKLASNILUNGS... MYND SEM ÞU GLEYMIR ALDREI. - MYND UM MIKIL ÖRLÖG. - FURÐULEG LÍFSSAGA. EIGINKONAN GÓÐHJARTAÐA RacheiWard Bryan Brown Sam Neiu FRÁBÆRÁSTRÖLSKMYND, 11 'Jwr-r VELGERÐOG Goodwi/c LEIKIN. iieiwiiMSWHiBn HINIR VAMMLAUSU FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ KEVIN COSTNER OG ROBERTDENIRO. - ÚRVALSMYNDIR í ÖLLUM SÖLUM - GLEÐILEG JÓL! $
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.