Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 Hef verulegar áhyggjur af framvindunni á næsta ári - segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ FORYSTUMENN vinnuveitenda gengu á fund ríkisstjórnarinnar á mánudagsmorgun að hennar ósk og skýrðu henni frá horfum í samn- ingamálunum. „Við skýrðum frá því að það væri afskaplega ólíklegt að okkar mati, að það gætu náðst samningar á næstu vikum eða jafn- vel mánuðum. Okkur virðist að það beri það mikið á milli og það skorti vilja hjá ráðandi öflum í launþegahreyfingunni til þess að ta- kast á við vandamálin eins og þau blasa við núna,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að ríkisstjómin hefði boðað til fundarins til að afla sér upplýsinga um stöðu mála. Hún hefði ekki lagt fram nein tilboð og vipnu- veitendur ekki lagt fram neinar óskir til ríkisstjómarinnar um aðgerðir, enda væm samningamálin ekki á því stigi að það hefði neitt upp á sig. Ef til þátttöku ríkisstjórnarinnar kæmi í lausn kjarasamninga fyrir næsta ár yrði það að vera með þríhliða viðræðum hennar, vinnuveit- enda og launþegahreyfingar. Um dræmar undirtektir fram- kvæmdastjómarfundar Verka- mannasambands íslands á sunnudag við framkomnum hugmyndum um Vinnuveitendasambands Islands í kjarasamninga sagði Þórarinn: „Þessar hugmyndir em greinilega ekki nógu freistandi til þess að for- ysta VMSÍ treysti sér til þess að ganga til samninga ein og óstudd. Eg met það svo að það sé óttlnn við framtíðina sem valdi því að menn treysti sér ekki til þess að taka á þessum málum," sagði Þórarinn. „Við látum ekki teyma okkur ótil- neydda langt út á þá braut að semja um eitthvað sem við getum ekki stað- ið við,“ sagði hann ennfremur. „Það er ekki fordæmalaust að vinnuveit- endur hafi verið þvingaðir til þess að skrifa undir samninga, sem engin innistæða var fyrir. Þess em mörg dæmi og það kann vel að vera að það eigi fyrir okkur að liggja að verkalýðshreyfingin neyði okkur til þess að skrifa undir einhvers konar draum, sem áður en lýkur verður mactröð okkar allra, en ég held að þjóðin muni ekki kunna okkur þökk fyrir. Menn em svo oft búnir að reyna þetta á eigin skinni. Hagur fólks verður ekki bættur með því að magna hér upp verðbólgu og ef við ætlum að fara út á þá braut að semja um launabreytingar á gmndvelli ein- hvers sem ekki er til endar það annað hvort með Qöldagjaldþroti fyrirtækja með tilheyrandi atvinnuleysi eða með aukinni verðbólgu, sem er öllu líklegra." Hann sagðist alls ekki telja það útilokað að hægt væri að ná samn- ingum á gmndvelli þess sem væri mögulegt, en ennþá hefði ekki fund- ist gmndvöllur til þess og hann væri farinn að hafa vemlegar áhyggjur af framvindunni á næsta ári. VEÐURHORFUR í DAG, 24.12.87 YFIRLIT 6 hádegi f gær: Norðaustan stinningskaldi eða allhvasst og slydda noröantil á Vestfjöröum, annars austangola eða kaldi og skúrir. Hiti 0—3 stig norðanlands en 5—7 stig syðra. SPÁ: Norðaustan stinningskaldi eða allhvasst og slydda eða snjó- koma norövestanlands en austan- og suðaustangola eða kaldi og skúrir eða slydduél í öðrum landshlutum. Hiti 0—2 stig norðan- lands en 4—6 fyrir sunnan. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á JÓLADAG OG ANNAN í JÓLUM: Austlæg vindátt og fremur hlýtt á Suður- og Vesturlandi, en heldur svalara norðaustan- lands. Súld eða rigning sums staðar á Austfjöröum og suöaustan- lands en annars þurrt aö kalla. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x, Noröan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning lll * / * i*i* Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * # j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir I Þoka : Þokumóða ’ Súld OO 4 K Mistur Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavlk hltl 1 4 veöur alskýjað rlgnlng Bergen 6 skýjað Heltlnkl +8 snjókoma Jan Meyan +18 skafrennlngur Kaupmannah. 7 lóttskýjað Narsiarssuaq +16 helðskfrt Nuuk +8 helðskfrt Osló 2 skýjað Stokkhólmur +1 þokumóða Þórshöfn 9 rlgnlng Algarve 14 skýjað Amsterdam 4 þokumóða Aþena 14 léttskýjað Barcelona 11 þokumóða Berlln S skýjað Chlcago +1 alskýjað Feneyjar 2 þoka Frankfurt 1 þokumóða Glasgow 7 rigningogsúld Hamborg 4 þoka Las Palmas 21 skýjað London 4 þokumóða LosAngeles 10 heiðskfrt Lúxemborg 4 lóttskýjað Madrfd 8 þokumóða Malaga Mallorce 15 vantar alskýjað Montraal 1 snjóél NewYork 4 léttskýjað Parfa 3 þokumóða Róm 16 þokumóða Vln 8 Sýld Washingtcn 1 Mttskýjað Winnlpeg +9 alskýjað Valencla 14 alskýjað Morgunblaðið/Þorkell Starfsmenn Bræðranna Ormsson hafa á undanförnum dögum varla haft undan að afgreiða þvottavélar til kaupenda. Heimilistækjaverslanir: Ekkert lát á eftirspum EKKERT lát virðist vera á eftir- spurn eftir heimilistækjum fyrir jólin. „Isskápar og uppþvottavél- ar eru uppseldar hjá okkur en eitthvað er enn eftir af eldunar- tækjum," sagði Snorri Ingason, sölustjóri heimilistækjadeildar Bræðranna Ormsson. „Á þriðjudag fengum við þijá gáma af þvottavélum og seldum samdægurs 100-150 stykki," sagði Snorri. Hann sagði ennfremur að allar flestar gerðir heimilistækja, brauðristar, ryksugur, hrærivélar og kaffivélar, virðist'ætla að seljast upp fyrir jólin. Eins og fram hefur komið í hér í blaðinu undanfarna daga segjast sölumenn í heimilistækjaverslunum á höfuðborgarsvæðinu ekki muna eftir annarri eins törn og verið hef- ur undanfarna daga eða eftir að umræða hófst um tollabreytingár um áramót. Einnig segja margir verslunarmenn að ótti við gengis- breytingar um áramót glæði við- skiptin. Brandajól í ár ARNI Björnsson, þjóðháttafræð- ingur, sagði í samtali við Morgunblaðið að menn hafi kali- að það Brandajól þegar jóla- dagarnir og sunnudagur voru samliggjandi, eins og í ár. Fram til ársins 1770 hafi þriðji í jólum einnig verið helgur dagur hér á landi og fyrir 1770 hafi því fleiri helgidagar getað komið í röð um jólin heldur en nú. „Það er ekki vitað,“ sagði Árni, „hvað menn meintu með Litlu- og Stóru-Brandajólum en það gæti t.d. verið að menn hafi kallað það Litlu- Brandajól þegar aðfangadagur var á sunnudegi. Það er hugsanlegt að nafnið Brandajól sé alþýðuskýring og dregið af latneska nafninu Dom- inica Brandorum sem er fyrsti sunnudagur í lönguföstu. En nafnið gæti einnig verið dregið af orðinu eldibrandur, þ.e.a.s. að menn hafi dregið _að mikinn eldivið fyrir jólin," sagði Árni. Ungir skákmenn á far- aldsfæti um áramótin UNGIR íslenskir skákmenn verða á faraldsfæti kringum ára- mótin. Þrír islenskir unglingar fara á jólaskákmótið i Hastings f Bretlandi á vegum Taflfélags Reykjavíkur, og einnig taka tvö ungmenni þátt í Evrópumóti unglinga 16 ára og yngri sem nú er haldið í fyrsta skipti. Þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Tómas Björnsson og Sigurður Daði Sigfússon taka þátt í áskorenda- flokki jólamótsins í Hastings sem hefst 27. desember og lýkur 7. jan- úar. I þessum flokki keppa 3-4. stórmeistarar og 12-14 alþjóðlegir meistarar en alls verða þátttakend- ur í kringum 60. Þröstur Árnason keppir síðan fyrir íslands hönd á Evrópumóti 16 ára og yngri sem hefst í Svíþjóð 27. desember og lýkur 5. janúar. íslandsmeistari kvenna, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, keppir á sama móti í telpnaflokki. Færð á vegum lands- ins er með besta móti FÆRÐ hefur verið með allra besta móti að undanförnu og í gær var nánast fært um allt land. Víða var þó hálka. Á þriðjudag- inn var vegurinn um Möðrudals- öræfi ruddur. Vegagerðarmenn hafa haft lítið að gera í snjómokstri að undan- fömu, að sögn Sigurðar Hauksson- ar vegaeftirlitsmanns, en á móti kemur viðhald á malarvegum vegna hlýinda og bleytu. Miklar rigningar hafa verið og á haustin og veturna ná vegirnir ekki að þoma. Nokkur aurbleyta hefur verið á vegum og þungatakmarkanir á Vestfjarðarvegi milli Skálaness og Þingeyrar. Sigurður sagði að snjór yrði tnokaður ef þyrfti, en vegagerðar- menn vinna ekki á jóladag og nýjársdag, nema brýna nauðsyn beri til. Demants- brúðkaup 60 ára hjúskaparafmæli eiga á morgun, jóladag 25. desember, hjónin Sigurlaug Friðriksdóttir og Hermann Árnason Drekavogi 20 hér i bæ. Demantsbrúðhjónin ætla að taka á móti gestum í safnaðarheimili Innri-Njarðvíkurkirkju á brúð- kaupsdaginn eftir kl.16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.