Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987
„ÖH jólafastan
var einsog
heimreið66
SITT LÍTIÐ AF HVERJU UM JÓL OG JÓLASIÐI
Það hefur ekki verið jólalegt um að litast undan-
farið, þó komið sé langt fram í desember. Það er
auð jörð og hlýindi dag eftir dag. En skammdegið
er samt við sig og minnir á hver hinn raunveru-
legi árstimi er og boðskapur aðventuljósanna er
augljós, það eru að koma jól. Jólaljósið á sér langa
sögu. Líkt og krossmarkið verndaði mennina gegn
hættum jólanæturinnar í gamla daga, þá verndaði
Ijósið mennina frá öllu illu innanhúss. Jólanóttin
hefur löngum verið helgasta stund ársins í vitund
manna. Lengi vel var það siður á jólunum að
kveikja ljós um allan bæinn, svo hvergi bæri skugga
á. Það hefur kostað mikið vafstur þegar ekki var
annað til ljósa en lýsiskolur og heimagerð tólgar-
kerti. Sumir létu ljós lifa í bænum alla jólanóttina
a.m.k. i baðstofunni.
Aðventuljósin sem
lýsa upp glugga-
na í skammdeg-
inu í dag eru
nýlegt fyrirbæri
hér, varla eru
meira en tuttugu
ár síðan þau fóru
að tíðkast. Og jólaglöggið sem ver-
ið hefur fram úr hófi vinsælt á
undanfömum ámm er líka nýr siður
hér, kominn frá frá nágrönnum
okkar á Norðurlöndum. Margir okk-
ar jólasiðir em reyndar komnir frá
Danmörku en þangað bámst þessir
siðir frá Þýskalandi. Mikið af jóla-
siðum má reyndar rekja til Nikulás-
ar helga, svo sem jólagjafimar.
Nikulás fæddist í borginni Patara
ströndum Miðjarðarhafsins, sonur
ríks kaupmanns. Jólagjafirnar eiga
upptök sín í því að Nikulás gaf fá-
tækum aðalsmanni sem átti þtjár
dætur gullpeninga til þess að greiða
fyrir þær heimanmund svo þær
gætu gift sig. Þetta voru fyrstu
góðverk Nikulásar en ekki þau
síðustu. Hann er vemdarengill allra
bama og flölda annarra að auki.
Það er annars fróðlegt að sjá
hversu siðir og venjur breytast,
hægt og hægt, án þess að við veit-
um því sérstaka athygli. Ef við hins
vegar stöldmm við og lítum til baka
þá em breytingarnar augljósar.
Allir kannast við kvæði Ragnars
Jóhannessonar: „ Nú er hún Gunna
á nýju skónum o.s.frv. Þetta kvæði
er líklega ort um 1950. Ýmislegt
sem þar er getið um hefur tímans
tönn nartað töluvert í. Þar segir
m.a.
Pabbi enn í ógnar basli
á með flibbann sinn:
„Fljótur Siggi, finndu snöggvast
flibbahnappinn minn.“
þeir em vafalaust æði margir í
þessu landi nú sem ekki muna eftir
þegar menn notuðu lausa flibba sem
þeir hnepptu saman með flibba-
hnappi. I fímmta erindi kvæðisins
er talað um að kertin standi á græn-
um greinum, gul og rauð og blá.
Það er orðið langt síðan hætt var
að hafa kerti á jólátijám. Enda líka
eins gott því af þessu tiltæki staf-
aði mikil eldhætta og marga
eldsvoða mátti rekja til þessa siðar.
En við getum trútt um talað, fólkið
þá hafði ekki jólaseríur eins og við
og sumt ekki einu sinni rafmagn.
Á öðmm stað í kvæðinu segir:
Loksins hringja kirkjuklukkur
kvöldsins helgi inn,
á aftansöng í útvarpinu
allir hlusta um sinn.
Þetta atriði orkar líka tvímælis
í dag. Nú em komnar margar út-
varpsstöðvar og vonandi að fólk
geti orðið sammála um hveija þeirra
fjölskyldan á að hlusta á, ef þær
útvarpa allar dagskrá á aðfanga-
dagskvöld. Svo er líka sjónvarpið
mætt til leiks síðan þetta var ort.
Eitt og annað heldur þó sínu
fulla gildi, svo sem klæðnaður krak-
kanna:
Næú er hún Gunna á nýju skónum,
nú eru að koma jól,
Siggi er á síðum buxum,'
Solla á bláum kjóL
Hugarástand kisu sem finnur
lokkandi ilm úr eldhúsinu er líkast
til óbreyttur við slíkar aðstæður.
Indæla steikin hennar mömmu,
svuntan hennar og mjallahvíti dúk-
urinn, allt er þetta í góðu gengi í
dag, að ekki sé talað um jólatréð
og bögglana sem víst hefur ekki
fækkað í daganna rás. Það er
kannski helst að jafnréttissinnar og
andstæðingar. óbeinna reykinga
líti boðskap síðasta erindisins hom-
auga: „Stelpumar fá stórar brúður
strákurinn skíðin hál,
konan bijóstnál, karlinn vindla
kisa mjólkurskál.
í kvæði Ragnars Jóhannessonar
ríkir sú gleði og kæti sem alla lang-
ar til að fínna hjá sjálfum sér og
öðmm á jólunum. Þrátt fyrir mikið
eymdarbasl sem Islendingar bjuggu
lengst af við, lítilfjörleg húsakynni
og lélegt viðurværi, þá reyndu þeir
alltaf að njóta jólanna. Menn gerðu
eftir föngum vel við sig í mat og
átu hangikjöt, magála, sperðla,
bringukolla, riklinga og fleira góð-
gæti sem við röðum nú í okkur á
þorrablótum. Jólagrauturinn var
ómissandi, ýmist bankabyggsgraut-
ur með sýrópsmjólk eða þykkur
gijónagrautur með rúsínum og
ijóma. Laufabrauðið stóð líka fyrir
sínu. Brauð var lengi fágætt vegna
lítils innflutnings á korni en laufa-
brauð er nefnt í matreiðslubók árið
1800 og þá sagt mjög algengt.
Ekki má gleyma flatkökum og pott-
brauði. Nokkm eftir síðustu
aldamót varð mikil breyting á jóla-
mat fólks, einkum í sveitunum. Þá
vom eldavélamar komnar til sög-
unnar og fólk gat farið að baka.
Það má segja að það hafi notað það
tækifæri vel því flestar húsmæðurr
lögðu metnað sinn í að baka sem
mest af allskyns kökum og sæta-
brauði..
Fyrir um það bil tíu árum hitti
blaðamaður konu eina sem var gest-
komandi í húsi í byijun desember.
Konan andvarpaði feginsamlega
með kaffibollann í hendinni og sagði
frá því að hún væri nú búin að
baka sautján sortir af smákökum
og að auki búin að gera stofuna
hreina, skreyta jólatréð og breiða
yfír það plast. Margar konur orðið
að láta undan síga í baráttunni við
bakstur, hreingerningar og sauina-
skap fyrir jólin vegna aukinnar
vinnu utan heimilis síðustu árin, þó
em líklega enn til konur sem halda
ótrauðar uppi merki þess mikilfeng-
lega jólaundirbúnings sem greip um
sig þegar þjóðin fór að rétta úr
kútnum á þessari öld. Áður vom
húsakynni þannig að það var ekki
mikið sem gera mátti hreint, spari-
fötin treindi fólk sér lengi og
geymdi milli hátíða á kistubotnum.
Menn þ'roðu sér að vísu fyrir jólin
en þeir sem vildu þvo meira en
hendur og andlit urðu helst að fara
út í fjós því þar var hlýjast að vera
við þvottinn.
Skemmtanir vom fábrotnar, það
helst að borða og lesa bækur ef
einhveijar vom til, skrifa til að
nota birtuna af jólajósunum og svo
spiluðu menn gjarnan eftir á jóla-
dag. Ekki mátti spila né dansa á
jólanóttina og því síður rífast eða
blóta, þá var kölski vís til að sökkva
öllu saman. Sagt var að eitt sinn
hafi það gerst að böm sem vom
ein heima á jólanóttina hafi farið
að spila. Þá kom til þeirra maður
og spilaði með þeim, þangað til eitt
bamið gekk úr og fór að raula sálm-
vers, þá hvarf maðurinn, en þetta
var þá kölski sjálfur. Stundum
reyndi líka huldufólk að nema fólk
til álfheima á jólanóttina það var
því hættuspil að gæta bæjarins
meðan annað fólk fór til kirkju, þó
sumir létu sig hafa það eigi að síður
og glötuðu stundum fyrir það líftó-
mnni. Þegar fór af fólki mesti
hátíðleikinn og jólanóttin var liðin
þá fór fólk stundum að skemmta
sér við að draga saman jólasveina
og jólameyjar, það er fólk sem kom-
ið hafði í heimsókn á bæinn á
jólaföstunni. Þessu er sagt
skemmtilega frá í bók Stefáns Jóns-
sonar „Mamma skilur allt.“
Söguhetjan Hjalti litli og Bjössi
vinnumaður höfðu nýskeð lenti í
því vafasama æfintýri að gægjast
á glugga þegar hin unga og fallega
Sigríður húsfreyja tók sér jólabað.
Þetta tiltæki þeirra komst upp og
þótti ekki til fyrirmyndar.
„Loks er húslestrinum lokið. Við
drekkum súkkulaði og kaffi frammi
í fínu stofu. Á eftir drögum við um
jólasveinana, en vegna þess hve
fátt kvenna hefur komið á jólafös-
tunni, er það ráð haft að draga
nöfn stúlknanna á heimilinu. Eg
dreg nafn Sign'ðar. Svona lánsamur
er ég. Bjössi dregur nafn Guðbjarg-
ar. Svo daufur er hann í dálkinn
og óhamingjusamur, að hann getur
ekkert sagt við því. Það er eins og
honum sé sama um allt úr þessu.“
, Það er ekki annað hægt en taka
undir álit Hjalta á hugarástandi
Bjössa þegar haft er í huga að
Guðbjörg var fremur óviðfeldin, ald-
urhnigin og afar geðstirð kona.
Á þeim tímum sem hér hefur
verið lýst var ekki almennt að menn
hefðu jólatré. Það er enda tiltölu-
lega nýlegur siður sem barst til
Danmerkur frá Þýskalandi laust
eftir aldamótin 1800. Hingað mun
þessi siður hafa borist með dönsku
verslunarfólki og dönskum embætt-
ismönnum undir síðustu aldamót.
Á seinni hluta síðustu aldar bjó
landfógeti þar sem nú er Ilressing-
arskálinn. Á því heimili ríkti jafnan
mikil tilhlökkun hjá börnunum þeg-
ar jólin fóru í hönd að sögn Árna
Thorsteinssonar tónskálds sem var
þriðja barn landfógetahjónanna
Árna og Soffíu Kristjönu. Hann
segir það ekki hafa farið framhjá
börnunum „að gamla jólatréð var
horfið af háaloftinu og fyrir nokkr-
um dögum hafði einhver verið að
laumast með lyng um húsið. Greni-
tré fluttust ekki almennt fyrr en
nokkru síðar, og var jólatréð okkar
heimatilbúið, eins og algengast var
á þessum árum. Var það búið til
úr langri stöng eða spítu, sem í
voru felldir nokkrir pinnar, er kert-
in voru látin standa á. Síðan var
það málað grænt og loks skreytt
lyngi fyrir hver jól. Eftir jólin var
tréð svo látið upp á háaloft, og þar
lá það svipt öllu skrauti til næstu
jóla.“
Löngu seinna komu til sög^unnar
svokölluð gerfijólatré. Greinar
þeirra voru næstum eins og stórir
grænir burstar með vír innan í.
Þessi tré voru vinsæl eftir 1950.
Eftir 1970 komu svo enn öðruvísi
gerfijólatré, úr plasti, og slík tré
nota margir í dag. Flestum þykir
þó mest koma til raunverulegra
grenitijáa enda fylgir þeim lykt sem
engu öðru er lík.
Það hefur lengi verið siður að
gefa jólagjafir. Stundum er verið
að býsnast yfir öllum þessum jóla-
gjöfum og ár eftir ár kveða alvar-
legir menn sér hljóðs og segja að
nú geti þetta ekki gengið svo til
lengur, allt þetta tilstand sé komið
út í hinar mestu öfgar og menn
leiti langt yfir skammt ef þeir haldi
að hin raunverulega jólagleði felist
í sem allra dýrustu jólagjöfum og
öðru tilstandi. Þeir sem á hlýða
hafa löngum kinkað samsinnandi
kolli og farið svo von bráðar að
hugsa um hvað þeir eigi að gefa
hinum og þessum og telja áhyggju-
fullir aurana í buddunni. En á allra
síðustu tímum hefur þessum pen-
ingaáhyggjum vegna jólagjafa-
kaupa verið í æ ríkara mæli skotið
á frest allt fram í febrúar þegar
krítarkortarukkanir hellast inn um
bréfalúgurnar. „Den tid, den sorg“,
hugsa þeir íslendingar sem hafa
gert orðtækið “þetta reddast" að
sínum einkunnarorðum og halda jól
í samræmi við það.
En það er nú samt ekki svo að
heimurinn fari alltaf versnandi eins
og sumir vilja vera láta. Hér áður
fyrr var nendilega ekki minna um
jólagjafir en nú á dögum, að
minnsta kosti í þeim löndum sem
ekki ríkti skortur. í Danmörku, því
landi sem við miðuðum lengi jóla-
hald okkar við, var þessu þannig
varið að þeir sem mest og stærst
gáfu voru aðalsmenn og Islands-
kaupmenn. Til dæmis gaf Eirik
Rosenkrands lénsmaður á Bergen-
hus eitt sinn 187 mönnum jólagjafir
og þijár til ijórar gjafir hveijum
einstökum. Kristján IV gaf ráð-
herrum sínum á hveijum jólum
ósvikna gullhringi, sem virtir voru
á mörg hundruð danskar krónur.
Meðan Islandskaupmenn höguðu
sér þannig máttu Islendingar þakka
fyrir að fara ekki í jólaköttinn. Sá
Aðfangadagskvöld
(Lag: Einn var aS smiBa . ...)
Nú er Gunna á nýju skónum,
nú eru að koma jól,
Siggi er á síðum buxum,
Solla á bláum kjól.
Mamma er enn í eldhúsinu
eitthvað að fást við mat,
indæla steik hún er að færa
upp á stærðar fat.
Pabbi enn í ógnar basli
á með flibbann sinn:
„Fljótur, Siggi, finndu snöggvast
flibbahnappinn minnl“
Kisu er eitthvað órótt líka,
út fer brokkandi,
ilmurinn úr eldhúsinu
er svo lokkandi.