Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987
„Laug endurfæðingarinnar“
og ný þýðing Biblíunnar
eftirJón
Sveinbjörnsson
Morgunblaðið birti hinn 17. des-
ember sl. grein eftir hr. Raymond
John Cooper er hann nefnir „Laug
endurfæðingarinnar og réttlæti fyrir
trú“. Höfundur reynir í greininni að
kasta rýrð á nýlega útgáfu Biblíunn-
ar á íslensku og vekja tortryggni
manna gagnvart henni, einkum bréf-
um Nýja testamentisins. Hann segir
um þýðingu 3.-5. versins í 3. kafla
Títusarbréfs: „Þetta er ekki það sem
stendur í grískunni. Orðaröðin er
ekki upprunaieg og grunur leikur á
að einhver lútherskur maður hafi
verið hér að verki. Hér kemur versið
frá eldri íslensku þýðingunni sem enn
er í algengri notkun. “ Síðan birtir
hann þýðinguna frá 1912 og kem
ég síðar að því. Þetta eru alvarlegar
aðdróttanir og tel ég mér skylt að
svara þeim öðrum lesendum til upp-
lýsingar.
Að þýða af einu
máliáannað
Þýðingaraðf erðir
EANida
„Þegar þýtt er af einu
tungumáli á annað er
margs að gæta, ekki
síst þegar langur tími
er liðinn frá því að text-
inn var ritaður. Engin
tvö tungumál eru eins,
hvorki að orðaforða né
setningaskipan. Menn
nota málið til þess að
koma hugsunum sínum
til skila þannig að aðrir
skilji.“
Þegar þýtt er af einu tungumáli
á annað er margs að gæta, ekki síst
þegar langur tími er liðinn frá því
að textinn var ritaður. Engin tvö
tungumál eru eins, hvorki að orðaf-
orða né setningaskipan. Menn nota
málið til þess að koma hugsunum
sínum til skila þannig að aðrir skilji.
Hver þjóðtunga býr yfir ákveðnum
lögmálum sem móta notkun manna
á málinu. Málfræðingar reyna að
komast að þessum lögmálum og sýna
fram á hvemig þau þróast. Þegar
texti er þýddur af einu máli á annað
þarf að greina bæði tungumálin í
samsvarandi merkingareindir til þess
að um eiginlega þýðingu sé að ræða
en ekki umritun. Við erum vön að
greina íslenskuna í orðflokka, nafn-
orð, lýsingarorð, sagnorð, o.s.frv. Þó
að greina megi önnur tungumál í
sömu orðflokka þá fela orðflokkamir
ekki í sér slíkt samræmi. Eitt tungu-
mál getur t.d. notað nafnorð til að
tjá það sem annað tungumál tjáir
með sagnorði. Sama má segja um
setningaskipan. Allir þekkja hve an-
kannalegt það er að lesa texta þar
sem íslenskum orðum er raðað eftir
enskri setningaskipan. Margir telja
einmitt þetta vera mestu hættuna
sem steðjar að íslenskri menningu
og tungu um þessar mundir.
um.
Þó að greining í orðflokka komi
þýðendum að nokkmm notum, þá
má greina orð í annars konar eindir
og byggja á slíkri greiningu þegar
texti er þýddur af einu máli á ann-
að. Málvísindamaðurinn Albert E.
Nida, sem Háskóli íslands sæmdi
heiðursdoktorsnafnbót á síðastliðnu
ári, hefur manna mest mótað að-
ferðir nútíma biblíuþýðinga. Hann
telur að greina megfi öll tungumái í
fjóra meginflokka, hlutaorð, verkn-
aðarorð, ákvæðisorð og tengiorð.
Hann telur einnig að öll tungumál
byggist á 8-10 kjamasetningum, sem
hvert og eitt tungumál móti síðan
eftir eign lögmálum. Þegar þýða á
texta af einu máli á annað þarf fyrst
að greina hann í kjamasetningar.
Kjamasetningar em síðan þýddar og
mótaðar eftir þeim lögmálum sem
gilda í því tungumáli sem þýtt er á.
Aherslan hvflir hér á viðtakandanum
eða lesandanum. Þýðing er trú frum-
texta ef hún hefur sömu áhrif á
lesendur eins og ætla má að frum-
textinn hafi haft á uppmnalega
lesendur. Nida telur að þama sé ver-
ið að koma orðum að þeim ferli sem
góðir þýðendur hafí fylgt af eins
konar eðlishvöt. Við íslendingar höf-
um átt og eigum marga frábæra
þýðendur sem hafa flutt erlenda
texta yfir á fagurt íslenskt mál. En
við þekkjum einnig svonefndar „ver-
síónir“ eða skólaþýðingar þar sem
þýtt er frá orði til orðs, nafnorð þýtt
með nafnorði og sögn með sögn o.s.
frv. og setningaskipan hins framandi
laug endurfæðingar og endumýjung-
ar. Nafnorðin í textanum: miskunn,
laug, endurfæðing, endumýjung, náð
og von em öll verknaðarorð: Guð
sýnir mönnum miskunn, Guð/Heilag-
ur andi laugar/hreinsar einhvem,
Guð/Heilagur andi fæðir einhvem á
ný, Heilagur andi gerir einhvem
nýian, Guð/Jesús Kristur sýnir ein-
hveijum náð, við vonum eitthvað.
Kjamasetningamar í kaflanum
em þessar: (1) Guð frelsaði okkur,
(2) Guð sýnir mönnum miskunn, (3)
Guð lætur heilagan anda lauga okk-
ur, (4) Guð og heilagur andi fæðir
okkur á ný, (5) Guð og heilagur
andi gerir okkur að nýjum mönnum,
(6) Guð lét/lætur Jesú Krist úthella
Jón Sveinbjömsson
máls látin halda sér eftir megni. Þó
að slíkar þýðingar séu „nákvæmar"
í vissum skilningi, em þær samt
óhæfar þýðingar.
Biblían 1912 og 1981
Einn helsti galli þýðingar Nýja
testamentisins frá 1912 og einkum
bréfanna er að mínu mati viðleitnin
að þýða orðrétt eftir gríska textan-
um. Ytri gerð frumtextans er þrædd
eins og hægt er, nafnorð þýtt með
nafnorði, sögn með sögn, eignarfalls-
liðir látnir halda sér o.s.frv. Afleið-
ingin af þessu er sú að víða er textinn
nær óskiljanlegur venjulegum
íslenskum lesendum og býður upp á
að hver og einn geti lesið út úr text-
anum hvað eina sem honum sýnist.
Þegar til stóð að prenta Biblíuna
að nýju hafði þýðingamefnd Nýja
testamentisins lokið við að þýða guð-
spjöllin og Postulasöguna. Augljóst
var að þýðing bréfanna myndi taka
lengri tíma en svo að hægt væri að
bíða með nýju útgáfuna, og erfitt
var að prenta textann frá 1912
óbreyttan þar eð hann var á mörgum
stöðum nær óskiljanlegur. Þá var
ákveðið að fara yfir þýðingu bréf-
anna frá 1912 og reyna eftir megni
að gera textann aðgengilegri fyrir
lesandann og beita vi6 það málví-
sindalegum aðferðum, en stefna
jafinframt að nýrri þýðingu á bréfun-
Títusarbréf 3.5—7
í greininni nefnir dr. Cooper sér-
staklega 5. til 7. vers í 3. kafla
Títusarbréfs. Textinn í þýðingunni
1912 er þessi (vers 4—7):
en er gæzka Guðs frelsara vors og
mannelska birtist, þá frelsaði hann
oss, ekki vegna réttlætisverkanna,
sem vér höfðum unnið, heldur sam-
kvæmt miskunn sinni fyrir laug
endurfæðingar og endumýjungar
heilags anda, sem hann úthelti jrfir
oss ríkulega fyrir Jesúm Krist,
frelsara vom, til þess að vér, rétt-
lættir fyrir náð hans, yrðum í
voninni erfingjar eilífs lífs.
Endurskoðaði textinn 1981:
En er gæska Guðs frelsara vors
birtist og elska hans til mannanna,
þá frelsaði hann oss, ekki vegna
réttlætisverkanna, sem vér höfðum
unnið, heldur samkvæmt miskunn
sinni í þeirri laug, þar sem vér
endurfæðumst og heilagur andi
gjörir oss nýja. Hann úthellti anda
sínum yfir oss rfkulega fyrir Jesú
Krist, frelsara vom, til þess að
vér, réttlættir fyrir náð hans, yrð-
um í voninni erfingjar eilífs lífs.
Orðrétt þýðing gríska textans:
... heldur samkvæmt miskunn
hans frelsaði hann oss gegnum
laug endurfæðingar og endumýj-
ungar anda heilags (eða: gegnum
laug endurfæðingar og endumýj-
ung anda heilags), sem hann
úthellti yfir oss ríkulega gegnum
Jesú Krist, frelsara vom, til þess
að réttlættir með náð hans erfingj-
ar vér yrðum samkvæmt von lífs
eilífs.
Forsetningin vegna/gegnum
(gríska „dia“) stýrir orðunum, „laug
endurfæðingar og endumýjungar
heilags anda“. Eignarfallið „heilags
anda“ stendur sennilega bseði með
1. janúar nálgast með staðgreiðslu
opinberra gjalda. Það er afar mikilvægt að
allir launamenn og launagreiðendur þekki
rétt sinn og skyldur í hinu nýja kerfi. Menn
eru því hvattir til að kynna sér málið vel og
leita upplýsinga séu þeir í óvissu.
FRÁDRÁTRJR í STAÐGREÐSLU
HVAÐ FELST í STAÐGREÐSLU?
I staðgreiöslú eru skattar dregnlr af öllum
launum við hverja útborgun. Þar með talið
eru hvers konar greiðslur, hlunnindi og orlof.
Staðgreiðslan tekur yfir alla skatta og gjöld,
sem áður voru álögð á launamenn, nema eign-
arskatt sem áfram verður innheimtur eftir á.
ÚTREIKNINGUR OGINNHEIMTA
STAÐGREÐSLU
Allir launamenn fá árlegan persónu-
afslátt sem dreginn er af staðgreiðslunni. Per-
sónuafslættinum er skipt jafnt á alla mánuði
ársins og er 14.797 krónur fyrir hvem mánuð á
tímabilinu janúar-júní 1988.
Sjómenn og hlutráðnir landmenn fá sér-
stakan sjómannaafslátt 408 krónur á dag
janúar-júní 1988, sem ekki kemurfram áskatt-
kortinu. Námsmerm fá hærri persónuafslátt
yfir sumarmánuðina.
Vaxtafrádráttur verður afnuminn en til
bráðabirgða veröur þó veittur afsláttur til þeirra
er festu kaup á íbúðaitiúsnæði eða hófu bygg-
ingu þess til eigin nota 1987 eða fynr og hefðu
að óbreyttu notið vaxtafrádráttar. Þessi afsláttur
verður veittur í allt að 6 ár, frá og með 1988.
Launagreiðandi annast útreikning stað-
greiðslu starfsmanna sinna, innheimtir hana og
skilar til innheimtumanns mánaðarlega, einnig
af eigin launum. Launamaður getur ekki sjálfur
skilað staðgreiðslu vegna launa frá launagreið-
anda. Sama skatthlutfall, 35.2%, er notað við
afdrátt af öllum launum óháð upphæð þeirra.
Skatturinn er því ekki stighækkandi.
BÆTUR
Bamabætur með hverju bami innan 16
ára aldurs verða greiddar á 3ja mánaða fresti
og skiptast jafnt á milli hjóna (sambýlisfólks).
Húsnæðisbætur eru greiddar þeim sem
kauþir eða hefur byggingu íbúðartiúsnæðis
1988 eða síðar í fyrsta sinn eða til eigin nota
einnig þeim sem keyptu eða byggðu í fyrsta
sinn 1985-1987 ef þeir nutu ekki vaxtafrádrátt-
ar á þeim tíma. Réttur til bótanna varir í 6 ár, frá
og með upphafsári.