Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987
Hornafjörður:
Hvítanesið er
enn á strandstað
Höfn í Homafirði.
Saltfiskflutningaskipið m.s.
Hvítanes, sem strandaði í Horna-
firði í fyrradag, var enn á
strandstað er blaðið fór í prentun
í gær. Um borð í skipinu eru
Innanlandsflug:
Ekki flogið
til Eyja í gær
INNANLANDSFLUG gekk
vel hjá Flugleiðum á Þor-
láksmessu. Fyrirhugað var
að fljúga 23 ferðir frá
Reykjavik, en fella varð nið-
ur þijár ferðir til Vest-
mannaeyja vegna veðurs.
Flugleiðir fluttu milli 800 og
1000 farþega milli staða innan-
lands í gær, að sögn Þórarins
Stefánssonar aðstoðarstöðvar-
stjóra. Daginn fyrir Þorláks-
messu voru fluttir um 1100
farþegar.
Sagði Þórarinn að þetta væru
ekki óvenjumiklir farþegaflutn-
ingar. Farþegafjöldi færi oft upp
í 1200 um helgar.
í dag, aðfangadag, er fyrir-
hugað að fljúga á alla áætlunar-
staði Flugleiða á landinu.
1075 tonn af saltfi.ski að verð-
mæti um það bil 4,6-4,8 milljónir
bandaríkjadala.
Á flóði í gærmorgun var reynt
að ná skipinu af strandstað en án
árangurs. Taug var komið yfir í
Suðurfjörur og var ætlunin að toga
í skipið þaðan á flóði í gærkvöldi.
Guðmundur Ásgeirsson eigandi
Hvítanessins var um borð í Hvíta-
nesinu í gær og sagði hann að engar
skemmdir hefðu orðið á skipi eða
farmi. Hann kvaðst bjartsýnn á að
aðgerðir björgunarmanna beri
árangur. 10 manna áhöfn er á
Hvítanesinu og væsir ekki um
mannskapinn um borð, að sögn
Guðmundar.
Jón Gunnar
Morgunblaðið/Þorkell
Arnór áritar „Arnór, bestur í Belgíu“
Amór Guðjohnsen, karittspyrnumaðurinn kunni sem nú leikur með belgíska Iiðinu Anderlecht er
nú heima í jólafríi frá knattspyrnunni. Hann dreif sig í gær í bókabúðina Pennann, Hallarmúla
og áritaði þar fyrir unga aðdáendur bókina „Arnór, bestur í Belgíu“ eftir Víði Sigurðsson.
Húsnæðisstofnun ríkisins:
Útgáfa lánsloforða hefst um
mánaðamótinjanúar-febrúar
Evrópumót ungl-
inga í skák:
Þröstur vann
í 5. umferð
- segir Sigurður E. Guðmundsson
framkvæmdastj óri
„SÉRSTAKUR vinnuhópur starfsmanna Húsnæðisstofnunar og fé-
lagmálaráðuneytisins vinnur nú að samningu nýrrar húsnæðisreglu-
gerðar og er miðað við að þeirri vinnu verði lokið 10. til 15. janúar.
Og ef vel gengur að semja við lífeyrissjóðina ættu svör að fara að
berast umsækjendum i lok janúar eða um mánaðamótin," sagði Sig-
urður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar
rikisins í samtali við Morgunblaðið.
Jafnframt reglugerðarendur- umsókn berst Húsnæðisstofnun
skoðuninni sagði Sigurður að skuli svar berast umsækjanda um
stofnunin myndi herða á lífeyris- lánsrétt hans. Um fjárhæð og af-
sjóðunum með það að ganga frá greiðslutíma lánsins skal umsækj-
eða skert lánsmöguleika þeirra, sem
fyrir eiga fleiri en eina íbúð. Einnig
er stofnuninni veitt heimild til þess
að skerða lánsrétt eða breyta láns-
kjörum, til handa fólki sem á
skuldlitla íbúð stærri en .180 fer-
metrar, að bílskúr undanskildum
og er að minnka við sig. Er þetta
gert til þess að flýta fyrirgreiðslu
þeirra sem t.d. þurfa að stækka við
sig af fjölskylduástæðum.
Sigurður sagðist ekki geta ætlað
annað en að lífeyrissjóðimir myndu
bregðast vel við þessum breytingum
og vonaðist hann til þess að ekki
myndi gæta neinnar tregðu af
þeirra hálfu.
Að sögn Sigurðar bíða nú um
6.000 lánsumsækjendur eftir láns-
loforðum Húsnæðisstofnunar og
eru um 40% þeirra að byggja eða
kaupa í fyrsta sinn og verða þeir
áfram í forgangshópi sem fyrr. Um
það hvernig hin 60% kæmu út úr
hinum nýju forgangsreglum vildi
Sigurður ekki tjá sig, þar eð ekki
hefði enn verið gerð könnun á því.
ÞRÖSTUR Þórhallsson vann
Tyrkjann Tuncay Meri(; í 5.
umferð Evrópumóts unglinga í
skák, sem haldið er i Arnhem
í Hollandi. Þröstur hefur þá
fengið 2'/2 vinning og er um
miðjan hóp 32 keppenda.
Sovétmaðurinn Vassilij Ivantsjuk
er efstur á mótinu með 4V2 vinning
en þrír skákmenn eru með 4 vinn-
inga, þeir Boris Gelfand frá Sov-
étríkjunum, Lars Bo Hansen frá
Danmörku og Artur Pieniazek frá
Póllandi. Ivantsjuk er að veija Evr-
ópumeistaratitil sinn á mótinu.
samningum við stofnunina um
skuldabréfakaup fyrir árið
1989—90. „Það er jú forsenda fyrir
því að unnt verði að ganga frá út-
gáfu lánsloforða til handa félags-
mönnum þeirra að sjóðir þeirra
hafi gengið frá samningum um
skuldabréfakaup.
Að sögn Sigurðar munu umsækj-
endum berast svör um lánsrétt og
hugsanlega um afgreiðslutíma. I
núgildandi lögum er gert ráð fyrir
því að lánsumsækjendum berist
bindandi svar um lánsrétt og af-
greiðslutíma tveimur mánuðum
eftir að umsókn berst Húsnæðis-
stofnun. í hinum nýju lögum er
hins vegar kveðið svo á um að inn-
an þriggja mánaða frá því að
anda hins vegar berast svar ekki
síðar en einu ári áður en lánið kem-
ur til afgreiðslu.
Með hinum' nýju húsnæðislögum
breytast nokkuð reglur um for-
gangshópa. { núgildandi lögum er
kveðið á um það að lán skuli af-
greiða í sömu röð og umsóknir
bárust stofnuninni, en í raun er
umsækjendum skipt upp í tvo hópa;
forgangshóp og víkjandi hóp. í fyrri
hópnum eru þeir sem eru að byggja
eða kaupa í fyrsta sinn og aðrir í
hinum. Með hinum nýju lögum er
haldið áfram í þessa tvíflokkun, en
fyrirkomulagið verður þannig um
þá sem ekki eiga undir fyrmefnda
flokkinn, að Húsnæðisstofnun getur
synjað þeim umsækjendum um lán
Rússar vilja kaupa
30 þús. tunnur til viðbótar
Fara fram á sama verð og í fyrra, en SÚN neitar að veita afslátt
SOVÉSKIR saltsíldarkaupendur hafa lýst sig reiðubúna að stað-
festa kaup á 30.000 tunnum af Sslenskri saltsfld til viðbótar þeim
150.000, sem þegar hafa verið staðfest. Farið er fram á afslátt
af þessu viðbótarmagni, en Síldarútvegsnefnd hefur haf nað þvi.
30. október síðastliðinn náðist milli SÚN og hinna sovésku kaup-
samkomulag milli Sfldarútvegs-
nefndar og sovésku stofnunarinn-
ar Sovrybflot um fyrirframsölu á
200.000 tunnum af heilsaltaðri
Suðurlandssfld. Við undirritun
samkomulagsins voru staðfest
kaup á 150.000 tunnum, en Sov-
étmönnum gefinn tveggja vikna
frestur til þess að staðfesta kaup-
in á hinum 50.000, sem sækja
þurfti um sérstakt gjaldeyrisleyfi
fyrir til viðkomandi sovéskra
stjómvalda.
í nóvember tókst samkomulag
enda um heimiid til að afgreiða
frá' yfirstandandi vertfð um
20.000 tunnur, sem vantaði á fulla
afgreiðslu frá vertíðinni 1986 og
sökk með ms. Suðurlandi fyrir
ári, til viðbótar þegar staðfestum
tunnum. Hafa því verið saltaðar
um 170.000 tunnur af því magni
sem samið var um við Sovétmenn.
Nýlega barst SÚN telexskeyti
frá Sovrybflot, þar sem tilkynnt
er að stofnunin sé nú reiðubúin
að staðfesta kaup á 30.000 tunn-
um til viðbótar. í skeytinu er farið
fram á það, að veittur verði af-
sláttur af viðbótarmagninu,
þannig að verðið verði hið sama
og í fyrra í Bandaríkjadollurum.
Sfldarútvegsnefnd hefur svarað
erindi Sovétmanna á þann hátt
að afsláttur komi ekki til greina
og auk þess sé staðfestingin of
seint fram komin, þar sem vertíð
sé lokið. í svarinu er þó tekið
fram, að SÚN sé reiðubúin að
kanna við sjávarútvegsráðherra
og aðra viðkomandi aðila hvort
einhver grundvöllur sé fyrir við-
bótarveiðum sem svari til fram-
leiðslu á umræddum 30.000
tunnum, enda verði verðið hið
sama og kveðið er á um í þegar
undirrituðum fyrirframsamningi.
* __
Utflutningur frá janúar til október:
Yerðmæti saltfisks
51,3% meira en 1986
Heildarverðmæti útflutnings jókst um 18,6%
VERÐMÆTI útflutnings íslendinga frá janúar til október 1987 nam
rúmum 44 milljörðum króna. Það er 18,6%, eða tæpum 7 milljörðum
króna meira en á sama tíma í fyrra. Mest varð aukning á útflutn-
ingi saltfisks, 51,3% milli ára.
Til aukins útflutnings á saltfiski
má rekja 38,9% af heildaraukning-
unni. Á þessu tímabili nam útflutn-
ingsverðmæti saltfisks 18% af
útflutningi landsmanna eða 7,9
milljörðum króna en var í4%, eða
5,2 miilljarðar á sama tímabili í
fyrra.
Alls nam útflutningur sjávaraf-
urða tæpum 34 milljörðum króna á
umræddu tímabili og er það aukn-
ing um 18,2% frá fyrra ári. Frystar
fiskafurðir, þar með talin sfld og
loðna, voru fluttar út fyrir 17,1
milljarð sem er 4,7% aukning frá
viðmiðunartímabilinu. Verðmæti
loðnumjöls og loðnulýsis var tæpir
2 milljarðar.
Útflutningsverðmæti iðnað-
arvara jókst um 16,9% milli ára en
langmest varð aukningin á svoköll-
uðum hlunnindavörum, það er
ísaður og frystur lax og dúnn. Út-
flutningur þess konar vamings
jókst um 147,4% milli ára, úr 95 í
235 milljónir króna.
Laxeldi í Hrísey?
HUGMYNDIR eru uppi um að koma á fót laxeldisstöð í Hrísey. Fisk-
eldi Eyjafjarðar hf. hefur áhuga á að vinna að fiskeldi í Eyjafirði
og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins meðal annars rætt við hrepps-
nefnd Hríseyjar. Þá var könnunarferð farin til eyjarinnar fyrir
nokkrum dögum.
Enn sem komið er, er málið allt
á könnunarstigi þar sem niðurstöð-
ur um vatnsmagn og hitastig liggja
ekki ennþá fyrir, en eins og fram
hefur komið í fréttum fengu Hrísey-
ingar heilmikinn „lottóvinning"
fyrir skemmstu þegar bor frá ísbor
hf. boraði niður á allt að 80 gráðu
heitt vatn. Hríseyingar hafa hingað
við allt það úrvalsvatn sem nú hef-
ur komið upp á yfírborðið.
Ef hugsanlegt laxeldi verður að
veruleika má búast við að til þess
fáist allt að 50 sekúndulítrar af 80
gráðu heitu vatni. Nú þegar starfa
sérfræðingar hjá Fiskeldi EyjaQarð-
ar hf. á Hjalteyri við lúðueldi og
hefur sú hugmynd skotið upp kollin-
til átt við mikinn vatnsvanda að um hvort ekki mætti nýta þeirra
etja, en nú er svo komið að þeir sérþekkingu til laxeldis hjá Hrísey-
vita varla hvað þeir eiga að gera ingum enda stutt á milli staðanna.