Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 28444 HÚSEIGMIR VELTUSUNDI 1 O Ol#BgSI SIMI 28444 OL wlmlBl DanM Ámason, lögg. fast., Helgi Steingrímsson, sölustjóri. Óskurn öllum viðskiptavinum okkar gleðilegrajóla og farsœls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu. ff J, r ii jF — FASTEIGNASALAN — BANKASTRÆTI S-20455 Friðrik Stafinuon vitokipUfraAingur. Óskum öllum viðskiptavinum okkar nœr og fjœr gleðilegra jóla FASTEIGNA m MARKAÐURINN ÓAinsgötu 4, símar 11540 — 21700. Jón Guómundsson sölustj., Leó E. Löve lögfr., Ólafur Stefánsson viöskiptafr. Gleðileg jól! EICINAMIDLUNIN 2 77 11 V_ INGHOLTSSTRÆTI 3 Svcrrir Kristinsson. sölustjóri - Þorleifur Cuðmundsson, sölum. Þorólfur Halldórsson. lögfr.—Unnsteinn Bcck, hrl., sími 12320 LD I TOLLARI ’88 Léttir mjög tollskýrslugerð eftir áramót. Toliari ’88 er fullkomið forrit sem sparar inn- flytjendum miklar þjáningar við tollskýrslu- gerð og verðútreikninga. Tollareglur breytast verulega um áramótin. Tollari ’88 er arftaki Tollara II, sem er eitt vinsælasta tollaforritið í dag. Tollari ’88 borgar sig á nokkrum mánuðum í hreinum tímasparnaði. ★ Tollskrá með gömlum og nýjum tollflokk- um er innbyggð. Ef sleginn er inn gamall tollflokkur, stingur Tollari upp á þeim nýja eða þeim nýju sem til greina koma. Tollari fæst í ölíum helstu tölvuverslunum. ÍSLENSK TÆKI, Garðatorgi 5, Garðabæ, sími 656510. Áki Pétursson Kristín Grímsdóttir Þorsteinn Jónsson REYKJAÆTTIN Békmenntir Sigurjón Björnsson Reykjaætt á Skeiðum. Niðjatal Eiríks Vigfússonar bónda og dbrm. á Reykjum á Skeiðum og kvenna hans Ingunnar Eiríks- dóttur og Guðrúnar eldri Kol- beinsdóttur. Áki Pétursson, Kristín Grímsdóttir og Þorsteinn Jónsson tóku saman. Islenskt ætt- fræðisafn. Niðjatal VI, 1. Rit- stjóm: Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn — bókaforlag 1987. 358 bls. Nú er að hefja sögu sína stórt og mikið niðjatal, Reykjaætt á Skeið- um. Er gert ráð fyrir að niðjatalið verði alls fimm bindi og er það fyrsta þeirra nýútkomið. Hefur þetta niðja- tal verið lengi í smíðum. Áki heitinn Pétursson (d. 1970), deildarstjóri í Hagstofu íslands, sonur hins kunna ættfræðings Péturs Zophoníassonar hafði unnið að samantekt þess um langt árabil. Við fráfall hans lagðist vinna að niðjatali niður þar til fyrir rúmlega tveimur árum að ekkja Áka frú Kristín Grímsdóttir og Þorsteinn Jónsson ættfræðingur hófu starfið á nýjan leik. Ættfaðirinn, Eiríkur Vigfússon, sem bjó á Reykjuni á Skeiðum fædd- ist árið 1757 og andaðist árið 1839. Hann var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni Ingunni (dáin 24 ára) Eiríks- dóttur átti hann tvær dætur sem upp komust, Ingibjörgu og Katrínu. Er mikill ættbogi frá þeim systrum. Niðja Ingibjargar, en hún var gift Eiríki smið á Laugarbökkum Þor- steinssyni, er alla að finna í þessu bindi bls. 9—103. Katrín, sem gift var Magnúsi Andréssyni í Syðra- Langholti, alþingismanni, átti tólf böm. Niðjar tveggja þeirra elstu, Andrésar og Eiríks, eru taldir í þessu bindi bls. 104—358. Mun næsta bindi hefjast á þriðja bami þeirra hjóna, Magnúsi. Með seinni konu sinni, Guðrúnu * Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsœls komandi árs. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. Bergur Oliversson hdl., GunnarGunnarssonhs: 77410. f* Valur J. Ólafsson hs: 73869. “ Kolbeinsdóttur, átti Eiríkur átta börn. Fimm þeirra komust til aldurs, Vigfús á Reykjum, Kolbeinn á Hlem- miskeiði, Loftur í Austurhlíð, Eiríkur dbrm_. á Reykjum og Ingunn er gift var Ófeigi ríka á Fjalli Vigfússyni. Niðjar Eiríks og Guðrúnar verða raktir í næstu bindum. I þessu bindi er einungis niðjatal að fínna. Ævisaga ættforeldra, fram- ættarakning og nafnaskrár bíða seinasta bindis. Hönnun og öll uppsetning þessa niðjatals er sams konar og verið hef- ur í öðrum ritum þessarar ritraðar. Hef ég í umsögnum um þau rit gert grein fyrir því og hirði ekki að endur- taka það í hvert sinn. En það er allt með hinum mesta sóma. Myndefni er mikið og margvíslegt eins og ver- ið hefur. Skreytingar í upphafi kafla eru hér oft sérstaklega skemmtileg- ar. — Eitt er frávik frá hinu venjuíega sem vert er að nefna. í fyrri niðja- tölum hafa yflrleitt einungis böm ættforeldranna (1. liður, stundum einnig 2. liður) fengið sérstakan kafla. Nú fá þrír liðir (þ.e. böm, bamaböm og bamabamaböm) hvert sinn kafla. Þetta helgast að sjálf- sögðu af því hversu langt niðjatalið er. Það er einir átta liðir, þar sem lengst er fram gengið. Eg fæ ekki betur séð en unnið hafí verið að þessu niðjatali af mestu vandvirkni. Þær villur sem ég rakst á við fljótan lestur voru fáar og smávægilegar. Ekki þýðir að fást um þó að ekki hafl alltaf fengist full- nægjandi upplýsingar um ættfólkið sem flutti vestur um haf og niðja þess. Þær upplýsingar vilja oft verða seinfengnar. Og lesendur verða að láta sér lynda þó að nafnaskrár, efn- isyfírlit og önnur hjálpartæki komi ekki fyrr en í seinasta bindinu. Bót er í máli að Sögusteinsmönnum er vel treystandi til að láta þá bið verða ekki úr hófi langa. Þess má minnast að ekki eru nema tvö ár síðan þessi ritröð byrjaði að koma út og samt er þetta sjöunda bókin. I formála er það haft eftir Áka Péturssyni að tvennt einkenni Reykjaætt öðru fremur: langlífl og miidir skákhæfíleikar. Skáksnillinga fann ég a.m.k. tvo í þessari bók. Og langlífið er auðvelt að reikna og bera saman við aðrar ættir. Það er býsna forvitnilegt viðfangsefni. En hvað sem þessum eiginleikum líður dylst engum að þessi ættbogi geymir margt merkra hæfileikamanna og maður þarf því yflrleitt ekki að lesa lengi til að rekast á fólk sem vel er þekkt. Það er mikill fengur að þessu mikla og vel gerða niðjatali. aöurinn Hafnarstr 20, ■ 28033 ÍNýim húainu viö Laukiartoro) Brynjar Franaaon, a(ml: 36568. 26933 ' Sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum bestujóla- og nýársóskir. Jón Ólafaaon hrl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.