Morgunblaðið - 04.02.1988, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 04.02.1988, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 Benedikt Gröndal, sendiherra: Afhendir trúnaðar- skjöl í Kína og Japan BENEDIKT Gröndal, sendi- herra, heldur um miðjan febrúar til Kína og væntanlega Japans, og afhendir þar trúnaðarskjöl sin þjóðhöfðingjum viðkomandi landa. Benedikt hefur tekið við starfi Péturs Thorsteinssonar sem annar af tveimur sendiherr- um íslands sem hefur aðsetur í Reykjavík. Þetta verður fyrsta ferð Bene- dikts til þessa heimshluta sem sendiherra, en frekari ferðir eru fyrirhugaðar síðar á árinu, þar sem hann mun afhenda trúnaðarbréf sín í öðrum þeim löndum þar sem hann er sendiherra, en þau eru auk Kína og Japans: Ástralía, Indónesía, Norður-Kórea, Suður-Kórea og Thailand. Benedikt verður um einn og hálf- an mánuð í ferðinni, og mun hann hitta ýmsa embættismenn auk ut- anríkisráðherra og þjóðhöfðingja; forseta Kína og Híróhító Japans- keisara eða krónprins Japana. I Kína hittir Benedikt m.a. ráðherra jarðhitamála og forráðamenn í sjáv- arútvegi, en dagskrá ferðarinnar er annars sveigjanleg. Benedikt sagði að íslendingar hefðu margvíslegtengsl við þjóðim- ar í Austur- og Suðaustur-Asíu og á Kyrrahafssvæðinu, og þau tengsl færu vaxandi. Viðskipti við Japan og fleiri ríki í Asíu væru orðin mjög mikil, ferðamenn færu í vaxandi mæli til þessa heimshluta, svo sem til Thailands, og síðan byggju um 300-500 íslendingar í Ástralíu. Benedikt sagði að íslendingar hefðu verið meðal hinna fyrstu sem tóku upp það kerfí að hafa heima- sendiherra, en síðan hefðu margar þjóðir tekið það upp, enda væri kostnaður við sendiherra búsettan í Reykjavík ekki nema um 10-20% af kostnaði við eitt sendiráð, þrátt fyrir tíðar ferðir. Pétur Thorsteins- son hefði byggt þetta kerfi upp, en nú em tveir heimasendiherrar í Reykjavík, Benedikt og Hannes Jónsson, en hann er sendiherra í þeim löndum á svæðinu frá Túnis til Bangladesh sem íslendingar hafa stjómmálasamband við. y pr 'RYSTI-VOKVAKERFI Radial stímpildælur = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 Q SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER ° Brælahamlar loðnuveiðum BRÆLA hamlar loðnuveiðum enn. Veður var reyndar að ganga niður síðdegis á miðvikudag og var þá von á skipunum á miðin að nýju. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, fór Grindvíkingur GK til Grindavíkur á þriðjudag með 170 tonn og ísleifur VE með 335 til Eyja. Heildarafli Norðmanna hér við land frá áramótum er um 46.000 tonn. Aðeins em þrjú norsk skip við landið nú. Unnið aö frum- varpi um erlend- ar fjárfestingar NEFND á vegum ríkisstjórnar- innar vinnur nú að undirbúningi frumvarps til laga um fjárfesting- ar útlendinga í fyrirtækjum hér á landi. Niðurstöður nefndarinnar liggja ekki enn fyrir, en hlutverk hennar er meðal annars að sam- ræma gildandi lög um þessi mál. Forsætisráðherra, Þorsteinn Páls- son, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að tillögúr nefndarinnar um frumvarpið væm að mótast og hann vildi ekki að svo stöddu ræða neitt um innihald þess. Höfuðverkefni nefndarinnar væri að samræma gild- andi reglur um fjárfestingar útlend- inga hér á landi. Mjög mismunandi lagasetningar um þetta væm við lýði eftir atvinnugreinum. í sumum tilfellum algjör réttaróvissa og í sumum engin lög, sérstaklega í nýj- um atvinnugreinum, sem ekki féllu undir hefðbundnar skilgreiningar. Ennfremur væri markmiðið með fmmvarpinu að veija auðlindir landsins fyrir ásókn útlendinga. ÁBÓTARREIKNINGUR ÚTVEGSBANKANS MEÐ HÆSTU ÁVÖXTUN ÓBUND- INNA INNLÁNS- REIKNINGA Á SÍÐASTLIÐNU ÁRI! Ábótarreikningur Útvegsbankans skilaði betri ávöxtun á síðastliðnu ári (1987) en nokkur ann- ar óbundinn reikningur í bankakerfinu. Ávöxt- unin nam 28,2% sem'er 4,89% umfram verð- bólgu. Ábótarreikningurinn er því sem skapað- ur fyrir þig og alla sem er annt um sparifé sitt. ✓ Abótarreikningurinn nýtur vinsælda meðal sparifjáreigenda og það ekki af ástæðulausu. Hann færir eigendum sparifjár fulla ávöxtun fyrr en aðrir sérreikningar. Ábótin reiknast strax frá þeim degi sem þú leggur inn á reikn- inginn og vaxtaábótin er síðan færð mánaðar- lega inn á höfuðstól reikningsins. Við munum stefna að því að eigendur Ábótar- reikninga njóti framvegis sem áður, hæstu mögulegrar ávöxtunar á inneign sinni og spari- fé, en hið nýbyrjaða ár leggst vel í okkur. Þú getur opnað Ábótarreikning á ölluin afgreiðslustöðum Útvegsbankans um land allt - op Utvegsbanki íslands hf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.