Morgunblaðið - 04.02.1988, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 04.02.1988, Qupperneq 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 Danshátíð á Hótel Íslandí í TILEFNI 25 ára afmælis Danskennarasambands íslands verður haldin danshátíð á Hótel íslandi við Ármúla n.k. sunnudag 7. febrúar og hefst hún klukkan 15. Þama koma fram nemendur á öllum aldri frá fjórum dansskólum, þ.e. Balletskóla Sigríðar Armann, Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar, Dansskóla Hermanns Ragnars og Dansskóla Sóleyjar. Þá mun trúður koma í heimsókn og dansar hann við bömin á hjólaskautum. Kynnir verður Hermann Ragnar Stefáns- son. Aðgöngumiðar verða seldir á Hótel Islandi klukkan 13-15 á laug- ardag og frá klukkan 14 á sunnu- dag. Nordjobb 1988 tekur til starfa: Yfír 100 íslensk ungmenm til starfa á Norðurlöndum NORDJOBB 1988 hefur tékið til starfa. Nordjobb er miðlun sum- aratvinnu milli Norðurlanda fyrir fólk á aldrinum 18—26 ára og eru störfin, sem boðið er upp á, í löndunum öllum svo og á sjálfstjórnarsvæðunum á Norð- urlöndum. Störfin, sem bjóðast, eru margvísleg. Þau eru á sviði iðnaðar, þjónustu, landbúnaðar, verzlunar o.fl. og bæði miðuð við faglært og ófaglægrt fólk. Launakjör eru þau hin sömu og goldin eru fyrir viðkomandi störf í þvi landi þar sem starfað er og skattar eru greiddir samkvæmt lögum hvers lands. Starfstíminn er allt frá fjórum vikum og upp í 3 mánuði lengst. Reiknað er með, að um eða yfír 100 norræn ungmenni komi til starfa hér á landi á vegum Nordjobb 1988 og að 120—140 íslensk ung- menni fari til starfa á hinum Norðurlöndunum á vegum Nord- jobb. Það eru norrænu félögin á Norð- urlöndum, sem sjá um atvinnumiðl- unina hvert í sínu landi samkvæmt samningum við Nordjobb-stofnun- ina í Danmörku, en sú stofnun hefur yfírumsjón með starfseminni. Á ís- landi sér Norræna félagið um Nordjobb-atvinnumiðlunina en í því felst, að félagið veitir allar upplýs- ingar, tekur við umsóknum frá íslenzkum umsækjendum og kemur þeim áleiðis og sér um atvinnuút- vegun fyrir norræn ungmenni á íslandi. Allar upplýsingar um Nordjobb 1988, þar á meðal umsóknareyðu- blöð, fást hjá Norræna félaginu, Norræna húsinu, 101 Reykjavík. (Fréttatilkynning) Barnaspítali Hringsins: Vökudeild færð gjöf Kiwanisklúbburinn Hekla í Reylgavík færði nýverið vöku- deild Barnaspítala Hringsins að gjöf fullkominn hitakassa sem ætlaður er til meðferðar og hjúkrunar á fyrirburum og öðr- um nýburum sem þurfa á gjör- gæslu og annarri sérmeðferð að halda. Á myndinni eru talin frá vinstri: Guðmundur Guðjónsson, Atli Dagbjartsson, Þórarinn Guð- mundsson, Erlendur Eyjólfsson, Jón Pálsson, Svana Pálsdóttir, Bent Jörgensen, Bragi Eggerts- son og Hildur Arnadóttir. ER HÆGT AÐ SOFA Styrkir úr Verðlauna- sjóði Alfreds Benzons SJÓÐSTJÓRN Verðlaunasjóðs Al- freds Benzons veitti í janúar styrki til: 1. Magnúsar Jóhannessonar, pró- fessors, vegna rannsókna á áhrifum skyndilegra tíðnibreytinga á hjarta- vöðva (tækjakaup). 2. Þórdísar Kristmundsdóttur, pró- fessors, vegna rannsókna á geymsluþoli lyfja (tækjakaup). 3. Elínar Soffíu Ólafsdóttur, cand. pharm., vegna framhaldsnáms til licentiatprófs og í því sambandi rannsókna á plöntuefnafræði. (Fréttatilkynning) plin^piintpIiibU^ Metsölublad á hverjum degi! ODYRAR? Þrennskonar dýnur í boði húsgagnfrhöllin MOBLER REYKJAVlK I i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.