Morgunblaðið - 04.02.1988, Page 15

Morgunblaðið - 04.02.1988, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 15 Könnun lögreglunnar: Aðeins 3 kerrur af 57 í lagi „Fólk virðist ekki þekkja reglurnar,“ segir Skarphéðinn Njálsson varðsljóri. VEGALÖGREGLAN gerði ný- lega könnun á ástandi fólksbíla- kerra. 57 bílar með kerrur voru stöðvaðir. í flestum tilfellum var um að ræða hesta- eða vélsleða- kerrur og reyndust einungis þijár þeirra standast þær kröfur sem lög gera til búnaðar af þessu tagi. „Þessum málum hefur litið verið sinnt fram að þessu og reglumar ekki kynntar fólki sérstaklega," sagði Skarphéðinn Njálsson varð- stjóri vegalögreglunnar. „Það virtist yfirleitt koma fólki á óvart að búnaðurinn væri ólöglegur". „Aðgerðimar tóku mið af þessu," sagði Skarphéðinn. „Yfirleitt var mönnum veittur ríflegur frestur, til að bæta úr og koma með bflinn og kerruna í Bifreiðaeftirlitið til skoð- unar að nýju. Ég held að það muni gefa góða raun því fólk vill hafa þessi mál í lagi,“ sagði Skarphéð- inn. „Það er greinilega mikið um það að menn fái kerrur lánaðar hjá kunningjunum og hugsi um það eitt að koma vélsleða eða hrossi á milli staða en athugi ekki hvort kerrum- ar passi við útbúnað bflanna sem eiga að draga þær,“ sagði Skarphéð- inn Njálsson. „Algengast var að tengin væm ekki í lagi. Ýmist pass- aði ekki saman dráttarkúla bflsins og festingin á kermnni eða þá að tengin vom ekki nógu öflug. Ör- yggiskeðjur með splittuðum bolta vantaði hjá flestum. Einnig þurfa kerramar að vera með ljósabúnað. ef þær skyggja á afturljós drátt- arbflsins og allar kerrar eiga að vera útbúnar tveimur glitaugum. Glitaugun eiga að vera þríhymd, 15 cm hver hlið, og eitt hom á að snúa upp. Margir flaska á því að kerra má aldrei standa meira en 10 cm út fyrir dráttarbfllinn hvom megin. Sumir höfðu stuðst við um- ferðarlögin um það að mesta leyflleg breidd ökutækja væri 2,35 metrar en ekki athugað breidd dráttartæk- isins," sagði Skarphéðinn. „Við viljum hvetja menn, sem eiga eða ætla að smíða sér kermr, til að leita upplýsinga hjá Bifreiða- eftirlitinu um það hvort hugmyndir þeirra samrýmist þeim reglum sem em í gildi," sagði Skarphéðinn Njálsson. „Kermr sem em illa úr garði gerðar og ekki í samræmi við lög auka hættuna á slysum, öku- maður hefur verri stjóm en ella á bifreiðinni og við þeklq'um mörg dæmi um óhöpp sem má rekja til þessa.“ Félag rækju- og- hörpu- diskframleiöenda: Mótmæla hámarks vinnslukvóta Á ALMENNUM fundi Félags rækju- og hörpudiskframleið- enda á þriðjudag var samþykkt að óska eftir því við Halldór Ásgrímson sjávarútvegsráð- herra, að ekki verði settur hámarks vinnslukvóti á rækju- verksmiðjur. Fundurinn beinir þessum tilmæl- um til ráðherra vegna umræðna að undanfömu um að vinnslukvóti verði settur á verksmiðjumar í framhaldi af veiðikvóta fyrir smá- báta. STORUTSOLUMARKAÐUR HEFST Á MORGUN KL. 13 Á FOSSHÁLS113-15 FJÖLDI FYRIRTÆKJA - gífurlegt vöruúrval Steinar Hljómplötur - cassettur ____________ Karnabær ■ Bowaparte - Garbé - Tískufatnaður og efní Gefjun - Fatnaóur o.m.tl. Axel 6 - Skófatnaður Hummel - Sportvörur alls konar Radíóbær - Hljómtæki o.m.fl. Kári - Sængurfatnaður o.m.fl. Ánar - Fatnaður ___________ Bylgjubúðin - Patnaður Skóglugginn - Skór Mæra - Skartgripir o.m.fl. Theódóra - Tískufatnaður IMafnlausa búðin - Efni Heildsalan Blik - l-atnaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.