Morgunblaðið - 04.02.1988, Side 18

Morgunblaðið - 04.02.1988, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 NÝBYGGING HJÓNAGARÐA Líkan af nýju stúdentagörðunum. eftir Tryggva Axelsson Nýlega er hafin bygging nýrra Hjónagarða á lóð Háskóla íslands við Suðurgötu. Brýn þörf er á að auka verulega framboð á íbúðar- húsnæði fyrir nemendur er stunda nám við Háskóla íslands og stuðla að frekari uppbyggingu Stúdenta- garða. Samkvæmt fyrirliggjandi könn- unum býr stór hluti háskólastúd- enta í leiguhúsnæði. í Háskóla íslands stunda nú um 4.200 nem- endur nám og búa aðeins tæp 4% þeirra á Stúdentagörðum. Til sam- anburðar má nefna að fyrir rúmum fjörutíu árum var hlutfall þetta .20%. Vegna hins brýna húsnæðis- vanda og miklu eftirspumar eftir húsnæði á Stúdentagörðum var ákveðið á árinu 1985 að ráðast í byggingu nýrra Hjónagarða sem vonir standa til að verði tilbúnir að fullu á árinu 1990. Alls munu verða 93 íbúðir í byggingunni, auk lestr- arsals og aðstöðu til bamagæslu o.fl. Áætluð verklok á 1. áfanga byggingarinnar eru í september á þessu ári en í þeim áfanga munu vera 15 íbúðir, auk sameignar. Stofnun byggingasjóðs stúdenta í ársbyrjun 1986 var ákveðið að stofna Byggingasjóð stúdenta og fela stjóm sjóðsins að afla þess fjár- magns er þarf til byggingar á leiguhúsnæði fyrir stúdenta. Jafn- framt er tilgangur Byggingasjóðs að endurlána þá fjármuni sjóðsins til garðbygginga, en Stúdentagarð- ar endurgreiða Byggingasjóði stúdenta þau lán, er ráðstafar þeim á ný til frekari framkvæmda. Von- ast er til að sú tilhögun geti í framtíðinni skapað traustari bak- hjarl að byggingu Stúdentagarða heldur en hingað til hefur þekkst. í upphafi var Byggingasjóði ekki markaðir neinir fastir tekjustofnar en nýlega hefur verið ákveðið að framvegis muni stúdentar leggja sjóðnum til fjármuni af innritunar- gjöldum stúdenta við Háskólann. Þá hefur háskólaráð einnig sam- þykkt að styrkja Byggingasjóð stúdenta af takmörkuðu sjálfsaflafé sínu, með framlögum til sjóðsins. Alls gætu því árleg framlög til sjóðsins numið um 6 milljónum króna. Söf nunarátak bygginga- sjóðs stúdenta Þegar frá upphafi hefur verið fullljóst að afla yrði sjóðnum fjár- muna á annan hátt en einvörðungu meðal stúdenta og innan Háskóla íslands, því að framlög þessara aðila nægja ekki til að kosta hlut stúdenta í þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er. Stjórn Byggingasjóðs stúdenta hefur því ákveðið að stofna til sér- staks söfnunarátaks til byggingar „Þegar frá upphafi hef- ur verið fullljóst að afla yrði sjóðnum fjármuna á annan hátt en ein- vörðungu meðal stúd- enta og innan Háskóla Islands, því að framlög þessara aðila nægja ekki til að kosta hlut stúdenta í þeirri upp- byggingu sem fyrir- huguð er.“ nýrra Hjónagarða. í því skyni hefur verið leitað til fjölda aðila víðs veg- ar um landið með beiðni um framlög til sjóðsins. Það er von þeirra er að fjársöfnun þessari standa að þannig megi með sameiginlegu átaki tryggja að allar íbúðir bygg- ingarinnar verði teknar í notkun á þeim tíma er áætlað hefur verið. Fjárframlög til Byggingasjóðs stúd- enta munu jafnframt tryggja lægri fjármagnskostnað vegna nýbygg- ingarinnar sem kemur væntanleg- um leigjendum garðanna til góða í formi lægri húsaleigu. Rétt er þó að hafa í huga að megin ávinningurinn með því að tryggja fjárhagslegan grundvöll nýrra Hjónagarða er sá að „bætt aðstaða nemenda til náms er þáttur í þeirri viðleitni að efla menntun og þekkingarleit í þágu íslensku þjóðarinnar" svo vitnað sé til orða háskólarektors hr. Sigmundar Guð- bjamasonar í tilefni af fjársöfnun þessari. Það er einlæg von stjómar Byggingasjóðs stúdenta og allra þeirra er standa að söfnunarátak- inu, að þeir aðilar sem leitað hefur verið til bregðist vel við beiðni sjóðs- ins um fjárstuðning til nýbyggingar Hjónagarða við Háskóla Islands. Allar nánari upplýsingar em góð- fúslega veittar hjá Byggingasjóði stúdenta er hefur aðsetur hjá Fé- lagsstofnun stúdenta við Hring- braut, Reykjavík. Höfundur er formaður ístjórn Byggingasjóðs stúdenta. Er liYÍttimin i vasannm á grænu ulpunm l Nú geta öll heimili eignast reiknivél með strimli iyrir heimilisbókhaldið. Verð aðeins kr. 2.650,- Penninn hefur látið útbúa sérstakar möppur með millispjöldum til að auðvelda heimilisbókhaldið. Með því að nota þessar möþpur er heimilisbókhaldið alltaf í röð og reglu, og hœíilega sundurliðað. Skattaframtalið verður líka auðveldara, Þetta nýja heimilisbókhald er útbúið í samráói við löggilta endúr- skoðendur. Það tekur mið af staðgreiðslukeríinu en er umíram allt einíalt og auðvelt. Það kemur ein mappa í stað margra úlpuvasa. Hallarmúla 2, sími 83211 Austurstræti 10, sími 27211 Kringlunni, sími 689211

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.