Morgunblaðið - 04.02.1988, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 04.02.1988, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 23 Þetta skelfilega fyrir- bæri móðir. Og dóttirin Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Marilyn French: Her Mother’s Daughter Útg. Heinemann, London 1987 Það er kunnarp. en frá þurfi að segja, að það er erfítt að vera kona. Þó kemst það ekki í hálfkvisti við það erfíði, sem fylgir því að vera svo móðir í ofanálag. Og þó virðist erfíð- ast af öllu að vera dóttir móður sinnar. Móðir og dóttir geta aldrei skilið hvor aðra, nema að takmörk- uðu leyti. Þær eru í einhvers konar innbyrðis keppni, það er líklegt að það sé hlutskipti dóttur að hata móðurina. Fyrir að geta ekki skilið og vegna þess að hún bregst alltaf rangt við og eigingimi móðurinnar er dótturinni óbærileg. Að vísu elsk- ar hún hana í leiðinni. Og það ekkert smáræði. En dóttirin sver þess dýran eið — hver kynslóð náttúrlega — að hún skuli draga lærdóm af uppeldi sínu og afstöðu móðurinnar til henn- ar. Dóttirin ætlar sem sé ekki að gera sömu skyssumar, þegar hún eignast dóttur. Hún ætlar að elska hana og hlú að henni og skilja hana og tala við hana og ekki keppa við hana. Hún ætlar að verða vinur henn- ar. Svo eignast dóttirin dóttur og hún gerir sitt bezta og vel það og það er áreiðanlega dásamlegt samband milli þeirra og allt öðruvísi en var hjá næstu móður og dóttur á undan. Því kemur það eins og þmma úr heiðskíru lofti, að dóttir dótturinnar leggur svona ámóta hatur á hana og hjá næstu kynslóð á undan. Sekt- arkenndin er óbærileg. Hvar á leið- inni varð dóttur móðurinnar á í messunni? Hvað gerði hún af sér? Það er álitamál, hvort hún hafi gerzt sek um nokkuð annað en það að vera móðir dóttur sinnar. Og dóttir getur ekki annað, hún hlýtur að hata móður sína — og elska. Samtímis. Móðirin er þungamiðjan í lífí dóttur sinnar hvað sem á dynur, hvemig lífí sem lifað er. Þungamiðja góðs og ills í tilfínningalífí dóttur. Og sennilega ætlar hver móðir að bæta dóttur sinni upp það sem henni var gert — af móður hennar. Sennilega er hver móðir uppfull af vilja í þessa átt. Áformin em fögur. En það er óhugsandi að nokkur breyting verði á. Milli móður og dóttur getur aldrei ríkt kyrrð. Það er ástar- og haturs- samband eins og það gerist kröftug- ast. Þetta er, að mínu viti, mergurinn málsins í nýjustu bók Marilyn French. Það sem hún vill segja með bók sinni, sem kom út í Bretlandi fyrir skemmstu, og v.erður innan tíðartil sölu hér, ef að líkum lætur. Marilyn French gat sér fyrst orð með bókinni Kvennaklósettinu, sem varð um hríð eins konar kvenna- biblía. Næsta bók hennar „Þótt blæði hjartasár" varð ekki jafnumdeild né eins mikið lesin, en mér fannst það raunar langtum skipulegri og læsi- legri bók en sú hin fyrsta. Staða konunnar er það sem Marilyn French Qallar um og hún hefur gert það á þann hátt, að hún hefur hrist upp í fólki. Maður er ekki alltaf sáttur við skoðanir hennar, en þær em bomar fram á þann hátt að það er sjálfsagt að virða þær og oft vekja þær til umhugsunar. I nýjustu bókinni hennar segir frá fjórum kynslóðum kvenna. Fyrst í rcðinni er Frances, pólskur innflytj- andi til Bandaríkjanna. Hún stendur uppi slypp og snauð 1913, þegar eig- inmaður hennar — óreglusamur leiðindagaur — deyr. Hún er þá með fjögur ung böm og hún neyðist til að koma þremur á munaðarleysingja- hæli. Hjá henni er telpan Bella, sem tekur í arf sorgina og harminn, sem var að buga móðurina. Sektarkennd- in gerir það að verkum, að hún getur sem bam ekki litið glaðan dag, enda er hún sannfærð um, að móðirin hati sig og elski bömin sem hún varð að láta frá sér. Bella ætlar sér að lifa öðm lifí sjálf, viðmót við henn- ar dóttur skal verða annað og betra. Svo giftist hún Ed, sem er hvimleið- ur leiðindagaur eins og flestir karlmenn í þessari bók. Nema rétt fyrst, þegar þeir em að koma sér í mjúkinn hjá konunum, þá em þeir nógu smeðjulegir. En þeir taka aldr- jei ábyrgð, allra sízt á bömunum og þeir skilja ekki konur. Hins vegar kemur fyrir að þeir elski þær. Og •Ed elskar Bellu, sem mér fannst raunar alveg óskiljanlegt, jafn önug og neikvæð og hún er eiginlega frá fyrstu tíð, í hans garð. Og Bella eignast dótturina Ana- stasiu og saumar handa henni fína kjóla og er henni, eftir því sem mér sýndist, bara reglulega góð að mörgu leyti. En Anastasia, sem er sögumað- urinn í bókinni, túlkar orð og gerðir móður sinnar út og suður. Hún stend- ur í þeirri trú, að móðirin elski sig ekki og sjálf skal hún reynast sinni dóttur betur. Hvað sem móðir hennar gerir eða gerir ekki, túlkar hún það eftir sínu höfði, hvemig það passar inn í geðslagið eða umhverfíð hveiju sinni. Og sagan endurtekur sig hér. Anastasia hatar móður sína, hefur á henni andúð, virðir hana, dáir hana, elskar hana. Þar kemur að Anastasia giftist Brad, rétt einn leiðindakarldraugur- inn. Þau eignast telpuna Arden og strákinn Billy og Anastasia er ákaf- lega góð móðir, vandar sig mikið og vill í hvívetna reynast bömum sínum, dótturinni ekki sízt, sá trausti bak- hjarl sem hún þurfti sjálf á að halda en var að eigin dómi svikin um. Anastasia vill samt líka eiga sitt líf. Það er raunar ýmislegt sem bend- ir til að ömmu hennar og mömmu hafí á sínum tíma langað til þess líka, hún hefur þó ekki brotið heilann um það fyrr. Anastasia fer að taka ljós- myndir og tekst að selja þær. Henni hundleiðist í hjónabandinu og á út- spekúleraðan hátt kemur hún málum svo fyrir, að Brad vill skilja við hana. Þar með hefur hún tryggt sér ákveð- ið frelsi. Sem hún veit raunar ekki almennilega hvemig hún á að nota í upphafí. Að Brad taki þátt í fram- færslu áfram, þar sem hann er „sökudólgurinn." Og hún er komin í hina klassísku stöðu konunnar, hún er píslarvotturinn. Þetta er löng og seinlesin bók og margt á eftir að gerast í lífí Anastas- iu þegar hér er komið sögu: hún verður fímafrægur ljósmyndari og fer um allan heiminn. En svo koma þessi hroðalegu tímamót, hún verður fertug, og verður að komast að niður- stöðu um hvað hún á að gera við það sem eftir er af lífínu? Blaðið sem hún vann hjá farið á hausinn, bömin hrakyrða hana og vilja ekki hafa með hana að gera og dóttirin býr í kommúnu í óttalegri eymd. Samt er sýn Marilyn French ekki eingöngu svartsýni. Það má finna ýmsar lausnir með lífíð sitt og það tekst Anastasiu undir lokin. Þó er greinilegt að höfundur telur fátt ör- uggt né fullkomlega traust. Enda nokkuð til í því. ÞJÓNUS Almenn skattframtalsþjónusta. Væntanleg gjöld reiknuð út. Álagning yfirfarin og kærð ef þörf gerist. Ráðgjöf vegna nýrra skattalaga. VERTU VISS UM RÉTT ÞINN! Lögfræöiþjónustan hf Verkfræöingahúsinu, Engjateigi 9 105 Reykjavík, sími: (91)-689940 Ingólfur Hjartarson • Ásgeir Thoroddsen William Thomas Möller • Kristján Ólafsson Lára Hansdóttir • Ingibjörg Bjarnardóttir WILO Þróuð þýsk framleiðsla. Hagstœtt verð. LANDSSMIÐJAN HF. Miðstöðvardœlur Verslun Ármúla 23 - S. (91)20680 Þrýstimælarí úrvali — gott verd G.J. Fossberg vélaverslun hf. Skúlagötu 63 - Reykjavík Símar 18560-13027 RYÐFRÍAR i.npn M PHtzPA - DÆLUR = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJONUSTA - LAGER
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.