Morgunblaðið - 04.02.1988, Síða 47

Morgunblaðið - 04.02.1988, Síða 47
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vopnafjörður Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Vopnafirði. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 97-31268 og 96-23905. Meinatæknar Sjúkrahús Akraness vantar meinatækni til vetrar- og sumarafleysinga. Nánari upplýsingar veitir yfirmeinatæknir sjúkrahússins í síma 93-12311. Sjúkrahús Akraness. Atvinna Viljum ráða fastan starfsmann í framleiðslu- störf. Hálft fæði á staðnum. Upplýsingar í síma 651822. SÁPUQERÐIN :3ÖU<3Q Lyngási 1, Garðabæ. BSÍ-veitingasala Vegna vaktabreytinga vantar fólk í veitinga- sölu okkar. Upplýsingar á BSÍ frá kl. 13.00-17.00, sími 22300. Atvinna óskast 23ja ára reglusamur og áreiðanlegur maður óskar eftir starfi strax. Margt kemur til greina. Hefur stúdentspróf, meirapróf (rútu- próf) og vélritunarkunnáttu. Upplýsingar í síma 39675 (Einar). Vanur starfskraftur ekki yngri en 20-22 ára óskast til þjónustu- starfa í veitingasal. Þarf að geta byrjað strax. Allar upplýsingar gefur Valgerður í síma 22868 eftir kl. 17.00. Veitingahúsið Hornið, Hafnarstræti 15. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Heilbrigðisfulltrúi Staða heilbrigðisfulltrúa við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. mars nk. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Um menntun, réttindi og skyldur fer sam- kvæmt reglugerð nr. 150/1983 ásamt síðari breytingum. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í heilbrigðiseftirliti eða skyldum greinum, svo sem líffræði, matvælafræði, dýralækningum, hjúkrunarfræði eða hafa sambærilega menntun. Umsókn ásamt gögnum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist formanni svæðis- nefndar Reykjavíkursvæðis (borgarlækninum í Reykjavík) fyrir 10. febrúar nk., en hann ásamt framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits- ins veitir nánari upplýsingar. Borgarlæknirinn í Reykjavík. Olafsvík Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið í Ólafsvík. Einnig vantar blaðbera. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 93-61243 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í síma 91-83033. fHttgaisilMbifetfe Hafnarfjörður - blaðberar Blaðbera vantar í Setbergshverfi, þ.e. Álfa- berg, Furuberg, Fagraberg og Einiberg. Upplýsingar í síma 51880. Starfsmaður óskast í bóka- og ritfangaverslun hálfan eða allan daginn. Æskilegur aldur 30-50 ára. Stundvísi og reglusemi áskilin. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 8. feb. merktar: „Bækur og ritföng - 6616“. MMiJ Síðumúla 3-5 Símavarsla Göngudeild fyrir alkóhólista og aðstandend- ur óskar eftir starfsmanni til að annast símavörslu og móttöku skjólstæðinga. í boði er fjölbreytt og lifandi starf fyrir réttan ein- stakling. Hann þarf að hafa aðlaðandi framkomu og ánægju af samskiptum við fólk. Upplýsingar gefa Kristín Waage og Birgir Kjartansson í síma 82399 frá kl. 9.00-17.00 alla daga. Lausar stöður Við Kennaraháskóla íslands eru eftirtaldar lektorsstöður lausar til umsóknar: 1. Lektorsstaða í uppeldis- og kennslufræðum. Störf lektorsins verða m.a. á sviði hagnýting- ar tæknimiðla við nám og kennslu, náms- gagna- og námsefnisgerð. Forstaða gagnasmiðju KHÍ er jafnframt hluti af lektors- stöðinni. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í uppeld- isgreinum frá viðurkenndum háskóla. Þeir skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil sinn og störf. 2. Lektorsstaða í myndmennt. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá viður- kenndum háskóla eða sambærilegri mennta- stofnun. Þeir skulu auk þess hafa lokið prófi í uppeldis- og kennslufræðum. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vinnu við listgrein sína, fræðistörf, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og kennslustörf. Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittar frá 1. ágúst 1988. Laun samkvæmt launa- kerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 5. mars nk. Menntamálaráðuneytið, 29. janúar 1988. Hellissandur Blaðbera vantar á Hellissand. Upplýsingar hjá umbpðsmanni í síma 93-66626. Laus staða Staða lektors í alþjóðastjórnmálum við félagsvísindadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Kennslu- og rannsóknasvið verð- ur almenn greining á alþjóðastjórnmálum og þróun íslenskra utanríkismála. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rann- sóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. mars 1988. Menntanmálaráðuneytið, 2. febrúar 1988. Verksmiðjustörf Starfsfólk vantar í pökkun og frágang. Upplýsingar í síma 11400 og á staðnum. Kexverksmiöjan Frón hf., Skúlagötu 28. nlÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Ritári Iðntæknistofnun íslands óskar eð ráða ritara til starfa. Við bjóðum fjölbreytt starf, sem m.a. felur í sér umsjón með ýmsum verkefn- um. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálf- stætt, hafa góða íslensku- og vélritunarkunn- áttu svo og einhverja tungumálakunnáttu. Upplýsingar um starfið veita Sigríður eða Arnhildur í síma 68700. Umsóknir sendist til Iðntæknistofnunar ís- lands, Keldnaholti, 112 Reykjavík, fyrir 10. febrúar nk. Lausar dósentstöð- ur við raunvísinda- deild Háskóla íslands Við raunvísindadeild Háskóla íslands eru eft- irtaldar stöður dósenta í matvælafræði lausar til umsóknar: Staða dósents í matvælafræði. Dósentinum er ætlað að stunda rannsóknir og sjá um kennslu í matvælaefnafræði og matvæla- efnagreiningu. Staða dósents í matvælafræði. Dósentinum er ætlað að stunda rannsóknir og sjá um kennslu í matvælavinnslu og matvælatækni. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rann- sóknir, svo og námsferil og fyrri störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. apríl 1988. Menntamálaráðuneytið, 29.janúar 1988.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.