Morgunblaðið - 10.02.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.02.1988, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988 Ólafur Skúlason framkvæmda- stjóri, Haukur Guðmundsson starfsmaður og Sveinn Snorra- son stjómarformaður Laxalóns við ísilagða Hvammsvikina. Moregunblaðið/Sverrir Bátur með starfsmenn Strandar og lífeðlisfræðinga Líffræðistofnunar Háskólans á leið í land frá þvi að huga að seiðunum í kvíum fyrirtækisins. Sjókvíaeldi í Hvalfirði: Stefnir í tiigmillj ónatj ón — Fiskurinn frýs í kvíunum BUIST er við að öllum matfiski í sjókvíaeldisfyrirtækjunum i Hvalfirði, Strönd hf á Hvalfjarðarströnd og Hvammsvíkurstöð Laxalóns hf, verði siátrað í dag og næstu daga en talið er víst að laxaseiðin i stöðvunum, 170 þúsund í Hvammsvík og 80 þús- und á Strönd, þoli ekki öllu lengur mikla sjávarkulda í Hval- firði og drepist í kvíunum næstu daga. „í fljótu bragði gæti ég giskað á að okkar tjón nemi um það bU 20 miUjónum króna,“ sagði Finnur Garðarsson fiskifræðingur stöðvarstjóri Strandar. Ólafur Skúlason og Sveinn Snorrason hjá Hvammsvik vildu ekki nefna tölur um tjón fyrirtækisins af völdum kuldans. í Hvammsvík er um að ræða „en svo herti í vindinn, ísinn rak 70-80 tonn af regnbogasilungi, 3-400 gramma stórum, og verður hann auðseljanlegur á neytenda- markað að sögn Olafs Skúlasonar og Sveins Snorrasonar forsvars- manna fyrirtækisins. Hins vegar er nú fátt talið geta bjarga að 170 þúsund laxaseiðum í stöðinni frá því að drepast í kvíunum vegna sjávarkulda, en hitastig sjávar í Hvalfírði hefur nú um 20 daga skeið verið undir frost- marki og frá síðustu helgi undir +1 gráðu. Við það hitastig getur fiskurinn ekki lifað nema í mjög skamman tíma og eru litlar sem engar horfur taldar á að veður hlýni í tæka tíð. „Við höfðum vonast til að ísinn, sem lá hér yfír allri víkinni, veitti ákveðna einangrun og kælingin færi ekki niður fyrir það sem þá var orðið," sagði Ólafur Skúlason og þá flýtti vindbáran fyrir kæl- ingunni." „Þetta er alls ekkert rothögg fyrir okkar fyrirtæki, við höfum dreift áhættunni og rekum þijár stöðvar." Laxalónsmenn vildu ekki segja til um hvert tap- ið vegna laxaseiðanna yrði. Stór- um hluta þeirra átti að slátra í haust. „Meðal ahrifanna sem þetta hefur er það að ársfram- leiðsla okkar verður nú 550 tonn, í stað þess að verða 700 tonn,“ sagði Sveinn Snorrason stjómar- formaður Laxalóns. „Það stafar meðal annars af því að við slátr- um regnbogasilungnum strax í stað þess að bíða næsta hausts. Eins og er gætum fengið 7,5-8 milljónir fyrir hann og það er óneitanlega kostur við silunginn, samanborið við laxinn, að hann er markaðshæfur allt niður í 200 grömm, laxinn þarf hins vegar að vera orðinn allt að því 2 kílóa þungur áður en unnt er að seija hann. Laxinn fæst heldur ekki bættur, það er hægt að tryggja hann gegn öllu öðm en þessu.“ „En þrátt' fyrir allt er ekkert upp- gjafarhljóð í okkur, við emm komnir til að vera,“ sagði Ólafur Skúlasor., framkvæmdastjóri, „við ætlum að auka okkar eldis- rými um rúmlega helming í sum- ar verðum þá með 30 þúsund rúmmetra. Ekki bjartsýnn á áframhaldandi rekstur „Við slátmm okkar matfíski, 20-25 tonnum af laxi, á miðviku- dag og fímmtudag, en áfallalaust' hefði ársframleiðslan orðið 150 tonn,“ sagði Finnur Garðarsson stöðvarstjóri Strandar. „En við verðum að skilja 80 þúsund 3-400 gramma laxaseiði eftir í keijun- um og vona að eitthvað af þeim hafí þetta af.“ í Strönd hefur verið fylgst mjög náið með áhrif- um kuldans á fískinn, 2 sérfræð- ingar frá Lífffæðistofnun Háskól- ans hafa verið þar við rannsóknir á áhrifum mismmunandi fóðurs á kuldaþol físksins og hefur verið fylgst náið með sjávarhitanum og blóðsýni úr fískinum verið tek- in til rannsóknar reglulega. Pinn- ur kvaðst ekki geta sagt til um hve tjón Strandar, sem er hlutafé- lag í eigu 70 fyrirtækja og ein- staklinga, flestra frá Akranesi, yrði. „Fyrirtækið er tiltölulega nýbyijað á þessu uppbyggingar- starfí og hefur nánast engar tekj- ur haft. Við vomm að byggja upp og hefðum náð hagkvæmri stærð ef þessi árgangur hefði komist upp. Ég er ekki bjartsýnn á að við stöndum þetta af okkur, tjó- nið fæst ekki bætt og það gæti, fljótt á litið, orðjð 20 milljónir króna." Við fyrirtækið hafa unnið 4 starfsmenn í fullu starfí auk framkvæmdastjóra í hálfu starfí. Lærdómur, ekki lokadómur yfip kvíaeldi „Hitastig hjá okkur er nú rúm- lega ein gráða á Celsíus og við þolum þessa kulda í allt að einum mánuði í viðbót," sagði Svanur Guðmundsson framkvæmdastjóri Snælax í Gmndarfírði. „Stað- hættir hér em allt aðrir og hag- stæðari en í Hvalfirði. Hins vegar verður áffam kvíaeldi á íslandi, þetta er enginn lokadómur, held- ur lærdómsrík reynsla fyrir kvía- eldi í landinu. Tel að gróðursetning Bjama hafi engin áhrif á rannsóknir - segir dr. Sturla Friðriksson BJARNI Valdimarsson bóndi á Leirubakka í Landsveit ritaði grein sem birtist f Morgunblaðinu í gær þar sem hann segir frá ferð sinni til Surtseyjar sumarið 1964. Segist Bjami hafa tekið með sér fræ og litlar plöntur úr fjönmni við Þorláks- höfn og stungið þeim niður hér og þar í Surtsey þegar enginn sá til. Dr. Sturla Friðriksson hefur fylgst með rannsóknum í Surtsey í 24 ár. Morgunblaðið hafði samband við hann og spurði hvort þessi gróðursetning Bjama hefði áhrif á niðurstöð- Fréttamenn útvarps ákveða að segja sig úrsiða- nefnd B.í. TVEIR fréttamanna ríkisút- varpsins, Friðrik Páll Jónsson og Atli ■ Rúnar Halldórsson, hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til setu í siðanefnd Blaðamanna- félags íslands, þar sem Friðrik Páll hefur verið aðalmaður og Atli Rúnar varamaður. Þeir sögðu í samtali við Morgunblaðið f gærkvöldi, að þessi ákvörðun væri tilkomin vegna niðurstöðu Siðanefndar þess efnis, að frétta- stofa rikisútvarpsins og dægur- máladeild hafi framið alvarleg brot á siðareglum blaðamanna við flutning frétta af svokölluðu „Tangen-máli“. „Mér sýnist á þessum dómi, að hvorki meira né minna en öll dægur- máladeild og fréttastofa útvarpsins sé dæmd í þessu máli,“ sagði Atli Rúnar Halldórsson, þingfréttamað- ur, í samtali við Morgunblaðið. „Ég lít því svo á að ég sem þingfrétta- maður sé einnig dæmdur, þó ég hafí ekki komið nálægt þessu máli og sem dæmdur maður treysti ég mér ekki til að sitja í Siðanefnd. Það mætti alveg eins snúa þessu við og dæma erlendu deildina fyrir það, að ég færi út af sporinu í þing- fréttunum. Ég neita því á hinn bóginn ekki, að mönnum urðu á mikil mistök í fréttaflutningi af þessu máli. Það er langt síðan við áttuðum okkur á því,“ sagði Atli Rúnar Halldórsson. Friðrik Páll Jónsson sagðist ekki vera sammála þessum dómi. „Fréttastofan treysti heimild. Hún brást. Þegar það var ljóst, var frétt- in borin til baka og málið harmað. Eftir það var kært. Siðanefndin virðist ekki telja upphaflegu frétt- ina brot og ég undrast að hún skuli hafa tekið málið að sér,“ sagði Frið- rik Páll Jónsson. Sjá ummæli um úrskurð Siða- nefndar á bls. 20. Skákmótið í Kanada: Allir íslend- ingamirunnu ALLIR íslenzku þátttakendurn- ir á opna alþjóðlega skákmótinu f St. John í Kanada unnu skákir sínar í annarri umferð í gær- kvöldi. Margeir Pétursson vann alþjóð- lega meistarann Burger frá Bandaríkjunum. Helgi vann Sout- ham frá Kanada og Karl Þorsteins vann Ross frá Kanada. Helgi og Margeir eru með 1,5 vinninga og Karl 1. Nokkuð margir skákmenn eru nú með 2 vinninga og vegna ijölda keppenda skýrist staðan tæpast fyrr en líður verulega á mótið. Landsbankinn: Þrjár stöður aðstoðarbanka- stjóra auglýstar BANKARÁÐ Landsbanka ís- lands hefur auglýst þijár stöður aðstoðarbankastjóra lausar til umsóknar. Að sögn Björgvins Vilmundar- sonar bankastjóra, er umsóknar- frestur um stöðumar til 29. febrú- ar. ur rannsoknanna. „Ég held að þessar aðgerðir Bjama Valdimarssonar hafí ekki haft neitt að segja fyrir rannsókn- ir á gróðri í Surtsey. Við sem höf- um fylgst með Iífinu í §urtsey vit- um það ósköp vel að svona að- farir duga afar lítið," sagði Sturla. Hann sagði að þegar Bjami var á ferð í Surtsey hafí ennþá verið gosr í eynni sem var öllu lífí mjög hættulegt. Gosið hreinsaði eyna æ ofan í æ af öllu lífí. Vorið eftir, 1965, fundust 25 fjörukálsplöntur í eynni sem allar uxu upp í reka- rönd. Þær voru allar sprottnar upp af fræi sem þá var auðsjáanlega nýrekið upp í fjöru. „Þegar við athuguðum þessar slóðir 1966 kom í ljós að ekkert af þessum plöntum hafði lifað af veturinn," sagði Sturla. „Við fylgdumst mjög grannt með lífríkinu á þessum tíma og þekkt- um hveija einustu plöntu og viss- um alveg hvemig þær voru til komnar. I Surtsey eru óbliJ skil- yrði og afföllin óvenjumikil. Varla var von að svona lítil sáningarvið- leitni sem Bjami hafði í frammi bæri nokkum árangur." Sturla sagði að Bjami hafí ver- ið á ferð áður en búið var að frið- lýsa Surtsey. Hefði hann gert þetta eftir það væri málið alvar- legra. Surtsey var friðlýst með lögum veturinn 1964. Þá var ákveðið að láta hana gróa upp af sjálfri sér til þess að gera vfsindamönnum kleift að fylgjast með náttúrulegri uppgræðslu eyjarinnar. í dag ' 'KW, ■':/:!// í á m | | a |. BLAÐ B

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.