Morgunblaðið - 10.02.1988, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988
7
Sölustofnun
lagmetis:
Beiðni Síldar
hf. um leyf i
til gaffalbita
framleiðslu
hafnað
SÖLUSTOFNUN lagmetis hef-
ur neitað Slld hf. á Siglufirði
um leyfi til að framleiða gaffal-
bita fyrir Sovétmenn á þeirri
forsendu að fyrir væru í landinu
verksmiðjur sem gætu framleitt
gaffalbita upp í samninga við
Sovétmenn, að sögn Theódórs
S. Halldórssonar framkvæmda-
stjóra Sölustofnunarinnar.
K. Jónsson & Co hf. á Akur-
eyri, Siglufjarðarbær og Verka-
lýðsfélagið Vaka á Siglufirði eiga
hlut í Síld hf. Sigló hf. á Siglu-
firði, sem framleiddi gaffalbita
fyrir Rússlandsmarkað, var nýlega
selt Kaupfélagi Austur-Skaftfell-
inga á Höfn í Homafirði.
„K. Jónsson á Akureyri á 60%
af hlutafé Síldar,“ sagði ísak Ól-
afsson bæjarstjóri á Siglufirði.
„Hlutafé Síldar er 50 þúsund krón-
ur en það átti að auka í 5 milljón-
ir króna ef það skilyrði K. Jónsson-
ar að Síld og K. Jónsson fengju
einkale}rfí á framleiðslu gaffalbita
fyrir Rússlandsmarkað fengist
uppfyllt. K. Jónsson og Sigló hafa
framleitt þá gaffalbita sem hafa
verið seldir til Sovétríkjanna. Átj-
án til tuttugu manns hafa að und-
anfömu unnið við framleiðslu
gaffalbitanna hjá Sigló en þenslan
er svo mikil hér á Siglufirði að
þetta fólk getur fengið vinnu hjá
öðmm fýrirtækjum hér,“ sagði
ísak.
Besta meðalnyt frá upphafi:
- segir Hjörtur Ólafsson eigandi Blöðru
80, en hún mjólkaði mest á síðasta ári
Morgunblaðið/Siguröur Jónsson
Kostagripur sem
gott er að hafa í fjósi
Seifossi
KÝRIN Blaðra nr. 80 á Efri-
Brúnavöllum I á Skeiðum mjólk-
aði mest allra kúa á landinu á
síðasta ári, 9.226 kg mjólkur.
Eigandi Blöðru er Hjörtur Ól-
afsson. Hann er hreykinn af
Blöðru sinni: „Þetta er kosta-
gripur sem gott er að hafa í
fjósi.“ Besta meðalnytin var í
kúm Sturlaugs Eyjólfssonar á
Efri-Brunná í Dölum, 6.187 kg
mjólkur.
Samkvæmt uppgjöri á skýrslum
nautgriparæktarfélaganna var
meðalnytin yfír landið á síðasta
ári 3.986 kg. Er þetta langbesti
árangur hjá bændum landsins frá
því skráning hófst Þetta gerðist
þrátt fyrir að kjamfóðumotkun
hafí verið minni en mörg undanfar-
in ár.
Jón Viðar Jónmundsson naut-
griparæktarráðunautur segir að
gott árferði um allt land komi fram
í þessum árangri, auk þess sem
jafnar framfarir í kúastofninum
almennt séu famar að segja vem-
lega til sín. Þessu til viðbótar
nefndi hann að skerðing fram-
leiðsluréttar bænda hafi leitt til
þess að menn hafí grisjað talsvert
í fjósum sínum og meðaltalið því
batnað. Bændur hefðu því bmgðist
skynsamlega við breyttum aðstæð-
um.
Blaðra er stæðilegur gripur, 8
vetra. Hún bar í janúar á síðast-
liðnu ári og er eins og bestu grip-
imir, eykur nytina jafnt og þétt.
Hjörtur á Brúnavöllum sagði að í
mars hefði dagsnytin verið komin
í 44 kíló. Hann kvaðst gefa nokkuð
af kjamfóðri bæði vegna frekar
slakra heyja og líka vegna þess
að beitarland væri lítið. Að meðal-
tali gefur hann fullmjólka kúm 900
kíló en skammtar góðgætið annars
eftir burðartíma og mjólkurmagni.
— Sig.Jóns. Hjörtur Ólafsson bóndi með Blöðru sína i fjósinu á Brúnavöllum I.
eru ekki bara net!
Á sjónum snýst lífið um eitt: FISK.
Þessvegna gera farsælir skipstjórnar-
menn miklar kröfur til veiðafæra sinna.
NICHIMO og KING eru þorskanet sem
má treysta.
NICHIMO japönsku þorskanetin eru
óvenju fiskin, vönduð og meðfærileg.
KING þorskanetin eru einnig afarfiskin
og í góðum litum.
Taktu upp símann, kannaðu málið.
Nú er rétti tíminn fyrir næstu vertíð.
Mundu að skynsamleg ráðstöfun í landi,
getur komið sér vel úti á rúmsjó.
KRISTJÁN O.
SKAGFJÖRÐ HF.
Hólmaslóð4, sími 24120, Rvk.
INGAPJÖNUSTAN / SÍA