Morgunblaðið - 10.02.1988, Side 17

Morgunblaðið - 10.02.1988, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988 17 I skugga sögunnar Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Sebastian Haffner: Im Schatten der Geschichte. Historischpolit- ische Variationen aus zwanzig Jahren. Deutscher Taschenbuch Verlag 1987. Seabastian Haffner fæddist í Berlín 1907 og varð áttræður 27. desember sl. Hann er meðal áhuga- verðustu höfunda sem skrifa um sögu, stjómmál og samtímaviðburði í Vestur-Þýskalandi nú. Bækur hans fjalla um þýska sögu, einkum 19. aldar. Meðal bóka hans eru: „Anmerkungen zu Hitler", 1978; „Preussen ohne Legende", 1979; „Úberlegungen eines Wechselwáhl- ers“, 1980. Hann setti einnig saman kunna bók um Winston Churchill. Kunnastur er Haffner sem blaða- maður. Hann flúði land 1938, var kvæntur konu af gyðingaættum, fór til Englands. Hann var lítt mæltur á ensku að eigin sögn, en 1940 kom út bók eftir hann, „Germany — Jekyll and Hyde“. Hinn kunni út- gefandi Warburg greiddi götu hans um erfiðasta hjallann, meðan hann var að koma undir sig fótunum á Englandi. Bókin vaxti athygli og hann varð blaðamaður hjá Obser- ver, sem var og er eitt virtasta blað Englands. 1954 sneri hann aftur til Þýskalands og starfði hjá Die Welt til 1963 og síðar Der Stem. Hann er kunnur fyrirlesari í þýsku útvarpi. í þessari sýnisbók úr fyrirlestrum og greinum Haffners frá árunum 1966 til 1983 kennir margra grasa, en allar þessar samantektir eiga eitt sameiginlegt, þær eru allar skemmtilegar og mjög persónuleg- ar. Haffner er aldrei leiðinlegur. Hann sér viðburði fyrri tíðar og samtíðar skýrt og í sögulegu sam- hengi. Skilningur har.s á viðburðum líðandi stundar er sprottinn af meira víðfeðmi en almennt gerist í um- ræðum um dægurmál. Persónulýs- ingar hans eru hnyttnar og hann er einkar laginn að einkenna þær persónur, sem hann fjallar um. Eins og áður segir skrifaði hann ævisögu Churchills og í lýsingu hans á því sem hann dáði mest í fari Churc- hills, birtist gleggst smekkur og viðhorf Haffners sjálfs. Hann er alls ófeiminn að segja skoðanir sínar á atburðum og persónum og óbundinn öllum hugmyndafræðum. Samanburður Haffners á Churchill og Hitler er í grófum dráttur sá, að báðir voru gæddir „charisma", náðu tangarhaldi og tengslum við fjöldann, annar vissi að hann var þegar allt kom til alls aðeins mað- ur, en hinn varð að mynda með sér hugmyndir um ofurmennið til þess að geta fyllt eigið tóm. Annar var fæddur í Blenheim-höll, sem tók honum einkar vel, hinn komst aldr- ei yfir öngstrætisumhverfi fátækra- hverfa Vínarborgar. Annar mælti á þeirri ensku, sem getur hljómað fegurst, hinn öskraði á götu-þýsku, í rauninni er saman- burður Haffners samanburður á aristókratanum og plebeijanum og í því birtist einnig smekkur Haffn- ers, en hvað er það annað en smekk- ur, sem ræður viðbrögðum manna? Þessi sýnisbók skiptist í greina- flokka. Pyrst eru sögulegar athug- anir og íhuganir, þar á meðal um valdatöku Hitlers og Parísarkomm- únuna. Næsti greinaflokkur er um stjórnmál, þar á meðal greinin „Hægri og vinstri", en samkvæmt IL TOLVUPRENTARAR skoðun Haffners hafa hugtökin snúist við, nítjándu aldar hægri stefna er nú tuttugustu aldar vinstri stefna og öfugt. Þriðji flokkur eru svipmyndir af nokkrum einstakling- um, sem kunnir eru af spjöldum sögunnar og í lokaflokknum eru það sem hann kallar „borgaralegar íhuganir". Þar á meðal eru greinar um framfarir og framtíð. Flestallar greinamar eru mjög stuttar, en það er hægt að segja mikið í stuttu máli og í því er snilli Haffners m.a. fólgin. Kveikjan að flestum þessara greina er að viðfangsefnin hafa vakið athygli höfundarins vegna þess að honum var efnið kært eða það vakti leiða hans, svo mikinn Reykjavík: 815 hundar á skrá Sebastian Haffner að hann gat ekki orða bundist. Og það er einmitt þessvegna sem grein- amar og fyrirlestramir verða svo skemmtilegir og athyglisverðir. í ÁRSLOK 1987 voru 815 hundar skráðir í Reykjavík samkvæmt skýrslu heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sem lögð hefur ver- ið fram í borgarráði. Borgarráð veitti 206 undanþágur frá banni við hundahaldi á árinu en 83 leyfi voru afturkölluð ýmist þegar hundar voru aflífaðir eða fluttir úr lögsagnarumdæminu. Átta hundaeigendur voru kærðir vegna meintra brota á samþykkt um hundahald. í skýrslunni kemur fram að all- margir hundaeigendur viðast ekki gera sér grein fyrir að afla þarf leyfis meirihluta húseigenda fyrir hvolpa, þótt þeir séu ekki skráning- arskyldir fyrr en 6 mánaða. Kvört- unum vegna hundahalds fjölgar ár frá ári og bárast 161 kvörtun til eftirlitsins og 39 til lögreglu. Þar af var tvisvar kvartað vegna hunds- bits, 34 sinnum vegna óþrifnaðar, 30 sinnum vegna ónæðis og 137 sinnum vegna lausra hunda. Starfsmenn hundaeftirlitsins vora tveir auk skrifstofumanns á síðasta ári og áttu þeir samstarf við lögreglu og starfsfólk dýraspít- ala. í skýrslunni er bent á að fjar- skiptabúnaði eftirlitsins sé ábóta- vant og ljóst að farsími myndi bæta mjög þjónustun eftirlitsmanna. MAZDA 626 Sedan GLX ------TT- Sjlfoh. <U . Art/d'on i . o r .. :.rT Coupe GTi Frá því að MAZDA 626 kom fyrst á markaðinn hefur hann verið langvinsælasti bíllinn í sínum flokki hérlendis. Nú er 3. kynslóð af þessum geysivinsæla bíl komin á markaðinn nýr frá grunni, stærri, aflmeiri og glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Hatchback 4WS MAZDA 626 kostar nú fráaðeins 658 þúsund krónum. (1.8L Sedan 5 gíra m/vökvastyri) Syningarbilar a staðnum. Opið laugardaga frá kl. 1—5. (stgr. - gengisskr. 8.1.88) ÐILAÐORG HF. FOSSHÁLSI 1, S.68 12 99.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.