Morgunblaðið - 10.02.1988, Síða 18

Morgunblaðið - 10.02.1988, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988 Lánskjaravísitalan og verðlagsþróunm eftir Magna Guðmundsson Það er með ólíkindum, að íslend- ingar skuli hafa tekið upp verð- tryggingu Qármagns þegar verð- trygging vinnu hafði í rauninni gengið sér til húðar. Menn deildu lengi um það hvort kaupgjaldið færi á undan verðbólgunni eða verð- bólgan á undan kaupgjaldinu. Hið rétta er, að þar gekk á ýmsu. Stund- um knúði verðbólgan á kaupkröfur launþega, og í önnur skipti leiddu of snöggar kjarabætur, einkum í hærri tekjuflokkunum, til aukinnar verðbólgu. Við höfðum kaupgjalds- og verðlagsskrúfu. Hið sama hefír gerzt síðustu árin varðandi fjár- magnskostnaðinn. Vextir eru hækkaðir vegna verðbólgunnár, og svo fer vaxtahækkunin sjálf út í verðlagið, eins og dæmin sanna, og eflir verðbólguna. Við höfum vaxta- og verðiagsskrúfu. Þáttaskil voru mörkuð þegar kaupgjaldsvísitalan var afnumin 1983. Ef við hefðum borið gæfu til að afnema lánskjaravísitöluna jafn- framt, hefði opnast möguleiki á því að ná endanlega tökum á verð- bólgunni. í verðbólgu gildir annað tveggja: að lifa við hana og verð- tryggja allt eða lifa án hennar og verðtryggja ekkert. Að taka einn þátt út úr og verðtiyggja hann skapar hagskekkjur, sem fá ekki staðizt til lengdar. Vert er að gera sér grein fyrir því, að kaupgjaidsvísitalan og iáns- kjaravísitalan eru sama eðlis. Hækkun á verði vinnunnar mun að öðru jöfnu draga úr eftirspum vinnuafls, líkt og hækkun á verði peninga mun að öðru jöfnu draga úr eftirspum lánsfjár. Hvorttveggja er að sjálfsögðu háð ytri skilyrðum. Öll lögmál hagfræðinnar era af- stæð. Þannig var því t.d. haldið fram, að hækkun launa hjá konum til jafns við laun karla myndi leiða til atvinnuleysis hjá konum. Svo hefír þó ekki reynzt vera, enda koma aðrir þættir til sögunnar. Á hinu leikur enginn vafi, að í landi með langvinnan óstöðugleika og þunga skuldabyrði er lánskjara- vísitalan stórvirkari verðbólguhvati en kaupgjaldavísitalan. Við hækkun kaupgjaldsvísitölu hækkar launalið- ur í rekstrarkostnaði fyrirtækja. Tilsvarandi hækkun lánskjaravísi- tölu eykur Qármagnskostnað með tvennum hætti: (i) lánsfé, sem not- að er í rekstrinum, verður dýrara og (ii) um leið hækka allar verð- tryggðar skuldir fyrirtækisins og vextir koma svo á upphækkaðan höfuðstólinn. Það er þessi þáttur, sem mæðir mest á framleiðslunni og valdið hefír sívaxandi fjölda gjaldþrota, þeirra á meðal stórfyrir- tækja. Má nærri geta, hvemig árleg hækkun lánskjaravísitölu á bilinu 20—60% leikur fyrirtæki eða stofn- anir, sem skulda tugi eða e.t.v. hundrað milljóna króna. Gagnvart launþeganum horfír málið þannig við: Hækkun kaup- gjaldsvísitölu veitir honum kjara- bót, en hækkun lánskjaravísitölu um sömu prósentustig getur aukið húsnæðiskostnað hans mun meira en kjarabótinni nemur, enda er húsnæðiskostnaður langstærsti út- gjaldaliður í bókhaldi fjölskyldunn- ar. Dæmi: Meðalveðskuld af íbúð- arláni þessa áratugar kr. 1.800 þús. til 21 árs vex í 35% verðbólgu, eins og nú er, á fímm áram upp í kr. 6.860 þús., enda þótt lántakand- inn greiði á sama tíma skilvíslega vexti og afborganir alls kr. 1.854 þús. Með öðram orðum, maðurinn hefír á fimm áram borgað meira en upphaflega lánið og skuldar þó að þeim tíma liðnum rúmlega þre- falda þá fjárhæð. Eftir önnur fímm ár væri staða hans orðinn vonlaus, nema annaðhvort kæmi til hrikaleg launahækkun, sem atvinnurekstur- inn ber ekki, eða snögg hjöðnun verðbólgu, sem ekki er að vænta, meðan lánskjaravísitalan átti sér í reynd stað hjá íbúðareigendum á fyrra helmingi þessa áratugar, einkum 1982—83. Um veðhæfni eignanna var stimdum óvissa, enda hefir markaðsverð fasteigna hvergi nærri alitaf fylgt lánskjaravísi- tölunni, sízt af öllu úti á landi. Við höfum sem sagt verið að greiða sjálfum okkur verðbætur, sem framleiðslan rís ekki undir. Gildir einu, hvort slíkt er gert í nafni lánskjaravísitölu eða kaup- gjaldsvísitölu. Útkoman verður sú ein, að krónan rýrnar — og gengið fellur fyrr eða síðar. Ástæður þess, að við höfum þraukað svo lengi án meiriháttar gengislækkunar, era þijár Fyrst var kaupgjaldsvísitalan skert æ ofan í æ, þá kom „þjóðar- sátt“ á kostnað launþega og loks síðustu árin gífurleg verðmæta- Magni Guðmundsson „Niöurstaðan er sú, að lánskjaravísitalan hefir alið verðbólguna, eins og aðrar vísitölur, en þó þeirra mest.“ aukning í útflutningi. Um leið og dre'gur úr hagvexti, eins og nú, vofír gengislækkun yfír á ný. Það hefír varla farið framhjá. neinum, að hávaxtamenn ásamt svonefndum okurkörlum hafa gert sér far um að þrengja vaxtahugtak- ið. í málflutningi þeirra, ræðu og riti, era vextir ekki lengur verðið — allt verðið — sem greitt er fyrir notkun lánsfjár yfír ákveðið tíma- bil, eins og hagfræðin skilgreinir þá. Vextir era nú að stærstum hluta „verðbótaþáttur", sem mælist af lánskjaravísitölu, sem sjálf breytist mánaðarlega eftir framfærsluvísi- tölu og byggingavísitölu. Þau pró- sentustig, sem umfram era, heita „raunvextir" eða einfaldlega vextir. Þetta lævísa kerfí er til þess gert að tryggja hag „sparifjáreig- enda". í þann flokk eru þó fleiri settir en þar eiga heima. T.d. era þeir, sem verzla á verðbréfamark- aðinum, réttir og sléttir kaupsýslu- menn með sitt veltufé, en ekki sparifjáreigendur í viðtekinni merk- ingu þess orð. Sparifjáreigendur era eigendur banka- og sparisjóðsinn- stæðna, sem bera vexti og era háð- ar uppsagnarfresti. Slíkar innstæð- ur kallast gjaman bundin spari- innlán („time deposits") og era að jafnaði um V3 heildarinnlána. Aðrar innstæður í bönkum og sparisjóðúm era að meginefni viðskiptareikn- ingar, sem þessar stofnanir þjón- usta með æmum kostnaði — og borga þó eigendum þeirra háa inn- lánsvexti gagnstætt venju erlendis. Kostnaðinum er velt yfír á lántak- endur. Hérlendir bankar þurfa 4—6% bil milli innláns- og útláns- vaxta („spread") til að standa und- ir rekstrarkostnaði, meðan bankar í öðram löndum komast af með 1%. Þessum mikla rekstrarkostnaði er einnig velt yfír á lántakendur. Lán- takendur, öðra nafni „skuldarar", hafa orðið að færa milljarða króna fómir á altari þeirra, sem kallast „sparifláreigendur", en era það ekki. Niðurstaðan er sú, að lánskjara- vísitalan hefír alið verðbólguna, eins og aðrar vísitölur, en þó þeirra mest. Hún hefir ívilnað sumum þegnum og féflett aðra. Spumingin er, hvort og hvemig unnt sé að losna úr viðjum hennar. Því verður reynt að svara í annarri grein. Höfundur hefir doktorspróf í hag- frædi Fiðluleikarinn Miha Pogacnik eftir Gunnar Bjömsson í fyrra (1987) birtist í samnefndu riti IDRLART félagsins norska við- tal við fiðlusnillinginn Miha Pogac- nik. Hann er stofnandi og forgöngu- maður hinnar alþjóðlegu IDR- LART-hreyfíngar. IDRLART er skammstöfun fyrir franska heitið „Institut pour le Developpement des Relatione Interculturelles par l’Art“. Á íslenzku gæti IDRLART útlagzt: „Stofnun til örvunar menn- ingartengsla með list.“ Aðalstöðvar IDRLART era í Genf í Sviss, og þar era listahátíðir um allan heim skipu- lagðar. Sem dæmi um staði, þar sem hátíðir hafa þegar verið haldn- ar, má nefna Chártres í Frakk- landi, heimaslóðir Miha Bled í Júgó- slavíu, Santa Cruz í Bandaríkjun- um, Búdapest og Oaxaca í Mexíkó. Miha Pogacnik ráðgerir að koma til íslands þ. 11. febrúar nk. (1988) og halda tónleika þ. 12. febrúar í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þannig gefst nú íslendingum kostur á að kynnast einstæðum fíðluleikara, en eins og fram kemur í viðtalinu, era ekki gefnar út hljóðritanir af leik hans. Fer nú hér á eftir viðtalið, sem norska IDRIART hefur góð- fúslega heimilað þýðingu á og birt- ingu hérlendis: Trúnaðar- bréf afhent HINN 4. febrúar 1988 afhenti Þórður Einarsson, sendiherra, Lazar Mojsov, forseta æðstaráðs alþýðulýðveldisins Júgóslaviu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Júgólsavíu með aðsetri í Stokkhólmi. Miha Pogacnik er þekktur sem einn fremsti fíðluleikari sinnar kyn- slóðar. Hann er fæddur 1949 í Síóv- eníu og býr nú i Bandaríkjunum. Hann stundaði nám hjá Igor Ozym, Max Rostahl, Henryk Szeryng og Josef Gingold í Júgóslavíu og Vest- ur-Þýzkalandi og einnig sem Ful- bright-styrkþegi í Bandaríkjunum. í 5 heimsálfum heldur hann yfír 100 tónleika ár hvert. Hann kemur fram á alþjóðlegum tónlistarhátíð- um, t.d. hátíðinni í Prades, hinu „Carintínska sumri", Bach-dögun- um í Berlín og hátíðin í Dubrovnic er á dagskrá hans. Flestir listamenn af hans gráðu kjósa upptökur, en hins vegar forðast Miha slíkt. Þess í stað er markmið hans að dýpka sambandið á milli listamanns og áheyrenda. Dæmi um þetta era hin- ar íjölmörgu IDRLART-hátíðir um allan heim, sem hann hefur blásið lífí í sfðan 1981. IDRLART-stofnun til örvunar menningartengsla með list, var stofnuð í Genf í Sviss til að gera mögulegar slíkar hátíðir um allan heim. Síðan þá er IDR- IART til í meira en 30 löndum og IDRLART-listahátíðir era haldnar í Bandarílqunum, Ástralíu, Nýja- Sjálandi, Mið- og Austur-Evrópu og í Norður- og Suður-Ameríku. í hvert sinn og á hveijum stað öðra- vísi gestir ekki listasérfræðingar, heldur fólk, sem leggur sig fram um að skilja bæði sig sjálft og ná- unga sinn eins vel og út í æsar og unnt er með listinni. í viðtali við Angelika Oldenburg tjáir stofnandi IDRLART þetta sjálfur: „Miha, þú segir, að þú hafír ekki lengur talið virkni þína sem tónlist- armaður — þú náðir árangri, fram- undan var mikill frami — nægjan- lega m.t.t. að mæta þörfum nútíð- ar. Þetta lá að baki IDRLART- hugmyndinni. Hvar og hvenær kom þetta yfír þig?“ „Það er mér ekki nóg að halda góða tónleika og þar með að gleðja fólk; ég verð að vinna í stærra samhengi. Augnablikið, þegar ég ákvað að draga alveg ný áhrif inn í tónlistina, var á fyrir- lestram, sem Jurgen Schriefer hélt á Bach-vikunni í Emmerson College á Englandi. Þegar ég heyrði í hon- um, sagði ég við sjálfan mig: Þetta er stefnan. Til viðbótar listarskynj- uninni verður að koma vitund- arvíkkun, og við reyndum þetta þá, eins og hægt var, og 1981 kom svo einnig Georg Kiihlewind með. Við sameinuðumst svo um fyrstu tón- Iistarhátíðina í Chartres og það varð í raun alveg sérstök upplifíin. í Chartres lifir andi, sem vart er hægt að lýsa. Jafnskjótt og gengið er inn í dómkirkjuna, er komið í annan heim. Og sá heimur er í nánum tengslum við listræn hug- hrif. í Chartres skildi ég það til hlítar: Það er mikilvægt, að við sköpum aðstæður, þar sem listin er svo þétt sem mögulegt er, svo aflmikil sem kostur er. Allt verður að sameinast í þessa listrænu skynj- un, þannig að hver einstök sál hrær- ist í djúpri merkingu, og að hvert orð, sem eftir þessa skynjun fellur inn í sálina, valdi mjög sterkum áhrifum." „Hvers vegna heldur þú, að listin í nútímanum sé svo mikilvæg?" „f gamla daga skynjaði fólk list- ina sem vera. Manneskjan var með listskynjun strax sett inn í „TAO“. Seinna varð þetta óhlutlægra. Og nú er listin orðin safngripur. Við föram inn í safn og hlustum á tón- verk skv. ákveðinni uþpskrift, eða við hlýðum á sinfóníu nr. 3. Við horfum utan frá; við eram á skilvís- an hátt alin upp við að sjá allt utan frá, en þar með myndast gæðamat, sem aðskilur manninn frá verkinu. Hann dáist að því utan frá, en slíkt þarf að koma fyrst í lokin. Við verð- um að leita nýrrar virkni í listinni, listin verður að hjálpa tækninni. Aðeins siðmenntaður maður getur nýtt tæknina til góðs. Ef við ekki Miha Pogacnik eigum menningu hjartans, þá leiðir tæknin til eyðileggingar. “ „Ert þú þá þeirrar skoðunar, að þetta hlutverk listarinnar sé kjami IDRIART?" „IDRLART-hughrifin urðu ekki til við óraunverulega ímyndun, heldur við mfna hversdagslegu skynjun. Skynji maður sterkt á æfíngum eða tónleikum, þá fyllist maður löngun til að margir upplifí slíkt hið sama, og að fólk þannig vakni upp til nýrra vídda. Nú á dögum er ekki líklegt til árangurs að setja fram óhlutlægar hugsjónir; það gengur ekki lengur í þessum heimi. Við verðum að skapa innri hughrif, þar sem nýjar hugmyndir ná rótfestu.“ „Sellóleikarinn Pablo Casals spil- aði utan við SÞ og tók þar beinlín- is afstöðu til Franco-stjómarinnar. Myndir þú telja, að eitthvað slíkt væri þitt hlutverk?" „Alls ekki. Það er pólitísk að- gerð. Ég er sammála Dr. Kuhle- wind: Ef við vinnum að bata, þá getum við ekki læknað út frá þvi stigi, sem við eram á, heldur aðeins út frá hærra stigi. Það er um að ræða að láta fyrst sitt innra hreyf- ast, að bæta sig, að þróast, þannig að maður síðan virki á ákveðnu sviði, t.d. listasviði, eins vel og hægt er. Þá mun hið neðra svið, það hið rökræna, hægt og sígandi læknast." „Þér fínnst sem sagt ekki stjóm- mál í reynd þýðingarlaus, heldur falli þau ekki að hlutverki IDR- LART?“ „Einmitt. Aðrir möguleikar era til. Við eram ekki hinir góðu og hinir þeir slæmu, en við viljum starfa á okkar hátt, og þá munu dymar opnast." Höfundur er fríkirkjuprestur í Reykjavík. OíTlROn AFGREIÐSLUKASSAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.