Morgunblaðið - 10.02.1988, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988
Úrskurður siða-
nefndar ekki nægi-
lega rökstuddur
- segir Kári Jónasson fréttastjóri útvarpsins
SIÐANEFNÐ Blaðamannafélags íslands hefur úrskurðað að frétta-
flutningur fréttastofu og dægurmáladeildar Ríkisútvarpsins í svoköll-
uðu „Tangen-máli“ hafi verið alvarlegt brot á siðareglum Blaðamanna-
fólagsins, því fréttaflutningurinn hefði ekki byggst á nægilega traust-
um heimildum. Kári Jónasson, fréttastjóri útvarpsins, sagði í samtali
við Morgunblaðið að sér fyndist úrskurðurinn vera ómarkviss og ekki
nægilega rökstuddur og Stefán Jón Hafstein, forstöðumaður dægur-
máladeildar, sagði að um það mætti deila hvort úrskurður nefndarinn-
ar ætti að vera eins harður og raun bæri vitni. Inga Jóna Þórðardótt-
ir, formaður útvarpsráðs, sagði hins vegar að sér fyndist úrskurður
siðanefndar vera eðlilegur því hann væri i samræmi við niðurstöðu
útvarpsráðs á sínum tima.
Markús Öm Antonsson, útvarps-
stjóri, sagðist ekkert hafa um úr-
skurð siðanefndarinnar að segja.
„Þetta er innanhússmál stofnunar-
innar," sagði Markús Öm.
Kári Jónasson, fréttastjóri út-
varpsins, sagði að það hefði verið
álitamál hvort siðanefndin ætti að
taka þetta mál fyrir. „Mér finnst
þessi úrskurður nefndarinnar vera
öðruvísi en aðrir úrskurðir hennar,"
sagði Kári. „Hann er ómarkviss og
það vantar í hann rök. Ég les það
út úr úrskurðinum að fréttastofa
útvarps sé ekki átalin fyrir að birta
sjálfa fréttina heldur að hafa ekki
skýrt frá því að skjal það fyndist
ekki, sem Dag Tangen sagði að sýndi
náið samband bandarísku leyniþjón-
ustunnar við Stefán Jóhann Stefáns-
son forsætisráðherra.
Nefndin sleppti hins vegar að
geta þess að fréttaritari útvarpsins
í Bandaríkjunum reyndi að finna
þetta skjal þar og kom með þær
fréttir fyrstur manna að það væri
ekki til. Fréttastofan treysti því hins
vegar að heimildarmaður hennar
væri áreiðanlegur og ég vil í því
sambandi benda á Waldheim-málið
þar sem ekki fínnast skjöl sem sögð
voru til. Menntamálaráðherra mun
væntanlega á næstunni gefa Alþingi
skýrslu um þetta mál. Það sýnir að
við erum undir meiri þrýstingi en
aðrir Qölmiðlar og ég á von á því
að það verði miklar umræður um
þetta mál, bæði á Alþingi og í fjöl-
miðlum," sagði Kári.
Stefán Jón Hafstein, forstöðu-
maður dægurmáladeildar Rásar 2,
sagði að í fyrsta lagi kæmi þetta
mál aðeins óverulega við sögu hjá
dægurmáladeildinni. „Siðanefnd tel-
ur ógerlegt að setja fjölmiðli algilda
reglu um mál af þessu tagi,“ sagði
Stefán Jón. „Nefndin ítrekar, sem
er sjálfsögð almenn vinnuregía, að
skynsamlegt sé að viðhafa ítrustu
varúð um viðkvæm málefni. Hún
viðurkennir hins vegar að fréttastofa
útvarps hafí ekki haft ástæðu til að
ætla annað en að umrætt skjal birt-
ist daginn eftir að fréttin var fyrst
birt. Þetta eru frumatriði málsins.
Fréttastofan harmaði framvindu
málsins í kvöldfréttum og þótt vissu-
lega sé mjög miður hvemig staðið
var að þessu máli má deila um það
hvort dómur siðanefndar eigi að
vera eins harður og raun ber vitni.
Þetta er slæmt mál fyrir Ríkisút-
varpið en eftir stendur þó þrennt: í
Magnarinn kom-
inn í leitirnar
MAGNARINN, sem hvarf frá
Hótel Sögu í lok janúar, er nú
kominn i leitimar. Unglingspilt-
ur, sem átti leið um hótelið, hafi
hann á brott með aér og fannst
tækið heima hjá honum.
Sagt yar frá því í Morgunblaðinu
27. janúar að magnaranum hefði
verið stolið á meðan tveir lögreglu-
menn, sem áttu að gæta öryggis
gesta á ráðstefnu um nýtingu sjáv-
arspendýra, horfðu á sjónvarp inni
á hótelherbergi. Lögreglumennimir
kvörtuðu við starfsmenn hótelsins
þegar myndin hvarf af skjánum og
fengu annað sjónvarpstæki, en allt
kom fyrir ekki, engin mynd kom á
skjáinn. Þegar að var gætt reyndist
magnari, sem sendi myndir frá
móttökutæki inn á hótelherbergi,
vera horfínn.
fyrsta lagi er spuming hvort íslensk
yfírvöld hafi farið fram á það við
bandarísk að viðhafa sérstaka leynd
um skjöl sem varða Island. I öðru
lagi höfum við engar svipaðar reglur
og gilda í Bandaríkjunum um upplýs-
ingaskyldu stjómvalda. í þriðja lagi
hafa margir helstu fjölmiðlar lands-
ins, sem létu umrætt mál til sín £aka,
þagað himinhrópandi þögn um upp-
ljóstranir Helgaipóstsins sem fylgdu
í kjölfarið. En siðanefndin fjallar
ekki um þögn,“ sagði Stefán Jón.
Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri
Sjónvarpsins, sagði að þetta mál
snerti ekki hans fréttastofíi. „Ég hef
því ekkert um málið að segja,“ sagði
Ingvi Hrafn.
Inga Jóna Þórðardóttir, formaður
útvarpsráðs, sagði að sér fyndist
þessi úrskurður siðanefndarinnar
vera eðlileg niðurstaða. „Úrskurður-
inn er í samræmi við niðurstöðu út-
varpsráðs á sínum tíma sem taldi
að þama hefðu orðið alvarleg mis-
tök,“ sagði Inga Jóna. „Það sem
mestu máli skiptir í þessu sambandi
er að menn læri af reyrislunni. Þetta
má) hefur mikið verið rætt innan
Ríkisútvarpsins og ég treysti því að
eðlileg varkámi verði viðhöfð þar í
framtfðinni," sagði Inga Jóna.
h. --í - "
-i'?-
___________.
Moríjunblaðið/Guðmundur Svansson
Isspöng 35-40 sjómUur norðnorðvestur AF Grimsey um miðjan dag í gær.
Meginísinn 7 0 míl-
ur norður af Skaga
Spangir.og dreifðan ís rekur hratt að landi
HAFÍS er nú tekinn að nálgast landið, meginísinn var enn í
gær um 70 sjómílur undan landi, norður af Skaga. Nær landi
eru spangir og stakir jakar á hröðu reki til suðurs undan þrála-
átri norðanátt. Stakir jakar höfðu náð landi við Grímsey í gær-
morgun og í áætlunarflugi til eyjarinnar um tvöleytið i gær,
sáust ísspöng og dreifðir jakar 35 tii 40 milur NNV af eynni.
Á Veðurstofu íslands fékk
Morgunblaðið þær upplýsingar í
gær, að ísinn væri svipaður og
venjulega á þessum árstíma, en
þó austar. Helst minnti ástandið
núna á það, sem var árið 1979.
en þá var nokkur ís við landið.
Samkvæmt upplýsingum Veður-
stofunnar, var dreifður ís og
íshrafl 40 sjómílur norður af
Langanesi og var það austasti
ísinn, sem frést hafði af. Þá vom
stakir jakar á reki við Grímsey
og ísspangir og jakar 30 til 35
mflur norður af Skaga. Fyrir helg-
ina hafði frést af ís 30 mílur norð-
ur af Homi.
Ekki hafði í gær frést af ís
sunnar en við Grímsey, en búast
má við að hann reki nær landi
undan norðanáttinni. Það er lægð
milli Jan Mayen og íslands, sem
veldur norðan og norðvestanátt
út af Norðurlandi. Undan henni
rekur ísinn hratt að landi. Búist
er við áframhaldandi norðlægum
vindum næstu daga.
Eíga félagar VR að greiða meira
fyrir orlofsferðir en aðrir?
Svar við opnu bréfi stjómar Starfsmannafélags Flugleiða frá Magnúsi L. Sveinssyni
Vegna opins bréfs, sem stjóra
Starfsmannafélags Flugleiða
(STAFF) kýs að senda mér i Morg-
unblaðinu í gær i stað þess að
hafa persónulegt samband við
mig, vil ég ieyfa mér að taka eftir-
farandi fram:
1. Stjóm STAFF vísar I viðtal
Morgunblaðsins við mig síðastliðinn
sunnudag, þar sem skýrt er frá því
að fulltrúar frá VR, BSRB og fleiri
verkalýðsfélögum eigi í viðræðum við
flugfélagið Lion Air í Lúxemborg um
hugsanlegar orlofsferðir I sumar.
Morgunblaðið hefur meðal annars
eftirfarandi orðrétt eftir mér: „Þetta
er enn á viðræðustigi en ekki frá-
gengið." Einnig skýrði ég frá því
að stéttarfélögin hafí staðið í viðræð-
um við Flugieiöir og Samvinnuferðir
um orlofsferðir. Hér kemur skýrt
fram að hér er um viðræður að ræða
en engin ákvörðun um samning hef-
ur verið tekin. Að mati stjómar
STAFF „er hér um að ræða mjög
grófa aðför að hagsmunum þeirra
rúmlega 500 starfsmanna Flugleiða,
sem eru félagar í VR“, eins og segir
orðrétt í hinu opna bréfi STAFF.
Síðar í bréfinu hótar stjóm STAFF
að segja sig úr VR.
Hér eru ekki spöruð stóryrðin og
hótanimar. Rétt er að taka fram,
að mér er kunnugt um, að stjóm
STAFF hefur ekki haldið fund með
starfsfólkinu vegna þessa máls og
hefur því ekkert umboð til að hóta
úrsögn allra starfsmanna Flugieiða
úr VR. Það er mál hvers og eins en
ekki nokkurra stjómarmanna sem
ekki hafa haldið fund með starfs-
fólkinu vegna þessara hótana.
En vegna þessara gífuryrða og
hótana er eðlilegt að spurt sé: Er
það gróf aðför að hagsmunum starfs-
fólks Flugleiða að VR skuli ásamt
öðrum stéttarfélögum leyfa sér að
eiga viðræður við aðra en Flugleiðir
sem miða að því að ná sem lægstu
fargjaldi fyrir félagsmenn stna í or-
lofsferðir til útlanda í sumar?
Það hefur komið fram, að stéttar-
félög hafa staðið í viðræðum við
Flugleiðir og Samvinnuferðir vegna
orlofsferða I sumar en samningar
hafa enn ekki tekist, en umræðum
hefur ekki verið slitið af okkar hálfu
og átti ég síðast í gær símtal við
forstjóra Flugleiða, Sigurð Helgason,
þar sem ég tjáði honum að ekki stæði
til að gera samning við annað flugfé-
lag fyrr en fullreynt væri hvort samn-
ingar tækjust við Flugleiðir um við-
unandi kjör.
2. Viðræðumar sem átt hafa sér
stað við Lion Air eru að frumkvæði
þeirra. Þeir hringdu í starfsmann
BSRB og lýstu áhuga sínum á að
gera stéttarfélögum tilboð í orlofs-
ferðir. Það er því ósatt, sem Margrét
Hauksdóttir, varaformaður stjómar
STAFF, hélt fram á Stjömunni, að
ég hefði leitað eftir samningum við
Lion Air. Það voru þeir sem óskuðu
eftir viðræðum við okkur.
3. Það er ekki nýtt að stéttarfélög
semji um sérstök fargjöld vegna or-
lofsferða. Það gerði BSRB og fleiri
félög til dæmis síðastliðið sumar. VR
var nú boðið að vera með f samnin-
gaumleitunum sem miðuðu að því
að ná sem hagstæðustum fargjöld-
um. Dettur einhveijum í hug að halda
þvf fram f alvöru, að stjóm VR geti
neitað að vera þátttakandi í því að
leita eftir sem hagstæðustum kjörum
á orlofsferðum fyrir félagsmenn sína
og freista þess að ná hliðstæðum
kjörum og launþegum f öðrum stétt-
arfélögum býðst?
Hveiju ætti stjóm VR að svara
félagsmönnum sínum sem spyrðu
hvers vegna VR reyndi ekki að ná
jafn hagstæðum samningum um or-
lofsferðir og önnur stéttarfélög hafa
gert fyrir sína félagsmenn?
Menn verða að gera sér grein fyr-
ir því að orlofsferðir til annarra landa
eru ekki lengur bundnar við tiltölu-
lega fáa hálaunamenn. Þær eru í dag
hluti af almennum kjömm launþega
úr öllum stéttum. Og félagsmenn
VR hljóta að gera þá kröfu til for-
ystu félagsins á hveijum tíma, að
hún tryggi þeim sambærileg Iq'ör og
aðrir launþegar búa við að þessu
leyti.
Margrét Hauksdóttir, varafor-
maður STAFF, sagði f viðtali við
Stjömuna í gær að stjóm STAFF
hefði ekkert við það að athuga þó
BSRB gerði samninga um sérstök
kjör á orlofsferðum fyrir slna félags-
menn. Samkvæmt þvf er það mat
hennar að réttlætanlegt sé að félags-
menn VR búi við verri- kjör en aðrir
launþegar að þessu leyti. Ég efast
ekki um að félagsmönnum VR þyki
það harður kostur ef þeir eiga að
búa einir við önnur og lakari kjör
en launþegar í öðrum stéttarfélögum
að þessu leyti þó stjóm STAFF þyki
það sjálfsagt. Með þessu er stjóm
STAFF að halda því í raun og veru
fram að félagsmenn VR eigi að fóma
hluta af sínum kjörum umfram aðra
launþega sem renna eigi til rekstrar
Flugleiða.
4. Fyrir nokkrum vikum sagði
Sigurður Helgason, forstjóri Flug-
leiða, í viðtali, að ein af aðalástæðun-
um fyrir erfiðum rekstri Flugleiða
síðastliðið ár væru hinar miklu launa-
hækkanir sem orðið höfðu á síðast-
liðnu ári.
Af þvf tilefni og með tilliti til þess
viðhorfs stjómar STAFF, að réttlæt-
anlegt sé, vegna rekstraröryggis
Flugleiða að félagsmenn VR búi við
lakarí kjör hvað orlofsferðir varðar
en aðrir launþegar, er eðlilegt að sú
spuming vakni hvort stjóm STAFF
sé þeirrar skoðunar, að VR eigi ekki
að gera kröfu um hækkun launa
fyrir starfsfólk Flugleiða í þeim við-
ræðum sem nýhafnar em um gerð
nýrra kjarasamninga, vegna hinnar
erfíðu rekstrarstöðu Flugleiða, sem
forstjórinn segir að retóa megi til
mikilla launahækkana. Ég hygg að
starfsfólk Flugleiða muni ekki sætta
sig við það og yrði VR ekki mjög
þakklátt ef það tæki undir slíkt.
5. Ég hefí tekið það fram við fjöl-
miðla, sem við mig hafa talað um
þetta mál, að ég kysi það helst að
gera samning við Flugleiðir. Það tel
ég æskilegast og vil stuðla að þvf.
Það breytir ekki þeirri staðreynd, að
ég tel, sem formaður VR, að ég hafi
ekkert leyfí til að hafna fyrirfram
viðræðum við aðra aðila, sem óska
að gera VR og öðrum stéttarfélögum
tilboð, sem hugsanlega leiða til lækk-
aðra fargjalda og bættra kjara fé-
lagsmanna VR. Slíkt eru ekki
mannasiðir og þjóna hvorki hags-
munum félagsmanna VR né annarra
launþega.
Magnús L. Sveinsson
formaður Verslunarmanna-
félags Reykjavíkur.