Morgunblaðið - 10.02.1988, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚÁR 1988
JOHANN TEFLDISIG
EMN í SKÁKSÖGUNA
Saint John, 7. febrúar 1988. Frá Margeiri Péturssyni, skákskýranda Morgunblaðsins.
ÞAÐ VAR mikil gleðistund á föstudagskvöldið hér í Saint John þegar
Viktor Kortsjnoj, áskorandi í heimsmeistaraeinvigjunum 1978 og 1981,
rétti Jóhanni Hjartarsyni höndina til merkis um að hann gæfi síðustu
skákina í einvigi þeirra hér í Saint John.
Þar með var Jjóst að gífurlegt erfiði Jóhanns hafði ekki verið unn-
ið fyrir gýg. Hann er kominn í hóp átta manna sem tefla um áskoruna-
rréttinn á Garrí Kasparov heimsmeistara árið 1990. Næsti andstæðing-
ur hans í einvígi verður sjálfur Anatólíj Karpov, sem var heimsmeist-
ari í skák frá 1975 til 1985. Það er enn ekki ljóst hvenær það einvígi
fer fram.
Friðrik Olafsson og Boris SpasskQ spjalla saman í St. John.
Eiginkonur Timmans og Shorts fylgdu mönnum sinum til Kanada,
eins og þær hafa báðar gert á skákmót hér á landi.
Undirbúningurinn
Það hefur ekki verið hafður jafn
mikill viðbúnaður fyrir nokkra skák-
keppni íslendinga og einvígi Jó-
hanns. Hann undirbjó sig í marga
mánuði og sinnti engu öðru á með-
an. Ég var snemma í haust ráðinn
til að vera honum til aðstoðar og
nokkru síðar var ákveðið að Friðrik
Ólafsson færi með okkur út. Þeir
Helgi Ólafsson og Jón L. Ámason
voru einnig boðnir og búnir að að-
stoða Jóhann, og það er ekki ofsög-
um sagt að íslenska skákhreyfingin
hafi staðið sameinuð að baki Jó-
hanns. Það var ekkert til sparað til
að hann gæti átt möguleika gegn
Kortsjnoj og Jóhann reyndist
traustsins verður, hann notaði
tímann til undirbúnings vel. Stuðn-
ingurinn við hann náði reyndar langt
út fyrir raðir skákhreyfingarinnar.
Það voru ótrúlega margir aðilar sem
lögðu hönd á plóginn til að létta
undir með Jóhanni.
Ferðin hingað til Saint John gekk
mjög vel og það var vel tekið á
móti okkur við komuna. Aðeins einn
keppandi var mættur til leiks. Það
var sjálfur Viktor Kortsjnoj sem
hafði farið beint yfir Atiantshafið
eftir að hafa teflt á móti í Reggio
Emilia á Ítalíu um áramótin. 1 við-
tali við blaðamenn hér kom fram að
hann hefði notað tímann vestra til
að undirbúa sig með aðstoðarmanni
sínum, bandaríska stórmeistaranum
Dmitri Gurevítsj.
Við hittum Kortsjnoj og aðstoðar-
mann hans strax í veitingasal hótels-
ins fyrsta kvöldið. Það var heilsast
með virktum en frekari samskipti
áttum við ekki við þær herbúðir,
nema á skákborðinu og síðar í gegn-
um dómarana.
Það kom sér vel að mæta snemma
til leiks, þar sem við vorum á meðal
þeirra fyTstu sem komu voru bæði
hótelstjórinn á Hilton-hótelinu og
mótshaldaramir á hjólum í kringum
okkur. Okkur gekk því vel að koma
okkur fyrir með allt hafurtaskið;
skákbækumar, tölvugögnin og aðra
nauðsynlega hluti.
1. skákin: Óskabyrjun
Það er hreinlega ekki hægt að fá
betri byrjun í einvígi en Jóhann fékk
með þessari skák. Hann fékk tæki-
færi til að beita leikaðferð sem hafði
verið rannsökuð gaumgæfilega í
undirbúningnum. Kortsjnoj brást
ekki rétt við. Hann lagði of mikið á
stöðu sína og Jóhann náði geysilega
öflugu frumkvæði. Hann hélt mjög
vel á spöðunum og eftir u.þ.b.
þriggja tíma taflmennsku var ljóst
hvert stefndi, staða Kortsjnojs var
gjörtöpuð. Kortsjnoj átti greinilega
mjög erfitt með að sætta sig við
ósigurinn og dró uppgjöfina í lengstu
lög. Þessi skák var hrikalegt áfall
fyrir Kortsjnoj, ekki sízt vegna þess
að tefld var ein uppáhaldsbyijun
hans, opna afbrigðið í spænska
leiknum. Eftir þetta virtist hann fá
beyg af byrjanaþekkingu Jóhanns,
því hann þorði ekki að beita sínum
gömlu uppáhaldsafbrigðum. Þetta
gerði allan undirbúning fyrir skák-
imar mjög erfiðan, en með þessu
var Kortsjnoj auðvitað líka að taka
mikla áhættu.’
2. skákin: Jóhann stóðst
ágjöfina með svörtu
Nú hafði Kortsjnoj hvítt og vafa-
laust hefur hann gert sér vonir um
að geta jafnað metin strax daginn
eftir ósigurinn. Það er ekki hægt
að segja annað en hann hafi fengið
gott tækifæri til þess, því honum
tókst að koma Jóhanni' á óvart í
byijuninni. Okkar maður eyddi mikl-
um tíma á byijunina, en lenti samt
í lakari stöðu. Jóhann sýndi hins
vegar mikla útsjónarsemi í vöminni,
honum hafði tekist að jafna taflið
með nákvæmum leilqum þegar tíma-
hrakið kom til sögunnar. Spennan í
salnum var gífurleg. Jóhann er mjög
sterkur í hraðskák og á síðustu
mínútunum tókst honum að yfirspila
Kortsjnoj og var kominn með hart-
nær unnið tafl. Rétt fyrir tímamörk-
in urðu honum á mistök og þegar
tímahrakinu lauk í 40. leik hafði
Kortsjnoj náð gagnsókn í endatafl-
inu. Eftir þessi umskipti gerði Jó-
hann sig ánægðan með jafntefli, en
mér sýnist að hann hafi borið of
mikla virðingu fyrir endataflssnilld
Kortsjnojs. Jóhann hefði átt að tefla
þetta endatafl hvassar og hann hefði
örugglega gert það gegn ófrægari
mönnum. Eftir þessa hógværð ís-
lendingsins náði Kortsjnoj örlítið
hagstæðara endatafli, þótt hann
væri peði undir. Hann hafnaði því
jaftiteflisboði Jóhanns. Sem betur fór
náði Jóhann að leysa vandamál sín
á mjög snjallan máta, hann fómaði
peðinu sem hann átti yfir og þegar
skákin fór í bið var staðan steind-
autt jafntefli.
Biðskákin var tefld strax daginn
eftir. Við leituðum dyrum og dyngj-
um að skýringu á því af hveiju
Kortsjnoj þráaðist við að semja en
fundum enga. Svo fór líka að hann
bauð jafntefli eftir örfáa leiki. Þrátt
fyrir að Jóhann hafi brennt af í þess-
ari skák sútuðum' við það ekki. Eft-
ir ónákvæmnina í byijuninni mátti
hann kallast góður að geta jafnað
taflið.
3. skákin: Lognið á
undan storminum
Nú hafði Kortsjnoj svart. Aftur
hóf Jóhann taflið með kóngspeðinu,
en nú kom undurbúningurinn að litlu
haldi því Kortsjnoj lagði sínar uppá-
haldsbyijanir á hilluna en gekk þess
í stað í smiðju til Anatólíj Karpovs,
erkióvinar síns, og varðist með Caro
Kann-vöm. Vegna stöðunnar í ein-
víginu voru engin ævintýri á dag-
skrá hjá Jóhanni. Eftir aðeins 13
leiki fóru keppendumir að þráleika
í stöðu sem að sjálfsögðu var ótefld.
Kortsjnoj er ekki gefínn fyrir stór-
meistarajafntefli og það tók hann
dijúga stund að bijóta odd af oflæti
sínu og samþykkja jafnteflið. í móts-
blaðinu var gefíð í skyn að bleik
væri brugðið þegar gamli baráttu-
jaxlinn slíðraði vopnin svo fljótt.
4. skákin: Glæsilegur
varnarsigur
Kortsjnoj greip í þessari skák tii
síns venjulega byijanakerfís með
hvítu, þannig að nú gat Jóhann kom-
ið honum nokkuð á óvart. Jóhann
valdi hið svokallaða broddgaltaraf-
brigði og hann sagðist hafa skynjað
að Kortsjnoj mislíkaði það val á þann
hátt að kappinn gretti sig og studdi
nokkuð þungt á klukkuna. Kortsjnoj
hefur aldrei vegnað sérlega vel gegn
þessu ágæta afbrigði, sem dregur
nafn sitt af því að svartur stillir liði
sínu nokkuð hógværlega upp, en
rekur fram brodd þegar minnst var-
ir. Hvítur verður að meðhöndla
broddgöltinn með mikilli þolinmæði,
sem Kortsjnoj hefur ekki tekist að
gera í seinni tíð.
Byijun Jóhanns heppnaðist mjög
vel, hann jafnaði taflið léttilega, en
varð fullbjartsýnn, m.a. vegna þess
að Kortsjnoj eyddi miklum tíma, og
fór að leika ónákvæmt í miðtaflinu.
Þar. sem báðir eyddu óhóflega mikl-
um tíma varð spennan næstum því
óbærileg fyrir okkur íslendingana í
Saint John, því það var ljóst að upp-
gjörið færi fram í tímahraki, rétt
eins og í annarri skákinni. Þegar
okkur leið hvað verst, eftir 25 leiki,
var Jóhann með stöðu sem leit illa
út og hafði glatað tímaforskoti sínu.
Hann átti þá aðeins sjö mínútur eft-
ir á 15 leiki, en Kortsjnoj átta. En
þá tók Jóhann hárrétta ákvörðun er
hann tók peð, sem við fyrstu sýn
virtist eitrað. Það tók Kortsjnoj fimm
dýrmætar mínútur að finna svar við
þessari óvífni piltsins og hann ákvað
að fóma skiptamun. Þetta hafði Jó-
hann séð fyrir og hann svaraði með
því að skjóta inn í snjöllum peðsleik,
áður en hann þáði fómina. Þetta
ruglaði Kortsjnoj eitthvað í ríminu,
en honum tókst samt að byggja upp
sókn sem virtist mjög hættuleg.
Hefði Jóhann ekki í 33. leik, er hann
átti aðeins tvær mínútur eftir, fund-
ið annan geysisterkan peðsleik, er
hætt við að fífldjörf áhættutafl-
mennska Kortsjnojs hefði skilað til-
ætluðum árangri. Eftir að þessi
sterki leikur kom á tölvusýningar-
borðið var okkur ljóst að Jóhann
hafði allt sitt á þurru og eftir 35.
leik Kortsjnojs tók fallvisirinn það
ómak af honum að þurfa að gefast
upp.
Eftir þennan glæsilega vamarsig-
ur datt okkur auðvitað ekki í hug
að nú fyrst væri keppnin að byija.
Við vissum auðvitað að það er aldr-
ei hægt að afskrifa Kortsjnoj, frem-
ur en vestur-þýzka fótboltalandslið-
ið, en að fjörbrot hans yrðu jafn
ógurleg og raun bar vitni áttum við
auðvitað ekki von á.
Eftir þessa erfiðu skák tók við
kærkominn frídagur. Er við Jóhann
og Friðrik vorum í gönguferð í
„Kringlunni" í Saint John hittum við
ungverska stórmeistarann Lajos
Portisch, sem þá hafði náð foryst-
unni í einvígi sínu við Sovétmanninn
Vaganjan. „Þú varst heppinn í gær,“
sagði Portisch við Jóhann með sinni
djúpu bassarödd og sagði okkur frá
vinningsleið sem hann taldi Kortsj-
noj hafa átt. Er við komum aftur
upp á hótel urðum við auðvitað að
kanna réttmæti fullyrðingar Ung-
veijans og fundum einnig vöm fyrir
Jóhann í því tilviki. Það hefur því
enn ekki verið sýnt fram á neinn
vinning fyrir Kortsjnoj í skákinni og
fáránlegt að tala um heppni Jó-
hanns.
5. skákin: Skákblinda
og vandræðin byrja
Það var ekkert grín að ætla sér
að giska á hvaða vopni Kortsjnoj
myndi beita með svörtu til að bjarga
sér af hengifluginu. Okkur datt
margt í hug, en þó allra síst að hann
myndi beita mjög tvíeggjuðu af-
brigði Sikileyjarvamar sem ýmist er
kennt við upphafsmanninn Lasker,
eða Sovétmanninn Svestsnjíkov, sem
endurvakti það á áttunda áratugn-
um. Þessari byijun hefur Kortsjnoj
aldrei beitt áður svo vitað sér.
Jóhann fór snemma út af alfara-
leiðum og fékk góða stöðu, en cftir
byijunina var hann of hikandi óg
Kortsjnoj hefði getað fengið þægi-
lega stöðu. En þá var Kortsjnoj of
fljótfær, honum varð greinilega á
yfirsjón og margir héldu Jóhann
vera kominn með unnið tafl. En
málið var alls ekki einfalt, staðan
var miklu flóknari en flesta grun-
aði. Líklega hefur Jóhanni fundist
að það hlyti að vera mjög hagstæð
leið í stöðunni, þegar har.n átti að
vera að leita leiða til að halda í horf-
inu. Er hann átti tæplega hálfa
klukkustund eftir, í 28. leik, hugsaði
hann sig um í átta mínútur, lék
hrottalega af sér og varð að gefa
taflið í 30. leik.
Yfirsjón Jóhanns var svo slæm
að hún hefði ekki átt að henda hann
í hraðskák. í þessari skák byijaði
Kortsjnoj að láta það eftir sér að
standa fyrir framan borðið þegar
Jóhann átti leik og rugga sér til og
frá. Um leið og við tókum eftir þessu
kvartaði Friðrik við Gligoric, yfir-
dómara, án þess að fá nokkur við-
brögð. Það reyndist sterkt síðar, að
hafa byijað að mótmæla, áður en
Jóhann fór að tapa.
Eftir þetta var einvígið aftur opið
í báða enda, Kortsjnoj nægði nú að
vinna á hvítt til að jafna metin.
6. skákin: Algjört afhroð
Það er auðvitað bezt að skrifa sem
allra minnst um þessa skák, Jóhann
var alveg heillum horfinn. Hann
beitti broddgaltarafbrigðinu aftur,
en kom nú ekki að tómum kofunum
hjá Kortsjnoj sem kom með nýjung
í 10. leik, sem var leikið með smell
og lamið á klukkuna. Jóhann fann
ekki gott svar við þessu, enda fylgdi
andstæðingur hans nýjungunni eftir
með því að bijóta öll siðalögmál á
þessum viðkvæma punkti í skákinni.
Eitt atvik í byijuninni var þannig
að mér blöskraði alveg. Kortsjnoj
stóð upp á sviði, u.þ.b. tveimur metr-
um fyrir aftan sæti sitt og horfði á
stöðuna á sýningarborðinu. Hann
ruggaði sér fram og til baka og
reykti sígarettu. Þetta stundaði hann
mestalla skákina, en þó tók út yfir
allt þegar hann gaf sér gftðan tíma
til að drepa í sígarettunni í ösku-
bakka við hliðina á skákborðinu á
meðan Jóhann var að hugsa. Það
gaus að sjálfsögðu upp mikill reyk-
ur, eftir þetta var ég ekki í nokkrum
vafa um það að aðeins ásetningur,
en ekki eigin taugaveiklun, væri það
eina sem gæti skýrt hegðun Kortsj-
nojs.
Að sjálfsögðu fer svonalagað í
taugarnar á öllum skákmönnum, ég
þekki það af eigin reynslu, og nú
kvartaði Friðrik enn og aftur við
Gligoric, sem harðneitaði að grípa
inn í skákina, hann vildi ekki einu
sinni tala við Kortsjnoj, biðja hann
um að hætta.
Á meðan versnaði staðan á skák-
borðinu sífellt. Sextándi leikur Jó-
hanns var afskaplega slæmur, eftir
hann voru úrslitin ráðin og eftir
aðeins 26 leiki fékk Kortsjnoj ódýran
vinning á silfurfati.
Þetta var hrikalegt áfall, að missa
hartnær unnið einvígi út í framleng-
ingu og mér skilst af fréttum að
heiman að þeir hinir sömu sem af-
skrifuðu Kortsjnoj eftir fjórar skákir
hafi nú afskrifað Jóhann. Okkar
maður tók þessu furðanlega vel, við
fórum strax í gönguferð eftir skák-
ina og ræddum hvað skyldi taka til
bragðs, það var greinilegt að hegðun
Kortsjnojs var farin að fara svo mik-
ið í taugamar á Jóhanni að hann
myndi ekki geta einbeitt sér í fram-
lengingunni við óbreyttar aðstæður.
Eitthvað varð að gera í málinu og
þá kom nærvera Friðriks Ólafssonar
í meira en góðar þarfir. Um miðnæt-
tið fórum við Jóhann í mjög langa
gönguferð, en Friðrik fór að leggja
ráðin með að sannfæra mótsstjórn-
ina og dómarana um að við svo
búið mætti ekki standa.
Daginn eftir svaf Jóhann út, en
Friðrik mætti fyrir hann til að draga
um liti í framlengingunni. Þá kom
merkilegt atriði í ljós, mótshaldar-
amir höfðu ákveðið að færa þau tvö
einvígi sem eftir vom inn að miðju
salarins, til hagræðis fyrir þá og
áhorfendur. Þrátt fyrir að þetta
væri ákveðið harðneitaði Kortsjnoj