Morgunblaðið - 10.02.1988, Síða 29

Morgunblaðið - 10.02.1988, Síða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988 Bygging nýrrar endur- vinnslustöðvar í Doun- reay er enn langt undan Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunríarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Ahyggjur Norðmanna - segir Mark Chapman sendiherra Breta UNDANFARIÐ hafa orðið töluverðar umræður í fjölmiðlum og á Alþingi um fyrirhugaða byggingu endurvinnslustöðvar fyrir brennslu- efni kjarnorkuvera við Dounreay í Skotlandi. Hefur Alþingi nú álykt- að gegn því, að stöðin í Dounreay verði stækkuð. íslendingar hafa áhyggjur af því að geislavirk efni frá verinu muni berast með haf- straumum til íslands með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Morgun- blaðið sneri sér til Marks Chapmans, sendiherra Breta hér á landi, og bað hann að svara nokkrum spurningum varðandi starfsemina í Dounreay. Johan Jörgen Holst, varnar- málaráðherra Noregs, er um þessar mundir á ferðalagi til höf- uðborga Vestur-Þýskalands og Bandaríkjanna meðal annars í því skyni að ræða hvemig brugðist skuli við auknum flotaumsvifum Sovétmanna á hafsvæðinu milli íslands og Noregs. Þvert á þá mynd sem Sovétmenn hafa leitast við að draga af sjálfum sér undan- fama mánuði og á að sýna þá sem afvopnunarsinna á norðurslóðum berast nú fregnir um aukin flota- umsvif þeirra á Noregshafi. Fyrir skömmu skýrðu Norðmenn frá því að skammt austan við landamæri þeirra hefðu Sovétmenn tekið í notkun ný hafnarmannvirki fyrir risakafbáta. í síðustu viku vék Johan Jörgen Holst að því í ræðu, að Sovétmenn virtust vera að setja stýriflaugar, er geta borið kjam- orkuvopn, í kafbáta, sem áður fluttu langdrægar kamorkueld- flaugar um heimshöfín. Benti Holst á, að ríkjum Evrópu kynni að standa ógn af nýjum kjam- orkuvopnum í hafinu sem kæmu í stað þeirra landeldflauga sem uppræta skal, samkvæmt afvopn- unarsáttmálanum sem þeir Ron- ald Reagan og Míkhaíl Gorbatsjov undirrituðu í Washington í des- ember. Þeir sovésku kafbátar, sem hér um ræðir, hafa komið rækilega við sögu í umræðum um íslensk öryggismál. Þetta eru kafbátar af svonefndri Yankee-gerð og voru fyrstu kafbátamir, sem Sov- étmenn eignuðust er voru þannig úr garði gerðir að unnt var að nota þá til að skjóta kjamorkueld- flaugum á skotmörk í Banda- ríkjunum. A hinn bóginn voru þessar flaugar ekki langdrægari en svo, að kafbátamir urðu að sigla suður fyrir ísland til að hægt væri að skjóta banvænum farmi þeirra til Bandarílganna. Vegna Yankee-kafbátanna má segja, að kafbátaeftirlit frá íslandi hafí fengið stóraukið vægi og orð- ið hluti af miðkerfínu svokallaða milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, það er því öiyggiskerfí, er byggist á langdrægum kjamorku- vopnum. Nýir kafbátar Sovét- manna af gerðunum Delta og Typhoon hafa komið í stað Yankee-bátanna sem fljótandi eld- flauga-skotgallar. Við það breytt- ist hlutur Islands í miðkerfinu. Nú birtast Yankee-kafbátamir í nýju hlutverki í nágrenni íslands með eldflaugum sem einkum er beint gegn Evrópuríkjum. Þegar ljóst var, að samkomulag myndi takast um upprætingu meðaldrægu eldflauganna á landi, vora margir vestrænir Qölmiðla- menn, meðal annars hér á landi, uppteknir af því, að kannski myndu NATO-ríkin láta kjam- orkuflaugar á sjó koma í stað þeirra, sem yrðu rifnar á landi. Þá var á það bent, meðal annars hér á þessum stað, að 1979 hefði NATO hafnað þeim kosti að setja meðaldrægar flaugar um borð í skip. Það væri í ósamsræmi við skuldbindingar Bandaríkjamanna samkvæmt samningi um' uppræt- ingu slíkra flauga á landi að flytja þær um borð í skip. Þetta er stefna NATO. Sovésk stjómvöld veigra sér greinilega ekki við að fjölga kjamorkuvopnum í hafínu eftir fækkun þeirra á landi og þess verður ekki vart hjá þeim, sem reyndu að gera NATO tortryggi- legt, að þeim þyki ástæða til að hafa uppi andmæli gegn kjam- orkuvæðingu Sovétmanna á haf- inu milli íslands og Noregs. Ekki hefur þess heldur orðið vart, að íslensk stjómvöld láti þetta mál til sín taka. Þess vegna er sérstök ástæða til að fagna þVí að Johan Jörgen Holst, vamarmálaráðherra Noregs, láti í ljós áhyggjur fyrir hönd næstu nágranna Sovét- manna í norðurhöfum, þegar hann ræðir við ráðamenn í Bonn og Washington, en frá Þjóðveijum og Bandaríkjamönnum er að vænta mótvægis við útþenslu Sov- étmanna á höfunum. Ullin og Sovétmenn Morgunblaðið hefur oft lýst því eðli viðskipta við Sov- étríkin, að einn góðan veðurdag geti viðsemjendur Sovétmanna setið andspænis sviplausu kerfí þar sem enginn ber ábyrgð og ómögulegt er lengur að efna til viðræðna á eðlilegum viðskipta- forsendum. Þetta er að gerast í ullarviðskiptum Sovétmanna og íslendinga. Yfírvöld í Moskvu loka nú öllum dyram á íslensku samn- ingamennina. Er því borið við að ekki sé til neinn gjaideyrir til að kaupa ullarvörar frá íslandi. Viðskipti við Sovétríkin era óhjákvæmilega pólitísk og á stundum ræður pólitíkin því alfar- ið, hvort skipt sé við eitthvert ríki eða ekki. Hvað eftir annað hefur verið sýnt fram á, að pólitísk við- horf ráða gerðum viðsemjenda íslendinga í Moskvu. Með hliðsjón af framgöngu Sovétmanna í við- ræðunum um söluna á ull héðan og pólitíska þættinum í Sovétvið- skiptunum er það í senn rökrétt og tímabært hjá Friðriki Sophus- syni, iðnaðarráðherra, að vekja máls á því, að starfsmönnum sov- éska- sendiráðsins í Reykjavík verði fækkað, ef viðskiptin milli landanna dragast saman. Ætti Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisviðskiptaráðherra, að fylgja þessum orðum eftir með markvissum aðgerðum. Hvaða starfsemi fer nú fram í Dounreay? Hvernig er hún í samanburði við Sellafield þar sem varð meiri háttar slys áiið 1957? í Dounreay er miðstöð áætlunar- innar um þróun kjarnaofna er nýta hraðar nifteindir. Fyrsti ofninn þeirrar tegundar var tekinn í notkun árið 1959 og var hann jafnframt sá fyrsti í heimi sem notaður var við framleiðslu rafmagus til al- mennra nota. Önnur frumgerð slíks kjamaofns var tekin i notkun árið 1974. Báðar gerðimar hafa reynst afburða öruggar og áreiðanlegar. Annað hlutverk Dounrey er að framleiða og endurvinna brennslu- efni fyrir kjarnaofna sem nýta hrað- ar nifteindir. Meginhlutverk Sellafi- eld versins á hinn bóginn er endur- vinnsla brennsluefnis fyrir magnox-kjamaofna. Ég bendi líka á að eftir slysið í Sellafield var þeim ofni sem þá var í notkun lokað og miklar breytingar gerðar á hönnun kjamorkuvera og allt eftirlit hert. Einnig var sett á fót stofnun sem annast eftirlit með öryggisráðstöf- unum í breskum kjamorkuverum. Slys á borð við það sem átti sér stað í Sellafield gæti ekki endurtek- ið sig við núverandi aðstæður. Til hvaða ráðstafana hefur verið gripið til að hindra mengun af völdum kjarnorkuúrgangs frá Dounreay? Úrgangurinn frá Dounreay er allur lággeislavirkur og fylgst er með afdrifum hans af eftirlitsnefnd (UKAEA) sem starfar á vegum Mengunarvama iðnaðarins. Þessir aðilar ákveða hámark úrgangs og á hvem hátt megi losa sig við hann. Þetta er gert til að tryggja eftirlit með úrgangi í samræmi við alþjóð- leg viðmiðunarmörk varðandi geislavirkni sem almenningur og umhverfi má verða fyrir. Um er að ræða þijá flokka úrgangs: Fljótandi úrgangur rennur út í Pentlandsfjörð. Áður hefur úrgang- inum verið safnað saman og sýni tekin úr honum til þess að tryggja að unnt sé að losa hann í samræmi við gildandi reglur. Sýni eru einnig tekin þegar verið er að losa úrgang- inn í sjóinn til að mæla magn geisla- virkninnar í úrganginum. Heimilt er að losa loftkenndan úrgang í andrúmsloftið. Agnir eru stöðugt síaðar úr úrganginum og eru síumar tengdar við viðvörunar- kerfi sem stöðvar framleiðsluna í verksmiðjunni um leið og óvenju mikil geislavirkni mælist. Mest er af Krypton 85 í úrganginum en það er eðallofttegund sem hefur lítil áhrif á umhverfið og þynnist skjótt í andrúmsloftinu. Úrgangur á föstu formi, sem inniheldur aur, leifar úr framleiðsl- unni, auk tækja sem tekin eru úr notkun, er grafinn til frambúðar á þar til gerðu svæði nærri Dounreay. Eftirlit með framleiðslunni er nauðsynlegt og mengunarvernd iðnaðarins gerir stöðugt eftirlit af hálfu verksmiðjunnar að skilyrði fyrir framleiðsluleyfi. Auk þess fylgist stofnunin sjálfstætt með verinu fyrir hönd innanríkisráðu- neytis Skotlands. Hvort eftirlitið um sig nær ekki einungis til úrgangsins sjálfs heldur einnig áhrifa hans á umhverfið. Niðurstöður staðfesta að úrgangur frá Dounreay hefur lítil áhrif á umhverfíð. Sem dæmi má nefna að sá sem æti reglulega skelfísk úr sjónum nærri Dounreay yrrðí ekki fyrir meiru en 3% þeirrar geislunar sem alþjóðlegir staðlar setja sem viðmiðunarmörk. Ef geislavirknin í sjónum umhverfis Orkneyjar væri í drykkjarvatni þá myndi hún ekki samsvara meiru en Viooo úr prósenti af venjulegri nátt- úrulegri geislun sem menn verða fyrir. Framtíðarhorfur Hverjar erp framtíðarhorf- umar varðandi rannsóknaráætl- unina um kjarnaofna, sem nýta hraðar nifteindir í Dounreay, séðar frá bæjardyrum breskra stjórnvalda? Skilyrði fyrir því að endur- vinnslustöðin verði stækkuð og þró- uð er að hlutaðeigandi Evrópu- bandalagsríki (þar á meðal Bret- land) samþykki að halda áfram áætlun um þróun kjamaofna sem nýta hraðar nifteindir. Nokkuð langt virðist í land með að áætlunin verði samþykkt. Ekki eru uppi nein áform um þróun og breytingar í Dounreay fram að því. Verði áætlunin samþykkt hvemig er þá hægt að tryggja að geislavirkni aukist ekki? Ef samþykkt yrði tillaga um að þróa evrópska endurvinnslustöð í Dounreay þá hafa aðstandendumir (British Nuclear Fuels Limited og UKAEA) heitið því að geislavirkni frá verinu aukist ekki. Einnig felst í skuldbindingum aðstandenda að fljótandi úrgangur verði minni en við núverandi aðstæður. Hvað loft- kennda úrganginn varðar þá er stefnan sú að minnka eða fjarlægja öll geislavirk efni úr honum sem gætu haft marktæk áhrif á um- Frá upphafi ráðunautafundarins á mánudag. Morgunblaðið/Emilía Sauðfjárrækt og fisk- eldi á ráðunautafundi RÁÐUNAUTAFUNDUR Búnaðarfélags íslands og Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins hófst á mánudag. Stendur hann fram á föstu- dag. Fundur þessi er árlegur viðburður og að þessu sinni verða flutt- ir 60 fyrirlestrar. Að þessu sinni er Qallað um 8 efnisflokka á ráðunautafundinum: Mánudag og þriðjudag var rætt um saufjárrækt, stöðu, stefnu og framtíðarmöguleika. Miðvikudag- urinn fer í umflöllun um fískeldi. Á fímmtudaginn er á dagskrá tölvu- notkun, tenging búnaðarsamband- anna við móðurtölvu Búnaðarfélags íslands, bændabókhald, Búreikn- ingastofa landbúnaðarins og hag- fræði. Þann dag er einnig fjallað um heysjúkdómarannsóknir. Á föstudeginum er rætt um nauta- kjötsframleiðslu og skjólbelti og bændaskóga. Yfír 100 menn sækja ráðunauta- fundinn. Það era, auk héraðsráðu- nautanna, ráðunautar Búnaðarfé- lags íslands, bændaskólakennarar, vísindamenn og fleiri. í frétt frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðar- ins kemur fram að fundurinn er í raun liður í sfrnenntun- þeirra, vett- vangur fyrir nýjar hugmyndir, kenningar, niðurstöður, áætlanir og stefnumótun. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988 29 Mark Chapman, sendiherra Breta á íslandi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg hverfí. Þetta verður gert til að tryggja að hin litla geislun sem al- menningur verður nú fyrir aukist ekki. Hvernig bregðast bresk sljórn- völd við mótmælum íslands og annarra NATO-ríkja vegna áforma um að stækka verið í Dounreay? Verður samráð haft við þessi ríki áður en stækkun versins kemur til framkvæmda? Bretar eru ætíð reiðubúnir að hlýða á sjónarmið annarra ríkja. Stjóm viðkomandi lands tekur þó sjálfstætt ákvörðun um að losa geislavirk efni í sjó með tilliti til alþjóðlegra takmarkana og viðmið- ana. Bretland tekur kvaðir sínar samkvæmt alþjóðlegum skuldbind- ingum mjög alvarlega og fylgir al- þjóðlegum viðmiðum út í æsar. Stofnanir á vegum hins opinbera hafa stöðugt eftirlit með höndum til að tryggja að geislavirkni í haf- inu umhverfis Bretland stofni ekki mannlegu lífí í hættu með því að nienga fiskistofna eða á nokkum annan hátt. Niðurstöður eru birtar reglulega og sendar erlendum ríkis- stjómum. A nýlegri ráðstefnu í London um Norðursjó tók Bretland þátt í þyí ásartlt öðrum Norðursjáv- arríkjum að lýsa yfir vilja til að virða þau viðmið sem viðurkennd alþjóðasamtök mæla með. Einnig að færa sér bestu fáanlega tækni í nyt til að minnka mengun sjávar- ins meðal annars af völdum geisla- virks úrgangs frá endurvinnslu- stöðvum. Mjólkurlaust víða í Reykhólahreppi Miðhúsum, Reykhólasveit. VEGURINN fyrir Gilsfjörð hefur verið ófær. Síðastliðinn sunnudag var áætlunarbillinn 10 klukkutíma frá Reykhólum til Reykjavíkur. Á mánudaginn komst mjólkurbíllinn ekki hingað vestur og er því viða mjólkurlaust því að mjólki býlisstaðirnir hér mjólkurlausir. Margir bændur eru farnir að kaupa mjólk vegna of mikillar stjómunar. Stjóm mjólkurbúsins er margsinnis búin að senda frá sér áskoranir um veg yfir Gilsflörð. Læknisþjónusta okkar Reykhóla- hreppsbúa er frá Búðardal og má á það minna að aðalfundur heilsu- gæslustöðvarinnar í Búðardal hefur samþykkt að skora á samgönguyfír- völd og þingmenn Vesturlands og Vestfjarða að tryggja að hönnun og smíðar brúar yfír Gilsfjörð frá Kaldrana í Króksfjarðames verði lokið á næstu árum svo að byggð- arröskun verði ekki meir en orðið er. Þess má líka geta að svipaðar samþykktir er búið að senda' frá heilsugæslustöðinni í Búðardal síðan 1981. Árið 1982 var safnað hér og í Dalasýslu 534 undirskrift- um þar sem áhersla er lögð á vega- gerð yfír Gilsfjörð. Einnig hefur sýslunefnd Austur-Barðastrandar- sýslu og hreppsnefnd Reykhóla- framleiðendum fækkar og þétt- hrepps sent frá sér áskorun á stjómvöld að vinna að þessu brýna samgöngumáli. Fyrrverandi samgöngumálaráð- herra og núverandi þingmaður Vestfjarða, Matthías Bjamason, hefur verið mjög jákvæður um þessa framkvæmd alla. Vegagerðin hefur verið að láta kanna vegar- stæðið yfir Gilsfjörð og virðist veg- arstæðið vera allgott. En þess ber að geta að Gilsfjörður er mjög grunnur og fer að mestu á þurrt um fjöru en muriur á flóði og fjöru er með því mesta hér á landi eða 4-5 metrar. Vegalengdin á milli Reykhóla og Búðardals mundi stytt- ast um 15-20 kflómetra. Með þess- ari vegagerð mundi snjóþungum og hættulegum vegi verða lokað að mestu fyrir umferð með tilkomu vegar yfir Gilsfjörð og veg yfir Kollafjarðarheiði. Má því ætla að bflfært yrði flesta daga ársins á milli Ísaíjarðar og Reykjavíkur. — Sveinn AF ERLENDUM VETTVANGi eftir SVEIN SIGURÐSSON Umferðarþungi í Budapest. Ungveijar urðu fyrstir til að beita sér fyrir ýmsum endurbótum á efnahagslifinu og um tima virtust þeir ætla að bijótast út úr þeim farvegi, sem kommúnískt efna- hagskerfi er komið í. Nú hefur aftur sigið á ógæfuhliðina. Komast kommúnistaríkin ekki upp ur skuldafeninu? Kerfið sjálft kemur í veg fyrir framfar- ir og skuldabagginn þyngist ár frá ári Kommúnistaríkin i Austur-Evrópu eru öll skuldunum vafin og reyna að leita ýmissa leiða til að standa í skilum við lánardrottna sína á Vesturlöndum. Upphaflega var féð fengið að láni til að auka útflutning og þar með gjaldeyristekjumar en þess era fá dæmi, að það hafi haft önnur áhrif en að auka skuldirnar og þær vaxa ár frá ári. Vegna þessa, segja sumir hag- fræðingar, vilja sumar ríkis- stjómir Austur-Evrópuríkjanna gera í líkingu Míkhaíls Gor- batsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna, og beita sér fyrir „perestroika", endurskipulagningu, sem jafnvel gæti haft í för með sér, að þegn- amir fengju örlitla nasasjón af fijálsum markaðsháttum. „Undirrót vandans var og er, að kerfið er ófært um að greiða fyrir aukinni framleiðni," segir David Dyker, hagfræðingur við Sussex-háskólann í Englandi og maður sérfróður um kommúnískt hagkerfí. Fréttamenn Reuters um alla Austur-Evrópu segja oft frá glímu stjómvalda þar við þennan vanda — hvemig þær eigi að framleiða og selja það, sem aðrar þjóðir vilja kaupa, til að þær geti greitt skuld- imar og flutt inn það, sem þær þurfa á að halda. Skuldasöfnun kommúnistaríkjanna hófst snemma á áttunda áratugnum og ástæðan var sú, að þá var farið að draga verulega úr hagvextin- um og innlent fjárfestingarfé af skomum skammti. Nú er aftur orðið erfitt að afla þess gjaldeyr- is, sem þarf til að borga af skuld- unum. „Pólland er ágætt dæmi um þetta," segir Dyker. „Þeir hafa gripið til ýmissa ráða til að kom- ast upp úr skuldafeninu en sann- leikurinn er sá, að þeir geta ekk- ert gert án nýrrar fjárfestingar." Pólska stjómin hefur farið fram á ný lán frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum og hún ætlar einnig að fresta endurgreiðslum af sumum lánum, sem hún skuldar ríkis- stjómum á Vesturlöndum, aðilum að svokölluðum Parísarklúbbi. Á síðasta ári jukust erlendar skuldir Pólveija um rúmlega fjóra millj- arða dollara og era nú 37,6 millj- arðar. Júgóslavar, sem um áramótin skulduðu 21,8 millarða dollara, hafa einnig farið fram á aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en þurfa ef til vill að greiða hana því verði, að sjóðurinn hafí hönd í bagga með efnahagsiífinu og komi þar á ýmsum umbótum. Afleiðingamar yrðu óhjákvæmi- lega þær, að aðhald yrði aukið um einhvem tíma og nokkrar skorður settar við afskiptum ríkis- valdsins af efnahagslífinu. Yrði það erfíður biti að kyngja fyrir kommúnistastjóm. í Rúmeníu fór Nicolae Ceaus- escu nokkuð aðra leið. Segja má, að hann hafi lagt allt í sölumar til að geta greitt niður erlendar skuldir og lækkaði þær úr 10,5 milljörðum dollara árið 1981 í 6,4 árið 1986. Talið er, að þær fari á þessu ári niður í 4,5 milljarða dollara en það er um það bil það fé, sem Rúmenar sjálfir eiga úti- standandi, aðallega hjá þriðja heims-þjóðum. Til að þetta reynd- ist unnt var öll áherslan lögð á útflutning en innflutningur jafn- framt skorinn niður. Fyrir rúm- enskan almenning kemur þetta átak fram í allsheijarskorti á lífsnauðsynjum og orku til hitunar og ljósa. Ungverjar, seni gengið hafa lengra en flestar Austur-Evrópu- þjóðimar í efnahagslegum umbót- um, steyptu sér líka í skuldir til að endumýja iðnframleiðsluna. Samkeppnin á heimsmarkaði hef- ur hins vegar aukist og tekjumar af unnum olíuvöram, einni helstu útflutningsvöranni, hafa minnkað mjög vegna lækkandi olíu- og orkuverðs. Erlendar skuldir Ung- veija jukust um 54% árið 1986 og í október á síðasta ári námu þær 10,1 milljarði dollara. í Sovétríkjunum hafa margir hagfræðingar áhyggjur af lækk- andi olíuverði. „Sovétmenn eiga við þann vanda að etja, að þeir afla gjaldeyris með því að selja hráefni en verðið fyrir það lækkar stöðugt. Á sama tíma vilja þeir auka innflutning hvers konar tækni og búnaðar," segir vest- rænn stjómarerindreki í Moskvu. Erlendar skuldir Sovétmanna era nú 37,5 milljarðar dollara og fara hækkandi. í júní í fyrra námu erlendar skuldir Austur-Þjóðveija 16,9 • milljörðum dollara og er búist við, að þeir taki mikil lán á þessu ári eða um 1,2 milljarða dollara. Tékkóslóvakar hafa farið einna varlegast í sakimar hvað varðar erlend lán en Zdenek Lukas, hag- fræðingur við stofnun í Vín, sem fæst við efnahagslegar saman- burðarrannsóknir, segir, að þeir hafi orði.að gjalda fyrir það með efnahagslegri stöðnun og úreltum iðnaði. Þrátt fyrir það jukust skuldimar á síðasta ári og era nú 4,7 milljarðar dollara. „Meginatriðið er, að svona get- ur þetta ekki gengið öllu lengur," segir Ilse Grosser, sem einnig vinnur við stofnunina í Vín. „Að nokkra leyti má rekja erfíðleikana til rangrar tímasetningar. Aust- ur-Evrópuríkin steyptu sér í skuldir þegar uppgangurinn á Vesturlöndum var hvað mestur en þegar þau ætluðu að selja vör- una var samdráttur í vestrænu efnahagslífí," segir Saul Estrin við The London School of Ec- onomics. „Verðmyndunarkerfíð var líka kolvitlaust og framleiðslu- hættir gamaldags og áætlunar- stjóramir ekki í neinum tengslum við þróunina á erlendum markaði. það lýsir þessu vel, að þegar Vest- urlandabúar lögðu alla áherslu á að smíða spameytna bfla raku Júgóslavar til og keyptu gamlar og úreltar bflaverksmiðjur af Fiat.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.