Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988 31 Blönduós: Félagsmiðstöð fyr- ir unglinga opnuð Blönduósi. FÉLAGSAÐSTAÐA fyrir ungl- inga á Blönduósi var formlega opnuð sl. föstudag og var fjöldi gesta viðstaddur opnunina. Fé- lagsmiðstöðin sem er til húsa á efri hæð félagsheimilisins hlaut nafnið Skjól að undangenginni hugmyndasamkeppni. Með tilkomu þessarar aðstöðu fyrir unglingana á Blönduósi opnast miklir möguleikar fyrir skipulagt félagsstarf í samvinnu við nýráðinn æskulýðsfulltrúa. í þessari félags- miðstöð verður aðstaða fyrir ung- mennafélagið, skátana og alla þá sem ungir geta talist og vilja taka þátt í heilbrigðri æskulýðsstarf- semi. Að sögn Sverris Þórissonar æskulýðsfulltrúa á Blönduósi er hugmyndin að starfið í félagsmið- stöðinni verði ekki of fastbundið þannig að unglingamir geti komið þegar þeir fínna sig knúna og fund- ið sér eitthvað að gera við sitt hæfi eða bara til að spjalla saman. Sverrir sagði þó að ákveðið skipulag þurfi að ríkja til að hlutimir gangi upp. — Jón Sig. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Félagsmiðstöðin Skjól var formlega opnuð sl. föstudag og var fjöldi gesta vidstaddur. Rafmagnseftirlit ríkisins: Straum ber að rjúfa af tækj- um sem ekki eru í notkun Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi frá Rafmagnseftir- liti ríkisins: Nýlega var skýrt frá því í frétt- um, að kviknað hefði í sjónvarps- tæki í húsi einu-og það brunnið til ösku með óhjákvæmilegum skemmdum á íbúðinni af eldi og reyk. Brunum út frá rafeindatækjum, einkum sjónvarpstækjum, fer ört ijölgandi. Fræðilegur möguleiki er á að slíkt geti gerst, jafnvel þótt slökkt sé á þeim. Skal ástæða þessa nú skýrð að- eins nánar. Ef straumur er út í veggtengil þann sem tækið er tengt við kemst þessi rafstraumur að minnsta kosti inn að rofanum á tækinu þótt slökkt sé á hónum. En ef aðeins er slökkt á myndlampa sjónvarpstækis með fjarstýringu leikur straumur um verulega stærri hluta af búnaði tækisins. íkviknum í raftæki verður vegna þess að neisti hleypur milli leiðandi hluta tækisins. Með tímanum mynd- ast þykkt ryklag, sem verður eins og fitublandað, seigt og þykkt. Þessi rykblanda getur brúað bil milli leið- ara í tækinu og valdið bruna. Auk þessa er það alkunna, að bilun orðið fýrirvaralaust í taugum og innri búnaði allra raftækja með þeim afleiðingum, að neisti hleypur milli leiðandi hluta og getur hæg- lega valdið íkveikju. Af framansögðu má ljóst vera, að fullkomið öryggi fæst ekki nema straumur sé algerlega rofínn af raf- magnstækjum þegar þau eru ekki í notkun. En hér er sitthvað að at- huga. I fyrsta lagi eru öll raftæki með rofa, sem ætla má að sé það vandað- ur, að hann ætti að duga við alla venjulega notkun. Þegar slökkt er á sjónvarpstæki með fjarstýringu er þessi rofí ekki einu sinni notað- ur, eins og að framan var lýst. I þessu samhengi sakar ekki að minna á, að tæki sem samþykkt hefur ver- ið af viðurkenndum prófunarstofn- unum, þar á meðal RER, ætti að öðru jöfnu að vera með betri búnaði en þau, sem enga viðurkenningu hafa. í öðru lagi eru nokkur tæki á hveiju heimili, sem aldrei eru tekin úr sambandi, svo sem ísskápur, frystikista og rafmagnsklukkur, hvort sem þær nú standa einar sér eða eru innbyggðar í útvarpsklukku, myndband eða þessháttar. Það er helst þegar fólk fer úr íbúðum sínum um lengri tíma, að sjálfsagt ætti að vera að 'taka straum af Öllum þeim tækjum, sem mögulegt er. Vissulega veitir það aukið öryggi. Þetta má gera með ýmsu móti. Tækjum sem stungið er í sam- band við veggtengla er auðvelt að kippa úr sambandi. Sjálfvirkum vör- um í töflu er hægt að slá út fyrir hverja grein í húsnæðinu, og að lok- um eru víða rofar fyrir öllum tengl- um og hægt að taka straum af tækjum á þann hátt. En rofar hafa einnig sín takmörk. Það skiptir máli að þeir séu örugglega rétt tengdir og af réttri gerð. Um slíkt verða fagmenn að fjalla. Ur umferðinni á laugardag og sunnudag 6. og 7. febrúar 1988 Árekstrar 23. Radarmælingar: 24 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Ártúnsbrekka: 90—97 km/klst. Elliðavogur: 97 km klst. Gullinbrú: 97 km/klst. Hringbraut: 85—87 km/klst. Kleþpsvegur: 93—96 km/klst. Kringlumýrarbraut: 87—105 km/klst. Vesturlandsvegur: 92 km/klst. Klippt voru númer af 7 ökutækjum fyrir vanrækslu á að fara til skoð- unar. Kranabifreið fjarlægði 11 ökutæki vegna slæmrar stöðu. Ekið mót rauðu ljósi á götuvita: 6 ökumenn kærðir. í helgarumferðinni féllu 9 ökumenn undir grun um ölvun við akstur. Úr umferðinni mánudaginn 8. febrúar Árekstrar 16. Radarmælingar: 8 ökumenn kærðir fyrir of hraðan.akstur. Elliðavogur: 87 km/klst. Kleppsvegur: 95 km/klst. Kringlumýrarbraut: 90—94 km/klst. Ekið mót rauðu ljósi á götuvita: 3 ökumenn kærðir. Klippt voru númer af 12 ökutækjum fyrir vanrækslu á að fara til skoðunar og tilkynna eigendaskipti. Kranabifreið íjarlægði 7 ökutæki fyrir slæma stöðu. Frétt frá lögreglunni í Reykjavík. Umdeildar breytingar á ritnefnd Hestsins okkar Hestar Valdimar Kristinsson STJÓRN Landssambands hestamannafélaga ákvað á fundi í siðustu viku að end- urnýja ritnefnd HestSins okkar. Fyrrverandi ritnefndarmenn segjast ekki geta skilið þessa ráðstöfun stjórnarinnar á ann- an veg en verið sé að reka þá, en Leifur Jóhannesson formað- ur L.H. sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki mætti skiija þetta sem eitthvert van- traust á þetta fólk sem nú hætti í ritnefnd heldur væri hér um að ræða eðlilegar mannabreyt- ingar. Benti Leifur á að á vegum L.H. störfuðu margar nefndir sem skip- að væri í til eins árs í senn og væri algengt að stjómin gerði breytingar á hinum ýmsu nefnd- um. Sagði hann það til lftils að skipa árlega í nefndir ef menn gætu litið á það sem æviráðningu og setið eins lengi og þeim sýnd- ist. Hann gat þess einnig að þrír ritnefndarmanna hefðu verið ákveðnir í að hætta, þeir Kristján Guðmundsson, Gunnar Steinn Pálsson og Albert Jóhannsson. Fyrrverandi ritnefndarmenn álíta að ástæðuna fyrir þessum breytingum megi rekja til leiðara sem formaður ritnefndarinnar Kristján Guðmundsson skrifaði í 5. tölublað Hestsins okkar og kom þar inn á deilur vegna vals á landsmótsstað. Gagnrýnir Kristj- án þar stjóm L.H. fyrir að hafa ekki náð að leiða þessi deilumál í höfn en þess má geta að Hestur- inn okkar er málgagn L.H. Var Leifur spurður hvort þessi leiðara- skrif væm ástæða mannabreyt- inganna og sagði Leifur það af og frá. Sagðist hann vera búinn að ræða þau mál við Kristján sjálf- an og lýsa yfír óánægju stjómar- innar með þessi skrif. Taldi Leifur það leiðinlega framkomu hjá fyrr- verandi ritnefndarmönnum ef þeir ætluðu að halda því fram að ástæðan fyrir þessum breytingum væm leiðaraskrifín. Sagði hann að nóg væri búið að ganga á út af vali á landsmótsstað svo ekki sé verið að gera fjaðrafok út af þessu máli þegar öldumar væm rétt teknar að lægja. Þegar rætt var við Kristján Guðmundsson tók hann fram að hann vildi ekki vera hvatamaður þess að blásið yrði í herlúðra út af þessu máli en gat þess hinsveg- ar að ekki væri hægt að horfa framhjá því að hér væm viðhöfð einkennileg vinnubrögð svo ekki sé meira sagt. „Venjan hefur ver- ið sú að þegar menn hafa ákveðið að hætta í ritnefnd hefur nefndin sjálf komið með tillögur um nýja menn til samstarfs sem síðan hef- ur verið borið undir stjóm L.H.,“ sagði Kristján „en nú hefði stjórn- in hinsvegar tekið af skarið og valið nýtt fólk til starfa án þess að nokkuð samráð væri haft við fráfarandi ritnefndarmenn.“ Varðandi leiðarann gat Kristján þess að -aldrei þessu vant hafí hann verið lesinn upp á ritnefnd- arfundi fyrir birtingu og hefðu menn verið algerlega einhuga um efni hans. Einn af fráfarandi ritnefndar- mönnum er séra Sigurður Haukur Guðjónsson og sagðist hann hafa orðið mjög undrandi yfír þessum vinnubrögðum og ekki væri hægt að skilja þetta á annan veg en þann að L.H. ætti við einhver al- varleg vandamál að stríða þegar svona væri tekið á málum. Sagði hann að leiðari Kristjáns hefði túlkað það sem í bijóstum rit- nefndarmanna bjó. „Það er illa fyrir stjóm samtakanna komið ef hún hlustar á aðra rödd en sína eigin. Ég lít svo á að Hesturinn okkar sé ekki bara málgagn stjómar L.H. heldur allra hesta- manna í landinu. En auðvitað hefur stjómin rétt á að skipta um fólk í ritnefnd. Ég lít svo á að ég hafi verið rekinn úr ritnefndinni vegna þess að fram komu sjónar- mið í blaðinu sem ekki samræmd- ust skoðunum stjórnarinnar og er þetta í fyrsta skipti á ævinni sem ég er látinn taka pokann minn,“ sagði Sigurður Haukur að end- ingu. Albert Jóhannsson var sá eini af fyrrverandi ritnefndarmönnum sem beðinn var um að sitja áfram í ritnefnd en hann baðst undan því. Sagðist hann telja sig sömu sökum seldur og aðrir ritnefndar- menn ef um einhveijar sakir væri að ræða. „Þeir í stjórninni geta að sjálfsögðu ráðskast með þetta að vild en þess má geta að þetta mun í fyrsta skipti í 28 ára sögu blaðsins sem fólki er sagt upp störfum. Menn verða að gera sér grein fyrir því að hér er um áhuga- starf að ræða og það hefur ekki verið venjan að hrófla við fólki ef það er tilbúið að starfa áfram,“ sagði Albert og gat þess að upp- sagnimar mætti vafalaust rekja til leiðaraskrifanna. Að síðustu var leitað til Guð- rúnar Gunnarsdóttur en hún situr í stjórn samtakanna og hún innt álits á þessum vinnubrögðum. Tók hún það fram að hún hefði ekki verið á þeim stjómarfundi, þar sem þetta var ákveðið en gat þess jafnframt að ekki hafi komið til tals á fyrri stjómarfundum neinar mannabreytingar á ritnefnd sér vitandi. Sagðist Guðrún ekki sátt við svona vinnubrögð og væri þetta fyrst og fremst ógæfa þeirra manna sem að þeim standa. „Það er særandi fyrir þetta fólk sem þama á hlut að máli að verða fyrir svona framkomu. Þetta em menn, sem hafa unnið sjálfboða- starf og sumir í áraraðir og ekki til fyrirmyndar að þakka þeim á þennan hátt," sagði Guðrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.