Morgunblaðið - 10.02.1988, Page 33

Morgunblaðið - 10.02.1988, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988 33 Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra: Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir lækkun vaxta ef skynsam- legir samningar eru í sjónmáli UMRÆÐUM um frumvarp Eggerts Haukdals (S/Sl) um lánskjör og ávöxtun sparifjár var framhaldið í neðri deild í gær. Ekki tókst að ljúka umræðunni. í frumvarpinu er lagt tU að hægt sé að binda vaxtaákvarðanir þannig að nafnvextir verði ekki hærri en I helstu viðskiptalöndum íslendinga og að lánskjaravísitala verði lögð niður. Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sagði í umræðunum að þetta frumvarp myndi ekki Ieysa vandann held- ur gera illt verra. Það væri ekki hægt að lækka vexti með vald- boði. Ef samningar, sem myndu stuðla að lækkun verðbólgunn- ar, næðust myndi ríkisstjórnin þó beita sér af alefli fyrir því að vextir lækkuðu samhliða því að verðbólga lækkaði. Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn) sagðist fagna því að deild- inni gæfíst nú tilefni til þess að ræða lánskjör og vexti en sagðist ekki vera viss um þessi leið myndi gagna til þess að leysa vandann. Með tillögunni væri í raun verið að leggja til fasta vexti sem hún teldi vera óhugsandi. Við byggjum við miklar hagsveiflur og fastir vextir af langtímalánum væri „meiriháttar mál“ og hið mesta áhættuspil. Hún sagðist þó hlakka til þess að heyra álit efnahagssérfræðinga og aðila vinnumarkaðarins á þessu frum- varpi og vel gæti verið að þar væri að fínna einhvem vegvísi. Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) sagði þessi mál vera viðkvæm og mistúlkuð á margan hátt, ekki síst af þeim sem ekki ættu að mistúlka þau. Stefán svaraði síðan þeim ummælum viðskiptaráðherra í síðustu viku að það færi formanni bankaráðs Búnaðarbankans illa að tala um háa vexti þar sem það væru bankaráðin sem lögum sam- kvæmt ákvæðu vexti. Stefán sagði það vissulega vera rétt að lögum samkvæmt hefðu bankaráðin þetta vald en taldi að ríkið setti þau í mjög þrönga stöðu varðandi vaxtaákvarðanir. Undraðist hann að æðsti maður bankamála á landinu skyldi ræða þannig um þessi mál. Einnig taldi hann það „skrýtinn málflutning“ hjá viðskiptaráðherra að saka hann um hræsni þegar hann talaði um launamun í landinu þar sem hann hefði nýlega hækkað laun bankastjóra hjá Búnaðarbank- anum. Grunnlaun bankastjóra væru nú 215.000 á mánuði en þeir fengju þar að auki greitt fyrir að sitja bankaráðsfundi. Stefán sagði að þeir sem stjómuðu ríkisbönkunum hlytu að láta bankastjórana fá sam- bærileg laun og greidd væru fyrir sambærileg störf á almennum markaði. Taldi hann þessi laun ekki vera í hærri kantinum og sagðist geta talið upp 20 menn, jafnvel hjá fyrirtækjum sem væru að beijast í bökkum, er hefðu hærri laun en 260.000 á mánuði. Sú upphæð hefði einmitt verið tilgreind í frétt í Þjóð- viljanum fyrir nokkru sem laun Höskuldar Ólafssonar, forstjóra ÁTVR, og væru því laun banka- stjóra ekki þau hæstu í opinbera geiranum. Stefán sagðist hafa barist á móti misrétti og myndi halda áfram að gera það. Það yrði þó ekki gert með því að borga bankastjórum ríkisbankanna minna en öðrum mönnum í sambærilegum störfum. Þingmaðurinn sagði að lokum að endalaust væri hægt að deila um það hvetjir raunvextir væru og hvemig á þeim stæði. í nýlegri skýrslu frá Seðlabankanum væri sagt að þeir stöfuðu m.a. af ótta og mati manna á því að verðbólgan færi vaxandi. Það þýddi ekki fyrir ráðherra bankamála og aðra að segja síðan að það væru vondir menn í bankaráðunum sem bæru ábyrgð á háu vöxtunum. Guðni Ágústsson (F/Sl) sagði það vera mikinn vanda að tala á eftir einum reyndasta bankaráð- smanni, sem um langt skeið hefði stjómað banka er hefði verið um- svifamikill á þenslusvæðinu í kring- um Reykjavík. Guðni tók vel í til- lögu Eggerts Haukdals og sagði hana gefa von um að fleiri úr hans flokki myndu setjast niður og hugsa sitt mál. Þennan kost sem nú væri verið að leggja til ætti að skoða sem best enda væri hann raunhæfur þó hann teldi að til ýmissa annarra aðgerða þyrfti að grípa samhliða. Guðni sagði að vandinn, sem við væri að etja, væri mikill og við hefðum viljandi eða óviljandi sett þessa þenslu í gang. Taldi hann að íslensk þjóð hefði ekki kunnað að fara með peninga. Friðjón Þórðarson (S/Vl) sagði miklar umræður um þetta frumvarp sýna að málið væri áhugavert og mikilvægt en ekki að sama skapi auðleyst. Frumvarp Eggerts byggðist aðal- lega á tveimur atriðum. Lögbind- ingu nafnvaxta við það sem gerist í öðrum löndum og afnám verð- tryggingar. Friðjón sagði margt mæla gegn lögbindingu nafnvaxta. Raunvextir yrðu neikvæðir þar sem verðbólga væri hærri en í viðskipta- löndunum. Seðlabanki hefði líka .heimild samkvæmt lögum til þess að grípa inn í vaxtaákvarðanir ef hann teldi vexti óeðlilega miklu hærri en í nágrannalöndunum. Varðandi lánskjaravísitöluna væri margt sem benti til þess að hún yrði minna notuð í framtíðinni. Friðjón sagði sér vera kunnugt um að ýmsar alþjóðastofnanir hefðu gagnrýnt þetta fyrirkomulag að vísitölubinda fjárskuldbindingar. Það orkaði hins vegar tvímælis að banna viðmiðun við lánskjaravísi- tölu á langtímalánum. Þama þyrfti að fínna einhveija millileið og mætti til dæmis miða við fímm ár. Það myndi þýða að öll almenn bankavið- skipti yrðu án vísitölubindingar. Þórður Skúlason (Abl/Ne) sagðist vorkenna þeim þingmönn- um sem töluðu af skynsemi um þessi mál og gerðu sér ljós áhrif stjómarstefnunnar. Hann sagði ijármagnstilfærslu frá landsbyggð- inni til höfuðborgarsvæðisins vera óheyrilega mikla og nú bættist við fjármagn lífeyrissjóðanna þar sem enginn byggði lengur úti á landi. Vextir væru líka þeir hæstu í heimi. Þórður sagði að gróði bankanna hlyti að vera gífurlegur og þeirra sem ávöxtuðu fé sitt enn þá meiri. Þessi stefna gerði þá ríku n'kari og þá fátæku fátækari og væri nánast „ógeðslegt" til þess að vita. Guðmundur G. Þórarinsson (F/Rvk) sagði að nú yrðu vextir ekki lengur ákveðnir með lagaboð- um. Það skref í fijálsræðisátt sem hefði verið stigið yrði ekki stigið til baka. Þetta fmmvarp sem nú væri STUTTAR ÞINGFRETTIR Tveir varaþingmenn Tveir varaþingmenn tóku sæti á Alþingi á mánudag. Svemir Sveinsson tók sæti Páls Péturs- sonar, Framsóknarflokki, og Ríkharður Biynjólfsson tók sæti Skúla Alexanderssonar, Alþýðu- bandalagi. Ríkharður hefur ekki áður setið á þingi. Brottfall laga Viðskiptaráðherra hefur lagt fram stjómarframvarp um brott- fall ýmissa laga á sviði viðskipta- mála. Samkvæmt framvarpinu verður verslun heimil hvar sem er í öllum lögsagnaramdæmum eins og hún er í reynd. Kostnaður vegna læknismeðferðar Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn) hefur ásamt þremur þingmönnum Kvennalistans lagt fram framvarp til breytinga á löjgum um al- mannatryggingar. I framvarpinu er kveðið á um aukinn rétt sjúkl- inga og aðstandenda þeirra til þátttöku almannatrygginga í far- gjaldi og dvalarkostnaði þegar ekki er hægt að veita nauðsynlega þjónustu í heimabyggð. Enn frem- ur er þar kveðið á um rétt til dagpeninga ef veikindi náinna ættingja valda vinnu- og laun- atapi. Kristín hefur einnig lagt fram tillögu til þingsályktunar um að leitað verði leiða til að leysa hús- næðisvanda sjúklinga sem þurfa að dveljast langdvölum fjarri heimilum sínum. Menningarsjóður útvarpsstöðva Ólafur Þ. Þórðarson (F/Vf) spyr menntamálaráðherra hve mikið fé útvarps- og sjónvarps- stöðvar hafí greitt í Menningar- sjóð útvarpsstöðva til febrúar 1988 og hvemig fé sem greitt hafí verið úr sjóðnum skiptist. Búrekstraraðstaða Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al) og Margrét Frímanns- dóttir (Ábl/Sl) spyija landbúnað- arráðherra hvernig úttekt á bú- rekstraraðstöðu á öllum jörðum á landinu miði og hveijir vinni að könnunni og til hvaða þátta hún taki aðallega. Einnig spyija Hjörleifur og Margrét um kaup og leigu á full- virðisrétti. Meðal annars spyija þau hversu mikið sé um það að framleiðendur á einstökum bú- markssvæðum hafí ráðstafað full- virðisrétti jarðar sinnar og tilsvar- andi búmarki til annarra lögbýla. Fiskvinnsluskóli Jón Sæmundur Siguijónsson (A/Ne) spyr menntamálaráðherra um fiskvinnsluskóla. Jón Sæ- mundur spyr m.a. hversu mörgum fískvinnsluskólum menntamála- ráðherra ætli að koma á fót á Norðurlandi. til umræðu næði einungis til banka- kerfísins og myndi veikja það í sam- keppninni. Við þyrftum að leyfa §ármagnsmarkaðinum að þróast eftir lögmálunum um framboð og eftirspum. Gallinn við þennan markað væri að hann væri lokaður en við næðum ekki niður vöxtunum nema með því að auka framboð eða draga úr eftirspurn. Það myndi því létta mjög á markaðinum ef ríkið drægi úr sínum fjárfestingum. Guðmundur G. sagði að innflutn- ingsverslun væri nú þannig háttað að innflytjandi mætti ekki leysa út vöra nema hann hefði greitt hana. íslenskir bankar væra því í raun að innheimta íjármuni fyrir erlenda söluaðila. Þetta væri mjög sérstætt fyrirkomulag og að hans mati úr- elt. Það myndi létta á markaðinum ef það yrði afnumið. Hann sagðist líka telja að menn ættu að fá að taka lánin þar sem þau væra ódýrast og því yrði að skoða það mál að erlendum bönkum yrði leyfð starfsemi hér á landi. Guðmundur G. taldi að það þyrfti að endurskoða lánskjaravísitöluna og taldi jafnvel koma til greina að afnema hana á styttri skuldbinding- um. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, sagði þetta framvarp lýsa áhyggjum flutningsmanns af hækk- un vaxta. Þær væra skiljanlegar en úrræðin sem hann legði til væra ekki til bóta og myndu gera illt verra. Viðskiptaráðherra sagði að menn þyrftu fyrst að gera sér grein fyrir orsökum hinna háu vaxta áður en þeir færa að ræða um lausnir. Taldi hann að vextina mætti í fyrsta lagi rekja til uppgangs í hagkerfinu sem hefði valdið samkeppni um fjár- magn. Inn í þetta spilaði syo halla- rekstur ríkisins og aukið aðhald í peningamálum. í öðra lagi kæmi til óvissa í peningamálum fram á mitt síðasta ár sem hefði haft í för með sér verðbólgu og viðskipta- halla. í þriðja lagi hefði vaxtafrels- ið leitt af sér jöfnun lánskjara sem væri nauðsynlegt og eðlilegt. Vegna þenslunnar hefði jöfnunin leitt til hækkunar vaxta. Jón Sigurðsson, viðskiptar^- herra. Þetta framvarp Eggerts lýsti ekki þeim skilningi á vaxtaþróun- inni að með því yrði tekið á vandan- um. Ef ákvæði þess væra tekin bókstaflega myndi það leiða til nei- kvæðra raunvaxta, mikillar eftir- spumar og verðbólgu. Arðbær verð- mætasköpun hlyti að minnka og tekjutilfærsla yrði ákaflega handa- hófskennd. Einnig væri hætta á því að spamaður dytti niður. Viðskiptaráðherra sagði að , í framvarpinu væri lagt til að leggja niður lánskjaravísitölu en verð- trygging hefði bjargað sparifjár- myndun frá glötun. Það væri að hans mati ótímabært að fella úr gildi heimild til verðtryggingar meðan ekki hefði tekist að draga betur úr verðbólgu og verðbólgu- ótta. Vissulega væra þó ýmsir gail- ar á lánskjaravísitölunni. Það ein- falda í málinu væri að leyfa mönn- ’ um að semja um þessi mál eins og annað í lánsskilmálum. Þetta mál allt sagði viðskiptaráð- herra vera flóknara en svo að menn gætu sagt: „Nú lækkum við vexti með valdboði.“ Ef skynsamlegir samningar sem myndu stuðla að hjöðnun verðbólgu væra í augsýn myndi þó ríkisstjómin beita sér af alefli fyrir lækkun vaxta samhliðá lækkun verðbólgu. Albert Guðmundsson (B/Rvk) sagði menn hafa sagt að ekki væri leið út úr þessu ástandi í vaxtamál- um nema verðbólgan lækkaði og halli ríkissjóðs minnkaði. Samt hefði stjómin hækkað öll gjöld sem hún gat hækkað og bætt við skött- um. Hvert einasta atriði sem sam- þykkt hefði verið sagði Albert vera verðbólguhvetjandL Þetta væri allt sjálfskaparvíti og af mannanna völdum og því væri það okkar að leysa það. Albert sagðist m.a. vera hlynntur því að fella niður láns- kjaravísitölu. FEBRUAR-TILBOÐ KRINGLUNNI -SÍMI (91)685868

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.