Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988 VATN eftir Borgþór H. Jónsson Alls staðar á jörðinni er vatn, jafnvel á þurrustu eyðimörkum er vatnsgufa í loftinu, þótt í smáum stfl sé. Vatn er sennilega algengasta efnið hér á jörð. Það er tæplega hægt að hugsa sér nokkurt líf hér á jörðinni, ef vatnið væri ekki, meirihluti mannslíkamans er_ vatn eða um 3/5 þyngdarhlutar. í einni kartöflu eru 3/4 hlutar vatns, í öðru al- gengu grænmeti eru 4/s hlutar eða meira vatn. Skýin á himninum eru örsmáir vatnsdropar annað hvort í fljótandi eða föstu formi, og höfín eru vatn með nokkrum þús- undustu hlutum af uppleystum steinefnum í. Vatn og vatnsgufa er snar þáttur í veðrinu. Ef ekk- ert vatn væri, væri harla lítið um veðrabrigði hér á jörð. Vatn er efnasamband tveggja Iofttegunda, vetnis og súrefnis, en þetta samband er skrifað H2O á máli efnafræðinga. Þetta þýðir, að tvær eindir (atóm) af vetni ganga í hjónaband með einni eind af súrefni og mynda eina vatns- sameind. Það er hægt að kljúfa vatnið með rafstraum í þessi tvö frumefni, og myndast þá helmingi meira af vetni en súrefni, ef mið- að er við rúmmál, en sé miðað við þyngd, verða hlutföllin allt önnur eða 8 af súrefni á móti 1 af vatnsefni. Af þessu sést, að ein eind af vetni er sextán sinnum léttari en ein eind af súrefni. Oft er talað um margvíslegar tegundir vatns, svo sem ferskt vatn, salt vatn, „hart“ vatn og „mjúkt" vatn, drykkjarvatn og eimað vatn, ölkelduvatn (sóda- vatn), jökulvatn o.s.frv. Um þess- ar tegundir þarf tæpast að ræða, flestir kannast við þær úr daglegu lífí. I „hörðu“ vatni er meir en venjulegt magn af uppleystum steinefnum, sérstaklega kalkefn- um. Það er erfítt að fá sápu til þess að freyða i slíku vatni, og sezt oft skán á flátið, áður en sápan byijar að freyða. Vatn hefur þann sérstæða eig- inleika að það þenst út þegar það frýs. Við 4 stiga hita er vatn þyngst, þ.e. einn rúmsentimetri af vatni vegur eitt gramm. Við önnur hitastig, lægri eða hærri, vegur hann minna. Árið 1801, þegar metra-gramm-kerfíð var tekið í notkun í París var einmitt ákveðið, að einn rúmsentimetri af hreinu (eimuðu) vatni við 4 stiga hita á celsíus skyldi vera þyngdareining, sem kölluð er gramm. Jafnframt var metrinn ákveðinn einn tíu milljónasti hluti af styztu vegalengd frá pólnum að miðbaug. Þegar vatn frýs þenst það út um nálega einn tíunda hluta, eins og sjá má af því að um það bil tíundihluti ísjaka stendur upp úr vatni. Við skulum nú athuga hvaða áhrif þessi eiginleiki vatns hefur í náttúrunni. Þegar frost er kólnar yfírborð jarðar smámsaman og frýs, en ef við athugum stöðu- vatn, þá leggur yfírborð þess tals- vert seinna. Skýringin er sú, að þegar vatnið við yfírborðið kólnar sekkur það til botns af því að það er kaldara en vatnið neðar, en það stígur aftur á móti upp að yfir- borðinu, kólnar þar og sekkur til botns. Þannig kólnar allt vatnið, en hitastigið fer þó ekki niður fyrir 4 stig niður við botninn af því að 4 stiga heitt vatn er eðlis- þyngst og verður því neðst. Smám saman kólnar vatnið við yfírborðið niður að frostmarki og byrjar að fíjósa og ísinn getur orðið mjög þykkur, sem betur fer er vatnið neðra ófrosið. Þetta hefur mjög mikla þýðingu fyrir físka og önn- ur vatnadýr, eins og gefur að skilja. Vatn er eitt af þeim fáu efnum sem hafa þennan eigin- leika. Það, að vatn þenst út við frystingu, hefur samt sína ókosti, eins og allir komast að raun um ef vatnið frýs í vatnsleiðslum húsa eða kælikerfí bifreiða. Fyrir mörgum árum gerði stór- skotaliðsforingi í Quebec í Kanada tilraun til þess að fá sannanir fyrir útþenslukrafti vatnsins. Til- raunin var fólgin í því að hann tæmdi sprengiefni úr tveim sprengjukúlum, sem voru 35 sm að þvermáli, og fyllti þær af vatni. I opin rak hann trétappa. Síðan setti hann þær út um vetrarnótt. Um morguninn fannst tappinn úr annarri kúlunni um 100 metra í burtu, og 10 til 25 sm langur ísdröngull hafði þrengst út um opið. Tappinn í hinni kúlunni hafði verið rekinn óvenjulega fast í, svo að sprengikúlan klofnaði sjálf, en klakakrans lá umhverfís kúluna yfír sárið. Marga aðra einkennilega eigin- leika vatns mætti nefna. Til dæm- is kólnar vatn jafnt og þétt í núll stig, en síðan helst hitinn óbreytt- ur, þar til að frýs, og þegar það hjtnar, þá hitnar það jafnt og þétt upp í 100 stig, en eftir það hitnar það ekki meir, heldur gufar upp. Þessir eiginleikar voru ein- LOFTHITI -9» mitt lagðir til grundvallar þegar stigin á hitamælinum, sem við notum, voru ákveðin. í glerpípu með kúlu á öðrum endanum var sett dálítið af hvítasilfri. Síðan var allt loft tæmt úr pípunni og henni lokað. Næst var pípunni stungið ofan í blöndu af vatni og ís við 1013 mb loftþrýsting, og eftir nokkum tíma hafði kvikasilfrið hætt að falla. Þá var sett merki við stöðu kvikasilfursins í pípunni. Því næst var pípan sett í sjóðandi vatn við 1013 mb loftþrýsting og eftir að kvikasilfrið var hætt að stíga var merkt við þá stöðu kvikasilfursins. Bilið á milli þess- ara tveggja merkja var síðan mælt nákvæmlega og því skipt niður í 100 jafna parta, og þann- ig varð Celsíus-hitamælirinn til árið 1742. Þótt vatnið sé jafnalgengt og það er, þá er samt ennþá ýmislegt óskýrt í sambandi við eiginleika þess t.d. á sviði veðurfræðinnar. Sem dæmi má nefna næturskýin sem sjást stundum í 50—60 km hæð. Fróðustu menn í veðurfræð- inni telja að þau séu safn ör- smárra vatnsdropa, en ekki ískristallar, eins og vænta mætti, þar sem frostið í þessum hæðum er 30—50 stig. Hvemig getur vatn haldist ófrosið í slíkum kulda? Fullnægjandi skýring á þessu er, að því ég best veit, ekki kom- in enn. Annað dæmi er það þegar flugmenn skýra frá því að þeir hafí flogið í rigningu í þriggja og allt upp í fímm km hæð, þó að hitamælirinn sýndi, að lofthitinn væri langt fyrir neðan frostmark. Þessi og önnur tengd viðfangs- efni eru ennþá ekki leyst nema að nokkru leyti. — Verður nánar um þetta rætt í næsta hefti. Höfundur er veðurfræðingur. (Frá heilbrigðiaráðuneytinu og Bandalagi islenskra skáta.) Byggðamál eftir Ólínu K. Jónsdóttur Þörungavinnslan á Reykhólum Nú nálgast þetta fyrirtæki brátt tvítugsaldurinn og því ætti það að vera komið af tilraunaaldrinum eft- ir því sem einn af vísindamönnum frá Skotlandi spáði, en hann taldi reynslustigið vera 16 til 20 ár. Sigurður Elíasson, fyrsti til- raunastjóri á Reykhólum, átti hug- myndina að Þörungavinnslu við Breiðafjörð. Nokkm síðar var svo þessi hugmynd tekin alvarlega á fundi í Búnaðarfélagi Reykhóla- hrepps og samþykkt að senda beiðni til Rannsóknarráðs ríkisins. Steingrímur Hermannsson, þáver- andi framkvæmdastjóri Rannsókn- arráðs, tók vel í þetta framtak heimamanna, sem höfðu vakið áhuga ráðsins á þessu verkefni. Fyrst var öll aðstaða rannsökuð svo og áætlað þang og þaramagn og síðan markaðshorfur. Allar niðurstöður voru jákvæðar Nú kemur annar Sigurður til skjalanna, nefnilega Sigurður Hallsson efnaverkfræðingur, og gerði rannsóknir með starfsfólki sínu nokkurt skeið. Hér var um frumraun að ræða og allt þurfti að þróa. Sigurður hafði áhuga á meiri vinnslu úr þörungunum á staðnum og vinnu fyrir fleira fólk. Næst er svo reist verksmiðja í Karlsey. Þar var hafnaraðstaða best og tiltölulega stutt að leiða heita vatnið úr borholum frá Reyk- hólum. Karlsey stendur um 3 km frá Reykhólum og þar af 800 til 900 metra yfír grunnsævi. Síðan var byggð hafskipahöfn við eyna. Efnið fékkst í nágrenni við Reyk- hóla í landi jarðanna Grundar og Miðhúsa og gijót í vamargarðinn var sótt út í Miðjanes en þar fékkst best gijót til vamar sjógangi. Landeigendur voru fúsir til að veita þessa fyrirgreiðslu, þótt sjald- an sé það til fegurðarauka að raska mikið landslagi. í þessu tilviki keyrðu að öllu jöfnu um 11 bílar möl í þessa framkvæmd frá því í apríl til hausts. Ekki urðu landeig- endur loðnir um lófana af þessum viðskiptum. Vilhjálmur Lúðvíksson sagði eitt sinn að tómt mál hefði verið að standa að þessu verkefni ef efni hefði ekki fengist í nágrenn- inu. Flugvöllurinn á Reykhólum var nýttur vel á meðan á upp- byggingu verksmiðjunnar stóð. Nú er hann nýuppgerður og er því gott öryggi til sjúkraflutninga, en áætlunarflug er ekki hingað vegna fólksfæðar. Fyrir nokkru gerðust heima- menn bjartsýnir og hugðust reka verksmiðjuna sjálfír. Forðum var talað um það að forsjálir bændur nýttu hábjargræðistímann ætíð vel. Sama máli gildir líka um öflun þangsins. Eit+hvað þótti skorta á að það hafí tekist sem skyldi síðast- liðið ár. Nú er komið að því að þörunga- verksmiðjan þurfí að endumýja eða lagfæra hitaleiðsluna og sláttu- prammana og margt, margt fleira. Ósk mín er sú að þetta fyrirtæki megi starfa á traustum grunni í framtíðinni og það á að vera hægt ef nægrar fyrirhyggju er gætt. Reykhólaskóli Á Reykhólum starfar einnig grunn- skóli. Þar ríkir gott andrúmsloft á vinnustað. Kennarar og annað starfsfólk una þar við sinn hlut. Ólína K. Jónsdóttir „Gilsfjörðurinn er enn- þá sami farartálminn. Ennþá snjóar á veginn í Gilsfirði. Þar er bæði hætta á snjóf lóðum og aurskriðum og óhugn- anleg slys hafa orðið þar. Almannavarnir mættu líka huga að Gilsfirði!“ Gilsfjarðarbrúin Fyrir nokkrum árum þróuðust mál þannig í Austur-Barðastrand- arsýslu að okkur var ráðstafað af kerfinu meðal annars þannig: Læknisþjónusta skyldi koma frá Heilsugæslustöðinni í Búðardal og læknir kæmi einu sinni í viku í heilsugæsluhúsið á Reykhólum og héraðshjúkrunarkona búsett í A- Barðastrandarsýslu. Mjólkurbúið í Búðardal skyldi starfa á traustari grunni og við látin taka þátt í starfseminni. Til glöggvunar þeim sem lítið þekkja til staðhátta er um 100 km á milli Reykhóla og Búðardals og til þess að þessi samvinna gangi upp þurfa að vera góðar samgöngur og betur má ef duga skal. Gilsfjörðurinn er ennþá sami far- artálminn. Ennþá snjóar á veginn í Gilsfírði. Þar er bæði hætta á snjóflóðum og aurskriðum og óhugnanleg slys hafa orðið þar. Almannavamir mættu líka huga að Gilsfirði! Sjálf hef ég oft lent í hrakningum þar og sem dæmi skal tekið: Með Vestfjarðaleið fór hópur fólks í febrúar 1974 frá Reykjavík til Reykhóla og skyldi farið til baka samdægurs. Það var ekki að orð- lengja það að við komumst í Króks- fjarðames á bakaleið og vomm þar veðurteppt í viku. Geirdælingar opnuðu félagsheimili sitt fyrir okk- ur og reyndu að láta okkur líða sem best. Rafmagnið fór vegna veðu- rofsans svo að þama var auðvitað köld og dauf vist. Er veðrinu slot- aði sendi Vestfjarðaleið aðra rútu í Saurbæinn eða eins langt og kom- ist var á móti okkur. Síðan kom þyrla og flutti fólkið yfír Gilsfjörð „akkúrat" á þeim stað er væntan- legri brú var ætlaður staður. Ekki var laust við að við óskuðum að þingmenn okkar hefðu verið með í þessari ferð, þá hefði þetta verk- efni ekki verið látið dragast svona lengi. Til glöggvunar fyrir ókunn- uga er rétt að geta þess að Gils- fjörðurinn er að mestu þurr um fjöru og undirstaða talin góð fyrir veg. Ég veit að lærðir menn geta skipulagt mál sín inn á skrifstofu með reglustriku á landakorti. En hitt verður að fylgja með að raun- hæft sé, og framkvæma hlutina á sem bestan hátt. Læknar, bílstjórar og fleira fólk á leið um Gilsfjörð og fer ef líf liggur við, og af eigin reynslu veit ég að það er ekkert grín. Máli mínu beini ég fyrst og fremst til þingmanna Vestfjarða og Vesturlandskjördæmis. Hristið nú vinsamlegast rykið af ásko- mnarskjali því er liggur inni í sam- gönguráðuneytinu frá okkur og Dalamönnum um að hraða fram- kvæmdum um veg og brú yfir Gils- fjörð. Sigurlaug Bjamadóttir fyrr- verandi þingmaður okkar og Ólafur Þórðarson alþingismaður fluttu frumvarp um þetta mál á Alþingi, sem byggt var á ósk 500 manna sem búsettir voru beggja megin Gilsfjarðar frá því í nóvember 1982. En vegna þess að frú Sigurlaugu var meinuð þingseta áfram þá hef- ur Ólaf vantað stuðning til að halda málinu til streitu. Þingmenn Vesturlands! Snúið ekki við okkur bakinu í átt til Hval- flarðar fyrr en þið hafið lagt Gils- Qarðarbrúnni liðstyrk og verið við vígslu brúarinnar! Hins vegar virðist svo að reynt sé á fleiri en einn hátt að beina umferðinni sem mest frá bestu leið- inni til Vestfjarða. Sennilega em Kinnarstaðasystur brautryðjendur í ferðamannaþjónustu hér á landi, en þær ráku gistiheimili á Kinnar- stöðum með myndarbrag um langt skeið. Nú eru reknir tveir staðir fyrir ferðamenn. Hótel Bjarkarlundur yfír sumartímann og Ferðaþjónust- an í Bæ yfír allt árið og þessir tveir staðir halda uppi þjónustu á áætl- unarferðum frá Reykjavík til ísa- fjarðar. Þetta innskot um ferðamanna- þjónustu hér sýnir að hér gæti ver- ið um raunhæfa samgönguleið milli ísafjarðar og Reykjavíkur, flesta daga ársins. Ég vil svo enda þessi orð mín með orðum Jónasar Hallgrímsson- ar: „Það er svo bágt að standa i stað og mönnunum munar ann- aðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið.“ Höfundur er húsmóðir í Miðhúsum i Reykhólasveit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.