Morgunblaðið - 10.02.1988, Síða 41

Morgunblaðið - 10.02.1988, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988 41 L 1005ó aik/íbúa Línurit 3: Línuritið sýnir annars vegar heildameyslu í Sviþjóð og hins vegar meðalheildameyslu 15 annarra Evrópuþjóða síðustu áratugi. vínanna. Þetta hygg ég að sé eins- dæmi á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Svona áfengisstefna er að mínu mati stórhættuleg öfug- þróun sem verður að stöðva með breyttri verðstýringu og með því að leyfa veikasta og um leið mein- lausasta form áfengis, þ.e.a.s. bjór. Skattleggja verður áfengi í réttu hlutfalli við styrkleika, eigi eitthvað vit að verða í drykkjusiðum lands- manna. Alþjóðleg þróun Flestar þjóðir Evrópu hafa náð nokkrum árangri síðustu ár í þá átt að draga úr heildameyslu (sjá línurit 3). Fram til 1980 jókst heild- ameysla flestra Evrópuþjóða stöð- ugt en hefur farið minnkandi síðan. Þetta hefur m.a. gerst fyrir tilstilli WHO. Á íslandi fer heildameysla hins vegar vaxandi enn sem komið er og ekkert bendir til að sú þróun muni breytast á næstunni. Sérstak- lega er áhyggjuefni að neysla sterk- asta forms áfengis fer hratt vax- andi. Skipta má vestrænum þjóðum í vínþjóðir, bjórþjóðir og þjóðir sem fyrst og fremst neyta sterkra vína. Þróunin hefur síðustu áratugi verið í þá átt, að þessi munur á neyslu- venjum hinna ýmsu þjóða hefur verið að jafnast út. Þannig hefur dregið úr vínneyslu t.d. Frakka, bjómeyslu Þjóðveija og neyslu sterkra drykkja í Svíþjóð. Þetta er kallað „intemationalisering" á drykkjuvenjum (9). Við Islendingar fylgjum ekki með í þessari þróun, enda tilneyddir að halda okkur við sterkari tegundir áfengis. Reynsla Færeyinga Færeyingar hafa aftur á móti ekki farið varhluta af þessari þró- un. Þar var sterkur bjór aðeins leyfður í sk. bjórklúbbum fyrir 1. júní 1980. Höfðu þá aðeins klúbb- meðlimir aðgang að þessum klúbb- um. 1. júní 1980 var leyft að brugga sterkan bjór í Færeyjum og um leið gat almenningur keypt sterkan bjór eftir ákveðnum en mjög rúmum reglum. Þannig má hver Færeying- ur kaupa 42 lítra af sterkum bjór (4,6% af þyngd) á mánuði. Auk þess mega þeir kaupa án hafta meðalsterkan bjór (3,7%) í verslun- um (10,11). Því hefur verið haldið fram, m.a. af Áfengisvamarráði, að þessi laga- breyting í Færeyjum hafi leitt til mjög aukinnar heildarneyslu í landinu. Sannleikurinn er hins veg- ar sá, að á árunum 1978 til 1984 minnkaði heildameysla Færeyinga úr 5,72 lítrum á mann, 15 ára og eldri, í 5,50 lítra, þ.e.a.s. um 4%. A meðan jókst heildameysla íslend- inga úr 4,11 lítrum í 4,46 lítra eða um 9% þrátt fyrir bjórleysið (sjá línurit 4). Þessar upplýsingar er auðvelt að verða sér út um á Hag- stofunni (12) og er mér algerlega óskiljanlegt, hvemig Áfengisvam- arráð fór að því að komast að þeirri niðurstöðu, að hér væri nánast um þjóðarharmleik að ræða hjá Færey- ingum. Þessi reynsla Færeyinga sýnir okkur þvert á móti að aukin bjór- neysla dregur úr neyslu annarra tegunda og heildameyslan helst óbreytt eða minnkar. árin fyrir og eftir 1980. Reynsla Svía Því hefur verið haldið fram að reynsla Svía af sterkum bjór sé okkur íslendingum vfti til vamaðar. Reyndar má segja að hjá Svíum sé að fínna eina dæmið, sem hægt væri að nota til hliðsjónar, þegar spá á fyrir um, hvað muni gerast verði bjór lejrfður hér á landi. í Svíþjóð var sterkur bjór nefnilega algerlega bannaður á tímabilinu 1917—1955, er hann var leyfður á ný og aðeins seldur í áfengisversl- unum sænska ríkisins. Fyrirkomu- lagið var sem sagt líkt og fyrir- hugað er hér á landi samkvæmt bjórfrumvarpinu. Árið áður en sterki bjórinn var leyfður á ný, þ.e.a.s. 1954, var aflétt skömmtun á áfengi í Svíþjóð, sem hafði staðið frá 1917 (9). Fyrstu árin, sem sterkur bjór (4,7%) var leyfður, var neysla hans hverfandi (sjá línurit 5) en hefur aukist gífurlega hin síðustu ár. Á sama tíma og neysla á sterkum bjór hefur margfaldast hefur mjög dregið úr neyslu sterkra vína og heildameysla hefur minnkað meir en hjá nokkurri annarri Norður- landaþjóð. Það sem bannmenn vitna oft til, þegar þeir vilja sannfæra lands- menn um skaðsemi bjórs, er að 1965 leyfðu Svíar sölu á sk. milli- öli (mellanöl, 3,6%) í matvömversl- unum (6). Engin aldurstakmörk giltu hvað varðaði kaup á milliöli fyrst í stað. Unglingar áttu þannig óheftan aðgang að þessu öli. Sölu- stöðum áfengs öls fjölgaði með þessari aðgerð úr ca. 400 í yfír 20.000. Má nærri geta, að þetta hafði mikil áhrif á heildarneyslu landsmanna, án þess að teljandi breyting yrði á sölu áfengis í áfeng- issölu ríkisins. Skýringin er auðvit- að sú að þama kom til nýr hópur neytenda, sem áður hafði ekki haft greiðan aðgang að áfengi, þ.e.a.s. unglingar. Milliölið var tekið úr verslunum 1977. Það var aldrei selt í áfengisverslunum. Vert er að hafa hugfast, að ekki er ætlunin að bjór verði seldur nema á áfengisverslunum, samkvæmt frumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi. Hið jákvæða við tilraun Svía með milliölið var þó, að neysiuvenjur Svía tóku að beinast í átt að bjór- neyslu. Þetta, ásamt ýmsum að- gerðum stjómvalda, hefur leitt til þess, að í fyrsta sinn síðan 1941 hefur heildameysla í Sviþjóð minnk- að umtalsvert eða meira en hjá nokkurri annarri Norðurlandaþjóð. Með tilkomu milliölsins 1965 má segja, að sænsk stjómvöld hafí ver- ið að ganga þvert á allar ábending- ar WHO, enda árangurinn eftir því. Tekið skal fram, að allt frá 1955 hefur verið leyfð sala á veikum bjór („folköl", 2,7%) í matvöruverslun- um í Sviþjóð. Ég fæ ekki betur séð en að reynsla Svía af sterkum bjór sé á flestan hátt jákvæð. Á sama tíma og neysla á sterkum bjor hefur aukist margfalt hefur dregið mjög úr neyslu sterkra drykkja og heild- ameyslan hefur minnkað verulega (12). Á sama tima hefur mjög dreg- ið úr neyslu unglinga á áfengi, dreg- ið hefur úr drykkjulátum unglinga og mjög hefur dregið úr eiturlyfja- neyslu grunnskólabama. 1971 höfðu þannig 15% 9. bekkinga próf- að eiturlyf, 1982 10% og 1986 5% (9). Stórlega hefur dregið úr ölvun við akstur hin síðustu ár, þrátt fyr- ir mjög vaxandi umferð (9). Bjómeysla nú í Svíþjóð er álíka mikil, í lítrum vínanda talið, og hún var á tímum milliölsins, aðeins sölu- fyrirkomulag er annað. Að öllu samanlögðu virðist skipta meginmáli hvemig sölukerfi á bjór er. Sé hann seldur á sama hátt og annað áfengi virðist hann frekar draga úr heildameyslu. Allavega er ljóst að hann dregur verulega úr neyslu á sterku áfengi. Sé hann aftur á móti seldur í matvöruversi- unum, þ.e.a.s. eins og gosdiykkir, leiðir það til aukinnar heildameyslu. Reynsla Finna Bannmenn hafa sumir haldið því fram að sala bjórs hafi verið leyfð í Finnlandi 1968. Þetta er alrangt. '* Sjá bls. 43 Fullt hus af skíðavörum Smábarnapakki: 6.770,- ‘Barnapakki:......7.990,- Unglingapakki:...10.950,- Fullorðinspakki:.... 12.880,- Göngupakki:.......5.870,- Alpina skíðaskór m/hælstillingu kr. 4.380,- TÖKUM NOTAÐ UPP íNÝTT. SKÍÐALEIGA - SKÍÐA VIÐGERÐIR. /Z8 Sportleigan, VISA* v/Umferðarmiðstöðina, * sími 13072. EGGERT KRISTJÁNSSON H/F SÍMI 6-85-300 7X/r-tijvalin tilbreyting Ljúffengt gæðakex í þremur bragðtegund- um. Frábært með osti og ídýfum eða eitt sér. TVC- eitt það besta. Láttu það ekki vanta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.