Morgunblaðið - 10.02.1988, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIUVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Kæri þáttur! Ég er fædd
í Reykjavík 28. jún! 1963 kl.
15.30. Ég vildi gjaman vita
eitthvað um merkið mitt, sbr.
skap, starf o.fl. sem ætti við
mig. Með kærri kveðju.
Svar:
Þú hefur Sól í Krabba, Tungl
og Rísandi merki í Vog,
Merkúr og Venus í Tvíbura,
Mars í Meyju og Ljón á Mið-
himni.
Lífsorka
Sól í Krabba ! 9. húsi táknar
að þú ert í grunneðli þínu
varkár, hlédræg og tilfinn-
ingarík manneskja sem þarf
öryggi í lífi og starfi. Eigi
að síður þarft þú að víkka
sjóndeildarhring þinn, t.d. í
gegnum nám og stöðuga
menntun.
Tilfinning
Tungl í Vog í 12. húsi táknar
að þú hefur ljúfar og vin-
gjamlegar tilfinningar, vilt
vera rétttát og friðsöm í dag-
legu lífi og hjálpa öðru fólki.
Þú ert félagslynd en þarft
samt sem áður að draga þig
( hlé annað slagið.
Hugsun
Merkúr í Tvíbura í samstöðu
við Venus táknar að þú hefur
eirðarlausa og fjölhæfa hugs-
un, ert forvitin og málgefin.
Þú hefur þörf fyrir að tjá þig
við aðra og þá á vingjamleg-
an og aðlaðandi hátt.
Félagslíf
Venus í Tvíbura ásamt
Tungli í Vog táknar eins og
áður var getið að þú ert fé-
lagslynd og þarft á því að
halda að hafa margt fólk í
kringum þig í daglegu lífí,
þarft Qölbreytilegt félagslíf.
Þér hentar t.d. ekki að vera
bundin inni á heimili.
VinnuaÖferÖir
Mars í Meyju táknar að
þú ert nákvæm og samvisku-
söm í vinnu, ert vandvirk og
vilt leysa störf þín vel af
hendi. Þú ert jarðbundin og
hefur vissa fullkomnunar-
þörf.
Persónulegur stíll
Vog Risandi táknar að þú ert
|júf og vingjamleg í fram-
komu og leggur áherslu á að
vera kurteis og vingjamleg
og ná til sem flestra. Það
má kannski segja að þú þurf-
ir stundum að temja þér
aukna ákveðni.
Starf
Ljón á Miðhimni ásamt öðru
í kortinu bendir til þess að
þú vi|jir fást við skapandi,
mannúðlegt og félagslegt
starf. Ég tel að t.d. kennara-
menntun og síðan kennsla
gæti átt vel við þig. í Krabb-
anum leynist alltaf umhyggja
og tilhneiging til að vemda
og ala upp. I Voginni er að
finna þörf fyrir félagslegt
samstarf og í Tvíbura þörf
fyrir tjáskipti og það að miðla
upplýsingum. Að sjálfsögðu
kemur annað til greina, en
lykilorð eru mannúð (jákvæð-
ar tilfinningar), félagslegt
samstarf (listir) og tjáskipti.
Mjúk og tillitssöm
Að lokum má geta þess að
kortið ! heild gefur til kynna
ákveðna mýkt. Ég tel að þú
sért næm og tillitssöm per-
sóna. Þú þarft að hafa
ákveðna fegurð í umhverfi
þínu, vilt vera réttlát og ert
næm á það sem er að gerast
! kringum þig.
iiiniMinniininniiinnnniHnininmniinimiininiinimiuTTHnmiffliiiminiimninnnniunmnmmiimninninn 1 1 ................. ................ ........... .—
!l!llll!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!l!!!!!!!!!!!!!ll!llii!!l!ll|i|!i!|Hj|||||i garpur
HAHB7AXL GBLUe E/CK/ SI6Z4Þ
G/V?P OG FL 'ý'P T/L AD
SÆKJA UÞSAUKA...
----------------
HLÁOP/Ð EKK.I LANGT, \
UPKEGNAKMENN!
elí>
U/PGETUM EKK/ /3ÁÐ/ÉG HELPAO
/Ð \Z/e> FULLVOPNfíO HAKPTAXL L'AT/
BaiTISKIP! \OKJCLK EKK/tiAFA
GRETTIR
IXTÍMA LUKAíiWiR
FKi'A HÖSM/ePlE>
OG R6ÐIÖ-
HIP ENPALAUSA ,
SNARL J
TOMMI OG JENNI
UÓSKA
,J£/JN/,
FLETTV PUÍ UPP
FERDINAND
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Valur Sigurðsson í sveit Flug-
leiða er þekktur fyrir annað en
kjarkleysi í spilinu. Það kom því
áhorfendum í sýningarsal Hótels
Loftleiða ekkert á óvart þegar
hann skellti sér grimmdarlega í
þijú grönd fyrir hindmn Sævars
Þorbjömssonar, og sat sem
fastast eftir dobl Karls Sigur-
hjartarsonar. Þetta var í úrslita-
leik við Polaris um Reykjavíkur-
homið.
Austur gefur; NS á hættu.
Vestur
♦ ÁK102
♦ ÁDG64
♦ 96
♦ 108
Norður
♦ 8753
♦ K1075
♦ 32
♦ D72
Austur
♦ G9
♦ 832
♦ KG10754
♦ K4
Suður
♦ D64
♦ 9
♦ ÁD8
♦ ÁG9653
Vestur Norður Austur Suður
K.S. J.B. S.Þ. V.S.
— — 3 tíglar 3 grönd!
Dobl Pass Pass Pass!
Karl þóttist vita að þriggja
granda sögnin væri byggð á
löngum lauflit og fyrirstöðu í
tígli. Eftir langa yfirlegu lagði
hann niður hjartaásinn og hélt
síðan áfram með drottninguna.
Valur drap á kóng blinds,
svínaði laufgosa, tók ásinn og
spilaði blindum inn á laufdrottn-
inguna. Hann á nú átta siagi
og þarf ekki annað en svína
tíguldrottningu til að fá þann
níunda. *
En nú var komið að Val að
hugsa. Hann reiknaði með að
Karl ætti ekki bæði ás og kóng
í spaða, úr því hann lagði ekki
niður ásinn í upphafí. Þetta,
ásamt tregðu Karls til að spila
tígli, fannst honum benda til að
tígulkóngurinn væri annar fyrir
aftan.
Og nú kom Valur öllum á
óvart: Hann spilaði tígli á ás,
og sætti sig við að fara einn
niður.
„Er nú Valur hættur að þora
að vinna spilin sin,“ varð einum
bridsmeistara að orði.
resiö af
meginþorra
þjóöarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er224 80