Morgunblaðið - 10.02.1988, Side 44

Morgunblaðið - 10.02.1988, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988 Þorsteinn ívars- son - Minning Fæddur 24. maí 1971 Dáinn 31. janúar 1988 Það var fríður hópur kátra krakka sem kvöddu skólann sinn á liðnu vori, í síðasta sinn, því þessar stelpur og strákar voru loks laus undan oki skólaskyldunnar, tíu skólaár að baki og nú gátu þau farið að fást við það sem þau sjálf langaði til, án þess kannski að þau gerðu sér öll fulla grein fyrir því hvílíka ábyrgð þau mjmdu nú verða að axla. Mér hafði verið falin umsjón eins þeirra fjögurra bekkja sem nú yfir- gáfu skólann, nokkrum vetrum áð- ur, þegar þau hófu nám í unglinga- deild Seljaskóla. Reyndar hafði ég kennt hluta þeirra í tvö ár og þekkti þau því nokkuð vel en nú hafði verið ákveðið að búa til nýja bekki og því varð til nýr hópur sem varla hefði getað orðið samstilltari og skemmtilegri en þessi var. Stórt skarð hefur nú verið höggv- ið í þennan hóp. Þorsteinn ívarsson hefur látist í hörmulegu slysi og þó eru ekki nema tvö og hálft ár síðan Þorsteinn og bekkjarfélagar hans sáu á bak öðrum bekkjarbróð- ur sínum í öðru jafn tilgangslausu slysi. Þorsteinn var mjög greindur og prúður nemandi sem hafði sig ekki mjög í frammi en leyndi á sér og átti til að koma kennaranum í opna skjöldu með óvæntum innskotum, oft smellnum. Og ekki er hægt að segja að Þorsteinn væri óstundvís nemandi. Ég man varla eftir þeim degi þessa þijá vetur að hann væri ekki á sínum stað á aftasta borði við gluggann. Samt veit ég að hon- um fannst ekki alltaf gaman í skól- anum. Hann sagði það sjálfur, hann hlakkaði til að losna. Eflaust hefur hann verið orðinn óþreyjufullur að reyna eitthvað nýtt, takast á við spennandi verkefni. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann sýndi frá- bæran árangur í námi, hann skyldi ljúka grunnskólanum með sóma. Sem hann og gerði. Það sem kom mér mest á óvart er ég frétti um hið hörmulega slys var að Þorsteinn skyldi vera í hópi manna sem klifu fyöll. Þá skildi ég hve lítið ég vissi um hann. Ég þekkti hann bara í skólastofunni og þar flíkaði hann ekki áhugamál- um sínum. Það er kaldhæðnislegt að einn fegursti staður á Íslandi, þjóðgarð- urinn í Skaftafelli, geti á skammri stundu snúist upp í andhverfu sína og orðið ímynd ljótleikans. Það sýn- ir okkur hve maðurinn má sín lítils gagnvart náttúrunni. Á einu augna- bliki dáist þú að fegurð hennar en á því næsta hefur hún hriflð til sín ungan mann, sem átti framtíðina fyrir sér, foreldrum, bræðrum og vinum kær. Það er spurt um tilgang, án þess að svör fáist. Fjölskylda og vinir Þorsteins ívarssonar eiga nú um sárt að binda. Veitist þeim styrkur á sorgarstund. Bjarnveig Ingvarsdóttir Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Við urðum öll harmi slegin þegar við fréttum um sviplegt andlát vin- ar okkar og bekkjarbróður, Þor- steins Ivarssonar. Þegar við rifjum upp þær sam- verustundir sem við áttum með Steina, eins og við kölluðum hann, kemur margt skemmtilegt upp í hugann. Steini var ávallt glaður og brosandi og stutt í glensið. Útivera átti hug hans allan. Þeg- ar við fórum í hið árlega skíðaferða- lag með skólanum, klyfjuð skíðum, stöfum og öðru þess háttar, mætti Steini glaður í bragði með ísexi, mannbrodda og bakpoka. Hann var óþreytandi 'óg það sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann vel. Síðastliðinn vetur, þegar bekkurinn tók sig saman og safnaði áheitum fyrir bekkjarferð í Þórsmörk með því að spila fótbolta stanslaust í 25 klukkutíma, var hann strax til í að vera með og spilaði til síðustu mínútu án þess að blása úr nös. Þegar við lukum grunnskólaprófí síðastliðið vor skildu leiðir. Við gát- um þó alltaf hlakkað til að hittast aftur, en nú er einn horfínn úr hópn- um. Við söknum Steina sárt og munum aldrei gleyma honum. Við vottum flölskyldu hans og vinum okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja þau í sorg þeirra. Bekkjarfélagar úr Seljaskóla. í dag kveðjum við einstakan fé- laga og vin, hann Steina. Við ferð- uðumst mikið saman upp til fjalla, þar sem reynir á einstaklinginn og hópinn í heild. í þessum ferðum okkar brást Steini aldrei. Hann var ætíð hress, hreinskilinn og gat iðu- lega séð skoplegu hliðamar á mál- unum, nokkuð sem styrkir andann í hópnum mikið. Það var alltaf gam- an að ferðast með honum og maður undraðist hvað hann var frumlegur. Athvarf Steina var það sama og okkar hinna, heimurinn sem birtist okkur í hvert skipti er við fórum út úr bænum, heimur náttúrunnar og fjallanna. Þar upplifðum við all- ir sömu tilflnninguna. Þessi tilfínn- ing tengdi okkur saman. Þeir eru margir sem ekki skilja áhugann á þessum áðumefnda heimi. Sumir telja okkur fjallgöngu- menn jafnvel vera að hætta lífí okkar til einskis. En er svo? „Eitt sinn bjó í landi nokkm svefndreki. Dreki þessi var grimm- úðlegur á að líta. Flest fólk í landinu óttaðist hann og hélt sig íjarri hon- um. Það var trú manna að tennur drekans væm verðmætir gimsteinar og fagrar áisýndum. Því hertu nokkrir menn upp hugann og fóm til drekans til að líta upp í gin hans. Ætluðu þeir að sjá gersemamar. Menn vissu að drekinn vaknaði að- eins einu sinni á þúsund ára fresti. Munnurinn var svo sannarlega tign- arlegur að sjá úr fjarlægð og brátt hætti fleira fólk sér nær drekanum til þess að sjá betur þessa miklu sýn. Þegar fram liðu stundir ákváðu nokkrir ofurhugar að komast ennþá nær til þess að sjá betur. Þeir ætl- uðu að klifra upp í gin drekans til þess að geta staðið og horft á ger- semarnar við fætur sér. Flestir íbúanna vom hræddir og lýstu áhyggjum sínum vegna þeirra manna er ætluðu upp í gin drek- ans. Þeir sögðu að þeir sem fæm að drekanum væm heimskingjar. Og þeir sem fæm upp í gin hans væm óðir og hættu lífi sínu. Menn vissu að ef drekinn vaknaði myndi hann éta þá alla. Mennimir er fóm upp í gin hans sögðu að það væri þess virði að sjá dýrðina og fínna til hins kynngimagnaða andrúms- lofts sem þar ríkti. Eitt þúsund ár væri langur tími enda þótt enginn vissi fyrir víst hvenær drekinn hafði vaknað síðast." (Úr „Off Belay". Stytt þýð. G.Ó.M.) Við vottum Qölskyldu Þorsteins, vinum og aðstandendum dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur, Ingimundur, Haraldur, Stefán og Sigursteinn. I dag kveðjum við góðan vin og skóiafélaga, Þorstein Ivarsson. Það var alltaf létt yfír honum og alltaf var hægt að tala við hann. Þor- steinn var góður félagi bæði utan skólans og innan. Þegar við fréttum að Þorsteinn væri látinn urðum við harmi slegnir og trúðum því varla að þessi ágæti félagi okkar væri farinn fyrir fullt og allt. Sagt er að þeir deyi ungir sem Guðimir elska og sannaðist það í þessu til- viki. Þorsteinn tók sér frí frá skóla til að sinna sínu áhugamáli og fjár- magna ferð sína til frönsku Alpanna þar sem hann ætlaði að klífa. En á hausti komanda ætlaði hann að koma og taka til við námið þar sem frá var horfið. Flestir okkar höfðu þekkt hann frá bamæsku i gmnn- skóla. Þorsteinn var iðinn og ósér- hlífinn og mjög laghentur og ávallt var hægt að leitatil hans. Við kveðj- um Þorstein með söknuði og þökk- um fyrir að hafa fengið að kynnast honum og sendum íjölskyldu og aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Helgi Már Stefánsson, Eiríkur Þór V. Jónasson, Hörður Sæmundsson, Kjartan Siguijónsson, Brynjar Sigurðsson, félagarnir í Skólasmiðju Fjölbrautaskólans í Breiðholti. t Hjartkær eiginkona mín, GUÐLAUG HELGADÓTTIR, Hátúni 8, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 8. febrúar sl. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnar Elíasson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR, Aðalstræti 12, Akureyri, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Eðvarð Jónsson, Gunnþórunn Rútsdóttir, Gunnlaugur M. Jónsson, Ingunn Baldursdóttir, Margrét Jónsdóttir, Magnús Ottósson og barnabörn. Faðir okkar, t BALDVIN JÓNSSON, Löngubrekku 37, Kópavogi, sem lést 6. þ.m., verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudag- inn 12. febrúar kl. 13.30. Unnur Baldvinsdóttir, Jón H. Baldvinsson, Jónína M. Baldvinsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, VILBORG ÍVARSDÓTTIR, Furugerði 1, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. febrúar kl. 13.30. Blóm afþökkuö en þeim sem vilja minnast hennar er bent á liknarstofnanir. Leifur Björnsson, Kristin Sigurjónsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Helgi Hallgrfmsson, Hreinn Björnsson, Margrét Pálmadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HARALDUR BREIÐFJÖRÐ ÞORSTEINSSON, Mariubakka 8, lést í Brompton-sjúkrahúsinu i London að morgni 5. febrúar. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13.30. Jarðsett verður í Lágafellskirkjugarði. Jóhanna Haraldsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Ásgerður Haraldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Gisli Haraldsson, Sævar Haraldsson, Haraldur Vilberg Haraldsson, Gunnlaugur Valtýsson, Jón Sveinsson, Birgir Sigurðsson, Birgir Þór Sigurbjörnsson, Bergdís Guðnadóttir, Aðaiheiður Steinadóttir, Hrönn Sigurðardóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG HELGADÓTTIR, Baldursgötu 32, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13.30. ÓJafur Ólafsson, Erla Ólafsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Útför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR frá Hofsstöðum, verður gerð frá Fáskrúðarbakkakirkju laugardaginn 13. febrúar kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.00. Þórdís Eggertsdóttir, Sigmundur Guðmundsson, Kjartan Eggertsson, Soffía Guðjónsdóttir, Ingibjörg Eggertsdóttir, Gísli Gísláson, Áslaug Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR EYGLÓ EYJÓLFSDÓTTIR, Álfaskeiði 59, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag íslands og/eða Samtök gegn astma og ofnæmi. Jóhannes Sævar Magnússon, Kristinn Arnar Jóhannesson, Björg Leifsdóttir, Ármann Jóhannesson, Gunnvör Karlsdóttir, Anna Kristin Jóhannesdóttir, Þórður Helgason og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁRNÝJAR SIGURÐARDÓTTUR frá Litlu-Hildisey. Sigurður Gissurarson, Ragnheiður Árnadóttir, Ásta Gissurardóttir, Nicolai Bjarnason, Óskar Gissurarson, Hólmfríður Gunnlaugsdóttir, Magnús Gissurarson, Ásta Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför SÉRA HANNESAR GUÐMUNDSSONAR, Fellsmúla. Sérstakar þakkir til safnaða Fellsmúlaprestakalls, vegna tryggðar og vináttu við hinn látna. Sesselja Guðmundsdóttir, Jón Guðjónsson, Matthías Guðmundsson, Hallgrímur Guðjónsson. 1 J!H

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.