Morgunblaðið - 10.02.1988, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988
Um útvarpsstöðvarnar
Heiðraði Velvakandi.
Vegna þess að Stöð 2 er sífellt
að auglýsa að Stjaman sé vinsæl-
asta útvarpsstöðin, þá vil ég segja
álit mitt á útvarpsstöðvunum.
Lítil reynsla er komin af þeirri
nýju „Rót“ og- hef ég lítið hlustað
á hana enda aðrar meira að mínu
skapi. Bylgjan er mín stöð og langt
umfram aðrar, einkum eftir að að-
eins dvínaði upphefðin á Bubba
Morthens. Það má ofmeta margt.
Stjaman er stöð sem oft er ekki
hlustandi á vegna hasarstemmning-
ar sem yfír henni er, þó tekur út-
yfír allt meðan stendur á fréttum
og auglýsingum, þá er eins og stór-
skotaliðssveit æði þar um hús og
er ekki hlustandi á slíkt.
Svæðisútvarp af ýmsum rekið
em lítils virði. Alfa er góð en mætti
þó vera borið meira fram af töluðu
orði. Síðan er það Ríkisútvarpið,
sem er aftarlega að mörgu leyti,
en hefur þó til að bera fram efni
sem hægt er að festa hugann við
ef stillt er inn á réttan tíma, fyrir
hlustendur sem vildu vera, en geta
þó ekki hlustað vegna vinnu sinnar.
Lítið er hugsað fyrir því að hafa
betra dagskrárefni á helgum en
virkum dögum og tel ég það því
miður mjög neikvætt gagnvart
hlustendum. Þetta gildir jafnt um
allar stöðvar sem senda út á öldum
ljósvakans. Ríkisútvarpið hefur ekki
enn hætt við sína leiðu tóna sem
eiga að greina að fréttir og tilkynn-
ingar, en nú er kominn aukatónn
heldur hvumleiður en gæti þó haft
gildi ef væri á réttum stað, það er
jarðarfarartónninn. Kannske búast
þeir við að Ríkisútvarpið sé á fall-
andi fæti og þessir tónar séu undir-
búningur þess?
Ég er fylgjandi stuttum og mild-
um tónum við þáttaskil, ef þeir á
annað borð þurfa að vera, en ekki
þrúgandi þungir og langdregnir.
Bylgjan ætti að stytta og milda sína
tónatilvísun. Stjaman ætti tafar-
laust að láta af hríðskotasyrpu sinni
en ég hef ekki fundið aðra umtals-
verða galla hennar þegar ég hef
gripið inní útsendingu hennar, enda
hefíir hún fráhrindandi stæl. Fleira
mætti nefna neikvætt og jákvætt
en þetta verður að nægja í bili.
Þorleifur Kr. Guðlaugsson
Ást er...
. . . að hika hvergi.
TM Reg. U.S. Pat Off. — all nghta r«#«rv*d
° 1987 Loa Angeles Ttmea Syndicate
Með
morgunkaffinu
Ég er kominn með hiksta.
Nagladekkin eru
sjaldnast nauðsynleg
Póstnúm-
er í síma-
skrána
Til Velvakanda.
Til skamms tíma hef ég getað
staðsett nýjar götur eftir hverfum
og bæjum, en nú er svo komið að
ég get ekki lengur áttað mig á
hvar þessar nýju götur eru. Tökum
sem dæmi að ég ætli að senda bréf
til Jóns Jónssonar sem á heima við
Hegranes. Er það í Reykjavík,
Kópavogi, Garðabæ eða Mosfells-
bæ? Hingað til hefur verið hægt
að átta sig á þessu eftir því hvort
símanúmerið byijar á 4 eða 5, en
nú eru svo víða komin sex tölustafa
símanúmer. Ég tek fleiri dæmi:
Hlíðarbyggð, Neströð, Háberg, Ás-
búð, Langafít, Byggðarholt, Holts-
búð og Hrísmóar. Hvar eru þessar
götur?
í símaskránni eru engar upplýs-
ingar um í hvaða sveitarfélagi við-
komandi símnotandi á heima eða
hvaða póstnúmeri ákveðnar götur
tilheyra nema götur í Reykjavík.
Símanúmer í Hafnarfírði, Kópa-
vogi, Garðabæ, Seltjarnamesi og
Mosfellsbæ eru öll skráð undir
Reykjavík í símaskránni. Er ekki
tími til kominn að skrá póstnúmer
við heimilisfang og símanúmer?
Þessari spumingu er varpað tii
Póst- og símamálastofnunarinnar
sem gefur út símaskrána.
Tryggur lesandi símaskrárinn-
ar.
Ágæti Velvakandi
Herferð gatnamálastjóra gegn
bölvaldi gatnanna, nagladekkjun-
um, hefur borið ótrúlega rýran ár-
angur miðað við hvað tilefnið er
mikið. Meiri hluti bifreiða er nú á
nagladekkjum. Samkvæmt reynslu
minni og fieiri sl. þijú ár veit ég
að hægt er að nota snjódekk (jafn-
vel nýleg sumardekk) án þess að
lenda í vandræðum á Stór-
Reykjavíkursvæðinu og góð snjó-
dekk duga utanbæjar. Margir sem
aka á nagladekkjum segjast hafa
meiri öryggistilfínningu þess vegna
og sumir nota þau fyrst og fremst
vegna þess að þeir eiga þau. Þetta
fólk tekur ímyndaða eigin hags-
muni fram yfir þjóðarhagsmuni og
tekur þátt í því að skemma götum-
ar fyrir ótaldar milljónir, svo og í
því að eyða merkingum miklu fyrr
en annars væri. Einnig að gera bíla-
þvott vonlaust verk, því samdægurs
er bíll hefur verið þveginn er hann
kominn með tjöruslettur upp á miðj-
ar hurðir.
Gera nagladekkjabílstjórar sér
ljóst: 1) Að nagladekk eru sjaldnast
nauðsynleg. 2) Að hægt er að hafa
sandpoka f skottinu til öryggis. 3)
Að með því að draga nokkuð úr
hraðanum og aka á góðum snjó-
dekkjum eru þeir jafn öruggir og á
nagladekkjum en spara þjóðfélag-
inu ótaldar milljónir.
R.S.
Víkverji skrifar
Stöð 2 gefur út blað með dag-
skrá stöðvarinnar og kynningu
á henni, sem sent er til áskrifenda.
í blaði þessu birtist nýlega furðuleg
kynning á einum þætti stöðvarinn-
ar, sem nefnist „Leiðarinn“. Þar
segir m.a.:„Stöð 2 miðlar ekki ein-
ungis afþreyingu og menningu,
heldur tekur - rétt eins og ritstjórar
flokksblaðanna - afstöðu til manna
og málefna. Leiðarar Stöðvar 2 eru
af öðru sauðarhúsi en leiðarar
flokksblaðanna, því þeir taka hvorki
mið af hagsmunum einstakra
stjómmálaflokka eða ríkisvaldsins,
heldur einvörðungu áhorfenda, þ.e.
almennings. Ritstjórar Stöðvarinn-
ar eru fyrst og fremst sjónvarps-
stjóri og framkvæmdastjórar ein-
stakra stjómsviða. Leiðarinn er því
hliðstæða leiðara dagblaða, þótt
miðillinn sé annar og aðrar viðmið-
anir hafðar að leiðarljósi."
Hvers konar mgl er nú þetta!
Víkveiji tók sér fyrir hendur fyrir
skömmu að veija rétt Stöðvar 2 til
þess að lýsa skoðun á mönnum og
málefnum í tilefni af gagnrýni, sem
fram hafði komið hér í blaðinu. En
ef ofangreind tilvitnun lýsir skoðun
forráðamanna sjónvarpsstöðvarinn-
ar á þessum þætti í starfsemi henn-
ar, verður ekki sagt, að þeir séu
nútímamenn í fjölmiðlun. Með
hvaða rökum ætlar Stöð 2 að segja,
að sú skoðun, sem stöðin setur fram
á málefnum eins og t.d. ráðhúsmál-
inu taki einvörðungu mið af hags-
munum almennings en ef Morgun-
blaðið lýsti skoðun á sama máli í
leiðara ætti sú skoðun skv. þessari
tilvitnun að byggjast á hagsmunum
stjómmálaflokks!
Nú vill svo til, að Stöð 2 hefur
í leiðara lýst stuðningi við byggingu
ráðhússins, og hefur þá væntanlega
tekið mið af hagsmunum almenn-
ings (!) en Morgunblaðið hefur, eft-
ir því sem Víkveiji veit bezt, enn
ekki tekið afstöðu til byggingar
ráðhússins við Tjömina í leiðara.
Skyldi það vera vegna hagsmuna
Sjálfstæðisflokksins?!
Stöð 2 er rekin af slíkum myndar-
skap og stórhug, að stöðin á ekki
að láta standa sig að slíku endemis
rugli.
XXX
Dósavæðingin í gos- og ölfram-
leiðslu er mjög til bóta fyrir
neytendur. Nú þurfa menn ekki
lengur að flytja gler fram og til
baka. Að vísu valda dósimar ann-
ars konar vandamálum, sem ekki
verður rætt um hér. Víkveiji hefur
hins vegar veitt því eftirtekt, að það
er ekki hægt að fá pilsner keyptan
í dósum frá Sanitas nema í svo stó'r-
um dósum, að í mörgum tilvikum
er magnið of mikið og ekki gott
að geyma dósir lengi eftir að þær
hafa verið opnaðar. Hvers vegna
er pilsner ekki seldur í minni dósum?
-I-