Morgunblaðið - 10.02.1988, Page 56

Morgunblaðið - 10.02.1988, Page 56
| 'ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA | í GuójónÓ.hf. 91-2 7233 I i Spari' .R.. á téKKareiKnir SAMVINNU MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Ný kröfugerð VMSÍ: Miðast við samn- Jng til eins árs Kraf izt uppbótar á laun í desember Á ráðstefnu formanna aðildar- félag-a Verkamannasambands ís- lands í dag, verður lögð fram kröfugerð fyrir samninga til lengri tíma, sem kjaranefnd VMSÍ hefur undirbúið undan- farna daga. Fullur einhugur er um kröfugerðina í nefndinni og í framkvæmdastjórn VMSÍ. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er í kröfugerðinni gert ráð fyrir samningi til eins árs eða til 15. febrúar á næsta ári. Ekki er krafizt hárrar launahækkunar við undirritun samninga, heldur margra áfangahækkana á samn- ingstímanum. Þá er lögð áherzla á að samræma kjör félaga innan VMSÍ við kjör annarra starfshópa í landinu, meðal annars krafizt upp- bótar á laun í desember og að starfsaldurshækkanir verði færðar í fyrra horf í áföngum á samnings- tímanum. Fiskverð erlendis í hærri kantinum LÍTIÐ framboð er nú á ferskum fiski í Bretlandi. Gæftir hafa ver- ið slæmar í Norðursjó og afli tregur hér heima. Verð hefur því H Tannlæknadeild: Teningurinn réð úrslitum AÐ LOKNUM prófum fyrsta árs nema í Tannlæknadeild Háskóla íslands um áramótin réð hlutkesti þvi hverjir endan- lega komust áfram á annað ár. Aðeins 7 þeir hæstu komast hveiju sinni milli ára, en nú urðu þrir jafnir í 6. 7. og 8. sæti. Við hlutkestið féll einn þeirra út. Samkvæmt ákvörðun Háskóla- ráðs er §öldi nemenda milli fyrsta og annars árs í Tannlæknadeild takmarkaður, en sú takmörkum miðast við ijolda tannlæknastóla á deildinni. Samkvæmt reglugerð ræður svo hlutkesti því hveijir fara áfram, séu menn jafnir í síðasta sætið eða sætin. Einn þessara þriggja áskildi sér allan lagalegan rétt til að hnekkja hlut- kestinu, fyndust á því einhveijir meinbugir og fór svo að hann féll út. Hlutkestið fer þannig fram að viðkomandi nemendur kasta teningi og ræður talan, sem upp kemur, röð þeirra. verið í hærri kantinum. Meðal- verð fyrir kola, ýsu og þorsk er nú um og yfir 90 krónur á hvert kíló. Á mánudag var seit 151 tonn af gámafíski héðan í Bretlandi. Heild- arverð var 13,4 milljónir króna, meðalverð 88,62. Meðalverð fyrir þorsk var 93,31, 92.46 fyrir ýsu og 90,06 fyrir kola. Rúmlega 20 tonn voru af ódýrari tegundum og dró það heildarverð nokkuð niður. I síðustu viku voru með satna hætti seld 749 tonn af físki úr gám- um. Heildarverð var 29,5 milljónir króna, meðalverð 77,18. Meðalverð fyrir þorsk var 80,12 krónur, fyrir ýsu 81,70 og fyrir kola 79,51. Verð- ið fyrir þessar tegundir hefur því hækkað um það bil um 10 krónur milli vikna. Morgunblaðið/RAX NÚ er óttast að allt að 250 þúsund seiði i kvíum Strandar hf. og Hvammsvíkurstöðvar Laxalóns drep- ist úr kulda vegna mikilla og langvar- andi sjávarkulda í Hvalfirði. Á mynd- inni hér að ofan sjást kvíarnar í Hvammsvíkurstöðinni við ísröndina og vindbáran hreyfir jökulkaldan sjó- inn í kvíunum. Á innfelldu myndinni sjást Logi Jónsson dósent við líffræði- deild Háskólans og Finnur Garðars- son stöðvarstjóri Strandar hf. virða fyrir sér frosin og afhreistruð seiði úr kvíum fyrirtækisins. Sjá bls. 2: Stefnir i tugmilljónatjón Morgunblaðið/Sverrir Viðræðurnar í Washington: Áf:ramhaldandi samvinna um breytingar á vísindanefndmni Washington. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni blaðamanni Morgunblaðsins. FUNDUM íslenskra og banda- I að unnið verði sameiginlega að rískra sendinefnda í Washington tillögu um breytingar á starfs- lauk í gær með samkomulagi um I háttum vísindanefndar Alþjóða- Myndi sýna siðferðisstyrk ef hann segði sig úr bankaráðinu - segir Steingrímur Hermannsson um setu Stefáns Val- geirssonar í bankaráði Búnaðarbankans „Ég ER Stefáni nyög ósammála. Hann var kosinn í bankaráðið sem fulltrúi Framsóknarflokks- ■Jns og þá um leið sem fulltrúi Framsóknarmanna í þéttbýli og dreifbýli. Það myndi sýna sið- ferðilegan styrkleika ef hann segði sig úr bankaráðinu," sagði Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er Morg- unblaðið innti hann álits á þeim ummælum Stefáns Valgeirsson- ar, þingmanns Samtaka um jafn- rétti og félagshyggju, að ekkert óeðlilegt væri við það að hann sæti í bankaráði Búnaðarbank- ans fyrir tilverknað Framsóknar- flokksins. í síðustu kosningum var Stefán kjörinn á þing fyrir Samtök um jafnrétti og félagshyggju. Hann var áður þingmaður Framsóknarflokks- ins og var kjörinn í bankaráð Bún- aðarbankans um áramótin 1985/86. Kjörtímabilið var hálfnað um síðastliðin áramót. Steingrímur sagði að þessi mál hefðu ekki verið rædd við Stefán og Framsóknar- flokkurinn hefði ekki hugsað sér að beita neinum bolabrögðum í þessu máli. „Það hafa mjög margir lýst undr- un sinni og furðu á því að hann skuli telja sér fært að sitja þarna, en ég hef verið mótfallinn því að beita hann einhverri hörku, enda er það kannski ekki hægt. Það veld- ur mér hins vegar vonbrigðum að hann skuli ekki sjá hvað er rétt í þessu tilfelli," sagði Steingrímur Hermannsson. hvalveiðiráðsins. íslendingar munu vinna að áætlun um að vísindanefndin meti niðurstöður hvalarannsókna með tilliti til vistkerfis sjávarins i heild. Bandaríkjamenn munu vinna að tillögu um breytt skipulag á vinnubrögðum nefndarinnar. Tillögunum á að skila innan mán- aðar. Guðmundur Eiríksson þjóð- réttarfræðingur sagði, að andinn og viðræðurnar á fundinum hefðu verið mjög vinsamlegar og Bandaríkjamönnum væri um- hugað um að vinna að þessu máli samkvæmt samkomulagi þjóðanna sem gert var í Ottawa í Kanada sl. haust. Þar var m.a. gert ráð fyrir að þjóðirnar ynnu sameiginlega að því að gera vísindanefnd Hvalveiðiráðsins trúverðugri og vinnubrögð henn- ar markvissari. Á fundinum í gær hittust nefnd- ir undir stjóm Halldórs Ásgríms- sonar, sjávarútvegsráðherra, og dr. Anthonys Calios fulltrúa Banda- ríkjanna í hvalveiðiráðinu. Að sögn Guðmundar Eiríkssonar voru rædd- ar tillögur íslendinga um breytt skipulag vísindanefndarinnar þar sem m.a. er gert ráð fyrir að kom- ið verði á fót sérstakri stýrinefnd innan vísindanefndarinnar. Guð- mundur sagði það einnig mjög mik- ilvægt að vísindanefndin fjalli um rannsóknir á hvölum og hvalveiðar með tilliti til vistkerfísins. Á fundinum voru af hálfu íslend- inga auk Halldórs og Guðmundar þeir Ingvi Ingvarsson, sendiherra, Helgi Ágústsson, skrifstofustjóri, Hermann Sveinbjömsson, aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra, Jó- hann Sigurjónsson, sjávarlíffræð- ingur, Kjartan Júlíusson, deildar- stjóri, Hörður Bjamason, sendifull- trúi og Stefán Stefánsson, sendi- ráðsritari. í bandarísku nefndinni voru fulltrúar viðskipta og utanrík- isráðuneytisins. Enginn fulltrúi við- skiptaráðuneytisins var tilbúinn til að ræða um fundinn. Longmayer, yfírmaður Islandsdeildar utanríkis- ráðuneytisins, vildi það eitt segja við blaðamann að fundurinn hefði verið gagnlegur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.